Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 11
LÚÐVÍK Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík,
segir erfitt að nefna nákvæma tölu yfir hversu
margir eru án heimilislæknis í Reykjavík. Í
Morgunblaðinu á laugardag sagði Guðmundur
Karl Snæbjörnsson, formaður Félags heimilis-
lækna í Skandinavíu, sem hefur hug á að koma á
fót einkarekinni heilsugæslustöð, að hann teldi
að þessi tala væri um 18 þúsund. Guðmundur
sagði að hann teldi ummæli héraðslæknis og for-
stöðumanns Heilsugæslu Reykjavíkur, að rúm-
lega 5000 manns séu án heimilislæknis, vera
byggð á úreltum upplýsingum.
„Ég get ekki nefnt hárréttar tölur en ég efast
um að þessar tölur [Guðmundar Karls] séu eitt-
hvað réttari en aðrar. Mér finnst þetta ekki
endilega vera kjarni umræðunnar, heldur hvort
heilsugæslan, sem samkvæmt lögum á að veita
þessa þjónustu, sé í stakk búin að veita þá þjón-
ustu sem sóst er eftir,“ segir Lúðvík. Hann segir
að vissulega séu þessar tölur mjög mikilvægar
hvað varðar uppbyggingu og skipulag heilsu-
gæslunnar. „Heilsugæslan hefur ekki getað
sinnt sínu hlutverki og það þarf að fjölga heim-
ilislæknum innan heilsugæslunnar,“ segir Lúð-
vík. Hann segir að síðar á árinu muni Heilsu-
gæslan í Grafarvogi flytja í stærra húsnæði og
að unnið sé að stofnun heilsugæslustöðvar í
Voga- og Heimahverfi. Einnig segir hann áætl-
anir uppi um heilsugæslustöðvar í nýjum hverf-
um sem eru að rísa. Lúðvík segir þó að höf-
uðborgarsvæðið byggist svo hratt upp að erfitt
sé fyrir heilsugæsluna að halda í. Hann nefnir
sem dæmi að í Kópavogi sé nýleg heilsugæslu-
stöð en að nú þegar sé þörf fyrir þá þriðju.
Þörf á auknum fjármunum
Lúðvík segir að aukið fjármagn þyrfti að
leggja í málaflokkinn. „Við þurfum fjármagn til
að ráða lækna og annað starfsfólk. Einnig þurf-
um við að fá fjármagn og helst svolítið frelsi til
að semja um húsnæði þannig að við gætum farið
hagkvæmustu leiðirnar til að verða okkur út um
húsnæði og gert langtímaskuldbindingar.
Heilsugæslan, sem er einskonar ríkisfyrirtæki,
hefur ekki sömu heimild til að binda sig fjár-
hagslega og menn í einkarekstri.“ Guðmundur
Karl hefur sótt um til tryggingaráðs að fá að
opna og reka stofu sem yrði hugsuð sem bráða-
móttaka fyrir þá sem ekki eru með heimilis-
lækni. Lúðvík lagðist gegn umsókn Guðmundar
Karls í umsögn sinni til ráðsins. „Við eigum ekki
að tvískipta heilsugæslunni, láta einn aðila sjá
um létt, einföld og fljótafgreidd vandamál og
láta heilsugæslustöðvarnar annast þungu, erf-
iðu og flóknu málin. Menn þurfa að hafa hvort
tveggja. Lúðvík segir að meðan þrengslin í
heilsugæslunni séu jafnmikil og þau eru nú telji
hann það ekki góða leið að koma með nýja teg-
und heilsugæslu á markaðinn. Frekar eigi að
styrkja heilsugæsluna þannig að hún geti tekið á
móti þeim sjúklingum sem eru án heimilislækn-
is. Lúðvík segir að Tryggingastofnun sé með
samning við læknafélögin vegna heimilislækna
utan heilsugæslunnar þar sem séu skýrt tekin
fram þau skilyrði sem samningurinn byggir á.
