Morgunblaðið - 03.07.2001, Side 14

Morgunblaðið - 03.07.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                 ÞESSIR krakkar ætluðu að pota sér ofan í blaðagám við Vallarhús í Grafarvogi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rak augun í þá. Eftir að út- skýrt var fyrir þeim hversu hættulegur slíkur leikur get- ur verið ákváðu þeir að láta slíkt vera í framtíðinni enda skynsamir krakkar á ferð. Að sögn Herdísar Stor- gaard framkvæmdastjóra Ár- vekni hafa orðið alvarleg slys við það að börn hafi skriðið niður í ruslagáma. Dæmi séu um að börn hafi látist við slíka iðju og nefnir hún dæmi frá Svíþjóð þar sem drengur skreið ofan í svokallaðan pressugám sem er rafknúinn og pressar saman pappírinn eftir að hann kemur í gáminn. „Svona gámar eru ekki hér- lendis á víðavangi en í kring- um þessa frétt frá Svíþjóð hringdi mikið af fólki í mig vegna íslensku blaðagámanna og gat sagt frá því að börn hefðu verið að fara ofan í þá. Í framhaldi af því lét Sorpa breyta öllum gámum hjá sér og bjó þannig um hnútana að ekki á að vera mögulegt fyrir börn að komast ofan í gám- ana,“ segir hún. Að sögn Inga Arasonar, rekstrarstjóra hjá Gámaþjón- ustunni, sem annast dag- blaðasöfnun á höfuðborgar- svæðinu, eiga að vera slár í opunum á öllum blaðagámum til að koma í veg fyrir að börn- in geti farið þar ofan í. „Við þorðum ekki annað en að setja þessar slár í sam- kvæmt ábendingu starfs- manns borgarinnar og það er hið almenna og á að vera alls staðar. Þess vegna ætlum við að láta yfirfara alla gámana okkar til að ganga úr skugga um að svo sé ekki.“ Hann seg- ir að um leið og fréttist af um- ræddum gámi hafi verið geng- ið í að lagfæra opið en í ljós kom að slíka slá vantaði í um- ræddan gám. Hann segir að ákveðið hafi verið að fara eftir evrópskum stöðlum um öryggi leiktækja þar sem gámarnir séu í þeirri hæð að börn komist auðveld- lega að þeim. „Við höfum farið þess á leit við okkar framleið- anda erlendis að hann útvegi okkur lok sem bjóða ekki þessari hættu heim og upp- fylli þessa evrópsku staðla,“ segir Ingi. Það hafi ekki reynst mögulegt með þá gáma sem fyrir voru og því hafi sú leið verið farin að setja slár í opin á gámunum í staðinn. Morgunblaðið/Arnaldur Varasamur leikur Grafarvogur ÞESSA dagana standa yfir framkvæmdir vegna stækk- unar veitingastaðarins Kaffi Listar og verður hann opnað- ur í sinni endanlegu mynd í haust. „Það er eitt og hálft ár síð- an við fluttum af Klappar- stígnum yfir á Laugaveginn og þetta hefur staðið til síðan. Við opnuðum ekki allan stað- inn vegna þess að viðbygging, sem byggja átti við húsið, var ekki tilbúin. Staðurinn er hugsaður svona frá byrjun og er teiknaður sem ein heild, en það var bara búið að taka helminginn í notkun. Við höf- um verið að koma okkur fyrir hægt og rólega,“ segir Þórdís Guðjónsdóttir, eigandi Kaffi Listar. Arkitektinn að staðn- um er Guðjón Bjarnason. Mesta aukningin um helgar Þórdís segir að nýbygging- in sé á fyrstu hæð og svo kjall- ari undir. Staðurinn stækki töluvert og sem dæmi um breytingar nefnir hún að bráðabirgðaklósett sem séu núna uppi á annarri hæð víki og endanlegar gestasnyrting- ar verði í kjallaranum, ásamt skrifstofu, öðrum bar og fleira. Að hennar sögn tekur Kaffi List í dag rúmlega hundrað manns í sæti, en eftir breyt- ingarnar ætti hann að rúma um þrjú hundruð manns. Að- spurð hvort grundvöllur sé fyrir svo stórum stað í mið- bænum segir hún að hún viti ekki hver staðan sé í dag. Staðurinn hafi verið teiknað- ur 1998–1999 og hugsunin að baki þá hafi verið stærri en hún sé nú. Hún telur að mesta aukningin verði um helgar, þannig að þau muni ekki bæta við sig miklu af starfsfólki. Á bak við húsið er port en Þórdís segist ekki viss um að það verði fullklárað í haust. „Það er óskandi að það verði einhvern tímann hægt að opna pall þangað út, en við stækkum þetta ekki fyrr en í haust þannig að veröndin uppi á þaki verður að duga í sum- ar,“ segir hún. Umrædd ver- önd tekur um fimmtíu manns