Morgunblaðið - 03.07.2001, Page 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Á leikferð um landið:
39 * .@AB
!)
"
#@A(
>
A@AC '
;@A3) $@A6
*@A1
'
:@A! .@A(
"@A
=
#@A
!" #" $% $&''()&
% *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/!
333 & ( $4 & (
HEDWIG KL. 20.30
Forsýning mið 4/7 UPPSELT
Frumsýning fim 5/7 UPPSELT
Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda
örfá sæti laus
Fös 13/7
Lau 14/7
Hádegisleikhús KL. 12
RÚM FYRIR EINN
fim 5/7 nokkur sæti laus
Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og
frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í
síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða
530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fös 6. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 14. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Söngleikur fluttur af nemendum
Verslunarskóla Íslands
Í KV0LD Þri 3. júlí kl. 20 –
Forsýning, miðaverð kr. 1.200
Mið 4. júlí kl. 20 – Frumsýning
Lau 7. júlí kl. 20
Sun 8. júlí kl. 20
Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
NEMENDASÝNING Verslunarskól-
ans á söngleiknum Wake me up
before you go go eftir Hallgrím
Helgason fékk bæði glimrandi
dóma og sló í gegn í vetur. Þar lék
Valdimar Kristjónsson föður
Tomma tímaflakkara sem fer aftur
til ársins 1984 til að bjarga sam-
bandi foreldra sinna og vonandi
einhverju af poppmenningu þessa
sérstaka tímabils.
Ákveðið hefur verið að taka upp
sýningar að nýju og nú í Borgarleik-
húsinu og hefjast þær á morgun,
miðvikudag 4. júlí.
Hvernig hefur þú það í dag?
Bara mjög fínt. Undirbúningur fyrir
sýninguna er í fullum gangi, hann
gengur gríðarlega vel og ég er orð-
inn mjög spenntur.
Hvað ertu með í vösunum í augna-
blikinu?
Símann minn, bíllyklana að
mömmu bíl og Britney Spears-
veskið mitt.
Ef þú leggur ekki leiklistina fyrir
þig, hvað langar þig þá helst að
gera í framtíðinni?
Fjölmiðlarnir heilla mig svolítið, en
ég er að fara í sagnfræði í HÍ
næsta haust og er bara nokkuð
spenntur fyrir því.
Bítlarnir eða Rolling Stones?
Bítlarnir, engin spurning.
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir
sem þú fórst á?
Það voru tónleikar með hljómsveit-
inni Maggi maggi þar sem söngv-
arinn Bjarki Guðmundsson fór
hamförum.
Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga
úr eldsvoða?
Ég myndi hlaupa inn og snara pí-
anóinu mínu út.
Hver er þinn helsti veikleiki?
Ég á mjög erfitt með að ákveða
hvað ég vil.
Hefurðu tárast í bíó?
Nei, því miður. En ég hef hlegið...!
Finndu fimm orð sem lýsa
persónuleika þínum vel.
Óákveðinn, stríðinn, hress,
nautnaseggur, og síðast en
ekki síst mömmustrákur.
Hvaða lag kveikir bloss-
ann?
„Neistinn“ með Sál-
inni hans Jóns míns.
Hvert er þitt mesta
prakkarastrik?
Þetta hérna strik –
er mitt mesta prakkarastrik.
Hver er furðulegasti matur sem
þú hefur bragðað?
Ég er alltof mikil skræfa til að að
þora að smakka furðulegan mat.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Nýjustu plötuna hennar Nelly Furr-
ado. Hún er mjög góð og ekki
skemmir útlit söngkonunnar fyrir.
Hvaða leikari fer mest í taugarnar
á þér?
Steven Seagal er alveg hræðilegur
leikari.
Hverju sérðu mest eftir í lífinu?
Ég held bara að ég sjái ekki eftir
neinu og er sáttur við lífið og til-
veruna.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Já, mér finnst það góð tilhugsun
að vita að það sé eitthvað meira
eftir þetta líf.
Stríðinn mömmustrákur
SOS
SPURT & SVARAÐ
Valdimar
Kristjónsson
ÉG ÆTLA mér ekki að kynna
Alan Moore sérstaklega hér í upp-
hafi enda væri það eflaust að bera
í bakkafullan lækinn fyrir flesta
lesendur þessa dálks. Rétt til að
fullnægja helstu formkröfum má
þó nefna að hann er höfundur
verkanna Watchmen, V for Vend-
etta, A League of Extraordinary
Gentlemen og From Hell, meðal
annarra, og ber að stórum hluta
sök á því að draga ofurhetjusögur
út úr barnaherberginu og inn und-
ir leslampa bókmenntakreðsunnar.
