Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 21 VLADIMÍR Pútín Rússlands- forseti sagði í gær að Rússar væru reiðubúnir að minnka kjarnorkuvopnabúr sitt enn frekar svo að í því verði færri en 1.500 kjarnaoddar, en aðeins svo fremi að góð og gagnkvæm stjórn verði á vopnaeyðingar- ferlinu og að ABM-gagneld- flaugasáttmálinn frá 1972 haldi gildi sínu. Eldflaugavarnir, við- skipti með kjarnorkuvopna- tækni og ástandið á Balkan- skaga voru meginumræðuefnin í þriggja daga Rússlandsheim- sókn Chiracs. Verkfalli lokið FLUGSAMGÖNGUR og sjúkrahússþjónusta komst aft- ur í samt lag á Grænlandi í gær eftir að nærri vikulangt verkfall hafði lamað þessa starfsemi. Var endir bundinn á verkfallið eftir að samkomulag náðist um helgina milli samninganefndar grænlenzku heimastjórnarinn- ar og stærsta verkalýðsfélags- ins, SIK. Verkfallið náði til um 400 opinberra starfsmanna, þ.á m. slökkviliðsmanna á flugvöll- um, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Geislahætta frá Kúrsk GEISLAVARNIR Noregs vör- uðu við því í gær, að sá asi sem nú er á rússneskum stjórnvöld- um að fá kjarnorkukafbátnum Kúrsk lyft af hafsbotni, yki hættuna á geislamengun í haf- inu. Kúrsk sökk í rússneskri lögsögu í Barentshafi í ágúst í fyrra og liggur á 108 m dýpi. Allir sem um borð voru, 118 manns, dóu. Rússar hyggjast hefjast handa við að lyfta Kúrsk í þessum mánuði og ljúka verk- inu fyrir miðjan september. Vilja hand- taka hermann HANDTÖKUSKIPUN var í gær gefin út á hendur liðþjálfa í bandaríska flughernum vegna gruns um að hann hafi nauðgað konu á bílastæði nærri krám, sem mikið eru sóttar af liðs- mönnum bandaríska setuliðsins á Okinawa-eyju í Japan. Ekki var ljóst hvort hinn grunaði yrði framseldur japönskum yfirvöld- um. Fyrir sex árum var skóla- stúlku á Okinawa nauðgað af hópi bandarískra hermanna, en atburðir af þessu tagi hafa skap- að mikla spennu í kring um veru bandaríska herliðsins á eynni. Kallar araba „lýs“ REHAVAM Zeevi, leiðtogi öfga-hægriflokks í Ísrael, sem gegnir embætti ferðamálaráð- herra í ríkisstjórn Ariels Shar- ons, kallaði í gær Palestínu- menn sem ynnu og byggju ólöglega í Ísrael „lýs“ og „krabbamein.“ Í viðtali við út- varp ísraelska hersins sagði Zeevi að um 180.000 arabar byggju nú ólöglega í Ísrael. Flokkur hans vill reka alla araba, sem búa á ísraelsku yf- irráðasvæði, úr landi. STUTT Vilja færri kjarna- vopn DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, mætti aftur til vinnu í gær, eftir að hjartagangráður var græddur í hann á laugardag. Cheney byrjaði daginn á fundi með George W. Bush Bandaríkja- forseta og kom svo fram í nokkrum viðtölum til að svara spurningum um orkumál. „Þetta er dæmigerður vinnudagur,“ sagði talsmaður vara- forsetans, Juleanna Glover Weiss. Aðgerðin tók um eina klukku- stund og þegar Cheney fór heim síðdegis á laugardag kvað hann líð- an sína vera „mjög góða.