Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 23 EINAR Már Guðmundsson rithöf- undur fjallar um íslenskar nútíma- bókmenntir með sérstakri áherslu á verk höfundar á fyrirlestraröð sem hefst í Nor- ræna húsinu í dag, þriðjudag, kl. 13.30 og stend- ur til 11. júlí. Yfirskrift fyrir- lestraraðarinnar er menning, mál og samfélag. Að loknum fyr- irlestrinum svarar Einar Már spurn- ingum viðstaddra. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Fyrirlestra- röð í Norræna húsinu Einar Már Guðmundsson ÞÁTTTAKA Íslands í Feneyjatvíæringnum hefur verið til umræðu í Morgunblaðinu á liðn- um vikum, meðal ann- ars lýsa nokkrir mynd- listarmenn skoðun sinni á því hvernig staðið var að málum í blaðinu sl. sunnudag. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra fjallaði um málið í pistli á heimasíðu sinni á Net- inu, bjorn.is, á sunnu- daginn var. Fara orð hans hér á eftir. (Fyr- irsögn og millifyrirsögn eru blaðsins). „Nokkrar umræður hafa orðið um það, hvernig staðið skuli að þátttöku íslenskra myndlistarmanna í Fen- eyja-tvíæringnum. Á þessu ári tekur Finnbogi Pétursson þátt í tvíæringn- um og er það ekki gagnrýnt heldur þykir ýmsum, að umbúnaður um ís- lenska þátttöku í þessum viðburði sé ekki nægilega glæsilegur. Er látið að því liggja, að í því efni hafi mennta- málaráðuneytið brugðist. Í tilefni af þessum umræðum hefur verið farið yfir allt skipulag þessara mála á vett- vangi ráðuneytisins og verður því haldið áfram, vonandi í góðu sam- starfi við Samband íslenskra mynd- listarmanna. Formleg þátttaka Íslands í Fen- eyja-tvíæringnum hófst árið 1984, en áður höfðu íslenskir listamenn sýnt þar á samsýningum eða sérstökum svæðum sem úthlutað var. Árið 1984 buðu Finnar Íslendingum afnot af skála, sem Alvar Aalto teiknaði vegna byggingarlistarsýningar á svæðinu, þar sem þeir þurftu ekki lengur að nota hann vegna þess að Finnland, Noregur og Svíþjóð byggðu nýjan skála. Árið 1986 var gerður samning- ur um leigu á skálanum til 8 ára. Finnar hafa ekki boðið með formleg- um hætti upp á nýjan langtímasamn- ing, en í raun hefur hann verið end- urnýjaður fyrir hverja sýningu með þeim hætti að menntamálaráðuneyt- ið hefur greitt leiguna. Ekki er við því að búast, að Íslendingar geti fengið leyfi til að reisa eigin sýningarskála á þessu svæði, þar sem það er full- byggt. Eins og mál standa er því ekki unnt að fá betri sýningaraðstöðu á svæðinu, ef ætlunin er að sýna sér- staklega undir merkjum Íslands. Menntamálaráðuneytið skipaði ár- ið 1983 myndlistarnefnd til að und- irbúa þátttöku í Feneyja-tvíæringn- um og öðrum alþjóðlegum samsýn- ingum. Síðan hefur starfssvið nefnd- arinnar orðið víðara, m. a. að veita ráðuneytinu umsögn vegna styrkveitinga. Ráðuneytið hefur frá upphafi lagt í hvert sinn frá 2,5 til 3,5 m.kr. til þátttöku í Feneyja- tvíæringnum. Í ár er fjárveitingin 3 m. kr. Af þessari fjárveitingu er greitt leigugjald fyrir skálann (80 þús. finnsk mörk) og kostnað við gæslu (15 þús. finnsk mörk), samtals um 1,4 m. kr. í ár. Einnig er greiddur flutnings- kostnaður, tryggingar, gerð og prentun sýn- ingarskrár og kynningarefnis, ferðir sýningarstjóra og listamanns/manna, veitinga o.fl. og frá árinu 1993 hefur ráðuneytið einnig greitt fyrir aðstoð- armann á