Morgunblaðið - 27.06.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.06.2001, Qupperneq 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ menni og afar heill í öllum samskipt- um. Í stuttu máli sagt; glæsilegur fulltrúi stéttarinnar. Fyrir hönd Samtaka verslunar- innar – Félags íslenskra stórkaup- manna vil ég að leiðarlokum þakka Ólafi samfylgdina. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Haukur Þór Hauksson formaður. Enn erum við minnt á að enginn fær haggað straumi tímans. Jarð- neskt mannlíf er oftast nánast óræð spurning og svör tæpast fáanleg nema í trúnni. Líf allra er vegur að sama áfanga, lokum þessa jarðlífs. – Við vitum að ekkert líf er án dauða, en jafnframt boðar trúin, að enginn dauði er án lífs. Þessar hugleiðingar vakna þegar vinir kveðja og eru lagðir til hinstu hvíldar. – Ólafur Ó. Johnson er lát- inn eftir löng veikindi og er þar enn höggvið skarð í vinahóp, skarð sem ekki verður fyllt. Það var árið 1952 sem kynni okkar Ólafs hófust. Hann fluttist þá ungur að árum með fjölskyldu sinni til Ís- lands eftir langa dvöl í Bandaríkj- unum. En þar hafði faðir hans starf- að fyrir íslenska ríkið og að eigin kaupsýslustörfum. Þessi ár, ung- lingsár sín, dvaldi Ólafur því í Bandaríkjunum og þar tók hann út menntun sína við kunnar mennta- stofnanir. Við heimkomuna réðst Ólafur til fyrirtækisins Ó. Johnson & Kaaber hf. og tók þar við störfum, sem þróuðust þannig, að hann varð síðar einn af aðalforstjórum fyrir- tækisins, sem varð hans ævistarf. Ég hafði sjálfur starfað um árabil hjá Ó. Johnson & Kaaber hf. þegar fyrstu kynni okkar Ólafs tókust við upphaf starfa hans þar. En upp frá því lágu leiðir okkar þar saman uns að starfs- lokum beggja kom vegna aldurs. Mér er minnisstætt upphaf þeirra kynna, sem þá tókust með okkur Ólafi, kynna sem raunar fljótlega þróuðust í vináttu. Í störfum sínum varð ljóst, að hér fór ungur maður, sem að upplagi og skólaþjálfun vann eftir augljósum grunnreglum, sem í megindráttum voru ósérhlífni, elju- semi, agi og heiðarleiki. Að sjálf- sögðu hefur það varla verið tilviljun hversu ljós var samlíking þessara eiginleika Ólafs annars vegar og hins vegar aðferðafræði þeirrar er ávallt hafði ríkt innan fyrirtækisins Ó. Johnson & Kaaber hf., enda rætur beggja þær sömu. Stjórnunarstíll Ólafs byggðist þannig á því, sem að framan er sagt, en fleira kom til. Í mínum augum var afstaða hans til samskipta við starfs- lið fyrirtækisins sú að leiða starfs- menn sína með sér í daglegum störf- um, en beita síður því sem nefna mætti fyrirmælastjórnun, nema annars væri ekki kostur. Samband forstjórans og starfsliðsins kom mér því þannig fyrir sjónir að góðviljuð handleiðsla væri í megindráttum lík- legri til góðra afreka en aðrar sam- skiptaaðferðir. Ýmislegt fleira mætti nefna í sambandi við samskipti og tengsl Ólafs við starfsfólk sitt, en ég læt nægja að nefna eftirfarandi. – Þegar starfsmenn létu af störfum vegna aldurs, oft eftir langa þjón- ustu, var hagur þeirra vegna slíkra tímamóta jafnan skoðaður með vel- ferð þeirra í huga og komist að nið- urstöðu í því efni. Einnig sýnist mér það ábending um mann þann, sem Ólafur hafði að geyma, að það virtist vera þörf hans að hafa nánast reglu- legt persónulegt samband við þetta fyrrverandi samstarfsfólk sitt, oft þegar leið að jólum, og var þá rabbað um hagi og líðan eins og gengur. Þessar hliðar á manngerð Ólafs gleymast okkur ekki, sem fengum að njóta samvista við hann árum sam- an. Síðar, eftir að við Ólafur höfðum