Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 10

Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri eftir árekst- ur á Ólafsfjarðarvegi við Stóra-Holt um sexleytið á sunnudag. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er or- sökin fyrir árekstrinum talin vera framúrakstur. Sjö manns voru alls í tveimur bílum og hlutu flestir lítils- háttar meiðsl. Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur FEIKNALEGA vænn lax veiddist í Hnausastreng í Vatnsdalsá síðastlið- ið laugardagskvöld. Laxinum var sleppt, en mældist 104 sentimetrar sem meðaltalsskali segir vera 11,2 kg fiskur, eða rétt tæplega 22,5 pund. Að sögn Péturs Péturssonar, leigutaka Vatnsdalsár, verður laxinn skráður þannig, en sjálfur hafi hann séð og vitað um marga 104 senti- metra laxa sem voru 23-24 pund og þessi lax hafi verið nýgenginn og feitur vel. „Það er af okkar alkunnu hógværð að við skráum hann 11,2 kg, en sjálf- ur held ég að hann sé þyngri,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Stórlaxinn veiddist á rauða Franc- es númer 14 og var erfiður viðfangs. „Frúin hans var hins vegar erfiðari, hún tók á sama bletti daginn eftir og sleit flugulínuna hjá veiðimanninum, svo ótrúlega sem það hljómar. Nokkru seinna tókst svo að slæða línuna upp og var hún sett inn á hjól og ballið byrjaði upp á nýtt. Þá var laxinn hálfu verri viðureignar og tvisvar þurfti karlinn að vaða Hnausastrenginn upp í háls til að fylgja fiskinum, enda var línan svo stutt. Þetta var 98 sentimetra fiskur, svona 18-19 punda hrygna og parið er að hvíla sig í kistu í strengnum um þessar mundir. Við gerum það gjarn- an við stóra fiska eftir hörð átök, þetta er nokkurs konar endurhæf- ingarstofa. Við sleppum þeim í kvöld,“ sagði Pétur. Vel getur verið að hængurinn sé stærsti lax sumarsins til þessa, heyrst hefur af 22 punda laxi úr Laxá í Aðaldal, en þessi er trúlega þyngri. Annars eru fleiri laxar komnir á land úr Vatnsdalsá nú held- ur en allt síðasta sumar, sem var reyndar afspyrnuslakt, 280 komnir á land á móti 263 allt síðasta sumar. Ef við höldum í horfinu náum við kannski 100 löxum í viðbót og þá myndi ég segja að við værum kannski aftur komin á uppleið. Ég sagði alltaf að það gæti varla orðið verra en í fyrra,“ sagði Pétur. Eitthvað skárra fyrir norðan Benedikt Ragnarsson, umsjónar- maður Miðfjarðarár, sagði síðustu daga hafa verið nokkuð skemmti- lega. „Við fengum loksins veður- breytingu og það lifnaði yfir laxinum og við höfum séð nokkuð af nýjum fiski. Það er líka góð bleikjuveiði að bjarga miklu, nokkrir staðir í ánni eru fullir af 2-4 punda fiski og það koma þrír til fimm svoleiðis fiskar í hús eftir hverja vakt. Það er víða talsvert af laxi í ánni, en skilyrði hafa verið mjög slæm og fiskur tekið illa. Gleðilegustu fréttirnar eru, að ég hef séð talsvert af laxi í Núpsá, en hún var nánast laxlaus síðasta sumar og hefur verið á mikilli niðurleið,“ sagði Benedikt. Í gærdag voru komnir 274 laxar á land úr Miðfjarðará. „Maðkahollið“ í Víðidalsá byrjaði eftir hádegið á sunnudag og á hádegi í gær hafði það aðeins náð 21 laxi, níu komu á fyrstu vaktinni og tólf í gær- morgun. „Það endurspeglar ástandið hérna, það er lítið af fiski og hann tekur illa. Það er hins vegar víða mikil og væn bleikja, en þó minna heldur en t.d. í fyrra. Það er síðan allur gangur á því hvort menn hafi áhuga á því að veiða bleikju eða ekki. Enn hefur ekki veiðst 20 punda lax í ánni, hvað þá stærri. