Morgunblaðið - 03.07.2001, Qupperneq 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Oft höfum við hjónin
á það minnst hversu
mikils virði það var fyrir
okkur að eiga frænd-
garð á Ísafirði þegar
okkur bar þar að landi til þjónustu við
kirkjuna þar fyrir nær aldarfjórð-
ungi. Ég hafði lengi vitað af fólki af
báðum ættum mínum þar og vitjað
þess fyrr. Það fagnaði okkur vel og
greiddi götu okkar á allan hátt við
komuna vestur. Það var einnig til
margvíslegs stuðnings fjölskyldu
okkar og í kirkjustarfinu.
Það kom svo í ljós að hluti frænd-
garðs míns var einnig frændfólk Auð-
ar minnar. Sigurður á Nauteyri var
ömmubróðir minn en Sigurveig kona
hans frændkona Sigríðar móður Auð-
ar. Sigurður var nýlega látin er við
komum vestur en þær Nauteyrar-
mæðgur allar tóku okkur einkar vel
og ættarböndin styrktust með árun-
um.
Nú eru þær farnar þrjár heim til
Guðs mæðgurnar, Sigga frænka farin
núna eftir veturlangan frest og sjúk-
dóm, farin eftir farsælt og gefandi líf.
Sigríði Sigurðardóttur eigum við
öll í fjölskyldunni gott upp að inna. Á
allan hátt lét hún vel við okkur og bar
fyrir brjósti. Þau Gunnar og fjöl-
skylda þeirra öll opnuðu okkur hús
sitt og vináttu.
Ég vil fyrst minnast á það að Sigga
SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist
á Nauteyri í N-Ísa-
fjarðarsýslu hinn 1.
mars 1927. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 25.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Ísafjarðar-
kirkju 30. júní.
tók það upp á sína arma
að halda þessari fjöl-
skyldu okkar sem hafði
afa og ömmur fyrir
sunnan jólaboð á jóla-
dag. Það var okkur mik-
ils virði og ekki vantaði
myndarskapinn og
rausnina. Þar var jafn-
an Sigurveig og það af
börnum þeirra Gunnars
sem voru heimavið.
Okkur eru þessi boð
jafnan í huga þegar við
rifjum upp jól. Oft hef
ég og við komið þar að
garði og einlægt verið
tekið sem aufúsugestum.
Sigga lét líka um sig muna í kirkju-
starfinu, söng í kirkjukórnum og
starfaði í Kvenfélagi Ísafjarðarkirkju
og var boðin og búin ef einhvers var
þörf.
Þó fer ekki hjá því að manni komi
þær systur allar í hug, Sigga, Helga
og Ellabogga, þegar ein þeirra er
nefnd, svo samrýndar og samhentar
voru þær að það sem gilti um eina
þeirra fannst manni gilda um þær all-
ar.
Við frændfólk þeirra hugsum líka
gjarnan til þeirra þannig, ekki síst
fyrir framgöngu þeirra á ættarmót-
um þar sem þær lífguðu ekki lítið upp
á stemmninguna með söng og gítar-
slætti. Þær voru engir ættlerar í þeim
sökum að kunna að gleðjast, syngja
og hlæja mikið og þarf þó talsvert til
fyrir einn að slá annan út í því á mót-
um Vatnsfjarðarættarinnar.
Sigríður Sigurðardóttir var vönduð
kona og ábyrg og gott að reiða sig á
hana. Hún vissi líka jafnan hvar hún
hafði menn og málefni og var gaman
að ræða það við hana. Hún fylgdist
býsna vel með en ekki bar hún út
ávirðingar annarra.
Hún bjó vel að fjölskyldu sinni og
bar mjög fyrir brjósti. Hún var stolt
af sínum og mátti vera það. Ekkert
gladdi hana meir en framgangur
barna og barnabarna í lífinu.
Hún Sigga frænka skilur við þenn-
an heim stórum bættari fyrir líf sitt í
honum. Það þökkum við öll sem átt-
um hana að og biðjum henni farnaðar
annars heims og hvert öðru huggun-
ar. Við biðjum Guð að leiða fólkið
hennar og blessa minningu hennar.
Auður og Jakob Hjálmarsson.
