Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 15
BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur
samþykkt að gera tilraun með að
bjóða heitan mat í Flataskóla og
Hofsstaðaskóla á næsta skólaári.
Ákvörðunin var tekin á grundvelli
tilraunar sem gerð var á vegum for-
eldrafélaganna í maímánuði síðast-
liðnum.
Samkvæmt samþykktinni óskar
Garðabær eftir að fá upplýsingar
um verð á heitum máltíðum handa
nemendum og á verðið að miðast við
að keyptur sé heitur aðsendur mat-
ur á matarbökkum í áskrift í einn
mánuð í senn og áskrift sé greidd
fyrirfram.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
var gerð vikutilraun í vor, þar sem
tveimur bekkjardeildum í Flata- og
Hofsstaðaskóla stóð til boða heitur
matur í hádeginu. Maturinn kom í
einstaklingsskömmtum og var neytt
í kennslustofum. Að sögn Oddnýjar
Eyjólfsdóttur, forstöðumanns
fræðslu- og menningarsviðs Garða-
bæjar, gekk þessi tilraun vel. „For-
eldrafélögin voru ánægð og skiluðu
inn greinargerð, sem var lögð fyrir
bæjarráð og í framhaldi að því var
okkur falið að athuga með verðtil-
boð á þessum forsendum,“ segir
Oddný. Hún segir að þessi hugmynd
hafi mótast í vetur, en foreldrafélög-
in hafi tekið af skarið og viljað prófa
þetta. „Við erum í rauninni milli-
gönguaðili, sem aflar upplýsinga um
hvað þetta kostar, og fyrirtæki
bjóða þetta síðan út í skólunum,“
segir Oddný.
Heitur mat-
ur í skólana
Garðabær
BÆJARSTJÓRN Kópavogs
hefur samþykkt tillögu bæj-
arskipulags að breyttu aðal-
skipulagi Kópavogs 1992 til
2012 í norðanverðu Vatns-
endahvarfi og deiliskipulag
fyrir sama svæði. Hefur
skipulagsstjóra bæjarins
verið falið að auglýsa um-
rædda breytingu auk þess
sem Skipulagsstofnun hefur
fengið hana til athugunar.
Breytingin nær til svæðis
sem afmarkast af bæjar-
mörkum Kópavogs og
Reykjavíkur við Breiðholts-
braut í norður, íbúðasvæði í
Hvörfum til austurs, lóð
Landssímans í suður og í
vestur við fyrirhugaðan Arn-
arnesveg í vestanverðu
Vatnsendahvarfi.
Landnotkun svæðisins er
óbreytt samkvæmt tillög-
unni og verður þar blandað
athafnasvæði með verslun-
ar-, skrifstofu-, þjónustu-, og
iðnaðarstarfsemi. Breyting-
ar hafa hins vegar orðið á
legu tengibrauta og á af-
mörkun athafnasvæða.
Dregið er úr umfangi þeirra
og fyrirhuguðu byggingar-
magni.
Breyting á legu
tengibrautar
Lega tengibrautar breyt-
ist og skiptist þannig að hún
sveigir annars vegar til vest-
urs og tengist fyrirhuguðum
Arnarnesvegi í vestanverðu
Vatnsendahvarfi. Hins vegar
sveigist hún í norður og
tengist Breiðholtsbraut og
hafa breytingarnar verið
unnar í samráði við Vega-
gerðina og Reykjavíkurborg.
Athafnasvæðið stækkar til
suðausturs en minnkar til
norðvesturs samkvæmt
breytingunum. Þá er gert
ráð fyrir undirgöngum undir
fyrirhugaða tengibraut og
brú yfir Dimmu sunnan
Breiðholtsbrautar sem ætluð
yrði sem göngu- og reiðleið.
Einnig verður Arnarnes-
vegur að hluta inni í lögsögu
Kópavogs og hefur sú breyt-
ing verið gerð í samráði við
Reykjavíkurborg og Vega-
gerðina. Þá breytast göngu-
og reiðleiðir.
Leitast við að draga úr
stærðaráhrifum byggðar
Deiliskipulagssvæðið er
um 15,3 hektarar og skiptist
í tvö afmörkuð svæði. Svæði
1 afmarkast af Breiðholts-
braut til norðurs, Vatns-
endavegi til suðvesturs og
íbúðabyggð í Hvörfum og
iðnaðarvegi í austri. Svæði 2
afmarkast einnig af Breið-
holtsbraut til norðurs, ánni
Dimmu og íbúðabyggð í
Hvörfum til austurs og
svæði 1 til suðvesturs.
Í greinargerð með tillögu
að deiliskipulaginu segir að
Athafnasvæði auglýst
Vatnsendi
frá því fyrst var unnið að að-
alskipulagi fyrir Vatnsenda
árið 1983 hafi verið gert ráð
fyrir athafnahverfi á deili-
skipulagssvæðinu. Þá segir
meðal annars að við hönnun
bygginga á svæðinu skuli
leitast við að draga úr stærð-
aráhrifum fyrirhugaðrar
byggðar og að frumdrög að
hönnun bygginga skuli
leggja fyrir skipulagsnefnd.