“ Gangráð- urinn fylgist með hjartslættinum og sendir frá sér vægan rafstraum ef hann hægist um of. Sömuleiðis grípur gangráðurinn inn í ef hjart- slátturinn verður of hraður. Cheney hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall, fyrst árið 1978, þegar hann var aðeins 37 ára, og síðast í nóvember í fyrra. Ýmsir hafa látið í ljósi áhyggjur af því að maður sem gegnir svo mikilvægu embætti sem varaforsetinn sé veill fyrir hjarta en læknar hans lögðu áherslu á að aðgerðin á laugardag væri alls ekki til marks um að heilsu hans færi hrakandi. Cheney væri þvert á móti við góða heilsu og væri fullfær um að sinna störfum sínum. Cheney mættur til vinnu eftir aðgerð Washington. AFP, AP. SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, á að koma fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag og verður þá ákærður formlega fyrir glæpi gegn mannkyninu vegna blóðs- úthellinganna í Kosovo. Ummæli lögfræðinga Milosevic bentu til þess í gær að hann hygðist bjóða dómstólnum birginn og að málsvörn hans yrði pólitísk fremur en lagaleg. Milosevic er sagður hafa hafnað aðstoð lögfræðingsins Toma Fila, sem hefur varið aðra meinta stríðs- glæpamenn fyrir dómstólnum í Haag. Tveir lögfræðingar hans, Zdenko Tomanovic og Dragan Krgo- vic, komu til Haag í gær til að ráð- færa sig við hann um undirbúning réttarhaldanna. „Ólögleg og siðlaus stofnun“ Milosevic hefur lýst stríðsglæpa- dómstólnum í Haag sem handbendi Atlantshafsbandalagsins og sagt að dómstóllinn ætti frekar að ákæra NATO vegna 78 daga sprengjuárása sem urðu til þess að hersveitir hans voru fluttar frá Kosovo í júní 1999. „Ég hef alltaf litið á alþjóðlega stríðs- glæpadómstólinn í Haag sem ólög- lega og siðlausa stofnun, sem komið var á fót í hefndarskyni vegna óhlýðni fulltrúa óhlýðinnar þjóðar,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið La Stampa í febrúar. Hann bætti við að dómstóllinn hefði fyrst og fremst verið stofnaður til höfuðs Serbum og líkti honum við fyrstu gyðingaof- sóknir nasista. Hann hefur einnig gagnrýnt dómstólinn fyrir að hafa ekki ákært leið- toga Króata og Slóvena fyrir þátt þeirra í upp- lausn gömlu Júgóslav- íu. Leynisamningar afhjúpaðir? Breska blaðið The Sunday Tele- graph hafði eftir einum lögfræðinga Milosevic um helgina að hann hygðist koma stjórnvöldum í Bretlandi og fleiri vestrænum ríkjum í vandræði með því að skýra frá „leynisamning- um“ sem þau hefðu gert við hann eft- ir að blóðsúthellingarnar á Balkan- skaga hófust. Lögfræðingar hans hygðust halda því fram að stjórnvöld á Vesturlöndum hefðu samþykkt um- deildustu aðgerðir hans, meðal annars hernaðaraðgerðir. Heimildarmaðurinn sagði að þrír fyrrver- andi utanríkisráðherrar í Bretlandi – Hurd lá- varður, Carrington lá- varður og Owen lávarð- ur – væru á meðal þeirra sem lögfræðing- ar Milosevic segðu að hefðu átt aðild að leyni- legu samningunum. Douglas Hurd láv- arður varð seinna vara- formaður stjórnar Nat- West Markets og mun hafa tryggt bankanum mjög arðbær- an samning við júgóslavnesk stjórn- völd á leynilegum morgunverðar- fundi með Milosevic. Samkvæmt samningnum undirbjó bankinn einkavæðingu símafyrirtækis Serbíu og aðstoðaði stjórnvöld í Belgrad við að taka á skuldavanda Júgóslavíu. Douglas Hurd lávarður, sem var utanríkisráðherra frá 1989-95, kvaðst ekki sjá neitt samband á milli þessa samnings og stríðsglæpa Serba. Hann hefði verið gerður þegar hlé hefði verið á blóðsúthellingunum og slakað hefði verið á refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu í von um að hægt yrði að „koma vitinu fyrir Milosevic“. Owen lávarður, sem var samninga- maður Evrópusambandsins á árun- um 1992-95, kvaðst ekki vita um neina leynisamninga við Milosevic. Talið að