Morgunblaðið - 03.07.2001, Síða 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Minningarsjóður Karls J. Sighvatssonar
Minningarkort sjóðsins fást á eftirtöldum stöðum:
„Blómaverkstæði Binna“, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík, sími 561 3030.
„Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar“, Gullteigi 6, 105 Reykjavík, sími 568 8611.
„Framköllun á stundinni“, Ármúla 30, 108 Reykjavík, sími 568 7785.
við Nýbýlaveg, Kópavogi
✝ Sigríður ElínÓlafsdóttir fædd-
ist í Reykjavík hinn 1.
febrúar 1911. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ólafur Magn-
ússon, lærður tré-
smiður og síðar
verslunarmaður í
Reykjavík, og Þrúð-
ur Guðrún Jónsdótt-
ir, húsfreyja. Systk-
ini Sigríðar voru átta
og er Guðbjört Ólafs-
dóttir, f. 23.2. 1909,
sú eina þeirra á lífi.
Hin voru: Magnea
Júlía Þórdís, húsmóðir í Reykja-
vík, f. 22.7. 1898, d. 28.5. 1988;
Haraldur Valdimar, f. 3.6. 1901, d.
18.9. 1984, forstjóri Fálkans; Jóna
Oddrún, f. 14.4. 1905, d. 3.12.
1983, verslunarmaður í Reykja-
vík; Kristín Sigríður, f. 16.4. 1912,
d. 29.12. 1999, húsmóðir á Laug-
arvatni; Sigurður Finnbogi, f.
15.8. 1913, d. 21.5. 1976, forstjóri
Fálkans; Ólafur Markús, f. 16.6.
1916, d. 7.7. 1989, menntaskóla-
kennari í Reykjavík, og Bragi, f.
3.2.1918, d. 19.11.1975, vélaverk-
fræðingur og forstjóri Fálkans.
Sigríður Elín ólst upp í Reykjavík
hjá foreldrum sínum og systkin-
um og lagði stund á nám í Versl-
unarskólanum, iðk-
aði íþróttir og hóf
svo störf í Fálkan-
um, fyrirtæki föður
hennar.
Árið 1941 giftust
Sigríður Elín og
Maurice Hemstock,
f. 22.7.1918, látinn
árið 1983, og fluttu
þau til Yorkshire í
Englandi, þar sem
þeim fæddist sonur,
Maurice Davíð Hem-
stock, hinn 21.
febrúar 1942. Sigríð-
ur Elín fluttist aftur
til Íslands árið 1946 ásamt Davíð,
en Maurice eldri varð eftir til að
nema járniðnað og kom síðar, en
þau hjónin skildu árið 1960. Eftir
það beindist áhugi hennar mjög
að ferðalögum og útivist, bæði
innan lands og utan, og var hún
virkur félagi í Ferðafélagi Íslands
í meira en tuttugu ár, fór margar
ferðir um öræfi Íslands auk fjölda
styttri ferða og stundaði jafn-
framt sund af kappi og gekk jafn-
an frá heimili sínu á Njálsgötu 72,
þar sem hún bjó lengst af, í sund-
laugarnar í Laugardalnum.