sýningarstað. Sýningar- stjóri hefur verið ráðinn hverju sinni. Hlutverk hans er að sjá um fram- kvæmd á verkefninu, en hún felst m.a. í öflun efnis í sýningarskrá, pökkun og sendingu verkanna, um- sjón og uppsetningu sýningarinnar í Feneyjum og eftir megni að koma ís- lenska listamanninum á framfæri við blaðamenn og sýningarstjóra og dreifa efni. Viðkomandi listamaður hefur einnig fengið styrk til að standa straum af ýmsum efniskostnaði o. fl. Finnbogi Pétursson naut auk þess í ár starfslauna úr listasjóðum, og ráðuneytið greiddi kostnað vegna að- stoðarmanns. Í ár var Gallerí i8 falið að útbúa sýningarskrá og kynning- arefni gegn 500 þús. kr. greiðslu og samþykkt að sýningarskráin væri í ritröð gallerísins. Gert var ráð fyrir að efnið yrði sent með listaverkunum eins og tíðkast hefur. en það kom of seint úr prentun til að það gæti geng- ið eftir. Menntamálaráðuneytið hefur litið á það sem hlutverk sitt að skapa að- stæður til þátttöku í tvíæringnum með því að leigja húsnæði og veita fé vegna framkvæmdarinnar. Á hinn bóginn hefur ráðuneytið ekki tekið að sér að sinna sérstöku kynningarstarfi vegna listamannsins. Ástæðan fyrir því, að ég rek þetta svona nákvæmlega, er, að af viðtölum við myndlistarmenn í Morgunblaðinu í dag (sunnudag 1. júlí) má ráða, að þeir hafi aðra hugmynd um hlut menntamálaráðuneytisins í þessu máli og líti þannig á, að það hafi á ein- hvern hátt brugðist. Sérstaklega kemur mér á óvart, að látið er að því liggja, að í þessu efni eða vegna ann- arra listsýninga erlendis séu lista- menn látnir standa undir öllum kostnaði en síðan komi forráðamenn og haldi ræður, væntanlega til að slá sér upp á kostnað listamannanna. Sagt er, að ríkið vilji ekki borga, en vilji þó endalaust skreyta sig með þessum fjöðrum. Ég veit ekki til þess, að í Feneyjum hafi íslenska ríkið leit- ast við að skreyta sig með nokkrum fjöðrum, hef ég raunar skilið gagn- rýnina undanfarna daga á þann veg, að ríkið hafi meðal annars ekki látið nóg að sér kveða með veisluhöldum í Feneyjum. Allir eiga rétt á því að njóta sannmælis Annar viðmælandi blaðsins segir, að menn hafi staðið eins og „gapandi apar“, þegar hann sótti tvíæringinn, af því að það hafi ekki verið neitt kynningarefni. Skellir hann skuldinni á fulltrúa menntamálaráðuneytisins og vísar þar væntanlega til myndlist- arnefndarinnar, sem fyrr er getið, kallar þá býrókrata og segir þá ekki standa sig í stykkinu. Telur þessi listamaður menntamálaráðuneytið hafa komið mjög vel út úr þessu fjár- hagslega, eins og það er orðað, vegna þess hve mikil sjálfboðavinna hafi verið unnin. Hann segir einnig, að svo mikill hafi þrýstingurinn verið á ráðuneytið, að menn hafi séð að sér og veitt Finnboga Péturssyni starfs- laun listamanna í ár. Verða þessi orð ekki skilin á annan veg en þann, að ráðuneytið ákveði starfslaunin. Þar er enn um misskilning að ræða, því að ráðuneytið á engan þátt í ákvörðun- um um þau heldur sérstök starfs- launanefnd, sem myndlistarmenn skipa. Allir eiga rétt á því að njóta sann- mælis. Sé þeirrar frumreglu ekki gætt í samskiptum, er ekki mikil von um góðan sameiginlegan árangur. Að hafa menntamálaráðuneytið eða starfsmenn þess fyrir rangri sök í þessu máli er ekki leiðin til sameig- inlegra úrbóta. Ráðuneytið hagar fjárstuðningi