Morgunblaðið - 03.07.2001, Síða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 7
STJÓRN Gjafa- og styrktarsjóðs
Jónínu S. Gísladóttur hefur ákveðið
að úthluta 77 milljónum króna til
kaupa á búnaði vegna hjartalækn-
inga á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi, til stuðnings annarri þjónustu
við hjartasjúklinga og eflingar rann-
sókna á hjartasjúkdómum.
Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S.
Gísladóttur var stofnaður í júlí 2000
og var stofnfé 200 milljóna króna
framlag hennar en meginhlutverk
sjóðsins er að efla hjartalækningar á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Sjóðurinn gerði kleift að ákveða
strax sumarið 2000 að ráðast í kaup á
nýju hjartaþræðingartæki sem verð-
ur komið fyrir á Landspítala Hring-
braut og tekið í notkun í ágúst næst-
komandi. Sjóðurinn styrkir kaupin
með 40 milljóna króna framlagi.
Nú hefur stjórn Gjafa- og styrkt-
arsjóðs Jónínu S. Gísladóttur ákveð-
ið að stíga næstu skref til að efla
hjartalækningar, rannsóknir vegna
hjartasjúkdóma og þjónustu við
hjartasjúklinga. 25 milljónum króna
verður varið til að koma á fót göngu-
deild fyrir hjartabilaða, en fjár-
magninu er ætlað að standa undir
húsnæði og öðru því sem þarf til þess
að stofna deildina og verður árangur
metinn að tveimur árum loknum.
Þá veitir sjóðurinn 10 milljónum
króna til þess að koma upp hjarta-
rannsóknarmiðstöð Landspítala –
háskólasjúkrahúss til grunnrann-
sókna í hjarta- og æðasjúkdómum og
fáist stuðningur annarra aðila styrk-
ir sjóðurinn starfið með framlagi
sínu. Sjóðurinn styrkir einnig kaup á
ST-monitor fyrir Landspítala – há-
skólasjúkrahús að upphæð 2 millj-
ónir króna,en tækið er síriti sem
skráir reglulegar og óreglulegar
hjartsláttartruflanir.
Jónína S. Gísladóttir er 79 ára að
aldri, ekkja Pálma Jónssonar í Hag-
kaupi. Með framlagi sínu til hjarta-
lækninga á Íslandi vill hún leggja sitt
af mörkum til að efla þær og styrkja.
Tæpar 80
milljónir
til hjarta-
lækninga
Úthlutað úr styrktar-
sjóði Jónínu S.
Gísladóttur
♦ ♦ ♦
ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR
verður aðstoðarmaður Jóns Krist-
jánssonar, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, og
tekur til starfa
innan skamms.
Hún kemur í stað
Þóris Haraldsson-
ar sem hverfur til
annarra starfa.
Elsa B. Frið-
finnsdóttir er
hjúkrunarfræð-
ingur. Hún lauk
mastersprófi í
kennslu- og rannsóknum frá háskól-
anum í Bresku Kólumbíu árið 1995 og
heilsuhagsfræði frá Endurmenntun-
arstofnun Háskóla Íslands 1997.
Elsa B. Friðfinnsdóttir hefur verið
lektor við Háskólann á Akureyri frá
1991 og var starfandi forstöðumaður
heilbrigðisdeildar háskólans þar frá
1997 til 1999.
Elsa var hjúkrunarframkvæmda-
stjóri fræðslu- og rannsóknardeildar
hjúkrunar á Landspítalanum frá
haustinu 1999 til haustsins 2000, þeg-
ar Elsa var valin til að gegna starfi
sviðsstjóra hjúkrunar skurðlækn-
ingasviðs Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss og fær leyfi frá því starfi
nú.
Nýr aðstoðar-
maður heil-
brigðis- og
tryggingamála-
ráðherra
Elsa B. Frið-
finnsdóttir