Útför Sigríðar Elínar fer fram
frá Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Við barnabörnin viljum minnast
ástkærrar ömmu okkar, Sigríðar El-
ínar, sem nú hefur kvatt okkur í síð-
asta sinn. Það kemur fyrst upp í
huga okkar hversu jákvæð viðhorf
hún hafði til lífsins og hversu óþreyt-
andi hún var í að miðla af fróðleik
sínum um allt milli himins og jarðar,
ekki síst það sem snerti útiveru og
náttúruskoðun, en einnig kunni hún
mikið af sögum og spilaði við okkur,
kenndi saumaskap og las mikið fyrir
okkur úr bókum. Það var jafnan mik-
ið ævintýri að koma til hennar á
Njálsgötuna því þar voru minjagrip-
ir frá Austurlöndum nær og Asíu,
sem hún hafði safnað á tveimur ferð-
um sínum þangað á sjöunda áratugn-
um, þegar slíkar ferðir voru ekki al-
gengar. Jafnrétti kynjanna var
henni mikið kappsmál og einnig áttu
trúmál og náttúruvísindi stóran sess
í huga hennar og spunnust oft um-
ræður um slík málefni þar sem hún
var nálæg. Hún lagði mikið upp úr að
halda góðri heilsu og hélt ætíð fram
ágæti þess að borða nóg af grænmeti
og ávöxtum, auk þess að búa sjálf til
Kákasus-jógúrt sem hún hafði trölla-
trú á og allt þetta ásamt því hversu
sólbrún hún var af mikilli útiveru
hjálpaði til við að gera lífsstíl hennar
dálítið framandi í augum okkar. Það
voru margar gönguferðir farnar í
Öskjuhlíðina, þar sem stundum voru
tíndar jurtir til að þurrka heima, nið-
ur í fjöru að tína skeljar, niður að
tjörn að gefa fuglunum brauð, og
þegar farið var út úr bænum virtist
hún kunna nöfn á öllum fjöllum og
þekking hennar á landsháttum virt-
ist óþrjótandi. Hún lifir í huga okkar,
brosmild og bjartsýn kona sem
þakkaði Guði hvern dag, ekki bara
lífs síns, heldur okkar allra.
Amma, við söknum þín.
Matthías Már, Berglind Elín,
Signý Ósk og Tinna Rún.
SIGRÍÐUR ELÍN
ÓLAFSDÓTTIR
Með örfáum orðum
langar mig til að
minnast vinkonu
minnar, hennar Jónu,
sem lést 30. maí síð-
astliðinn. Ég kynntist
Jónu fyrir tæpum fjórum árum
þegar hún og eftirlifandi eiginmað-
ur hennar, Gunnar, fluttust á
Framnesveg 15 í Keflavík þar sem
ég bý. Á milli okkar myndaðist
góður vinskapur sem einkenndist
oft af heimsóknum milli íbúa okk-
ar, þá oft og mörgum sinnum á
dag. Oftar en ekki kom Jón fær-
andi hendi með smákökur og hinar
ýmsu kræsingar. Að sjálfsögðu af-
þakkaði ég aldrei því allt sem Jóna
JÓNA KRISTBJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Jóna KristbjörgMagnúsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 14. apríl 1930.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 30. maí síðast-
liðinn. Útför Jónu fór
fram frá Keflavíkur-
kirkju 7. júní sl.
bakaði eða tók sér fyr-
ir hendur var yndis-
lega gott.
Þó svo að ég hafi að-
eins þekkt Jónu síð-
ustu fjögur árin hefur
hún reynst mér sem
besta vinkona.
Elsku Jóna mín.
Þakka þér fyrir alla
þá góðu vináttu sem
þú sýndir mér. Ég bið
góðan guð að launa
henni það og kveð með
ástarþökk.
Kæri Gunnar og
aðrir aðstandendur.
Ykkur sendi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Hvíl þú rótt kæra vina mín
Kristur hefur leitt þig heim til þín.
Frá sorgum kvíða sjúkdóms þyngri pín
far sól guðs náðar eilíflegu skín.
(Jón Ólafsson. Ljóð og stökur.)
Guð blessi minningu þína, kæra
vinkona.
Anna Annelsdóttir.
✝ Pétur Eiríkssonvar fæddur í Eg-
ilsseli í Fellahreppi
árið 1924. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað 18.
þessa mánaðar. Hann
var sonur hjónanna
Sigríðar Brynjólfs-
dóttur frá Ási í Fell-
um og Eiríks Péturs-
sonar frá Egilsseli.
Þau hjón eignuðust 8
börn og var Pétur
það fimmta í röðinni.
Hin eru Þorbjörg,
fyrrv. húsfreyja á
Staffelli í Fellahreppi, fædd 1916,
hún er látin, Ragnheiður, hús-
freyja í Egilsseli, fædd 1918, Rósa,
fyrrv. húsfreyja í Miðdal í Kjós,
fædd 1920, Bryndís, fyrrv. hús-
freyja á Stöðulfelli í Gnjúpverja-
hreppi, fædd 1922, Björgheiður,
húsfreyja í Reykja-
vík, fædd 1928, Þór-
ey, húsfreyja í
Reykjavík, fædd
1929, og yngstur er
Sölvi, bóndi í Egils-
seli, fæddur 1932.
