Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBreytingar hjá úrvalsdeildarliði Tindastóls/B1 Einar Karl, Óðinn Björn og Silja á EM/B12 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM SAMNINGANEFNDIR þroska- þjálfa og ríkisins hittust klukkan 14 í gær hjá ríkissáttasemjara og lauk fundinum upp úr klukkan 17. Sam- kvæmt heimildum þokaðist nokkuð í samkomulagsátt í gær og hefur annar fundur verið boðaður með deiluaðilum í dag klukkan 13.15. Ástand er víða slæmt vegna verkfalls þroskaþjálfa hjá ríkinu og öðrum stofnunum sem sinna þjón- ustu við fatlaða, að sögn Guðnýjar Stefánsdóttur, talsmanns Þroska- þjálfafélags Íslands. Hún segir að félagið hafi fengið átta beiðnir um undanþágur frá verkfalli þroska- þjálfa sem starfa hjá ríkinu. Hefur félagið fallist á þær beiðnir þannig að hægt sé að sinna brýnustu neyð- arþjónustu. Að sögn Guðnýjar hefur í beiðn- unum m.a. verið óskað eftir því að þroskaþjálfar sinni neyðarþjónustu við skammtímavistanir, heimili fyrir börn, barna- og unglingageðdeild, sambýli og sjálfstæða búsetu. „Við höfum orðið við þessum beiðnum,“ segir hún og hafa því a.m.k. níu þroskaþjálfar snúið úr verkfalli til að sinna brýnustu neyðarþjónustu við ofangreind þjónustuúrræði. Að sögn Guðnýjar hefur einnig verið óskað eftir undanþágum fyrir þroskaþjálfa sem starfa hjá Styrkt- arfélagi vangefinna en þar hefur verkfall staðið yfir frá 15. júní. „Við höfum þó ekki orðið við þeim beiðn- um,“ segir hún. Um 130 þroskaþjálfar hjá ríkinu og öðrum stofnunum sem sinna þjónustu við fatlaða eru nú í verk- falli. Kjaradeilur þroska- þjálfa og ríkisins Þokaðist í sam- komu- lagsátt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu ís- lenska ríkisins í máli sem Alþýðu- samband Íslands hefur höfðað á hendur ríkinu vegna lagasetningar Alþingis á verkfall sjómanna í maí sl. Þetta þýðir með öðrum orðum að málshöfðunin verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Var ríkinu gert að greiða ASÍ 300 þúsund krón- ur í málskostnað. Í máli sínu hefur ASÍ gert þær dómkröfur að viðurkennt verði að fyrstu þrjár greinar laganna um kjaramál sjómanna og fleira taki ekki til Verkalýðsfélags Stykkishólms, Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar í Grundarfirði og Verkalýðsfélagsins Snæbjarnar. Þá verði viðurkennt að fyrrgreindar þrjár fyrstu greinar laganna feli í sér ólögmæta skerðingu á samningsfrelsi og verkfallsrétti fjölmargra félaga á landinu sem höfðu aflýst verkfalli eða áttu ekki aðild að verkfalli sjómanna. Sjávarútvegsráðherra, Árni Math- iesen, fyrir hönd íslenska ríkisins, fór hins vegar fram á að máli ASÍ yrði vísað frá á þeim forsendum m.a. að málatilbúnaður væri ómarkviss og byggður á misskilningi. Ekki væri í lögum ASÍ tilgreindur sá tilgangur að reka dómsmál fyrir launþega og því hefði sambandið ekki málshöfð- unarheimild. ASÍ málsvari launafólks ASÍ benti hins vegar á að í lögum ASÍ segði að það væri málsvari launafólks í hagsmunamálum gagn- vart stjórnvöldum og því hefði sam- bandið augljósan málshöfðunarrétt. Taldi ASÍ að frávísunarkrafan hefði eingöngu verið til þess gerð að tefja framgöngu málsins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur er fallist á þetta sjónarmið ASÍ. Niðurstaða dómsins er að það sam- rýmist fyllilega tilgangi Alþýðusam- bandsins að gæta hagsmuna þeirra sem stefnukröfur máls þessa taka til. Breyti þar engu þótt aðild þeirra félaga sem greind eru í stefnukröfum sé ekki bein að Alþýðusambandinu heldur vegna aðildar þeirra að Sjó- mannasambandi Íslands annars veg- ar og Alþýðusambandi Vestfjarða hins vegar. Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að þegar lög voru sett á sjómannaverk- fallið í vor hafi hagað þannig til að Sjómannafélag Eyjafjarðar hafi ver- ið eitt félaga í verkfalli af þeim félög- um sem eiga aðild að málsókninni. Önnur félög hafi ýmist afboðað verk- fall eða ekki boðað til þess. Öll þessi félög hafi átt hlut að kjarasamninga- viðræðum og þar með þeim kjaradeil- um sem urðu tilefni framangreindrar lagasetningar. „Lagasetningin hefur það í för með sér að verkföll eru bönnuð þeim félögum sem lögin ná til, aðild þessara félaga að samning- um um kaup og kjör félagsmanna sinna er ekki lengur til að dreifa, nema því aðeins að gagnaðili