Sagan sem hér er til umfjöll-
unar, The Birth Caul, víkur sér all-
kyrfilega undan ofurhetjustimplin-
um. Um er að ræða ljóð/texta/
mynd í einni kös sem mynda sam-
an undirstöður ríkrar skynreynslu.
Erfitt er að lýsa því sem fram fer
á og yfir síðum bókarinnar en
þung kjölfestan felst mótsagna-
kennt í hinni fíngerðu, næfur-
þunnu himnu sem umlykur okkur í
móðurkviði, líknarbelgnum. Í ein-
staka tilvikum fylgja tætlur úr
belgnum börnum í heiminn og
mynda skuplu um höfuð þeirra og
dregur bókin nafn sitt af þessu
fyrirbæri; sigurkufl, „birth caul“.
Moore sér margs konar samsvörun
við sigurkuflinn í vegleið manna
gegnum lífið og notar óspart vís-
anir í þetta sjaldgæfa fæðingarein-
kenni til að setja umfjöllunarefnið
í samhengi.
Verkið er sjálfsævisögulegt.
Moore vitnar í dauða ömmu sinnar
og sinn eigin fæðingardag. Hann
fjallar meðal annars um villuráf-
andi ungling, tilvistarkvíðinn ung-
an mann og barn að uppgötva
heiminn (í þessari röð) á svo ná-
kvæman hátt að ekki verður efast
um einlægni hans né sjálfsvísun.
Lesandinn finnur til sterkrar sam-
svörunar við þessa útlendu veru
sem fellir fjaðrirnar fyrir augum
hans og stendur eftir berreitt,
krufin að innsta merg en þó svo
undarlega sterk fyrir vikið; heilli
eftir að hafa brotið niður varnir
sínar og sjálfsprottnar lygar, eina
af annarri.
The Birth Caul er ekki hefð-
bundin myndasaga. Frásagnarmát-
inn er ekki línulegur. Þvert á móti
rennur hann afturvirkt frá ósi sín-
um og kvíslast þaðan í smáspræn-
ur sem, þegar lengra er komið,
deyja út í fjalllendi sögunnar.
Teikningar Campbells eru sem
hvasst grjót í flóðinu, tæta upp
textann og veita honum farveg.
Strengir lýsingarorða og líkinga
sem geta við fyrstu sýn virst yf-
irþanin og fram úr hófi erfið, jafn-
vel ónotaleg, mynda að lokum upp-
kast að hugmyndum höfundarins.
Moore kallar þetta „a shaman-
ism of childhood“ eða „bernsku-
blót“ og það dylst engum að hann
hefur tök á orðum sem ekki eru
öllum gefin. Galdralíkingin er ekki
úr lausu lofti gripin. Moore hefur
sjálfur ástundað galdur að heiðn-
um sið um nokkurt skeið og verið
ötull talsmaður þess að fólk leiti
aftur í fornar hefðir til að finna
leið sína í lífinu frekar en að leggja
alla tiltrú sína á vísindi og raun-
hyggju samtímans. Líf okkar er
sem logi sem verður að viðhalda
með réttu eldsneyti. Eldurinn
kulnar samfara aukinni tilhneig-
ingu okkar til að leita lífsfyllingar í
hlutum sem hafa ekki skírskotun
til okkar eigingildis. Við skilgrein-
um okkur sem það sem við eigum
en ekki sem það sem við erum.
Moore telur að þessu megi breyta
með því að leita aftur til neistans
sem fylgir okkur, eignalausum og
mjúkum, í heiminn og í því skini er
þessi galdraþula kveðin.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
The Birth Caul eftir Alan Moore og
Eddie Campbell. Útgefið af Eddie
Campbell Comics, 1999. Bókin fæst
í Nexus 6 á Hverfisgötu.
Lífsgaldur
Heimir Snorrason
heimirs@mbl.is Ljósmynd/Jim Smart
NÝJASTA hljóðversskífa Modest
Mouse, The Moon & Antarctica, hef-
ur fengið lofsamlega dóma víðast
hvar og sveitin er um þessar mundir
í miklum metum hjá þeim sem leggja
sig eftir jaðarrokki. Sveitin hefur
náð að skapa sér sérstæðan einkenn-
ishljóm sem virðist í fljótu bragði
ekki draga dám af neinu sem heyrst
hefur en ef menn setja sig í stellingar
er sosum hægt að heyra áhrif frá
hljómsveitum eins og Pixies og Sonic
Youth. En umfram allt er eitthvað
skringilega frumlegt og ferskt í
gangi hjá þremenningunum sem
skipa músina hógværu; þeim Isaac
Brock (gítar, söngur), Eric Judy
(bassi) og Jeremiah Green (tromm-
ur).
Hljómsveitin var stofnuð 1993 í
bænum Issaquah í Washington-ríki
Bandaríkjanna. Eftir hana liggja
fimm hljóðversskífur auk safnplatna
og sjötomma. Um þessar mundir er
sveitin á tónleikaferðalagi og lék t.d.