Auk þess var tekinn í
fóstur á heimilið
frændi þeirra, Jón
Sigfússon frá Eiðum.
Pétur ólst upp í þess-
um stóra og glað-
væra systkinahópi
sem síðar átti eftir
að dreifast um
byggðir landsins
nema þau þrjú, Ragnheiður, Pét-
ur og Sölvi, sem tóku við búi for-
eldranna og byggðu ættaróðalið
upp frá því.
Pétur Eiríksson var jarðsettur
frá Egilsstaðakirkju laugardag-
inn 23. júní sl.
Fram hjá tímans fákur þýtur,
fnæsir hátt og mélin brýtur
(Davíð Stefánsson.)
Það þynnist í þeim hópi fólks sem
myndaði umgjörð bernsku- og
æskuáranna austur á Fljótsdalshér-
aði fyrir og um miðja nýliðna öld.
Margt þessa góða fólks hafði afger-
andi mótunaráhrif á okkur unga
fólkið (jafnvel án þess að vita það)
og lagði okkur til efnivið sem varð
að uppistöðu í lífsvef okkar seinna.
Í minningunni lifir mynd af ung-
um glaðlegum manni sem kominn
var í heimsókn til foreldra minna á
bernskuheimili mitt austur á Fljóts-
dalshéraði. Ungi maðurinn glaði var
að koma heim frá námi eftir
tveggja ára fjarveru með svarta
kaskeitshúfu á höfði sem tákn þess
að merkum áfanga hafði verið náð.
Hann hafði farið suður yfir heið-
ar til Hvanneyrar til að mennta sig
og búa sig undir það sem beið hans
heima, að taka við búi aldraða for-
eldra. Það kom með honum and-
blær hvatningar og gleði og þess
óræða og spennandi og við systk-
inin sem aldrei höfðum séð svona
táknrænt höfuðfat fylltumst hrifn-
ingu, ásamt löngum til að framast
eins og hann. Að fara til náms í
annan landshluta var ekki títt í þá
daga og því báru menn vissa lotn-
ingu fyrir þeim er það gerðu.
Það var Pétur Eiríksson, bóndi í
Egilsseli, sem riðið hafði í hlaðið og
var kominn í heimsókn í Bót í
Hróarstungu.
Síðan hefur hann verið hluti af
tilveru minni og minna.
- - -
Pétur var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn og léttur í spori, úti-
tekinn og veðraður. Hann var kím-
inn og glaðvær og hafði gjarnan
uppi grín og gamanmál og í kjölfar-
ið fylgdi einatt hvellur smitandi
hlátur. Hann var vakandi, las ein-
hver lifandi býsn og fylgdist grannt
með mönnum og málefnum. Hann
var vinur vina sinna, vinmargur,
hjálpfús og góðviljaður. Hann lagði
ekki illt orð til annarra og var fljót-
ur til varnar þeim sem minna máttu
sín hvort sem það voru menn eða
málleysingjar. Heiðarleiki og trú-
mennska voru honum í blóð borin
og hin gömlu borgaralegu gildi tók
hann í arf frá ástríkum foreldrum.
Þau voru uppistaðan í lífi hans öllu
og athöfnum og í anda þeirra lifði
hann og dó.
Þegar Pétur kom heim frá námi
var honum vel fagnað. Framtíðar-
horfur voru góðar í sveitum lands-
ins, vélvæðing að hefjast og fram-
farahugsjónir aldamótakynslóðar-
innar byrjaðar að líta dagsins ljós.
Álitlegt var að taka við búinu í Eg-
ilsseli, lífsköllun hans var að yrkja
þessa jörð og vinna henni eins vel
og hann mátti og nýta til þess sína
nýju þekkingu. Við hliðina hafði
hann systkinin tvö sem gædd voru
sömu eiginleikum og hann sjálfur.
Samkomulag þeirra og samvinna
var með slíkum eindæmum að fá-
heyrt hlýtur að teljast. Mér finnst
sem Davíð Stefánsson sé í þessum
ljóðlínum að lýsa lífi þeirra og hug-
sjónum;
Aldrei hafa betri vinir
heitið fornum fósturbyggðum
fegri ást og meiri tryggðum.
Engin rödd né reiðarslag
gat rofið þeirra bandalag.