stofnað til heimilis og fjölskyldu, varð það lán okkar Elísabetar að fjölskyldutengslin við Ólaf og Guð- rúnu urðu þess eðlis að seint verður fullþakkað og koma þá upp í hugann minningar í hrönnum. – Auk al- mennra fjölskyldusamskipta eru framarlega í minni spilakvöldin góðu, ásamt fleiri góðum vinum. Einnig mætti nefna ferðalög um landið, oft á vegum sameiginlegra félagssamtaka og byggingu og nýt- ingu veiðikofans við Hítará, aftur í félagi við aðra góða vini. Þá koma í hugann ógleymanlegar stundir í sumarhúsi Guðrúnar og Ólafs í Mjóanesi við Þingvallavatn í elsku- legu boði þeirra. Og margt margt fleira vaknar í minningunni, sem of langt yrði upp að telja. En eins og áður sagði eru þakkir okkar Elísa- betar í þeirra garð einlægar og óskiptar. Af því sem að framan hefur verið sagt tel ég að í margt megi ráða um persónugerð og manngerð vinar míns Ólafs Ó. Johnson, en ef til vill má í því efni ýmsu við bæta. Í mínum huga var Ólafur óvenju mikið ljúf- menni, en jafnframt fastur fyrir, þegar það átti við og fór þá ekki í manngreinarálit. Hann var íhugull og tók ákvarðanir sínar að vel athug- uðu máli og stóð jafnan fast á tekinni ákvörðun. Fjölskylda hans á að baki að sjá einstökum heimilisföður. Vinir hans minnast óvenju staðfasts trygglyndis og heilinda til orðs og æðis. – Fleira mætti upp telja og þó að mikið kunni að hafa verið sagt er ekkert ofsagt. Það má því af líkum ráða að Ólafi voru á lífsleiðinni falin margvísleg ábyrgðar- og trúnaðarstörf fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasam- tök, bæði innanlands og utan, og hef- ur hann hlotið heiðursviðurkenning- ar því til staðfestingar, auk verðugs þakklætis þeirra sem notið hafa. Hugurinn dvelur nú hjá Guðrúnu, börnunum og allri fjölskyldu Ólafs Ó. Johnson. Og nú þegar hann er kvaddur með söknuði, færum við El- ísabet þeim öllum samúðarkveðjur okkar og fjölskyldu okkar. Jóhann Möller. Góður og traustur vinur hefur kvatt og minningarnar hrannast upp á kveðjustund. Mér finnst leiðarlok vinar míns, Ólafs Ó. Johnson, ótíma- bær, því framtíðardraumarnir voru margir, sem hann hafði þráð að geta séð rætast. Kynni okkar Óla eru orðin löng, en þau má rekja til heimilis foreldra hans í Esjubergi í stríðsbyrjun. Ég var þá tíður gestur á þessu fallega heimili í fylgd Hannesar, bróður Óla, en við Hannes vorum þá skólafélag- ar í Verzlunarskólanum og stutt að fara þaðan yfir í Esjuberg. Bræðurnir fluttu til New York með foreldrum sínum 1940, en Ólaf- ur faðir þeirra rak þar umfangsmikið fyrirtæki á vegum Ó. Johnson & Kaaber í sambandi við innflutning á vörum til Íslands meðan á stríðinu stóð. Það leið svo heill áratugur, þar til við Óli hittumst aftur hér heima á Fróni, þegar Bandaríkjadvölinni lauk. Óli hafði þá lokið námi við nokkra kunna háskóla ytra. Ekki leið á löngu, þar til gömul kynni upp- hófust að nýju, og ungi strákurinn frá árunum í Esjubergi var nú vax- inn úr grasi og kominn á þrítugsald- urinn. Við Óli höfðum báðir áhuga fyrir útivist og fórum stundum saman á skíði. Það var í einni skíðaferð okkar uppi í Hveradölum, þar sem Óli hafði orð á því við mig, hvað ein ung dama, sem þarna var að skíða með félögum sínum, væri glæsileg, og ég var hon- um alveg sammála. Ólafur var alla tíð mikill smekkmaður, enda var ekki um að villast hvað varðaði smekk hans á ungu skíðadömunni, sem birtist okkur á fögrum degi í Hveradölum. Hún Guðrún Gunn- laugsdóttir átti eftir að verða eigin- kona Óla og lífsförunautur, sem bjó honum fagurt og vinalegt heimili þangað sem vinir og vandamenn voru ætíð velkomnir og nutu sér- stakrar gestrisni hjónanna. Við hjónin áttum því láni að fagna að njóta vináttu Dúru og Óla, bæði hér heima og erlendis. Þar er margs að minnast, allt frá því við vorum saman með yngstu börnin okkar á jólafagnaði Lionsklúbbsins Baldurs í Naustinu forðum daga, og þar til við hittumst í Flórída og áttum gleðirík- ar stundir saman, sem seint mun líða úr minni. Það var sérstök upplifun og gleðigjafi að vera í návist Dúru og Óla. Svava saknar þess nú að geta ekki kvatt Óla við útför hans, þar sem hún á ekki heimangengt sökum veikinda sinna. Ólafur átti mörg áhugamál, og þau voru fleiri en skíðaferðirnar okkar í gamla daga. Þar má telja mikinn áhuga hans fyrir laxveiði. Ég var svo lánsamur að njóta gestrisni hans í Laxá í Leirársveit, og á ég ógleym- anlegar minningar frá þeim tíma. Óli naut þess svo sannarlega að vera úti í náttúrunni, og það var mikið ánægjuefni að fá að njóta hennar með slíkum félaga. Ólafur var ungur að árum, eða að- eins hálf þrítugur, þegar honum var falið það ábyrgðarstarf að takast á hendur forstjórastarf hjá Ó. Johnson & Kaaber, því starfi gegndi hann til ársins 1991, eða röska þrjá áratugi. Þrátt fyrir ærið starf hjá stóru fyr- irtæki, þá voru honum falin marg- vísleg trúnaðarstörf, sem hann vann af miklum dugnaði og áhuga meðan heilsa leyfði. Óli gerðist félagi í Lionsklúbbnum Baldri snemma á árum klúbbsins. Hann tók fljótt virkan þátt í störfum Baldurs, sérstaklega er varðaði fjár- öflun til styrktar líknar- og mann- úðarmála. Þá var hann formaður klúbbsins um skeið. Eitt af þeim málum, sem hæst ber og Ólafur á mestan heiður af, var að hrinda af stað fjáröflun til styrktar Kumbara- vogi á Stokkseyri. Á þeim árum var þar rekið heimili fyrir unglinga, sem ekki áttu í mörg hús að venda og áttu erfitt uppdráttar. Var Kumbara- vogsheimilið rekið af Kristjáni Frið- bergssyni, en fjárþörf var talsverð til reksturs slíks heimilis. Það var þá sem Ólafur kom fram með þá hug- mynd á fundi hjá Baldursmönnum að hrinda af stað stuðningi við fjár- öflun til styrktar Kumbaravogi. Fékk hann til liðs við sig ýmsa dug- mikla félaga úr röðum Baldurs. Fjáröflun var í því fólgin að afla fjár til að nýta störf unglinganna á Kumbaravogi. Þeir fjármunir sem söfnuðust voru nýttir til kaupa á efni til framleiðslu á pokum, sem ung- lingarnir síðan framleiddu, en fram- leiðslan var svo keypt af sunnlensk- um bændum. Þetta átak heppnaðist vel, og átti Ólafur stærstan þátt í miklu og tímafreku verkefni, sem stóð í mörg ár á vegum Lkl. Baldurs. Auk Kumbaravogs-verkefnissins, var Ólafur ávallt framarlega í hópi Baldursmanna, er stóðu að svo- nefndri perusölu klúbbsins, sem hrundið var af stað á fyrstu árum Baldurs, og er enn við lýði. Ágóða af perusölunni hefur verið varið til styrktar fjölmörgum mannúðarmál- um í tímanna rás. Þegar kemur að kveðjustund, þökkum við Baldursfélagar Ólafi fyr- ir langa og dygga samfylgd, árang- ursríkt framlag hans til líknar- og mannúðarmála á vegum Lkl. Bald- urs að ógleymdum þeim vináttu- böndum, sem hann skóp meðal félag- anna með sinni sérstöku prúð- mennsku. Þín verður sárt saknað af vinum þínum. Far þú í friði, góði félagi. Baldursfélagar og við hjónin send- um Guðrúnu, börnum þeirra og öðr- um ættingjum hugheilar samúðar- kveðjur. Njáll Símonarson. Samstarfsmenn og vinir Ólafs Ó. Johnson hjá Flugleiðum kveðja nú með söknuði góðan félaga. Ólafur sat í stjórn og varastjórn Flugleiða um aldarfjórðungs skeið