við þetta framtak í sam- ræmi við svigrúm á fjárlögum hverju sinni. Það er hvorki að hugsa um að tapa eða græða á verkefninu og því síður er það kappsmál, að slá sér upp á kostnað listamanna. Ráðuneytið hefur aldrei tekið að sér að standa undir öllum kostnaði vegna Feneyja- tvíæringsins eða greiða þeim laun, sem þar leggja hönd á plóginn. Sjálfsagt og eðlilegt er að fara yfir allt vinnuferlið vegna Feneyja-tvíær- ingsins og laga skipulag þátttökunn- ar í ljósi reynslu og þróunar í sýning- arhaldinu. Víða sést í erlendum fjölmiðlum, að ýmsum finnst nóg um íburðinn og snobbið. Meðalhófið er vandfundið en sjálfsagt að leita að því.“ Björn Bjarnason um þátttöku í Feneyjatvíæringnum Ríkið ekki að skreyta sig með fjöðrum Björn Bjarnason ODDUR Bjarni Þorkelsson er nýút- skrifaður úr leiklistarskólanum Bristol Old Vic Theater School eftir eins árs nám í leikstjórn. Hlaut hann viðurkenningu fyrir árangur sinn í skólanum, sem ber heitið The Charl- es Landstone Award og er veitt þeim nemanda skólans er útskrifast hverju sinni, sem sýnt hefur „mest frumkvæði og hæfileika í námi sínu og sem hefur lagt óvenju mikið til starfsemi skólans – bæði í námi og opnum sýningum“, eins og segir í viðurkenningunni. Bristol Old Vic Theater School kennir allt sem við- kemur leikhúsi; leiklist, leikstjórn, búningahönnun, sviðstjórn.Skólinn nýtur mikillar virðingar í Bretlandi. „Skólinn heitir því að allir sem út- skrifist fái vinnu,“ segir Oddur Bjarni. „Ég er reyndar nett skept- ískur á þá fullyrðingu.“ En hvað er á prjónum Odds Bjarna? „Ég hef sent bréf til leikhús- anna heima og einnig til leikhúsa hér í Bretlandi og er nú að bíða eftir nið- urstöðum úr því. Ég er með tvö leik- rit sem mér stendur til boða að vinna í haust hérna út, annað hér í Bristol og hitt í London,“ segir hann en við- urkennir að sig langi einnig til að vinna á Íslandi. „Mig langar mikið til að vinna á báðum stöðum.“ Oddur Bjarni hefur sett upp nokk- ur leikrit í tengslum við námið í vet- ur við góðan orðstír. Þeirra á meðal eru tvö leikrit Íslendingum vel kunn, Fiskar á þurru landi eftir Árna Ib- sen og Kæra Jelena eftir Ljudmilu Razumovskaya, sem Oddur Bjarni þýddi á ensku. „Þetta gekk bara mjög vel og við fengum góða dóma,“ segir Oddur en öll vinna við leikritin var í höndum nemenda sem útskrif- uðust úr skólanum í vor. „Þetta var sýnt á litla sviði Bristol Old Vic leik- hússins. Sýningin var ekki lokaverk- efni okkar, en fastur liður í náminu.“ Hópinn sem setti upp Kæru Jel- enu dreymir um að fara með sýn- inguna til London og sýna þar. „Bretinn hefur hvorugt leikritið séð áður en þeir voru mjög hrifnir af Jel- enu, álitu það mjög sterka sýningu, og Fiskarnir fundust þeim spreng- hlægilegir. Ég held að Kæra Jelena væri ágætis tækifæri til að vekja at- hygli. Sennilega myndi ég nota megnið af sama fólkinu og sýndi með mér hér í vor.“ En hvað myndi standa til ef Oddur Bjarni kæmi til Íslands? „Hingað til er ég bara að falbjóða mig öllum heima og vita hvort einhver hefur áhuga.“ Oddur Bjarni Þorkelsson, til hægri, tekur við viðurkenningu sinni fyrir góðan árangur í leikstjórnarnámi í Bristol Old Vic Theater School. Viðurkenning fyrir frumkvæði Útskrifast frá Bristol Old Vic ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.