Morgunblaðið - 03.07.2001, Side 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu Range Rover, nýskráður,
20.12.1996, 5 dyra sjálfskiptur,
bensín 4600 Hse, leðurinnréttinng,
álfelgur, Cd ásett, ekinn 76.000 km.
Ásett verð 3.890.000 skipti
á ódýrari.
ÞUNG slysaalda reið yfir landsmenn
um nýliðna helgi. Margir voru á
ferðalagi um helgina og hlutust af
slys í umferðinni, en einnig vegna
slagsmála og annarra orsaka. Mikið
álag var á lögreglu og ekki síst áhöfn
á TF-LÍF, stærri þyrlu Landhelg-
isgæslunnar, sem kölluð var út í sjö
sjúkraflug frá föstudegi til sunnu-
dags. Að sögn Hjalta Sæmundsson-
ar, aðalvarðstjóra hjá Landhelgis-
gæslunni, hafa líklega ekki komið
eins mörg þyrluútköll á jafnstuttum
tíma.Vegna hvíldarákvæða flug-
manna var TF-LÍF ekki tiltæk frá
sunnudagskvöldi til kl. 6 á mánu-
dagsmorgun og var því óskað eftir
því að þyrlusveit Varnarliðsins yrði í
viðbragðsstöðu í millitíðinni, ef á
þyrfti að halda. Litlu munaði að til
þess kæmi, enda barst hjálparbeiðni
rétt eftir hádegið í gær vegna alvar-
legs vinnuslyss í nágrenni við
Kirkjubæjarklaustur.
Hrinan hófst á föstudagskvöld
þegar óskað var aðstoðar þyrlunnar
þegar jeppabifreið valt í Laugardal
við bæinn Efstadal í Biskupstung-
um. Flytja varð ökumann og farþega
á Landspítalann í Fossvogi. Þeir
reyndust ekki lífshættulega slasaðir
en voru lagðir inn á spítalann til
frekari meðferðar. Þegar slysið varð,
var þyrlan stödd á Þingvöllum að
svipast um eftir ferðamanni sem þar
hafði villst fyrr um daginn. Maður-
inn var heill á húfi en kaldur og hrak-
inn, þegar ung stúlka, Hanna Björg
Geirsdóttir, fann hann fyrir tilviljun
um kl. 21.30.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
síðan kölluð út fimm sinnum frá því á
laugardagskvöld og fram á sunnu-
dag. Fyrst voru tveir ferðamenn
sóttir á Hrafnseyrarheiði með
hrygg- og höfuðáverka eftir bílveltu.
Þá var óskað eftir þyrlunni til að
sækja meðvitundarlausan mann í
Langadal í Þórsmörk um kl. 5 á
sunnudagsmorgun. Skömmu síðar
var þyrlan send vestur á Arnarstapa
til að sækja þangað slasaðan mann
sem fallið hafði í sjóinn úr hömrum
við Arnarstapa er hann reyndi að
bjarga barni sem komið var í sjálf-
heldu. Að sögn Landhelgisgæslunn-
ar var hann mikið slasaður og hætti á
tímabili að anda en var bjargað af
fólki á staðnum. Barninu var bjarg-
að. Á sunnudag var þyrlan enn send í
sjúkraflug að sækja slasaðan mann í
Þórsmörk, en hann hafði hlotið bein-
brot við fall úr klettum skammt frá
Skagfjörðsskála. Síðla sunnudags
var þyrlan síðan send upp að Hengli
til að sækja þangað konu sem hafði
fótbrotnað.
Mikil ölvun var í Þórsmörk um
helgina að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli og bar töluvert á pústrum
og smáslagsmálum. Tveir gistu
fangageymslu lögreglunnar vegna
líkamsmeiðinga og nokkrir ökumenn
voru teknir vegna gruns um ölvun
við akstur. Lögreglan taldi að um
1.500 manns hefðu verið í Þórsmörk
um helgina.
