Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 27.06.2001, Síða 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 43 KOMIÐ Á FÆREYSKA DAGA í ÓLAFSVÍK 29. JÚNÍ - 1. JÚLÍ NK. FÖSTUDAGURINN 29. JÚNÍ. Kl. 13.00: Markaðurinn við húsakynni HÓ verður opnaður. Kl. 14.00: Leiktækin opnuð. Kl. 16.00: Fótboltaleikur milli unglinga frá Færeyjum og Ólafsvík.s Kl. 18.00: Dorgkeppni á vegum Sjósnæs. Grillað verður fyrir keppendur. Kl. 20.30: Menningarvaka á Hótel Höfða. Hjálmar Árnason alþm. flytur fyrirlestur um Færeyjar. Þjóðlagasöngvarar frá Færeyjum, Nikkolína Jakobsen og Erlingur Jakobsen taka lagið við undirleik Regins Joensen. Kl. 22.00: Bryggjuball. Hans Jakob og vinfolk spila. Stuðbandið Tónól spilar á Þorgrímspalli. Kl. 24.00: Flugeldasýning. LAUGARDAGURINN 30. JÚNÍ. Kl. 10.30: Hestamenn í hestamannafélaginu Hring í Ólafsvík leyfa ungum sem öldnum að fara á bak fákum sínum við skeiðvöll félagsins við Fossá. Kl. 11.00: Opna færeyska golfmótið á vegum Golfklúbbsins Jökuls. Kl. 13.00: Íslandsmeistaramót í mótokrosskeppni á Breiðinni. Kl. 13.00: Markaðurinn opnaður. Kl. 13.00: Leiktækin opnuð. Kl. 14.00: Hátíðin sett á Þorgrímspalli. Bæjarstjórinn í Vestmanna, Gunn Joensen, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, flytja ávarp. Kórsöngur. Kvennakór frá Vestmanna syngur en hann samanstendur af 60 konum. Færeyskur dans stiginn á palli. Örn Árnason og Árni Tryggva-son skemmta. Fallhlífarstökk. Söngvakeppni barna. Erling Jakobsen og Nikkolína syngja nokkur lög við undirleik Regins Joensen. Söngtríóið Eggjastokkarnir syngja. Dansarar frá Ólafsvík taka línudans. Fleira verður til skemmtunar. Kynnir verður Magnús Stefánsson alþingismaður. Kl. 17.00: Handboltaleikur á milli HK og handboltaliðs frá Færeyjum í íþróttahúsinu. Kl. 23.00: Stórdansleikur í Félagsheimilinu Klifi. Hin sívinsæla færeyska hljómsveit Twilight leikur fyrir dansi. SUNNUDAGURINN 1. JÚLÍ. Kl. 13.00: Á Þorgrímspalli. Útimessa. Sóknarprestarnir frá Vestmanna og Ólafsvík munu sjá um athöfnina. Kirkjukór Vestmanna og kirkjukór Ólafsvíkur syngja. Undirleik annast hljómlistarmenn frá Ólafsvík. Kl. 14.30: Skemmtisigling út á Ólafsvík. Lifandi músík verður í hverjum bát. Sýning verður opin á færeyskum munum í Gamla Pakkhúsinu. Einnig verður sýning á skipslíkönum. Þá verða á markaðnum m.a. knettir, frigadellur, rastkjöt og súpa og þjóðarréttur Færeyinga, skerpukjötið, og m.m.fl. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kærleiksmáltíð kl. 12 í hádegi í Setrinu. Að henni lokinni er dægradvöl fyrir eldri borgara. Spiluð félagsvist og brids. Kvöld- bænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverk- um og skrúða kirkjunnar opin kl. 10– 16. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðarheimilinu. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.00, altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður frá kl. 12.30–13.00. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Grunnfræðsla kl. 20.00, þar sem kennd eru undirstöðuatriði kristinn- ar trúar. Allir hjartanlega velkomn- ir. Morgunblaðið/Jim Smart FRÉTTIR     Í KVÖLD, miðvikudaginn 27. júní stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu, Mið- bakkamegin kl. 20:00. Farið verður upp Grófina, Aðal- stræti, með Tjörninni og um há- skólahverfið suður að strönd Skerja- fjarðar. Síðan með ströndinni inn í Nauthólsvík og um vesturhlíðar Öskjuhlíðar, Flugvallarveginn, Vatnsmýrarveginn og Hljómskála- garðinn til baka niður að Hafnar- húsi. Hægt verður að stytta göngu- ferðina með því að fara í SVR á leiðinni. Gengið á milli fjarða FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 28. júní verður gengið um land- græðslusvæðið sunnan Hafnar- fjalls við þjóðveg nr. 1. Gengið verður frá Ölveri kl. 20:30 í fylgd Gísla Jónssonar, Ný-Höfn í Mela- sveit. Gangan er fyrir alla aldurshópa og tekur um einn og hálfan tíma. Gengið verður að gömlum skóg- arlundi, fræðst um skjólbeltarækt og landgræðslustarf á Hafnarmel- um auk þess sem farið verður yfir helstu kennileiti umhverfisins. Kvöldganga við Hafnarfjall SAMTÖK eigenda sjávarjarða verða stofnuð í Bændahöllinni í Reykjavík, Ársal, fimmtudaginn 5. júlí kl. 20.00. Á fundinum verða flutt stutt erindi um aðdraganda að stofnun samtak- anna og hver séu helstu hlunnindi sjávarjarða auk þess sem rætt verð- ur um tillögu að lögum fyrir vænt- anlegt félag og kosið í stjórn. Dr. Ole Lindquist, sagnfræðingur, mun flytja erindi sem heitir „Forn- norrænn réttur sjávarjarða til auð- linda við strendur Íslands“ en hann hefur stundað rannsóknir á þessu sviði sem birtust í doktorsritgerð hans 1994. Allt áhugafólk um mál- efnið er velkomið á fundinn. Samtök eig- enda sjávar- jarða stofnuð ÞINGMENNINRIR Össur Skarp- héðinsson, Einar Már Sigurðarson, Svanfríður I. Jónasdóttir og Krist- ján L. Möller heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Húsavík í dag. Um kvöldið kl. 20.30 er stofn- fundur Samfylkingarfélags Húsa- víkur á Hótel Húsavík, Bláa saln- um. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, ávarpar fundinn. Allir velkomnir. Fimmtu- daginn 28. júní heimsækja þing- mennirnir Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn og verður m.a. fundað með sveitarstjórnum og fyrirtæki heimsótt. Samfylkingin fundar á Norð- austurlandi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Ljós- mæðrafélagi Íslands. „Talsverð umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarið um hvort bjóða eigi öllum verðandi foreldr- um fósturskimun snemma á með- göngu. Um er að ræða snemmómun þar sem mæld er hnakkaþykkt fósturs- ins og/eða mælingu á sérhæfðum lífefnafræðilegum gildum í blóði móður. Aðalfundur Ljósmæðrafélags Ís- lands haldinn 19. maí 2001 beinir þeim tilmælum til heilbrigðisyfir- valda að þessi fósturskimun verði ekki tekin upp sem tilboð til allra verðandi foreldra fyrr en að lokinni skipulegri umfjöllun hlutaðeigandi aðila um málið. Það er álit fundarins að verði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda sú að bjóða öllum verðandi foreldrum þessar fósturskimanir sem valkost, verði að tryggja jafnan rétt allra verðandi foreldra að þjónustunni hvað varðar aðgengi og kostnað. Ennfremur verður að tryggja hlut- lausa ráðgjöf frá hendi ljósmæðra og lækna sem sinna mæðravernd.“ Tryggð verði ráðgjöf vegna fóst- urskimunar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.