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Sá stærsti í sumar? Snoppuhylur í Leirvogsá. Á HEIMASÍÐU eins tímarits Fróða, Bleiks og blás, var um nokk- urt skeið vísað með tengli yfir á vef- síðu sem inniheldur soralegt efni, meðal annars barnaklám. Í samtali við Morgunblaðið segist Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða hf., harma mjög þau mistök sem hafi átt sér stað og að fyrirtækið skyldi á þennan hátt tengjast þeim óþverra sem um var að ræða. Hann segir tildrög málsins vera þau að fyrir nokkrum misserum setti fyrirtækið upp einfaldar vefsíð- ur fyrir tímarit sín. Þar átti að vera forsíða hvers nýs tölublaðs, ásamt efnisyfirliti og í sumum tilvikum rit- stjórnarpistill. „Þetta voru fyrstu skref okkar á vefnum og má segja að mál hafi fljótt komist í ákveðinn far- veg. Það var í rauninni á ábyrgð hvers ritstjóra að framfylgja þeirri línu sem lögð hafði verið og senda efnið inn til netdeildarinnar sem síð- an sá um framkvæmd. Fyrrverandi ritstjóri Bleiks og blás bætti við efni inn á heimasíðu tímaritsins, sem var utan umrædds ramma, og auk þess lét hann setja upp tengla yfir á aðrar vefsíður.“ Töldu að búið væri að loka fyrir tengingar á önnur svæði Að sögn Magnúsar var á síðast- liðnu ári mótað nýtt skipurit fyrir fyrirtækið þar sem margmiðlun og tæknimál voru færð undir stjórn Jóns Karlssonar, framkvæmda- stjóra bókaútgáfu. Segir Magnús að þegar á fyrsta degi eftir þessa skipu- lagsbreytingu hafi Jón óskað eftir því við margmiðlunardeild fyrirtæk- isins að öllum tenglum Bleiks og blás yrði lokað tafarlaust þar sem fyr- irtækið gæti ekki borið ábyrgð á til- vísun í efni sem ekki væri undir rit- stjórn Fróða hf. Hafi þetta verið 15. ágúst í fyrra. Jón hafi síðan yfirfarið þetta til öryggis aftur og ítrekað fyr- irmæli sín og hafi hann og aðrir í fyr- irtækinu verið í góðri trú um að þetta hefði verið gert. „Síðastliðinn laugardagsmorgun var hringt í mig frá fréttastofu út- varps og ég spurður um hvort ég gerði mér grein fyrir því hvaða tenglar væru tengdir Bleiku og bláu. Ég kom alveg af fjöllum,“ segir Magnús og lýsir því að hann hafi þá þegar haft samband við yfirmann margmiðlunardeildarinnar. „Það var okkur mikið áfall þegar við komumst að því að tenglarnir sem loka átti í ágúst í fyrra voru enn opnir. Var þegar í stað gengið í að loka þeim og var búið að gera það innan klukku- stundar frá því að við gerðum okkur grein fyrir hvað um var að vera.“ Magnús segir að af hálfu Fróða sé litið á þetta sem mjög alvarlegt mál og þegar hafi verið hafist handa við að athuga hvernig á því stóð að svo hrapallega tókst til. „Ákveðið var að safna saman öllum tiltækum gögn- um og koma þeim eins fljótt og mögulegt væri til lögreglunnar. Höfðum við samband við rannsókn- arlögregluna strax í morgun og munum afhenda henni greinargerð eða skýrslu um málið jafnskjótt og við ljúkum henni sem verður von- andi þegar í dag.