réttarhöldin hefjist eftir ár Milosevic á yfir höfði sér lífstíðar- fangelsisdóm verði hann fundinn sek- ur um stríðsglæpi. Hann fær mán- aðarfrest til að svara ákærunum og búist er við að hann neiti að lýsa sig sekan eða saklausan. Talið er að það taki um ár að und- irbúa málflutninginn fyrir dómstóln- um og að eiginlegu réttarhöldin standi í að minnsta kosti ár til við- bótar. Hollenska utanríkisráðuneytið sagði í gær að embættismenn Evr- ópusambandsins væru að íhuga að af- létta ferðabanni á fjölskyldu Mil- osevic til að eiginkona hans, Mira Markovic, gæti heimsótt hann og dvalið í Haag þar til réttarhöldunum lýkur. Evrópusambandið aflétti flest- um refsiaðgerðum sínum gegn Júgó- slavíu í febrúar, m.a. ferðabanni á júgóslavneska stjórnmála- og emb- ættismenn, en fjölskyldu Milosevic er enn bannað að ferðast til ESB-ríkja. Slobodan Milosevic í dag birt ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Talinn ætla að bjóða dómstólnum birginn Haag. AFP, AP. Slobodan Milosevic DAVID Trimble, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra norður- írsku heimastjórnarinnar um helgina, sagði að skýrsla afvopnunar- nefndar, sem birt var í gær, sýndi að ákvörðun hans hafi verið rétt. Nefnd- in staðfestir í skýrslunni að Írski lýð- veldisherinn (IRA) hafi ekki hafið af- vopnun, eins og hann skuldbatt sig til með friðarsamkomulaginu frá 1998. Samkvæmt friðarsamkomulaginu, sem kennt er við föstudaginn langa, áttu allir skæruliðahópar að hafa lát- ið vopn sín af hendi í maí 2000, en bresk og írsk stjórnvöld höfðu lengt frestinn til júní á þessu ári. Trimble kunngerði fyrir nokkru að hann myndi segja af sér ef IRA hefði ekki hafið afvopnun fyrir lok mánaðarins, og tók afsögn hans gildi á sunnudag. Afvopnunarnefnd undir forystu kan- adíska herforingjans John de Chastelain hefur haft umsjón með af- vopnun vopnaðra hópa lýðveldis- sinna og sambandssinna á N-Írlandi. Í skýrslunni sem birt var í gær segir að IRA og fleiri hópar hafi enn ekki látið nein vopn af hendi. De Chaste- lain sagði að fulltrúar IRA mættu enn til funda með nefndinni, en að enginn árangur hefði náðst í viðræð- unum. Samtökin hefðu þó fullyrt á fundi í síðustu viku að þau hygðust standa við loforð sitt um að afvopn- ast. Óvissa um framhaldið Mikil óvissa ríkir í n-írskum stjórnmálum eftir afsögn Trimbles. Vangaveltur eru uppi um að hinir stjórnarflokkarnir þrír taki sig sam- an um að bola Sinn Fein, stjórnmála- armi IRA, úr stjórninni. Mótmæl- endaflokkarnir tveir hafa löngum verið hlynntir því, en SDLP-flokkur hófsamra kaþólikka verið því mót- fallinn. Varaformaður SDLP, Seam- us Mallon, sagði þó í gær að það væri ekki óhugsandi, ráðherrum Sinn Fein til mikillar gremju. Mallon missti embætti varaforsæt- isráðherra með afsögn Trimbles, en mun áfram sinna embættisskyldum sínum, samkvæmt ákvörðun þingfor- setans. Trimble tilnefndi flokksbróð- ur sinn, Sir Reg Empey, til að taka við skylduverkum sínum, en þingið þarf að kjósa nýjan forsætisráðherra og varaforsætisráðherra innan sex vikna. Reuters David Trimble við minningarathöfn á sunnudag um n-írska hermenn sem féllu í orrustunni við Somme í fyrri heimsstyrjöld. Trimble réttlætir afsagnarákvörðun IRA hefur ekki hafið afvopnun Belfast, London. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.