sam- þykki og þá án þess að félögunum sé heimilt að beita verkfalli, sbr. niður- lag 1. gr. laga nr. 34/2001,“ segir í dómnum. Úrskurðinn kváðu upp héraðs- dómararnir Friðgeir Björnsson, for- maður dómsins, Helgi I. Jónsson og Skúli J. Pálmason. Frávísunarkröfu hafnað FEGURÐ hversdagsins hefur ótal birtingarmyndir og endurspeglast líka í byggingakrönunum sem setja framkvæmdasvip á borgina þessi misserin. Hér er engu líkara en spegilmyndin veiti verkamanninum liðsauka þar sem þeir félagar vinna að verklokum í himinblámanum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Spegill, spegill BÓNDI slasaðist á höfði er hann var að umfelga dekk á bíl við bæ sinn í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur um klukkan 13 í gær. Lögregla tel- ur að slysið hafi atvikast þannig að maðurinn hafi fengið í sig hamar við það að dekkið sprakk. Sjúkrabifreið ók með mann- inn áleiðis á sjúkrahús en þyrla Landhelgisgæslunnar kom til móts við bifreiðina og flutti manninn á slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Maðurinn hlaut töluverð- an áverka á höfði og gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu en mun ekki hafa verið í bráðri lífshættu. Slasaðist á höfði við umfelgun EINFALDUR samanburður á gjald- skrám orkusölufyrirtækja bendir til þess að raforka sé á bilinu 2–10% dýr- ari í Kópavogi en nágrannasveitar- félögunum, að því er fram kemur í skýrslu Orkunefndar Kópavogsbæjar sem skilað hefur verið til bæjarráðs. Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs og einn nefndar- manna, segir að Kópavogsbúar þurfi að búa við alltof háa álagningu og því sé nauðsynlegt að kanna möguleika á að hefja eigin framleiðslu til að ná fram lækkun á gjaldskrá fyrir heitt vatn og rafmagn í bænum. Ármann segir ljóst að Reykvíking- ar njóti verulegs fjárhagslegs ávinn- ings af sölu á heitu vatni til nágranna- sveitarfélaga í formi fjárframlaga Orkuveitu Reykjavíkur til borgar- sjóðs. Um þetta er einnig fjallað í skýrslu Orkunefndarinnar og þar segir að árin 1998 hafi þessi greiðsla Orkuveitunnar numið ríflega 1,4 milljörðum króna og um 1,2 milljörð- um 1999. Það sé mat nefndarinnar að hlutur Kópavogsbúa í þessari skatt- lagningu hafi verið um 174 milljónir kr. árið 1998 og um 128 milljónir kr. ári síðar. Ríflega þrjú hundruð milljónir í afgjöld til borgarsjóðs „Á þessum tveimur viðmiðunarár- um eru þetta rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Þetta er óviðunandi skattheimta. Því leggur nefndin til að Kópavogsbær óski eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um það með hvaða hætti íbúar Kópavogsbæjar fái notið afraksturs OR til jafns við íbúa Reykjavíkur,“ segir enn fremur í skýrslunni. Þar segir einnig að í ljósi þess að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafi bannað órökstuddar hækkanir á gjaldskrá hitaveitu úti á landi, leggi nefndin til að kallað verði eftir áliti ráðuneytisins á afgjaldsgreiðslum OR til borgarsjóðs Reykjavíkur. Orkunefndin leggur einnig til að Kópavogsbær leiti eftir nánara sam- ráði við sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur og sérstaklega verði kannaðir möguleikar á stofnun félags um veiturekstur með það að mark- miði að Kópavogsbær og íbúar þar njóti sambærilegs orkuverðs og ná- grannar þeirra. Samanburður Orkunefndar Kópa- vogs á gjaldskrám orkufyrirtækja Orka 2–10% dýr- ari í Kópavogi BLÁFUGL hf. auglýsir nú eftir flugmönnum og flugstjórum. Verið er að fjölga áhöfnum í kjölfar aukinna umsvifa félags- ins. Ein fragtvél er í notkun hjá Bláfugli en að sögn Þórarins Kjartanssonar, framkvæmda- stjóra Bláfugls, er hugmyndin að fjölga ferðum vélarinnar. Engir nýir áfangastaðir voru teknir upp en tíðni ferða hefur aukist auk þess sem aukning er í sérverkefnum. „Við erum að leggja grunn að frekari vexti og það er alveg ljóst að flugflotinn mun vaxa í komandi framtíð,“ sagði Þórarinn um aukinn mannskap. Yfir hundrað manns sóttu um hjá Bláfugli þegar fyrirtæk- ið auglýsti eftir flugmönnum er það var að hefja starfsemi sína. Þá var boðið upp á þjálfun en annað er hins vegar uppi á ten- ingnum núna þar sem flug- menn verða að hafa réttindi til að fljúga Boeing 737-vélum. Bláfugl eykur umsvifin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.