✝ Guðný AðalbjörgPétursdóttir
fæddist á Oddsstöð-
um á Melrakkasléttu
25. apríl 1926. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 25. júní síð-
astliðinn. Aðalbjörg
var yngsta dóttir
hjónanna Péturs
Siggeirssonar,
bónda á Oddsstöð-
um, f. 15. apríl 1889,
d. 10. janúar 1972,
og Þorbjargar Jóns-
dóttur, f. 20. janúar
1881, d. 1. október 1964. Systkini
hennar eru: Oddgeir, f. 29. des-
ember 1915, d. 27. nóvember
1989; Borghildur, f. 12. júlí 1917,
d. 2. desember 1992; Jón, f. 20.
október 1919, Friðný, f. 4. jan-
úar 1922 og Árni, f. 4. júní 1924.
1. júní 1947 giftist Aðalbjörg
Jóni Einarssyni, frá Sandgerði,
Raufarhöfn, f. 8. febr. 1923, d.
22. júlí 1979. Þau ráku um árabil
síldarsöltun og síðar saltfisk-
verkun á Raufarhöfn. Þeim varð
ekki barna auðið
saman, en tóku að
sér mörg börn ætt-
ingja um lengri og
skemmri tíma, og
dóttursonur Jóns,
Jón Sigurbjörn
Ólafsson, f. 3. sept-
ember 1961, ólst að
öllu leyti upp hjá
þeim. Kona hans er
Guðlaug Jónsdóttir,
f. 6. maí 1962. Sam-
an eiga þau Magn-
ús, f. 10. júlí 1993,
en fyrir á jón dæt-
urnar Aðalbjörgu, f.
5. júní 1983, og Aldísi Erlu, f. 19.
nóvember 1992.
Aðalbjörg stundaði nám við
Laugaskóla í tvo vetur og lauk
síðan námi við íþróttakennara-
skólann á Laugarvatni 30. júní
1945. Hún kenndi sund og íþrótt-
ir, bæði í Reykjavík og síðar á
Raufarhöfn þar sem hún bjó til
æviloka.
Útför Guðnýjar Aðalbjargar
fór fram frá Raufarhafnarkirkju
30. júní.
Síminn hringir mánudaginn 25.
júní og karlmannsrödd segir: „Jæja,
þá er hún farin.“ Þetta er Jónsi litli
að segja að mamma hans sé dáin.
Það kom kannski ekki svo mjög á
óvart því kvöldið áður var ljóst að
hverju dró.
Allí var yngst sex systkina, barna
Péturs og Þorbjargar frá Oddsstöð-
um á Melrakkasléttu. Á undan
henni eru farin Oddgeir, d. 1989, og
Borghildur, d. 1992.
Allí hafði verið ekkja í mörg ár er
hún lést. Hún var gift Jóni Ein-
arssyni, Jónsa, framkvæmdamanni
á Raufarhöfn og héldu þau heimili
lengst af í húsi sínu Hliðskjálf. Við
systkinabörn hennar áttum alltaf
hauk í horni þar sem hún var og
ávallt stóð heimili hennar og Jónsa
okkur opið. Eftir margra ára sam-
búð bættist svo sólargeislinn, Jónsi
litli, við í heimilið í Hliðskjálf. Þá
var nú gaman að lifa.
Allí var mjög sterkur persónu-
leiki. Hún var einstaklega trygg-
lynd, vinur vina sinna, og þau hjón
voru skjól og skjöldur margra barna
á lífsleiðinni. Það vissu allir hvar
þeir höfðu Allí því hún var ófeimin
við að segja álit sitt á mönnum og
málefnum og þá bæði að hrósa og
lasta eftir því sem henni þurfa þótti.
Allí var sérlega fylgin sér í orði og
æði og ákaflega ósérhlífin en þegar
hún sagði: „Jæja, nú verður þú,“ þá
var langbest að samþykkja strax því
það sparaði mikinn tíma. Ofurhug-
anum Allí datt stundum í hug að
framkvæma ýmislegt sem aðrir
töldu óframkvæmanlegt en það
mátti bóka það að með einhverjum
ráðum fann hún leið til að koma
hugmyndum sínum í framkvæmd.
Allí var íþróttakennari að mennt
og nýttist sú menntun hennar vel
þegar hún kenndi okkur systkina-
börnum sínum ásamt fjölda annarra
barna að synda í síldarþró á Rauf-
arhöfn. Henni fannst að börn sem
alin eru upp við sjó þyrftu að kunna
að synda en þar sem engin sundlaug
var á staðnum mátti búa hana til úr
því sem fyrir hendi var.
Þó að Allí þætti gott að geta verið
út af fyrir sig naut hún þess að vera
í góðra vina hópi og rökræða ýmis
málefni og syngja. Hún var að eðl-
isfari mjög listræn og á fjölskyldu-
móti á Oddsstöðum sumarið ’98 vildi
hún koma sögu forfeðranna til skila.