frá stofnun félagsins 1973 og allt til ársins 1998. Áður hafði hann setið í varastjórn Flugfélags Íslands frá 1970 til 1973. Því er margt sem þakka ber eftir trausta samfylgd og leiðsögn hans. Í stjórnarstörfum hjá Flugleiðum var Ólafur alla tíð drenglundaður heiðursmaður, fylgdi sannfæringu sinni en vildi jafnan ná mönnum saman um það sem til framfara horfði. Við sem völdumst til stjórn- unarstarfa hjá fyrirtækinu fundum að í honum áttum við hauk í horni. Hann studdi sína menn dyggilega til góðra verka. Ég kynntist Ólafi þegar ég kom til starfa hjá félaginu rétt eftir stofnun fyrirtækisins. Stjórnarmenn hins nýja félags áttu þá ærið verk fyrir höndum þar sem Flugleiðir urðu til úr tveimur harla ólíkum fyrirtækj- um. Ólafur var mannasættir að eðlis- fari og lóð hans vó þungt í samein- ingu félaganna undir merkjum Flug- leiða og uppbyggingu hins nýja fyrirtækis á erfiðum tímum. Eftir að ég tók við rekstri Flug- leiða árið 1985 átti ég ætíð vísan stuðning Ólafs og góð ráð. Þá var miklu verki þegar lokið, tekist hafði að skapa heilsteypt fyrirtæki á grunni forveranna og tekist hafði að sigla fyrirtækinu heilu í gegnum mikla erfiðleikatíma í alþjóðaflug- rekstri í upphafi níunda áratugarins. Nú var komið að mótun nýrrar stefnu til að takast á við nýja tíma og jafnframt tugmilljarða króna endur- nýjun í öllum þáttum rekstrarins. Ólafur tók þátt í vinnu stjórnar félagsins við mótun þeirrar stefnu, sem hefur skilað Flugleiðum inn í nýja öld, öflugu alþjóðlegu þjónustu- fyrirtæki með fyrsta flokks búnað og fyrirtaksmannskap. Ólafur Ó. Johnson lét af stjórnar- störfum árið 1998 vegna heilsu- brests. Hann vildi ætíð beita sér af fullu afli og þegar versnandi heilsa dró úr kraftinum greiddi hann nýju fólki leið. Alla tíð var hann samt Flug- leiðamaður, lagði gott til og sýndi okkur sem störfum hjá félaginu ýms- an stuðning. Að leiðarlokum þökkum við Ólafi giftudrjúg störf og vottum eftirlif- andi eiginkonu og fjölskyldu djúpa samúð. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Þótt Morgunblaðið sé og hafi verið fyrirferðarmikið í þjóðfélagsumræð- um á Íslandi og stundum reyndar einnig einstakir blaðamenn þess og ritstjórar, á það sama ekki við um eigendur blaðsins og útgáfustjórn Árvakurs hf. Þeir hafa unnið sitt starf í kyrrþey áratugum saman, fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna. Á þeim vettvangi eru þó teknar lykilákvarðanir um rekst- ur blaðsins, uppbyggingu og framtíð. Það á við um húsbyggingar, fjár- festingar í prentvélum og öðrum tækjabúnaði, í stuttu máli allt sem til þarf til þess að gefa út dagblað. Útgáfustjórn Morgunblaðsins tekur einnig ákvörðun um ráðningu ritstjóra blaðsins og veitir þeim um- boð til þess að marka stefnu þess. Þar er einnig um lykilákvörðun að ræða því í vali ritstjóra felst stefnu- mörkun í grundvallaratriðum. Einn þeirra manna, sem kom að þessum mikilvægu þáttum í útgáfu Morgunblaðsins í áratugi, var Ólafur Ó. Johnson. Kynni mín af Ólafi hófust að ráði, þegar ég var ráðinn aðstoðarritstjóri blaðsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Mér varð fljótt ljóst, að hann nálg- aðist ýmis úrlausnarefni í útgáfu Morgunblaðsins úr annarri átt en sumir þeirra, sem sátu með honum í útgáfustjórn blaðsins og ritstjórar Morgunblaðsins á þeim tíma. Sýn hans á Morgunblaðið var fyrst og fremst viðskiptaleg. Þjónusta við lesendur var mikilvæg í hans huga, sem m.a. kom fram í endurteknum tillöguflutningi í stjórn Árvakurs hf. um útgáfu Morgunblaðsins á