og að sögn Þórdísar er hún ákaflega skjólrík og því afar heitt þar. Veitingastaðurinn Kaffi List stækkar Rúmar 300 manns í sæti eftir breytingar Miðborg RÁÐGERT er að reisa vist- vænan leikskóla á Kjalarnesi sem yrði jafnframt fyrsti um- hverfisvæni leikskólinn á landinu. Tveggja ára þróun- arstarf er að baki hugmynd- unum að sögn Steinunnar Geirdal leikskólastjóra í Kátakoti við Fólkvang. Að sögn Steinunnar hefur leikskólinn Kátakot, sem er með 38 börn á tveimur deild- um og 7 starfskrafta, í raun verið í bráðabirgðahúsnæði fram að þessu. Hugmyndin að nýjum vistvænum leikskóla er hins vegar ekki ný af nálinni. „Hugmyndirnar höfðu ver- ið til umræðu í allnokkurn tíma. Við lögðum síðan fram þá tillögu að það yrði byggt í kringum þessa hugmynda- fræði. Það var samþykkt í skólanefnd og síðan í leik- skólaráði,“ segir Steinunn um aðdraganda þess að skriður komst á hugmyndirnar. Steinunn segir að lengi hafi verið reynt að gera Kátakot að vistvænum leikskóla þrátt fyrir að húsnæðið sjálft hafi ekki hentað sérstaklega til þeirra nota. Lítið keypt af föndurefni „Í langan tíma höfum við til dæmis endurunnið allan pappírsúrgang og við höfum reynt að flokka allan úrgang. Við endurnýtum lífrænan úrgang í moltu og ræktum okkar eigið grænmeti. Við kaupum mjög lítið af fönd- urefni og næstum allt af því er endurunnið,“ segir hún. Steinunn segir mikið keypt af leikföngum úr tré og þá skipti einnig máli að viðurinn sé lítið unninn og helst ekki lakkaður. Þá eru ræstingar- vörur keyptar með hliðsjón af umhverfismerkingum. „Í vetur ætlum við að skoða sérstaklega matvörurnar og innkaupin. Við reynum að halda umbúðum í lágmarki og fá sem hreinastar afurðir.“ Steinunn segir einnig í at- hugun að huga að notkun orku, bæði rafmagns- og vatnsnotkun. Hún segir að leikskólinn hafi gert athuganir af slíku tagi meðal foreldra í tengslum við flokkun á úr- gangi. Sú tilraun hafi verið gerð í upphafi þróunarverk- efnisins sem stendur yfir í þrjú ár og hafi í raun ýtt mjög á foreldrana að vera með. Gróðurhús í miðju húsinu Búið er að veita fjármunum í nýjan leikskóla og er ráð- gert að framkvæmdir hefjist næsta sumar. Steinunn segir að rætt hafi verið um að fá bandaríska arkitektinn Floyd Stein til að teikna leikskólann, en hann er búsettur í Danmörku þar sem hann hefur teiknað nokkra vistvæna leikskóla. Steinunn hefur skoðað bygg- ingar eftir hann og segir þær byltingarkenndar. „Húsin eru byggð þannig að börnin upplifa hringrás náttúrunnar. Til dæmis er gróðurhús í miðju húsinu sem hreinsar loftið. Síðan er hringrás vatnsins sýnd þann- ig að rigningarvatni er safn- að saman sem síðan rennur eftir glærum pípum inni í húsinu, í gegnum fataklefann og út í tjörn í garðinum. Hús- ið sjálft er í raun kennslu- efni,“ segir hún. Af öðru sem teljast má óvenjulegt af leikskóla að vera eru sérstakar sól- arrafhlöður sem notaðar eru til að draga kulda úr jörðu sem síðan fer í að kæla mat- væli. Þá eru húsin opin á móti sólu en lokuð með litlum gluggum til norðurs til að spara eins mikla orku og unnt er. Í stað hefðbundinna bök- unarofna eru notaðir við- arofnar. Að sögn Steinunnar eru ýmsar hugmyndir uppi varð- andi útileikföng. Ein hug- myndin gerir ráð fyrir að nýta vindinn á Kjalarnesinu og koma fyrir stærðar vind- spili í garðinum. Einnig hefur verið rætt um að notast við hefðbundin íslensk leikföng á borð við kjálka og leggi og annað sem börn léku sér að áður fyrr í búum. Þá segir Steinunn spennandi kost að sem mest af leikföngunum verði smíðað á leikskólanum sjálfum sem kæmu hugs- anlega í stað hefðbundinna leiktækja. Að sögn Steinunnar hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin varðandi útlit og staðsetningu hins nýja leik- skóla en ráðgert er að hann rúmi allt að 80 börn full- byggður. Morgunblaðið/Billi Í leikskólanum Kátakoti rækta börnin eigið grænmeti. Fyrsti vistvæni leikskólinn á teikniborðinu Sólarorka notuð til að kæla matvæli Kjalarnes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.