Pétur var höfðingi heim að sækja
og hann naut þess að taka á móti
gestum sínum og veita vel. Hann
spurði tíðinda og hafði áhuga á því
sem aðrir voru að gera. Gagnstætt
því sem stundum hendir þá sem
ekki gerast víðförlir hafði hann
áhuga á menntun og bar virðingu
fyrir þekkingu. Kannski var það
þess vegna sem hann gat talað um
alla skapaða hluti og umræðuefni
skorti aldrei í Egilsseli hvern svo
sem að garði bar. Hann gætti þess
jafnan að jafnræði væri á milli við-
mælenda og hóf ekki upp einræður
sjálfur, heldur spurði spurninga og
sýndi áhuga á högum annarra. Þess
vegna var meðal annars svo gaman
að vera gestur í Egilsseli. Þótt Pét-
ur nyti þess ef til vill best að taka á
móti vinum sínum heima hafði hann
líka gaman af að fara á mannamót.
Þá átti hann það til að fá sér í
staupinu og fyrir kom að þá væri
farið bæ af bæ, farið mikinn og
skemmt sér lengi.
Pétur kvæntist aldrei og eign-
aðist ekki börn. Samt var hann með
eindæmum barngóður og hafði
gaman af börnum. Hann sýndi þeim
virðingu, talaði við þau eins og full-
orðna og átti auðvelt með að setja
sig í spor þeirra. Þessi næmni gerði
það að verkum að börn hændust að
honum. Á þessum árum tíðkaðist
það að börn og unglingar voru send
í sveit sér til þroska og til að létta
undir við bústörfin. Í áratugi voru
börn og unglingar í Egilsseli á
hverju sumri og segja má að þau
systkinin hafi alið upp tvær kyn-
slóðir sumarbarna. Bæði dvöldust
þar systrabörn þeirra og einnig
börn sem voru þeim með öllu
óskyld. Pétur hafði einstakt lag á
því að umgangast unga fólkið,
stjórna því og kenna því að vinna.
Hann mótaði það með mannkostum
sínum og góðu gildum á einhvern
undraverðan hátt og sjaldnast með
mörgum orðum. Hann kenndi þeim
vinnusiðgæði sem eftir sat í sálu
þeirra og ég tel það ekki tilviljum
að öll hafa þau komist vel til manns
og mörg hver eiga langan mennta-
feril að baki. Hann bast þeim öllum
vináttuböndum sem entust ævina
alla og fylgdist með lífi þeirra og lét
sig varða hvernig þeim vegnaði.
Þau settu sig heldur aldrei úr færi
að heimsækja hann þegar tækifæri
gáfust og var sífellt fagnað af alhug
í Egilsseli. Þar virtist alltaf nóg
rými, þótt mannmargt væri og oft
glatt á hjalla. Þeir mættu í Egils-
staðakirkju kúarektorarnir hans
Péturs 23. júní sl., margir langt að
komnir, til að bera hann síðasta
spölinn.
Sú sem þessar línur ritar átti tvo
rektora í Egilsseli samtals tíu sum-
ur. Fyrir það fóstur verð ég æv-
arandi þakklát þeim þremur, Ragn-
heiði, Pétri og Sölva.Við dvölina þar
bættist þeim margt sem ekki var að
hafa í foreldrahúsum. Ég tel það
ekki síst þeim systkinum að þakka
að þeir hafa orðið farsælir í störfum
sínum. Þeir bundust Pétri sterkum
vináttuböndum líkt og litla stúlkan
á hlaðinu í Bót forðum.
Í blíðskaparveðri var Pétur Ei-
ríksson lagður til hinstu hvíldar í
Áskirkjugarði í Fellum. Hann var
lagður í mjúkan faðm Fljótsdals-
héraðs. Fuglarnir sungu margradd-
að, björkin og grasið ilmaði og það
blakti ekki hár á höfði. Stundin var
þrungin þakklæti og söknuði og
náttúran var líkust helgidómi. Við
gengum frá gröfinni og fólum hann
nóttlausri voraldar veröld sem
hvergi er fegurri en á æskustöðvum
okkar austur á Fljótsdalshéraði.
Stefanía Valdís Stefánsdóttir.
PÉTUR
EIRÍKSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.