mánu- dögum. Nú þykir þetta sjónarhorn sjálfsagt en fyrir nokkrum áratug- um, þegar aðrar pólitískar aðstæður voru ríkjandi, gátu menn haft og höfðu aðrar skoðanir á því. Þeir sem koma að útgáfu Morgun- blaðsins á einn eða annan veg hafa stundum veruleg óþægindi af því, ekki sízt ef blaðið fylgir fast fram umdeildum sjónarmiðum. Ólafur Ó. Johnson var umsvifa- mikill kaupsýslumaður og var aðili að rekstri margra fyrirtækja. Það fór ekki hjá því, að skrif Morgun- blaðsins snertu stundum hagsmuni þeirra fyrirtækja, sem hann var þátttakandi í. Hann hafði aldrei orð á því utan eitt skipti, þegar miklar sviptingar höfðu orðið á milli blaðs- ins og fyrirtækja, sem honum voru hjartfólgin. Þá spurði hann mig einn- ar spurningar og ætlaðist ekki til að fá svar. Hann sagði: Er ekki komið nóg? Samskipti Morgunblaðsins við ýmis hagsmunaöfl í samfélagi okkar geta stundum verið stormasöm. Á slíkum stundum sýndi Ólafur Ó. Johnson drengskap, sem ég mun ekki gleyma. Styrmir Gunnarsson. Þetta var veturinn 1970–71. Við vorum á fyrsta ári í gagnfræðaskóla og tíðarandinn heimtaði sítt hár og hispurslausan klæðnað. Forstjórinn, húsbóndinn á heimilinu, var vanur því að taka á móti fínum gestum. Hvernig skyldi honum hafa litist á drengina sem tóku að venja komur sínar á Nesveginn (Neshagann) í fylgd með Gunnlaugi, næstelsta syn- inum? Á næstu árum varð heimili Óla og Dúru fastur punktur í tilveru okkar. Þar var gott að vera. Ótal sinnum lá leið okkar þangað til að spjalla og bralla ýmislegt eða hlusta á tónlist. Og stundum voru haldin partý. Á hlýlegu heimilinu lá aristókratískur andi í loftinu og þótt sumir okkar væru í orði kveðnu uppreisnargjarn- ir og róttækir í stjórnmálaskoðunum nutum við þess að sitja í ríkmann- legum stofunum innan um málverk eftir Kjarval og fleiri meistara. Óli og Dúra tóku ætíð alúðlega á móti okkur, aldrei fundum við annað en að við værum velkomnir. Þau sýndu okkur væntumþykju og virðingu – og traust. Dyr sumarbústaðarins við Þingvallavatn stóðu okkur opnar og þangað fórum við strákarnir á menntaskólaárunum til að fagna próflokum á vorin. Ef til vill reynd- umst við ekki alltaf traustsins verðir. Eitt sinn endaði ærslaleikur síðla nætur á verönd sumarbústaðarins með rúðubroti svo lá við stórslysi. Umburðarlyndi húsráðenda kom þó í veg fyrir að æskubrek hefðu áhrif á framkomu þeirra við okkar. Fyrir allt þetta erum við þakklátir. Óli var ákaflega þægilegur í við- móti, glaðlyndur og skemmtilegur. Hann var mikill húmoristi og hafði gaman af því að segja okkur brand- ara. Hann varðveitti strákinn í sér og honum fengum við að kynnast, til dæmis þegar hann lék listir með log- andi sígarettu sem hann vafði um tungu sér, í bókstaflegri merkingu orðanna. Í ófá skipti sat hann með okkur og ræddi um heima og geima. Einu gilti hvert umræðuefnið var, aldrei talaði hann niður til okkar heldur alltaf eins og maður við menn. Þetta kunnum við að meta enda bár- um við mikla virðingu fyrir honum. Hann fylgdist alla tíð vel með því hvernig okkur vegnaði, hvatti okkur til dáða og miðlaði af reynslu sinni. Svona eiga feður að vera. Við vottum Dúru, Gulla, Fiffa, Óla, Helgu Guðrúnu og öðrum aðstand- endum samúð okkar. Gunnar Þór Bjarnason, Hallgrímur Helgi Helgason, Hilmar Oddsson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Jóhann Haukur Sigurðsson, Karl Roth Karlsson og Sigurður Magnússon. ÓLAFUR Ó. JOHNSON                         !! " #       $%& '( '(         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.