á Hróarskeldu um helgina.
K
Brock er hlýlegur og kurteis við-
mælandi. Hann segir tónleikana á
Hróarskeldu hafa gengið vel; and-
rúmsloftið verið gott og þeir hlakki
til Íslandsferðar. Hann er þó að von-
um svekktur yfir að geta ekki stopp-
að lengur, en hér verða þeir bara í
tæpan sólarhring. Brock er nefni-
lega dálítið forvitinn um hagi lands-
ins en hingað hefur hann aldrei kom-
ið áður.
„Ætli þetta sé ekki bara svipað og
í Alaska?“ segir Brock þegar honum
er svo sagt frá nóttunum björtu sem
eru einkennandi fyrir íslenska sum-
artímann.
The Moon & Antarctica var gefin
út á Epic sem er eitt af undirmerkj-
um Sony-risans en fyrri plöturnar
voru gefnar út á smærri, óháðum
merkjum eins og Up, Suicide
Squeeze, K og Sub Pop. Og Brock
virðist hreint ekkert ánægður með
þennan nýja verustað.
„Okkur líður ekki lengur eins og
við séum hluti af einhverri heild. Það
er svipað og að vera einn af fjölskyld-
unni þegar maður gefur út á óháðu
merki. Æ, það eru nú ekki margir
kostir fyrir sveit eins og okkur að
vera á stóru merki; jú, þeir geta
komið okkur í útvarpið en oft er það
líka þannig að þeir sem eru að vinna
með okkur að plötunni skilja ekki út
á hvað þetta gengur. Þannig að þetta
er svolítið pirrandi, verð ég nú bara
að segja.“ Hann segist því ekki vera
neitt sérstaklega hamingjusamur
hjá Sony, ætlar að sjá til hvernig
næsta plata gengur og reyna þá
kannski að rifta samningum ef útlitið
er dökkt.
Brock er heldur ekkert of hress
með nýju safnplötuna, Sad Sappy
Sucker, sem kom út á K Records á
dögunum (hálfgerð frummynd hinn-
ar óháðu útgáfu en þar hafa verið
gefnar út plötur með Beck, Beat
Happening og Built To Spill svo
dæmi séu tekin). Þar er að finna m.a.
„týnda“ plötu frá árinu 1994 sem átti
að verða fyrsta plata Modest Mouse.
„Calvin [Johnson, eigandi merkis-
ins og mikill gúrú í neðanjarðar-
bransanum þar ytra] vildi endilega
gefa þetta út en ég var fremur treg-
ur til. Hann nauðaði í mér í þrjú ár
og ég gaf loks eftir. Ég sé eiginlega
hálfpartinn eftir því. Platan gefur
ekki góða mynd af sveitinni.“
Í svona viðtölum fara væntanlegir
gestir oft að spyrja meira en spyrill-
inn, þá einatt um land og þjóð. Þann-
ig fer umræða í gang um stærð og
umfang borgar og bæja hérlendis.
Og væntanlegur Íslandsvinur er að
sjálfsögðu nokkuð hissa yfir fólks-
fæðinni.
„Svona svipað og í Alaska?“ segir
hann.
Úlpa
Brock á erfitt með að pinna niður
áhrifavalda og upp kemur hefðbund-
ið rokk og ról svar. „Það er erfitt að
svara þessu, það er svo mikið af tón-
list ... látum okkur sjá, ... allt frá
Cure, Pixies og Talking Heads; gam-
alt reggí og gamall blús einnig. Í
upphafi hlustaði ég mikið á efni frá
Dischord-merkinu (Fugazi, Minor
Threat, Shudder To Think, Rites Of
Spring).“ Eins svarar hann til þegar
hann er spurður um þróun sveitar-
innar í gegnum árin. „Það verður
einhver annar að dæma um það en
við. Erfitt að sjá slíka hluti út.
Hljómurinn er a.m.k. að verða æ
meira hrollvekjandi.“
Og að þeim orðum slepptum snýr
hann sér að veðurfarinu hér; er að
velta því fyrir sér hvort hann eigi að
taka með sér úlpu...
Tónleikarnir eru eins og áður seg-
ir á Gauki á Stöng og um upphitun
sjá Maus og Lúna. Húsið opnar kl.
21 en miðaverð er 1.500 kr.
arnart@mbl.is
Modest Mouse spilar á Gauki á Stöng í kvöld
Móðins
mýs
Modest Mouse-liðar í léttsteiktu, kryddlegnu humargríni.
Hin lofi hlaðna ný-
bylgjusveit Modest
Mouse spilar á Gaukn-
um í kvöld. Arnar Egg-
ert Thoroddsen bjall-
aði í Isaac Brock,
söngvara og gítarleik-
ara, og tók af honum
skýrslu.