Annir hjá Selfosslögreglu
Ungur maður er talinn hafa höf-
uðkúpubrotnað í slagsmálum í Út-
hlíð í Biskupstungum aðfaranótt
sunnudags, að sögn lögreglunnar á
Selfossi og var hann fluttur á slysa-
deild í Reykjavík. Margir voru í
tjöldum í Úthlíð um helgina og var
töluvert um slagsmál og ölvun á
svæðinu. Að sögn Þrastar Brynjólfs-
sonar yfirlögregluþjóns á Selfossi
eru fjórir lögreglumenn á vakt um
kvöld og helgar, en þyrftu að vera
sex, til að anna löggæslu þegar mest
er að gera. Hann segir ekki fjarri
lagi að sumar helgar nærri tvöfaldist
íbúatalan í Árnessýslu og fari nálægt
25 þúsund manns, vegna þess mikla
fjölda sumarbústaða sem eru í sýsl-
unni, en þeir eru um 5 þúsund tals-
ins.
Á sunnudag um kl. 15 varð óhapp
á veginum að Dyrhólaey, þegar rúta
með farþega innanborðs fór út af
veginum, þegar vegkantur gaf sig,
þegar hún mætti annarri rútu. Kalla
varð til björgunarsveitarbíl til að ná
henni aftur upp á veginn. Engan sak-
aði, að sögn lögreglunnar í Vík.
Stakk af frá slysstað
Ekið var á erlendan hjólreiða-
mann í Fossvogi á laugardag og
stakk ökumaður af eftir slysið. Hann
gaf sig þó fram við lögreglu síðar um
daginn. Í bifreið hans fundust ætluð
fíkniefni
Mildi þykir að ekki fór verr að-
faranótt laugardags þegar eldur
kviknaði í kjallara íbúðarhúss á bæn-
um Hólum í Stokkseyrarhreppi.
Helgi Ívarsson, sjötugur bóndi á
bænum, varð eldsins var og náði að
vekja ráðskonu og vinnumann áður
en ólíft varð inni vegna reyks.
Eldurinn kom upp í kjallara og
segir lögregla eldsupptök rakin til
hleðslutækis sem var í notkun.
Þung slysaalda um nýliðna helgi
Miklar annir
hjá áhöfn þyrlu
Gæslunnar
Morgunblaðið/Júlíus
Ekið var á hjólreiðamann á Kringlumýrarbraut á laugardag og stakk
ökumaður bifreiðar af frá vettvangi en gaf sig fram síðar.
KAUPÞING spáir 1% hækkun á
vísitölu neysluverðs á milli mánaða
sem samsvarar 12,7% verðbólgu á
ársgrundvelli. Gangi spáin eftir hef-
ur vísitalan hækkað um 7,3% síðustu
12 mánuði.
Landsbankinn spáir 0,56% hækk-
un á vísitölu neysluverðs milli júní og
júlí. Gangi spáin eftir mun vísitalan
hafa hækkað um 6,8% síðustu 12
mánuði.
Greiningardeild Búnaðarbankans
spáir 0,4-0,45% hækkun vísitölunn-
ar. Gangi spáin eftir mælist verð-
bólga síðustu 12 mánaða 6,7%.
Greiningardeildin telur þó of fljótt
að álykta að stærsti verðbólgukúf-
urinn sé yfirstaðinn.
Gjaldeyrismál sem Ráðgjöf og
efnahagsspár ehf. gefa út spá 0,4–
0,9% hækkun vísitölunnar.
Hagstofa Íslands mun birta vísi-
tölu neysluverðs fyrir júlí miðviku-
daginn 11. júlí.
Vísitala neysluverðs
0,4–1%
hækkun
spáð
MÁLFLUTNINGUR fór fram fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í lög-
bannskröfu þriggja hluthafa í Lyfja-
verslun Íslands hf. á kaup félagsins á
Frumafli ehf., móðurfélagi eiganda
Sóltúnsheimilisins. Sýslumaðurinn í
Reykjavík hafði áður hafnað lög-
bannskröfunni en búist er við úr-
skurði héraðsdóms í dag eða á morg-
un.
