Morgunblaðið - 27.06.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 27.06.2001, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2001 45 DAGBÓK Lágmúla 7, sími 55 12345 Um 450 m² verslunarhúsnæði að Barðastöðum 1-3 í Grafarvogi. Allar upplýsingar hjá Stóreign í s. 55 12345. TIL LEIGU Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 12. júlí í eina eða tvær vikur. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 12. júlí, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, viku, 12. júlí, vikuferð. Verð kr. 49.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 12. júlí, 2 vikur. Síðustu sætin Stökktu til Costa del Sol 12. júlí í 1 eða 2 vikur frá kr. 39.985 LJÓÐABROT MINNI INGÓLFS Lýsti sól stjörnu stól, stirndi á Ránar klæði. Skemmti sér vor um ver, vindur lék í næði. Heilög sjón: hló við Frón. Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður heillakvæði. Himinfjöll földuð mjöll, fránu gulli brunnu. „Fram til sjár,“ silungsár sungu, meðan runnu. Blóm á grund, glöð í lund, gull og silki spunnu, meðan fuglar kváðu allt, sem kunnu. Blíð og fríð frelsistíð. Frægur steig á grundu Ingólfur arnar bur, íturhreinn í lundu. Dísafjöld hylltu höld, heill við kyn hans bundu. Blessast Ingólfs byggð frá þeirri stundu. Matthías Jochumsson. SAGNHAFI þarf ekki að kvarta yfir lauflegunni, en ef vestur stendur sig eins og maður hefur suður fulla ástæðu til að kveinka sér undan vörninni: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 6 ♥ 8642 ♦ KDG942 ♣ K6 Vestur Austur ♠ 532 ♠ 108 ♥ ÁK753 ♥ DG10 ♦ 653 ♦ Á87 ♣ ÁD ♣ 107432 Suður ♠ ÁKDG974 ♥ 9 ♦ 10 ♣ G985 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 2 tíglar 2 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Hjartaás. Vestur heldur á ÁD í laufi og það gefur sagnhafa tvo slagi á lauf og níu í allt. Síð- an er tígullinn mikill vonar- peningur og því lítur út fyrir að sagnhafi standi sitt spil. En vestur á fallega vörn sem heldur sagnhafa í níu slög- um. Hver er hún? Það er tilgangslaust að spila spaða, því sagnhafi tekur þá bara trompin og spilar tígli. Laufkóngurinn er síðan innkoma á frítígl- ana. Því verður að ráðast strax á laufkónginn. En það dugir ekki að spila laufás og drottningu. Sagnhafi fer þá heim með því að trompa hjarta og stingur lauf með sexu blinds. Vestur er svo óheppinn að eiga ekkert tromp yfir sexunni. Eina vörnin sem virkar er að spila laufdrottningu í öðr- um slag. Þar með er inn- koman á laufkóng farin og vörnin nær að trompa út í tæka tíð, hvort sem sagnhafi spilar tígli eða laufi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Með morgunkaffinu Staðan kom upp á helg- arskákmótinu á Akureyri er fór fram um hvítasunnu- helgina. Ólafur Kristjáns- son (2215) hafði hvítt gegn Sveinbirni Sigurðssyni (1650). 34.Hxd5 Lagleg skiptamunsfórn sem byggist á yf- irráðum hvíts á hvítu reitunum. Framhaldið varð: 34... cxd5 35.Bb3 Ha7 36.Bxd5+ Kg7? 36...Ke8 hefði gefið svörtum mun betri færi á að verj- ast þótt staðan sé ekki fögur eftir 37. Bc6+ Kd8 38. Bxb5. 37.Bxb7! Hxb7 38.Rc5 Hb8 39.d7 Kf6 40.Rb7! og svartur gafst upp. Staðan í helgarskák- mótasyrpunni eftir þrjú mót er þessi: 1. Arnar Gunnarsson 42,50 stig 2. Helgi Ólafsson 30 3. Helgi Áss Grétarsson 22,50 4. Sævar Bjarnason 14,50 5. Þorsteinn Þorsteinsson 13,50 6. Jón Viktor Gunn- arsson 11,14 7. Björn Þor- finnsson 10,25 8. Gylfi Þór- hallsson 10 9.-10. Ólafur Kristjánsson og Sigurður Páll Steindórsson 9 11. Stefán Kristjánsson 8 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert rólyndur og margir leita skjóls í öryggi þínu. Hafðu bara ekki of mikið á þinni könnu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vinnufélagi þinn kemur þér á óvart og þú skalt vera já- kvæður í hans garð, þegar undrunin rennur af þér. Kurteisi kostar ekkert og skuldbindur ekki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt ekki taka svona þungt á öllum hlutum. Reyndu að líta á broslegu hliðarnar og hafa gaman af hlutunum. Þannig færðu mest út úr lífinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú átt að varast alla óþarfa áhættu. Góður vinur þarfnast aðstoðar þinnar og þú skalt hjálpa honum án þess að gera hans vandamál að þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki smámuni fara í taugarnar á þér. Hafðu yfir- sýn og horfðu fyrst og fremst á heildarmyndina. Þannig tekst þér ætlunarverk þitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Beindu orku þinni á jákvæð- an hátt til að koma verkefn- um þínum í framkvæmd. Mundu að það er farsælast að vinna hvert mál fyrir sig í áföngum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Stattu fast á þínum rétti og láttu engan komast upp með að fótum troða hann. Það er bara rétt að sækja sinn hlut ef græðgin er ekki með í för. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur unnið vel að undan- förnu og átt því skilin þín laun. Mundu bara að þú varst ekki einn að verki og fleiri mega njóta sviðsljóssins. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki hugfallast þótt lausn á verkefni þínu láti bíða eftir sér. Þú ert ekki í neinni tímaþröng og verður viðbú- inn, þegar kallið kemur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sóaðu ekki orku þinni í fánýta hluti. Það leiðir ekki til neins og rænir þig bara þreki, sem þú myndir annars nota til þarfari verka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Veltu vandlega fyrir þér til- boði, sem þú færð. Hrapaðu ekki að neinu og hafðu hug- fast að þetta er ekki síðasta tækifærið sem þér býðst. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er bara sjálfsagt að þú veltir því fyrir þér, hvort þú getir gert öðrum gott utan þíns venjulega verksviðs. Þú myndir líka græða á því sjálf- ur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vertu ekki of kröfuharður við samstarfsmenn þína. Þeir gera sitt besta og þótt þér finnist ekki mikið til þess koma, er það ekki þitt að dæma. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hann er langbesti sölumaðurinn okkar. Við eigum ekki meira af B12 vítamíni svo ég gef þér bara tvær sprautur af B6 víta- míni í staðinn. Fyrir alla muni segðu mér ef það virkar. Ég þjáist nefnilega oft af því sama. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík    

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.