Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 1
148. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. JÚLÍ 2001 SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, ráðfærði sig í gær við tvo lögfræðinga sína og á að koma fyrir stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna í Haag í dag. Hann verður þá ákærður formlega fyrir stríðsglæpi í Kosovo og er þetta í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll lögsækir fyrrverandi þjóðhöfðingja. Óljóst var í gær hvort Milosevic hygðist svara ákæruatriðunum eða hvort hann myndi jafnvel neita að mæta fyrir réttinn. Neiti hann að lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum innan mánaðar verður litið svo á að hann haldi fram sak- leysi sínu. Einn lögmanna hans, Zdenko Tomanovic, staðfesti í gær- kvöldi að Milosevic myndi ekki hafa lögmann sér við hlið er hann kæmi fyrir dómstólinn í dag. Um 15.000 stuðningsmenn Milose- vic söfnuðust saman við júgóslav- neska þinghúsið í miðborg Belgrad í gær til að mótmæla framsali hans til dómstólsins í Haag. Eru þetta fjöl- mennustu mótmælin í borginni frá því að Milosevic var framseldur í vik- unni sem leið. Pútín gagnrýnir framsalið Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýndi framsalið í gær og sagði það hafa orðið til þess að júgóslav- neska sambandsríkið væri nú „að hruni komið“. Jacques Chirac Frakklandsforseti, sem var í heim- sókn í Moskvu, fagnaði hins vegar framsalinu og lýsti því sem „sigri laga á ofbeldi, lýðræðis á alræði“. Rússnesk stjórnvöld hafa sakað stríðsglæpadómstólinn um hlut- drægni og studdu Milosevic þar til hann beið ósigur fyrir Vojislav Kost- unica í forsetakosningunum í fyrra. Nokkrir atkvæðamiklir þingmenn í Rússlandi hafa sagt að Bandaríkja- menn og fleiri NATO-ríki standi á bak við ákæruna til að réttlæta sprengjuárásirnar á Júgóslavíu fyrir tveimur árum. Bandaríski lögfræðingurinn Ramsey Clark, sem var dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Lyndons B. Johnsons, bauðst í gær til að aðstoða verjendur Milosevic. Clark hefur gagnrýnt sprengjuárás- ir Atlantshafsbandalagsins á Júgó- slavíu og segir að Bandaríkin hafi knúið Sameinuðu þjóðirnar til að lögsækja Milosevic. Reuters Stuðningsmenn Milosevic mótmæla framsali hans til stríðsglæpadómstólsins við þinghús Júgóslavíu í Belgrad. Haag. AP, AFP.  Talinn ætla/21 Milosevic ákærður form- lega fyrir stríðsglæpi SAMTÖK olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa áhyggjur af því að „hrun“ verði á olíuverði vegna minnkandi eftirspurnar á heimsmarkaði og mikilla birgða, að því er forseti sam- takanna, Chakib Khelil, sagði í gær. Ellefu ríki eru í samtökunum og hefst fundur þeirra í dag. Khelil sagði í gær að nú þegar væri of mikið framboð af olíu á markaðinum. „Birgðir safnast upp, mikill lager, eftirspurn fer minnkandi, þannig að allir hafa áhyggjur. Við óttumst að verðið hrynji,“ sagði hann við frétta- menn í Vín í gær. OPEC-ríkin framleiða um 40% af allri hráolíu í heiminum og talið er að á fundi þeirra verði ákveðið að framleiðslan haldist óbreytt. Reuters Olíumálaráðherra Sádi-Ar- abíu, Ali Naimi, ræðir við fréttamenn í Vín í gær. Óttast hrun olíuverðs Vín. AFP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er hættur við að koma til Belgíu í væntanlegri heimsókn sinni til Evrópu og er ástæðan opinber- lega sögð vera þéttskipuð dagskrá. En nokkrir embættismenn gáfu í skyn í gær að Sharon hefði ákveðið