Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 8

Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 8
Sannkallaður sælusvipur var á þessum tveimur vinum, Axel Sölva- syni og hundinum hans, Krúsa, er þeir röltu um túnið í blíðviðri á Kvískerjum í Öræfum á dögunum. Það er margt hægt að skoða á Kví- skerjum. Náttúran er einstök og dýralífið fjölbreytt. Tveir sælir í sveitinni Morgunblaðið/Rax FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðahús opnar senn Fræðsla um ís- lenskt samfélag VERIÐ er að undir-búa opnun Al-þjóðahúss á Ís- landi. Það verður opnað 1. október nk. og fram- kvæmdastjóri þess hefur verið ráðinn. Úr hópi 39 einstaklinga var Bjarney Friðriksdóttir valin til að gegna þessu starfi. Hún var spurð hvert væri hlut- verk Alþjóðahúss. „Hlutverk Alþjóðahúss er að vera miðstöð fjöl- menningarlegs samfélags. Meginmarkmiðið með starfi hússins er að íbúar landsins nýti sér kosti fjölmenningarlegs sam- félags og fólki af erlend- um uppruna verði gert kleift að taka virkan þátt í íslensku samfélagi.“ – Hverjir eru kostir fjölmenn- ingarlegs samfélags? „Aðallega fjölbreytni. Fólk get- ur lært af samskipum við aðra sem hafa ólík trúarbrögð, menn- ingarheim og reynslu. Fjölmenn- ingarleg áhrif eru mikilvæg fyrir þróun og uppbyggingu samfélags- ins. Utanaðkomandi þekking, tækni og reynsla, svo og tungu- málakunnátta, hefur góð áhrif á þróun samfélagsins – einsleit samfélög hafa tilhneigingu til þess að staðna.“ – Vantar mikið upp á að Íslend- ingar hafi nýtt sér kosti fjölmenn- ingarlegs samfélags að þínu mati? „Já, það hafa ekki verið mikil gagnvirk samskipti milli fólks af erlendum uppruna og Íslendinga. Það er enn mikil vanþekking á menningu fólks af erlendum upp- runa sem hér býr. En hins vegar verður að taka fram að þetta er töluvert ný þróun á Íslandi. Það er ekki svo langt síðan hingað tóku að flytjast íbúar fjarlægra landa.“ – Hefur verið starfandi hér vís- ir að Alþjóðahúsi? „Miðstöð nýbúa hefur starfað frá 1993 og síðan var stofnað Fjöl- menningarsetur á Vestfjörðum fyrir skömmu.“ – Leggst starfsemi Miðstöðvar nýbúa af með stofnun Alþjóða- húss? „Já, hún leggst af og öll þjón- usta sem var í Miðstöð nýbúa, svo sem ráðgjöf, upplýsingaþjónusta og túlkun, færist yfir til Alþjóða- húss.“ – Hvernig gengur að undirbúa stofnun umrædds Alþjóðahúss? „Það gengur mjög vel. Verið er að búa til verkefnalýsingar fyrir húsið og einstakar deildir þess og auglýst verður eftir starfsfólki innan skamms. Síðan er verið að endurbæta og gera upp báru- járnsklætt timburhús í miðbæ Reykjavíkur, í Hafnarstræti 1–3. Ég hef heyrt að þetta hús hafi einu sinni verið kallað gamla Geysishúsið, ég veit ekki hvað hæft er í því. Það væri mjög gam- an að fá að vita meira um sögu þessa húss.“ – Hvað gerirðu ráð fyrir að margir starfs- menn verði hjá Al- þjóðahúsi? „Það verða tíu fastir starfsmenn í fullu starfi. Stærsta deildin er fræðslu- og upplýsinga- deild, þar verða starfandi lög- fræðingur, félagsfræðingur og fólk með sérþekkingu á fjölmenn- ingarlegu samfélagi og réttindum fólks innan þess. Í Alþjóðahúsi verður sérhæfð túlka- og þýðinga- þjónusta og verða tveir starfs- menn í þeirri deild. Þá verða ráðn- ir tveir sérhæfðir móttökuritarar sem geta veitt upplýsingar á er- lendum tungumálum og aðstoðað fólk hvað varðar íslenskt samfélag og starfsemi og þjónustu Alþjóða- húss. Auk framkvæmdastjóra er svo starfandi fjármálastjóri.“ – Eru verkefni Alþjóðahúss mikil að vöxtum? „Já, það er mikið óunnið hvað varðar fræðslu gegn fordómum, fræðslu um erlenda menningu og hið fjölmenningarlega samfélag. Einnig vantar mikið upp á að fólk af erlendum uppruna þekki rétt- indi sín hér og hverjar eru leik- reglur íslensks samfélags.“ – Er þetta mjög ólíkt því sem þú hefur unnið við? „Bæði og. Hvað réttindi fólks af erlendu bergi brotið og stöðu þess varðar þá komu málefni því tengd inn á borð Mannréttindaskrif- stofu Íslands og einnig tók sú skrifstofa þátt í verkefnum í fjöl- menningarlegri kennslu og fræðslu fyrir fólk af erlendum uppruna um íslenskt samfélag. Verkefni Alþjóðahúss eru þó mun víðtækari en þetta og starfsemi þess er mun umfangsmeiri en Mannréttindaskrifstofu Íslands.“ – Hverjir standa að starfsemi Alþjóðahúss? „Alþjóðahúsið er einkahluta- félag en á bak við starfsemina standa Reykjavíkurborg, Hafnar- fjarðarbær, Kópavogur, Seltjarn- arnes og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands.“ – Mun Alþjóðahús vinna í tengslum við er- lenda aðila? „Já, Alþjóðahús mun örugglega verða í tengslum við sams kon- ar starfsemi á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Stefnt er að því að vinna fjölþjóðleg verk- efni sem lúta að fjölmenningar- legu samfélagi í samvinnu við er- lendar stofnanir. Þess má geta að stefna Alþjóðahúss er að helming- urinn af starfsfólki hússins verði af erlendum uppruna og auk þess verði í húsinu aðstaða fyrir félög fólks af erlendum uppruna, fund- araðstaða og fleira í þeim dúr.“ Bjarney Friðriksdóttir  Bjarney Friðriksdóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og BA- prófi í mannfræði frá Háskóla Ís- lands. Mastersprófi í alþjóða- málum lauk hún frá Columbia-háskólanum í New York. Hún starfaði að mannrétt- indamálum meðan hún var í námi og hefur verið fram- kvæmdastjóri Mannrétt- indaskrifstofu Íslands sl. fjögur ár. Nú er hún nýlega tekin við starfi sem framkvæmdastjóri Al- þjóðahúss á Íslandi. Helmingur starfsfólks af erlendum uppruna Sigmund er farinn í sumarfrí. Teikningar hans koma til með að birtast aftur í september. Sigmund í sumarfrí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.