“ Magnús segir það liggja nokkurn veginn ljóst fyrir að það hafi verið mannleg mistök sem urðu til þess að tenglunum var ekki öllum lokað fyrir ári. „Enginn í fyrirtækinu virðist hafa farið inn á umræddan tengil eða athugað hvað þar að baki bjó né heldur hvort efni síðnanna hafi orðið grófara á þessu tímabili eða ekki.“ Davíð Þór Jónsson, fyrrverandi rit- stjóri blaðsins og sá sem kom tengl- inum á á sínum tíma, fullyrðir aftur á móti að þegar það var gert hafi þar ekkert barnaklám verið að finna. „Það var á ábyrgð hvers og eins ritstjóra að framfylgja þeirri stefnu sem stjórnendur fyrirtækisins settu varðandi netmálin en eins og áður sagði var það ætlun okkar að hafa netásýnd tímaritanna einfalda og eftir fyrirfram gefinni forskrift,“ sagði Magnús. „Atvikið nú gerir það að verkum að við munum að sjálf- sögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að ekkert slíkt geti aftur gerst.“ Þegar hann var spurður um eft- irmál ítrekaði Magnús að af hálfu Fróða væri þetta mál litið mjög al- varlegum augum og það jafnt þótt fyrir lægi að um mannleg mistök hefði verið að ræða. „Við leggjum áherslu á að taka til öll gögn í málinu og fá réttum yfirvöldum þau í hend- ur og gera það sem við getum til þess að upplýsa hvað gerðist í raun og veru. Það teljum við sjálfsagða skyldu okkar en það verður síðan að vera annarra en okkar að meta hvert framhaldið verður.“ Á vefsíðunni Strik.is var vísað í tengil sem innihélt klámefni og hef- ur þegar verið brugðist við því með því að fjarlægja tengilinn. Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri Strik.is, segir að á vefsíðunni hafi verið grein eftir Mikael Torfason þar sem hann segir frá þeim vefsvæðum sem hann gjarnan fer inn á. Þar á meðal er vef- svæði með tenglasafni en þar er vís- að inn á önnur vefsvæði þar sem er að finna gróft klám. Vísað á klámtengla á vefsíðunni Strik.is „Ég hef leitað til lögfræðings varðandi þetta mál og mér hefur verið ráðlagt að fara að öllu með gát. Það ríkir óvissa um það hvað telst vera dreifing á Netinu, þar sem ekki er dómur til að styðjast við. Það leik- ur hins vegar enginn vafi á því að dreifing á klámefni er að sjálfsögðu ólögleg. Í þessu tilfelli liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hvað telst dreifing. Við erum að vísa á breyti- legt tenglasafn og spurning er sú hve margar kynslóðir þurfi til til þess að ég sem útgefandi sé ekki lengur ábyrgur,“ segir Ásgeir. Hann segir að gætt verði ýtrustu varúðar eftirleiðis varðandi vísanir yfir á önnur vefsvæði. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir að það verði skoðað hvort það teljist dreif- ing á klámi að vísa í tengla sem inni- halda klámefni. Þetta eigi jafnt við um vísanir í tengla í tímaritinu Bleiku og bláu og á Strik.is. Tímaritið Bleikt og blátt vísaði á heimasíðu sinni á vefsíðu sem innihélt barnaklám Stóð til að loka fyr- ir tenglana í fyrra BLÓÐFITULÆKKANDI lyf sem innihalda virka efnið cerivastatín hafa verið tekin af markaði í Evrópu og í Bandaríkjunum en í þann flokk fellur lyfið Lipobay sem notað var hér á landi. Í tilkynningu frá Lyfja- stofnun segir að framleiðandi lyfsins, Bayer í Þýskalandi, hafi ákveðið að taka lyfið úr notkun vegna þess að borið hafi