Brá hún sér þá í gervi leikritahöf-
undar, leikstjóra, ljósameistara,
leikmuna- og búningahönnuðar.
Tjóaði þá lítt að mótmæla þeim
hlutverkum sem mönnum var út-
hlutað.
Sveitin hennar var henni ákaflega
mikils virði og vildi hún allt á sig
leggja til að viðhalda sínu gamla
heimili á Oddsstöðum. Ekki stóð
okkur öllum á sama þegar hún,
nærri 70 ára lítið annað en skinn og
bein, var prílandi utan á Oddsstaða-
húsinu í stiga alveg upp undir mæni
með málningarpensil í hendi.
En svona var Allí, hún vílaði ekki
fyrir sér hlutina og fannst mikil-
vægt að hafa snyrtilegt í kringum
sig og ekki láta hlutina drabbast
niður. Síðastliðið sumar var hún að
dytta að húsinu sínu við Ásveginn á
Raufarhöfn þótt allir teldu hana svo
mikinn sjúkling þá að hún ætti ekk-
ert að geta.
Nú að leiðarlokum verður það
brosið hennar Allíar sem mun fylgja
okkur í minningunni um hana. Allt
andlitið ljómar af brosi en því fylgir
líka pínulítið sposkur svipur.
Elsku Jónsi, við vonum að bjartar
minningar fylgi þér og þínum og
létti söknuðinn sem við vitum að býr
með ykkur núna.
Vera, Þorbjörg, Guð-
rún, Finnbogi og Borg-
hildur frá Oddsstöðum.
AÐALBJÖRG
PÉTURSDÓTTIR
E
ins og menn þekkja
er nokkuð algengt,
bæði hér á landi og
erlendis, að sagðar
séu fréttir af því að
einhverjum hafi verið mismunað.
Stundum er aðeins um ásakanir
um meinta mismunun að ræða, en
það kemur líka fyrir að dómar falla
sem segja að bætur skuli greiddar
til þeirra sem orðið hafi fórnar-
lömb mismununar. Eða jafnvel að
bætur eru dæmdar ef fyrirtækjum
tekst ekki að sýna fram á að ekki
hafi verið um mismunun að ræða.
Dæmigert er að fórnarlömbin séu
fyrrum starfsmenn fyrirtækja og
að dómurinn telji sennilegt að
ómálefnalegar
ástæður hafi
verið fyrir því
að þau hafi
ekki náð þeim
framgangi hjá
fyrrum vinnu-
veitendum sín-
um sem þau að mati dómsins hefðu
átt að ná.
Nú er það svo að öllu sæmilega
vel gerðu fólki finnst verra ef aðrir
fá ekki að njóta sannmælis og eru
látnir gjalda fyrir það sem þeir
geta ekki að gert. Þess vegna þyk-
ir fólki að fyrirtæki ættu að láta
starfsmenn njóta verka sinna og
því þykir ósanngjarnt ef þeir fá
það ekki. Meðal annars af þessum
sökum leitast fyrirtæki einmitt við
að mismuna starfsmönnum ekki
og þykir vont að fá á sig ásakanir
um mismunun því þær geta dregið
úr vinsældum fyrirtækisins og á
endanum komið niður á hagnaði
þess. En ef flestir eru þeirrar
skoðunar að mismunun sé vond,
þýðir það þá að réttast sé að banna
hana skilyrðislaust? Nei, svo er
reyndar ekki.
Til að sjá að rétt er að leyfa mis-
munun, jafnvel þó okkur sé illa við
hana, þarf að líta á að minnsta
kosti tvennt. Annað er að líta þarf
á báða aðila málsins, þ.e. bæði hinn
kærða og kærandann, og hitt er að
skoða þarf afleiðingar fyrr-
greindra afskipta dómstólanna í
víðara samhengi.
Hinn kærði er einstaklingur
eins og kærandinn. Þetta á líka við
þó um stórfyrirtæki sé að ræða og
hluthafar séu margir, þeir eru allir
eigendur og allir eigendurnir eru
einstaklingar þó stundum kunni að
vera flókið að rekja eignina til
þeirra í gegnum frumskóg fyr-
irtækja. Einstaklingur sem er eig-
andi fyrirtækis verður að njóta
fullra réttinda eins og aðrir ein-
staklingar. Hann verður að fá að
ráða lífi sínu, þar með talið að ráð-
stafa starfsorku sinni og eignum,
rétt eins og næsti maður. Ef hann
á að fá að ráða eigum sínum felur
það í sér að hann verður að hafa
heimild til að skipa í stöður innan
fyrirtækis síns eins og honum þyk-
ir best henta og hann á ekki að
þurfa að rökstyðja þá ákvörðun
sína fyrir öðrum mönnum (und-
antekning væri vissulega ef hann
hefði samið um annað, en óþarfi er
að fara út í það hér).