að fara ekki til Belgíu vegna þess að þar hafa verið uppi áætlanir um að ákæra hann fyrir stríðsglæpi. Í síðasta mánuði lögðu eftirlifend- ur fjöldamorðs, sem bandamenn Ísraela frömdu á hundruðum palest- ínskra flóttamanna 1982, fram ákæru á hendur Sharon við belgísk- an dómstól. Þegar morðin voru framin var Sharon varnarmálaráð- herra Ísraels og stjórnaði innrás Ísraela í Líbanon. Sharon heldur í Evrópuför sína á fimmtudag og átti að fara til Brussel, en Belgar tóku sl. sunnudag við for- sæti í Evrópusambandinu. Nú hyggst Sharon einungis hitta evr- ópska leiðtoga í Berlín og París. Til- gangur fararinn- ar er að afla Ísraelum stuðn- ings í deilum þeirra við Palest- ínumenn. Eftirlifendur fjöldamorðsins vilja að Sharon verði ákærður á forsendum belg- ískra laga sem heimila málssókn á hendur leiðtogum – jafnvel þeim sem nú eru þjóðarleiðtogar – sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi sem ekki voru framdir á belgísku yfirráða- svæði. Glæpir gegn mannkyninu Að skipun Sharons 1982 um- kringdu ísraelskar hersveitir Beirút, höfuðborg Líbanons, og létu óátalið að hersveitir kristinna Líbana, sem voru hliðhollir Ísraelum, færu inn í flóttamannabúðir þar sem hundruð óvopnaðra, óbreyttra borgara voru myrt. Ísraelsk rannsóknarnefnd sem kannaði málin síðar komst að þeirri niðurstöðu að Sharon hefði að nokkru borið ábyrgð á morðunum og sagði hann af sér ári síðar. Í heimildakvikmynd sem breska sjónvarpið, BBC, sýndi í síðasta mánuði var þáttur Sharons í fjölda- morðunum kannaður. Var rætt við sérfræðinga í alþjóðalögum og kváð- ust þeir telja að grundvöllur væri fyrir því að ákæra Sharon fyrir glæpi gegn mannkyninu vegna hlut- deildar hans að morðunum. Sharon hættir við að fara til Belgíu Jerúsalem. AP. Ariel Sharon  Ísraelar segja/22 ÆÐSTI talsmaður ríkisstjórnar Japans sagði í gær að stjórnin kynni að reyna að fá breytingar samþykkt- ar á Kyoto-bókuninni til þess að fá Bandaríkjamenn til að lýsa stuðningi við hana. Fylgismenn bókunarinnar, sem kveður á um umtalsverðan samdrátt í losun koltvísýrings í andrúmsloftið, telja að Japansstjórn gegni lykilhlut- verki í að skera úr um örlög bók- unarinnar sem Bandaríkjastjórn hefur hafnað en Evrópuríki eru fylgjandi. Japanir hafa boðist til að gerast sáttasemjarar milli Bandaríkjanna og Evrópu. Á fyrsta fundi sínum með George W. Bush Bandaríkjaforseta stillti forsætisráðherra Japans, Jun- ichiro Koizumi, sig um að gagnrýna andstöðu Bush við bókunina. Fór fundurinn fram í sumarbústað Bandaríkjaforseta í Camp David um sl. helgi. Æðsti talsmaður Japansstjórnar, Yasuo Fukuda, virtist í gær taka undir afstöðu forsætisráðherrans og sagði að það „kæmi til greina“ að endurskoða bókunina. „Við verðum að vera raunsæ,“ sagði Fukuda á fréttamannafundi. En embættismaður í japanska umhverfisráðuneytinu hafnaði því aftur á móti að friðsamleg afstaða forsætisráðherrans væri til marks um breytta afstöðu Japans til Kyoto- bókunarinnar. Umhverfisráðherra Japans, Yor- iko Kawaguchi, er eindreginn stuðn- ingsmaður bókunarinnar og hefur hún látið í ljósi reiði sína í garð Bush Bandaríkjaforseta fyrir að reyna að gera hana að engu. Hefur Bush sagt bókunina, sem Bandaríkin og mörg önnur ríki samþykktu á fundi í borg- inni Kyoto í Japan, „alvarlega gall- aða“ og ósanngjarna fyrir bandarísk fyrirtæki. Japanir leita sátta í loftslagsmálum Útiloka ekki að breyta Kyoto Tókýó. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.