Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 38

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Járnsmiður eða maður vanur járnsmíði óskast til starfa. Upplýsingar í síma 861 7414. Mikil vinna í Stokkhólmi/Svíþjóð, sanngjörn laun! Góðir smiðir sem geta unnið sjálfstætt óskast strax! Frítt húsnæði og fargjald báðar leiðir. Nánari upplýsingar í síma 00469252088/ 0046706889932. Netfang hoxa@hoxa.com . Barnfóstra - „au pair“ - amma Óskum eftir að ráða trausta og barngóða manneskju á gott heimili í Kópavogi, til að passa tæplega árs gamalt barn og sjá um létt húsverk. Vinnutími frá ca 8—16 (samkomulag). Reyklaus. Þetta er ekki sumarstarf. Útlendingur kemur til greina. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Barngóð“. Umhverfisráðuneytið Staða lögfræðings Umhverfisráðuneytið auglýsir lausa til umsókn- ar stöðu deildarsérfræðings í lögfræðideild. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi embættis- próf í lögfræði og starfsreynslu úr opinberri stjórnsýslu. Laun eru samkvæmt samningi fjármálaráðher- ra við Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Umsóknarfrestur er til 12. júlí. Frekari upplýsingar eru veittar í umhverfisráðu- neytinu. ⓦ á Kársnes- braut, Kópavogi Fulltrúi Menntaskólinn í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða fulltrúa í fullt starf á skrifstofu skólans. Starfið felur í sér símsvörun og almenn skrif- stofustörf s.s. afgreiðslu, ritvinnslu, móttöku, miðlun upplýsinga til starfsmanna og nem- enda, auk sérverkefna. Æskilegt er að umsækj- andi hafi menntun í skrifstofu-og/eða viðskipta- greinum. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst nk. og fara launa- kjör eftir sérstökum samningi Starfsmanna- félags ríkisins og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 4. júlí. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknar- eyðublaði en í umsókn þarf að greina frá menntun og starfsreynslu. Umsókn skal senda til skólameistara. Frekari upplýsingar um starfið veita skóla- meistari, Margrét Friðriksdóttir og aðstoð- arskólameistari, Örn Sigurbergsson í síma 544 5510. Skólameistari. Borgarbyggð Laus störf Skólaráðgjafi, umsjón Íþrótta- og tómstundaskóla, kennarastöður Borgarbyggð auglýsir eftir: Skólaráðgjafa við sérfræðiþjónustu. Starfsvettvangur er grunnskólar og leikskólar í Borgarbyggð. Fagleg ráðgjöf og leiðbeiningar vegna sérþarfa barna og sérkennslu. Ráðgjöf og stuðningur við nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Kennslufræðilegar athuganir og greiningar. Íþróttakennara — umsjón Íþrótta- og tóm- stundaskóla. Starfið felst í almennri íþróttakennslu við Grunnskólann í Borgarnesi og umsjón og skipulagi með Íþrótta- og tómstundaskóla Borgarbyggðar auk leiðbeiningastarfa. Um er að ræða spennandi mótunarstarf þar sem starfsemi Íþrótta- og tómstundaskóla hefst í haust. Kennurum við Grunnskólann í Borgarnesi. Lausar eru til umsóknar stöður almennra bekkj- arkennara á yngsta- og miðstigi. Einnig staða sérkennara. Skólinn verður einsetinn í haust og eru vinnuskilyrði hin ágætustu. Umsóknir berist skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, eða til skólastjóra Grunn- skólans í Borgarnesi. Nánari upplýsingar: Starf skólaráðgjafa: Hjördís Hjartardóttir í síma 437 1224, netfang: hjordis@borgarbyggd.is . Kennarastöður: Kristján Gíslason skólastjóri í síma 437 1229, netfang: kristgis@ismennt.is . Einnig hjá Stefáni Kalmanssyni bæjarstjóra í síma 437 1224, netfang: stefan@borgar- byggd.is . Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Kolfreyjustaðar- prestakalli í Austfjarðarprófastsdæmi frá 1. september 2001. ● Kirkjumálaráðherra skipar í embætti sóknar- presta til fimm ára. ● Um launakjör fer skv. ákvörðun kjaranefnd- ar, en að öðru leyti gilda um starfið lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. ● Óskað er eftir því að umsækjendur geri í umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. ● Valnefnd velur sóknarprest skv. starfs- reglum um presta nr. 735/1998, en biskup ákveður með hvaða umsækjanda hann mælir náist ekki samstaða í valnefnd. ● Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 20. gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998, en ákvæðið er svo hljóðandi: „Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn prestskosning fari fram, er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um kosningu skal hafa borist biskupi eigi síðar en að hálf- um mánuði liðnum frá þeim degi er kallið var auglýst laust til umsóknar.“ ● Allar nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur, sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups- stofu, s. 535 1500, grænt nr. 800 6550, fax 551 3284. ● Umsóknarfrestur rennur út 1. ágúst 2001. ● Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Það athugist að embætti sóknarpresta eru aug- lýst með fyrirvara um breytingar á sóknar- og prestakallaskipan. Prestum er skylt að hlíta breytingu á störfum sínum og verksviði á skip- unartímanum, sbr. 19. grein laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með vísan til 13. og 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 eru konur hvattar til að sækja um ofangreint embætti. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Viltu læra að mála í sumar? Listahús Veru býður upp á öðru- vísi og spennandi námskeið í listmál- un (olíu). Nám- skeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Námskeiðið fyrir byrjendur hefst 3. júlí kl. 17—21. Allt efni innifalið í verði. Námskeið fyrir lengra komna á hverjum laugar- degi kl. 10—17. Við förum út til að mála íslenskt landslag. Vinsamlega látið skrá ykkur fyrir 2. júlí nk. í síma 565 9559 eða 897 4541. Veffang Veru er: www.artvera.com . TIL SÖLU Woma 325 z háþrýstidæla 1000 bör, 131 l/mín. vatnsflæði, árg. '92, kúin af MAN D 2866 vél. Vél og dæla bæði nýupptek- in. Dæla er í einangruðum vagni. Í vagni er vatnstankur. Einnig er hægt að tengja dælu beint í vatnsbrunn. Upplýsingar í síma 560 8834 eða 861 6919.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.