Hluthafarnir sem kröfðust lög-
banns á samninginn eru Aðalsteinn
Karlsson, Guðmundur Birgisson og
Lárus L. Blöndal. Hluthafafundur er
boðaður í Lyfjaverslun Íslands þann
10. júlí nk. en á fundinum stendur til
að ræða þær deilur sem verið hafa
uppi innan stjórnar félagsins að und-
anförnu. Þannig er ætlunin að gera
grein fyrir samningum félagsins við
A. Karlsson hf., Thorarensen-Lyf
ehf. og Frumafl ehf. Aukinheldur
stendur til að taka fyrir stjórnarkjör
og tillögu um vantraust á stjórn
félagsins og meint trúnaðarbrot eins
stjórnarmanns í félaginu, Lárusar L.
Blöndals.
Sáttatónn í tveimur bréfum
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur vilji staðið til þess,
innan stjórnar Lyfjaverslunarinnar,
að lægja þær öldur sem vakið hafa
athygli á valdabaráttu innan fyrir-
tækisins að undanförnu. Í því skyni
hefur Grímur Sæmundsen stjórnar-
formaður sent deiluaðilum bréf þar
sem hvatt er til sátta og auk þess
hefur lögmaður Jóhanns Óla Guð-
mundssonar, stærsta hluthafans í
Lyfjaverslun og eiganda Frumafls,
sent bréf til lögmanns þremenn-
ingana þar sem viðraðar eru hug-
myndir í þá átt að „takmarka þann
skaða“ sem Lyfjaverslun hafi hlotið
af neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun und-
anfarna daga, eins og það er orðað.
Í bréfi sem Grímur Sæmundsen
sendi sem stjórnarformaður Lyfja-
verslunar, til helstu deiluaðila í mál-
inu og jafnframt tveggja stærstu
hluthafa í fyrirtækinu, þeirra Jó-
hanns Óla Guðmundssonar og Aðal-
steins Karlssonar, segir: „Harðvít-
ugar deilur hafa staðið í hluthafahópi
Lyfjaverslunar Íslands hf. að und-
anförnu og hafið þið, Aðalsteinn og
Jóhann Óli, verið í forystu fyrir and-
stæðum fylkingum innan félagsins.
Hafa þessir flokkadrættir og mikil
opinber umfjöllun um þá þegar skað-
að Lyfjaverslun Íslands hf.
Fyrir hönd Lyfjaverslunar Ís-
lands hf. vil ég eindregið hvetja ykk-
ur til að setja niður þessar deilur og
leita allra leiða til sátta sem mögu-
legar eru.
Það eru ríkir hagsmunir allra hlut-
hafa félagsins og ykkar mestir að sá
ágreiningur sem uppi er leysist nú
þegar, ella er mikil hætta á að Lyfja-
verslun Íslands hf. bíði ómetanlegt
fjárhagslegt og ímyndarlegt tjón af.“
Í bréfi Hróbjarts Jónatanssonar-
hrl. fyrir hönd Jóhanns Óla Guð-
mundssonar til Jóns Steinars Gunn-
laugssonar hrl., sem farið hefur með
mál þremenninganna, er m.a. viðruð
hugmynd sem lýtur að því að tak-
marka þann skaða sem Lyfjaverslun
Íslands „hefur hlotið af neikvæðri
fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga
vegna ágreinings hluthafa um Frum-
aflssamninginn. En eins og ljóst er
stefnir í að lögmæti Frumaflssamn-
ingsins verði lagt undir dómstóla til
úrlausnar og sýnist gilda einu hvort
það gerist í kjölfar lögbanns eður ei.“
Í bréfinu segir lögmaðurinn að
umbjóðandi sinn [þ.e. Jóhann Óli]
hafi verulegar áhyggjur af því að
frekari neikvæð umfjöllun um félag-
ið muni spilla hagsmunum LÍ og
hluthafanna enn meira en orðið er
sem erfitt geti síðan orðið að bæta.
„Hann vill, í því sambandi, sér-
staklega benda á að fyrir liggur að
auka hlutafé félagsins til þess að
félagið geti staðið við þær peninga-
legu skuldbindingar sem fylgja
samningum félagsins um kaupin á A.