á vöðvakvilla eða rák- vöðvasundrun við notkun þess og eykst sú hætta sé lyfið tekið sam- tímis öðru lyfi sem nefnist Lopid og inniheldur virka efnið gemfibrozil. Framleiðandi gæti átt lögsókn yfir höfði sér Lyfið sem hefur verið tengt dauðs- föllum víða um heim var lítið notað hér á landi og segir Lyfjastofnun að ekki hafi borist neinar tilkynningar um aukaverkanir af þess völdum hér. Magnús Jóhannsson hjá Lyfja- stofnun segir lyfið hafa verið notað hér á landi í tvö ár og að á þeim tíma hafi örfáir einstaklingar neytt þess. Þá segir hann að einstaklingar sem notað hafi lyfið og hafi ekki fundið fyrir aukaverkunum þurfi ekki að ör- vænta og geti tekið það áfram þar til þeir þurfi að verða sér úti um nýjan lyfjaskammt. Þá þurfi þeir að fá nýja tegund þar sem Lipobay hafi verið tekið af markaði. Magnús ítrekar að blóðfitulækkandi lyf sem notuð eru hér á landi séu fólki með of háa blóð- fitu gagnleg og auki lífslíkur þess verulega. Í ráðleggingum Lyfjastofnunar til lækna segir að taki sjúklingur bæði inn Lopid og Lipobay ætti tafarlaust að skipta yfir í önnur blóðfitulækk- andi lyf. Að öðrum kosti segir að nægi að skipta um blóðfitulækkandi lyf þegar sjúklingurinn hafi lokið við þær birgðir sem hann hafi þegar keypt. Í ráðleggingum stofnunarinn- ar til sjúklinga segir að þeir sem ekki finni fyrir óþægindum vegna töku lyfsins geti lokið við birgðir sínar af því eins og ekkert hafi í skorist. En finni sjúklingur fyrir óþægindum, einkum ef hann fær hita eða vöðva- verki, er honum ráðlagt að leita sem fyrst til læknis. Í fréttaskeyti AP segir að þýski lyfjaframleiðandinn Bayer gæti átt yfir höfði sér að minnsta kosti 40 lög- sóknir vegna dauðsfalla sem talin séutengjast neyslu lyfsins. Lipobay, sem var í almennri notkun um heim allan, var ekki bannað í Japan því lyf með virka efninu gemfibrozil eru ekki notuð þar. Talið er hugsanlegt að 31 dauðsfall megi rekja til neyslu lyfsins í Bandaríkjunum en þar hef- ur það verið notað í þrjú ár, sex dauðsföll í Þýskalandi eru sögð tengjast neyslu lyfsins, þrjú á Spáni og eitt tilfelli er til rannsóknar í Frakklandi. Að sögn Bayer er óvíst hvenær eða hvort lyfið fer aftur á markað. Þá segist fyrirtækið ekki ætla að gera ráðstafanir vegna mögulegra máls- höfðana, enda sé ekki endanlega ljóst hvort rekja megi dauðsföll til neyslu lyfsins. Blóðfitulækkandi lyfið Lipobay tekið af markaði Öryggisráðstafanir vegna aukaverkana Reuters Víða um heim hafa dauðsföll verið tengd neyslu blóðfitulækkandi lyfs- ins Lipobay og hefur það verið tekið af markaði. HEIMIR Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, vill árétta að eðlilegt og fullkom- lega löglegt sé að Flugmálastjórn lesi yfir skýrslu rannsóknar- nefndar flugslysa. Hann segir að í umfjöllun um frumdrög skýrslu um flugslysið í Skerjafirði í Morgunblaðinu sl. föstudag sé að hans mati látið í veðri vaka að óeðlilegt sé að Flugmálastjórn lesi skýrsluna. „Þar er sleppt að nefna að í lögum stendur að Flugmálastjórn beri að lesa skýrslur rannsóknar- nefndar og þar af leiðandi að hafa skoðun á þeim,“ segir Heimir Már. Eðlilegt að Flugmála- stjórn lesi yfir skýrsluna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.