Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 42

Morgunblaðið - 27.06.2001, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GUÐMUNDUR Ólafsson hefur á opinberum vettvangi gagnrýnt nið- urstöður Þorsteins Siglaugssonar rekstarhagfræðings um áætlaða arð- semi fyrirhugaðrar Kárahnjúka- virkjunar. Nú síðast í Morgun- blaðinu 23. júní. Þar sakar hann Þorstein enn einu sinni um að velja forsendur við hæfi viðskiptavina sinna, þ.e. Náttúruverndarsamtaka Íslands. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa þó sagt skýrslu Þorsteins vandaða út- tekt og lofað færni hans og kunnáttu þó svo að fyrirtækið haldi því fram að hann skorti mikilvægar upplýs- ingar og forsendur til að geta fengið rétta niðurstöðu – upplýsingar sem fyrirtækið neitar þó að láta af hendi. Á hinn bóginn hefur Landsvirkjun veitt nokkrar upplýsingar sem Þor- steinn – líkt og vandaðir fræðimenn gera – hefur nýtt sér til að endur- skoða útreikninga sína. Það hefur ekki breytt meginniðurstöðu Þor- steins um að Kárahnjúkavirkjun verði rekin með umtalsverðu tapi. Þorsteinn Siglaugsson er vita- skuld fullfær um að svara fyrir sig sjálfur. Á það skal hins vegar bent að starfsmenn Háskóla Íslands ættu að vera þess umkomnir að koma eigin skoðunum á framfæri eða gagnrýna verk annarra fræðimanna án þess að ráðast að starfsheiðri þeirra eða ve- fengja heilindi þeirra. Ásakanir Guð- mundar á hendur Þorsteini Sig- laugssyni bera vott um fræðilegt óöryggi lektorsins. Hann virðist ekki treysta eigin kunnáttu og færni og reynir þess í stað að ata andstæðing sinn auri. Það eru vinnubrögð sem ekki sæma starfsmanni Háskóla Ís- lands. ÁRNI FINNSSON, formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands. Guðmundi Ólafssyni svarað Frá Árna Finnssyni: Í FRÉTT í Morgunblaðinu 24. júní sl. var vitnað í dagblaðið Inde- pendent í London og sagt, að bresk stjórnvöld væru í þann veg- inn að breyta stefnu sinni í hval- veiðimálum. Það er ekki rétt. Þótt breska stjórnin viðurkenni rétt frumbyggja til takmarkaðra hvalveiða og veiðar í vísindaskyni samkvæmt reglum Alþjóðahval- veiðiráðsins, IWC, þá hafnar hún veiðum þar sem vísindin eru að- eins yfirskin og eru ekki í sam- ræmi við IWC-reglurnar. Það sama á við um tilraunir til að snið- ganga alþjóðlegar samþykktir með því að selja hvalrengi á heims- markaði. Breska stjórnin er enn sem fyrr andvíg hvalveiðum í at- vinnuskyni. Með þökk fyrir birtinguna, JOHN CULVER, sendiherra Bretlands á Íslandi. Engin breyting í hvalveiðimálum Frá John Culver: Undanfarið hafa verið nokkur orða- skipti milli okkar Ásmundar Geirs- sonar um Mývatn og Kísiliðjuna. Hefur hann skrif- að nokkrar grein- ar um málið og heitir síðasta grein hans „Sömu lygar og venju- lega“. Ég hef líka skrifað nokkrar greinar um sama mál. Ásmundur segir að ég sé sein- heppinn með þær heimildir sem ég nota í öllum skrifum mínum og hafi ég vitnað í sömu grein í Mbl. frá 13. okt. í fyrra eftir tvo veiðibændur við Mývatn. Það er nú ekki rétt hjá honum að ég vitni í öllum skrifum mínum í þessa grein. En þó svo væri sé ég ekkert athugavert við það. Þessir menn hjóta að vera öll- um staðháttum kunnugir. Ásmund- ur notar svo meirihlutann í grein sinni til þess að gera athugasemdir við þessi skrif þeirra og segir í lok- in, „þessi grein þeirra byggist því miður öll á fullyrðingum, en engum rökum.“ Þetta virðist nú eitthvað hafa snúist í kollinum á honum. Því það er fátt af fullyrðingum í grein- inni og líklega engar sem ekki eru staðreyndir fyrir. Þeir virðast hafa full rök fyrir sínu máli. Þá segir Ás- mundur að ég fagni mjög hinum nýju náttúruverndarsamtökum Mý- vatns. Hvergi sér hann það í skrif- um mínum að ég fagni þeim mjög. En sjálfsagt fögnum við því báðir og margir fleiri að ný náttúruvernd- arsamtök séu stofnuð við Mývatn en ég náttúrulega ekki meira en aðrir. Það er nú vonandi að þessi nýju samtök, sem samanstanda af heima- mönnum sem best þekkja til og eiga mest undir því komið að Mývatn skemmist ekki, finni þá leið sem menn geta sameinast um og farsæl- ust er fyrir vatnið og Kísiliðjuna. Ætti þá þessi leiðindaágreiningur um Kísiliðjuna og Mývatn að geta hætt? BJÖRN LOFTSSON, Drápuhlíð 49, Reykjavík. Lítið eitt enn um Mývatn Frá Birni Loftssyni: Björn Loftsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.