Það að eigandi fyrirtækisins eigi
að mega haga þessu eftir eigin
höfði og án útskýringa þýðir ekki
að allir þurfi endilega að vera sátt-
ir við að hann nýti sér þann rétt til
hins ýtrasta. Aðrir geta haft þá
skoðun að hann eigi að rökstyðja
allar ákvarðanir sínar og hann get-
ur orðið óvinsæll ef hann tekur
ákvarðanir sem virðast ósann-
gjarnar og órökstuddar. Með því
að gera það tekur hann bæði þá
áhættu að viðskipti við hann drag-
ist saman vegna óvinsældanna og
eins að fyrirtækið gjaldi fyrir það
að hæfir einstaklingar njóti ekki
sannmælis innan þess. Með þessu
móti er eigandanum veitt eðlilegt
aðhald. Hann hefur heimild til að
mismuna en velji hann að nýta sér
hana mun hann bera kostnað af því
vali. Þetta er sú aðferð sem mark-
aðshagkerfið býður upp á við lausn
á því vandamáli sem mismunun er,
og ólíkt þeirri leið sem ríkið býður
upp á felst ekki í henni nauðung.
Eins og sagði hér að framan er
mikilvægt að líta á mismunun í
víðu samhengi. Markaðshagkerfið
er það hagskipulag sem fært hefur
fólki velsæld í veröldinni og ekki er
hægt að benda á annað skipulag
sem gagnast hefur með ámóta
hætti. Grundvöllur þess er eign-
arrétturinn og að virðing sé borin
fyrir honum. Þegar gáð er að því
hvað skilur að rík lönd og fátæk
má sjá að þar er eignarrétturinn
eitt af því allra mikilvægasta, ef
ekki mikilvægastur. Skýringin á
því er í sjálfu sér einföld. Til að
markaðshagkerfi gangi sem best
fyrir sig þurfa viðskipti að ganga
sem greiðast og eitt af því helsta
sem stuðlar að greiðum við-
skiptum er skýr skilgreining eign-
arréttar. Sé eignarréttur óljós,
skilyrtur eða takmarkaður með
einhverjum hætti dregur það úr
virkni markaðarins og veldur því
þar með að velsæld verður minni
en ella.
Af þessum ástæðum og fleirum
er mikilvægt að ríkið skerði rétt
manna til ráðstöfunar eigna sinna
sem minnst. Ríkið er ekki í aðstöðu
til að meta hvort ákvarðanir ein-
staklinga um ráðstöfun eigna sinna
skili miklum eða litlum ávinningi,
úr því fæst skorið í óendanlegum
fjölda frjálsra viðskipta á markaði.
Séu viðskiptin hins vegar ekki
frjáls heldur heft af alls kyns
reglum, meðal annars reglum sem
banna mismunun, er engin von til
að hagkvæmasta niðurstaða fáist.
Nú er líklega rétt að taka fram,
þó það megi sjálfsagt vera ljóst af
því sem segir hér að framan, að
mismunun og misrétti eru sitt
hvað. Starfsmaður er þannig ekki
endilega beittur misrétti þó honum
sé mismunað, því ekki er hægt að
halda því fram að hann eigi rétt á
að vinnuveitandi hans ákveði fram-
gang innan fyrirtækis með til-
teknum hætti.
Annað mál má vera ef ríkis-
stofnanir fara að mismuna mönn-
um gróflega. Þó einkaaðilar verði
að hafa fullt frelsi til mismununar
þá gegnir öðru máli um opinberar
stofnanir. Og í því ljósi má spyrja
hvað mönnum finnist um nýlega
atvinnuauglýsingu frá Byggða-
stofnun. Þar var sérstaklega aug-
lýst eftir „fólki sem ... trúir á jafn-
vægi í byggð landsins og vill leggja
sitt af mörkum til að snúa óhag-
stæðri byggðaþróun við.“
Er mis-
munun
misrétti?
En ef flestir eru þeirrar skoðunar að
mismunun sé vond, þýðir það þá að
réttast sé að banna hana skilyrðislaust?
Nei, svo er reyndar ekki.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj-
@mbl.is
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina