Morgunblaðið - 03.07.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
ÝMSAR kynjamyndir má sjá á Jök-
ulsárlóni við Breiðamerkurjökul
enda staldra þar margir við og
bregða sér jafnvel í siglingu um
lónið. Þórey Bjarnadóttir og Eyþór
Sigurðsson starfa að ferðaþjónustu
þar en auk ferðamanna á siglingu
má iðulega sjá seli og fugla á sundi.
Morgunblaðið/RAX
Kynjamynd-
ir á lóni
Óvenjumikill/12
LÖGREGLAN á Seyðisfirði
stöðvaði í gær tvo karlmenn á
þrítugsaldri sem höfðu tekið
loftvarnarbyssu úr flaki olíu-
skipsins El Grillo, sem liggur á
botni fjarðarins, ófrjálsri hendi.
Mennirnir höfðu kafað niður
að flakinu um morguninn og
fjarlægt loftvarnarbyssuna,
sem þeir ætluðu að eiga.
Sigurjón Andri Guðmunds-
son aðstoðarvarðstjóri segir að
mennirnir hafi talið sig vera í
fullum rétti, en bæjarsamþykkt
Seyðisfjarðar kveður á um að
ekki megi kafa niður að flakinu
án leyfis bæjaryfirvalda. Þegar
mönnunum var gerð grein fyrir
þessu afhentu þeir byssuna og
segist Sigurjón Andri ekki telja
að framhald verði á málinu.
Byssan er nú í geymslu bæj-
aryfirvalda og er hún geymd í
vatni til að koma í veg fyrir ryð-
myndun. Sigurður Andri segist
reikna með því að hún verði
gerð upp og höfð til sýnis, en
ein loftvarnarbyssan er sýnd á
safni á Seyðisfirði.
Köfuðu eft-
ir loftvarn-
arbyssu úr
El Grillo
sett sig í samband við Barnaspítala
Hringsins og óskað eftir formlegu
samstarfi um barnalækningar á við-
komandi stöðum. Rætt hefur verið
um að barnalæknar komi reglulega á
þessa staði, nokkra daga í senn, til
að sinna ungbarnavernd, taka þátt í
heilsugæsluþjónustu við börn sem
annars þyrftu að leita til Reykjavík-
ur eftir sérfræðiaðstoð, og sinna eft-
irliti með börnum sem legið hafa á
Barnaspítalanum. Einnig hefur
kennslu- og þróunarstarf barna-
lækna komið til tals á þessum stöð-
um.
Niðurstaða í haust
Fordæmi eru fyrir því að barna-
læknar hafi starfað tímabundið á
ÁFORM eru uppi innan Landspítala
– háskólasjúkrahúss, í samstarfi við
heilbrigðisráðuneytið, um að auka
barnalækningar á nokkrum stöðum
á landsbyggðinni. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í nýjum pistli
Magnúsar Péturssonar forstjóra á
fréttavef Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, LSH, um áhersluatriði í
starfi stofnunarinnar. Rætt hefur
verið við forráðamenn heilbrigðis-
stofnana á Ísafirði, Egilsstöðum og
Höfn í Hornafirði í þessu sambandi
en fleiri staðir koma einnig til
greina.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er forsaga málsins sú að
nokkur sjúkrahús og heilsugæslu-
stöðvar hafa á undanförnum árum
sumum stöðum á landsbyggðinni en
aðallega á eigin vegum eða í sam-
starfi við heimamenn og án afskipta
Landspítalans eða heilbrigðisráðu-
neytisins. Góð reynsla hefur verið af
þessu og þjónustan verið kærkomin.
Sveinn Magnússon, skrifstofu-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði
við Morgunblaðið að ráðuneytið
styddi þessi áform heilshugar. Að-
eins væri eftir að ákveða útfærsluna
í samráði við heimamenn á viðkom-
andi stöðum og gæti niðurstaða von-
andi fengist í haust í þeim efnum.
Ásgeir Haraldsson, sviðsstjóri
barnalækninga LSH, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið vilja leggja
áherslu á að málið væri á frumstigi.
Jákvæður og gagnkvæmur vilji væri
hjá barnalæknum Barnaspítalans og
ráðuneytinu til samstarfs við
ákveðna staði á landsbyggðinni. Ná-
ið samráð væri þar í milli.
„Málið hefur verið rætt ítarlega
innan spítalans og kynnt ráðuneyt-
inu. Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um frekari útfærslu en við
finnum greinilega fyrir mikill þörf á
þjónustu sem þessari. Fyrir okkur
vakir að auka þjónustuna við fólk í
sinni heimabyggð,“ sagði Ásgeir og
bætti við að samstarf yrði væntan-
lega haft við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri um skipulagningu þjónust-
unnar, yrði hún að veruleika. Barna-
læknar á FSA myndu þá sjá um
nokkra staði í nágrenni Akureyrar
en Landspítalinn um aðra staði.
Landspítali – háskólasjúkrahús og heilbrigðisráðuneyti ræða samstarf
Áformað að auka barna-
lækningar úti á landi
KAUPÞING hefur selt 21 milljón
að nafnverði eða 9,38% hlut í Trygg-
ingamiðstöðinni hf. til Ovalla Trad-
ing á genginu 52,50. Söluverð hlut-
arins er 1.102,5 milljónir króna.
Kaupþing hefur einnig gert valrétt-
arsamning við Ovalla sem gildir til
28. júlí nk. þar sem Ovalla hefur rétt
á að kaupa jafnstóran hlut, eða
9,38%, af Kaupþingi á sama gengi.
Ovalla Trading Ltd er fjárfest-
ingarfélag í eigu Gaums Holding
S.A. og Austursels ehf. Eigandi
Gaums Holding S.A. er Fjárfesting-
arfélagið Gaumur sem er í eigu Jó-
hannesar Jónssonar og barna hans,
Jóns Ásgeirs og Kristínar. Eigandi
Austursels er Hreinn Loftsson, hrl.
og stjórnarformaður Baugs.
Ef Ovalla nýtir sér valréttar-
samninginn þá eru þetta viðskipti
upp á 2.205 milljónir króna og mun
Kaupþing þá ekki eiga neinn hlut í
Tryggingamiðstöðinni en fyrir söl-
una nú átti Kaupþing 18,39% hlut.
Að sögn Sigurðar Einarssonar,
forstjóra Kaupþings, fékk félagið
það gott tilboð í hlutinn að ekki var
ástæða til annars en að selja, m.a.
vegna þeirra aðstæðna sem eru á
innlendum markaði.
Stærstu hluthafarnir í Trygg-
ingamiðstöðinni 29. júní sl. voru fyr-
ir utan Kaupþing: Fram hf., sem er í
eigu fjölskyldu Sigurðar heitins
Einarssonar, útgerðarmanns í Vest-
mannaeyjum, með 17,74% hlut,
Fjárfestingarfélagið Straumur hf.,
sem varð til upp úr Hlutabréfa-
sjóðnum og Vaxtarsjóðnum, sem
voru í vörslu Íslandsbanka, með
9,86%, Fjárfestingarfélagið Ívar,
sem er í eigu fjölskyldu Sigurðar
heitins Einarssonar, með 8,78%,
Eignarhaldsfélagið Vor, sem er í
eigu Péturs Björnssonar, fyrrum
forstjóra Vífilfells, með 4,75%,
Fontaine Blanc Holding S.A. með
3,5%, Haf hf., sem er í eigu Ágústar
Einarssonar, með 3,38% hlut, Ís-
landsbanki er með 2,93%, Sigríður
E. Zoëga með 2,66%, Víðir ehf., sem
er í eigu Auðar Einarsdóttur, með
2,52% og Kristinn hf., sem er í eigu
fjölskyldu Sigurðar heitins Einars-
sonar, með 2,47% hlut.
Kaupþing selur fjárfestingarfélagi 9,86% hlut í Tryggingamiðstöðinni
Söluverðið rúmur 1,1 milljarður
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands
kynnti í gær tillögur að aðgerðum til
að draga úr verðbólgu og hækka
gengi krónunnar. Vill sambandið að
hið opinbera grípi sem fyrst til að-
gerða þannig að koma megi í veg fyr-
ir að verðbólga festist í sessi.
Meðal þess sem ASÍ leggur til er
að ríkið taki 15–20 milljarða króna
erlent lán til þess að greiða niður
innlendar skuldir ríkissjóðs. Þá er
hvatt til að stjórnvöld nýti heimildir
til lækkunar á grænmetistollum að
fullu og minnki álögur á bensín.
Þá mótmælir ASÍ hækkunum á
þjónustugjöldum sveitarfélaga, eins
og dagvistargjöldum og fargjöldum
almenningsvagna. Einnig gerir
sambandið kröfu til þess að sveitar-
félög og stjórnvöld komi í veg fyrir
að breytingar á fasteigna- og bruna-
bótamati verði nýttar til að hækka
álögur á almenning. Loks hvetur Al-
þýðusambandið til þess að efnt verði
til samstarfs vinnumarkaðar og
stjórnvalda til að tryggja verðlags-
aðhald með virkri samkeppni, þann-
ig að áhrif af styrkingu krónunnar
skili sér strax að fullu út í verðlagið.
Efnahagstillögur ASÍ
Vill aðgerðir
til að hækka
gengi krónu
Ríkið taki/12
♦ ♦ ♦