Karlssyni hf. og Thorarensen-Lyfj-
um og ekki sé fýsilegt að afla fjár til
félagsins á meðan opinberlega logi í
illdeilum milli helstu hluthafa félags-
ins,“ segir einnig í bréfinu.
Að lokum segir Hróbjartur að um-
bjóðandi sinn hafi beðið sig um að
fara þess á leit við Jón Steinar að
umbjóðendur hans, og aðrir sem
fylgi þeim að málum, séu reiðubúnir
til eftirfarandi samkomulags:
„Að sameinast um að reka ágrein-
inginn fyrir dómstólum eins fljótt og
kostur er og fá flýtimeðferð fyrir
dómi, ef unnt er, að hluthafafundin-
um þann 10. júlí verði frestað þar til
dómsniðurstaða liggur fyrir, að allir
aðilar láti af neikvæðri fjölmiðlaum-
fjöllun um félagið meðan á mála-
rekstri standi og menn standi sam-
eiginlega að því að endurvekja traust
markaðarins á félaginu og stjórn-
endum þess.“
Lögmaðurinn getur þess í lok
bréfs síns að umbjóðandi sinn sé
reiðubúinn að lýsa því yfir, í þágu
slíks samkomulags, að hann muni
ekki selja hlutabréf þau sem um
ræðir á meðan málið er til meðferðar
hjá dómstólum.
Að sögn Hróbjarts hefur ekkert
svar borist við bréfinu sem sent var
sl. föstudag. Grímur Sæmundsen
sagði hins vegar við Morgunblaðið
að hann fagnaði öllum sáttaumleit-
unum enda væri hag félagsins best
borgið með því að hluthafar létu af
ágreiningi sínum sem háður væri
fyrir opnum tjöldum.
„Að öllu óbreyttu verður hluthafa-
fundur í félaginu í næstu viku og þá
verða þessi mál og önnur rædd sam-
kvæmt dagskrá. Ég vonast til að
menn verði málefnalegir á fundinum
og leiti allra leiða til ná fram ásætt-
anlegri niðurstöðu. Óbreytt ástand
er algjörlega óviðunandi fyrir félag-
ið,“ sagði Grímur.
Undrandi á sáttaumleitunum
Jón Steinar sagði við Morgunblað-
ið í gær að umbjóðendur sínir hefðu
ekki tekið afstöðu til bréfanna
tveggja. Hins vegar kvaðst hann
undrandi á þeim sáttatóni sem nú
væri í meirihluta stjórnarinnar eftir
það sem á undan væri gengið.
„Eftir að meirihluti stjórnar
Lyfjaverslunar hefur gert samning
við Jóhann Óla þrátt fyrir lögbanns-
aðgerðir og viðleitni til þess að koma
í veg fyrir hann, koma nú bréf frá
stjórnarformanninum og þessum að-
ilum, einhver bréf um sættir. Þetta
sáttarboð kemur fram eftir að menn
hafa farið fram með allt sitt fram-
ferði og verið er að fjalla um málið
fyrir dómi,“ sagði Jón Steinar.
„Málið var flutt í héraðsdómi í dag
[í gær] og við berum auðvitað fullt
traust til hans. Þessar sáttatilraunir
trufla ekki neitt það að mínir um-
bjóðendur séu að reyna að ná fram
rétti sínum í þessu máli. Það má hins
vegar segja að sé dálítið hjákátlegt
að beita fyrst valdi til þess að koma
fram gjörðum sínum en bjóða svo
sættir. Af hverju buðu þessir menn
ekki sættir áður en það var gert?“
sagði Jón Steinar enn fremur.
Kaup Lyfjaverslunar Íslands á Frumafli, eiganda Sóltúnsheimilisins
Deiluaðilar leita sátta
Búist er við því að héraðsdómur kveði upp í
dag eða á morgun dóm um lögbannsbeiðni
þriggja hluthafa í Lyfjaverslun Íslands á
samning félagsins við Frumafl ehf., skrifar
Björn Ingi Hrafnsson. Sátta er þó leitað.
bingi@mbl.is