Guðmundur Karl sé að biðja um eitthvað allt
annað. „Ég trúi ekki á skipulagsleysi í heilbrigð-
ismálum og mér finnst þetta vera að bjóða upp á
einn nýjan anga af því,“ segir Lúðvík. Fjármun-
ir frá hinu opinbera koma til heilsugæslunnar
eftir tveimur leiðum. Annars vegar sem föst
upphæð á fjárlögum Alþingis til heilbrigðismála
og hins vegar frá Tryggingastofnun sem gerir
samninga við lækna sem reka eigin stofur. „Það
er mjög óeðlilegt að fjármögnunin komi eftir
tveimur leiðum. Annar aðilinn, Tryggingastofn-
un, hefur enga ábyrgð varðandi skipulag og heil-
brigðisþjónustu, hvorki í Reykjavík né á lands-
byggðinni. Ég tel að besta leiðin væri að einhver
einn aðili haldi utan um skipulagið og fjármun-
irnir komi eina leið þar sem þetta komi hvort eð
er frá sömu uppsprettu.“ Guðmundur Karl
sagðist telja að hverfisskipting heilsugæslunnar
væri úrelt og nefndi sem dæmi að í Árbæ séu
4.800 íbúar með heimilislækni en að við stöðina
séu skráðir tæplega 8.700 einstaklingar. „Það
eru margar ástæður fyrir því að fólk kýs að
sækja þjónustu á einn stað en ekki annan. Eitt
er ákveðin íhaldssemi, þegar fólk flytur vill það
ekki skipta um lækni og hef ég ákaflega mikinn
skilning á því sjónarmiði. Annað er að fólk vill
ekki þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu langt
frá vinnustað. Við getum sagt að hverfisstöðv-
arnar hafi ákveðna ábyrgð gagnvart íbúum
hverfisins. Ég vil ekki horfa á það sem skyldu
fólks að skipta við sína hverfisstöð, heldur
ábyrgð stöðvarinnar að sinna þeim sem búa í
hverfinu. Það er kjarni þess máls,“ segir Lúðvík.
Hvað orð Guðmundar um að núverandi skipu-
lag hreki nýútskrifaða lækna frá segir Lúðvík að
mikill barlómur hafi verið í læknum í heilsu-
gæslunni, m.a. vegna kjara. „Það hefur fælt frá,
menn hafa séð að það er kannski meira gull að
sækja í greipar Tryggingastofnunar en hjá
heilsugæslunni,“ segir Lúðvík og minnir á að um
200 heilsugæslulæknar starfi á landinu öllu.
Þörf á að fjölga
heimilislæknum
Héraðslæknirinn í Reykjavík svarar gagnrýni á uppbyggingu heilsugæslunnar
KUNNUGUM brá nokkuð í brún
er þeir sáu til ferða Eiríks Hreins
Helgasonar, yfirlögregluþjóns við
Lögregluskóla ríkisins, í umferð-
areftirliti á mótorhjóli á Vest-
urlandsvegi nýverið.
Yfirlögregluþjónar hjá hinum
stærri embættum eru sjaldséðir í
þessu hlutverki en Eiríkur
Hreinn sagði við Morgunblaðið að
umferðareftirlitið á götum úti
væri kærkomin tilbreyting frá
hefðbundnum störfum inni við í
Lögregluskólanum, annaðhvort
við tölvu eða fyrir framan kenn-
aratöfluna.
„Við höfum gert þetta áður, yf-
irmenn við skólann, til að halda
okkur við grasrótina, enda er það
alveg nauðsynlegt. Ég hef ekki
ekið mótorhjóli í nokkur ár en
þetta hefur bara gengið vel. Mað-
ur yngist um tuttugu ár,“ sagði
Eiríkur, sem fer aftur til starfa í
Lögregluskólanum í haust, en
umferðarmál hafa eimmitt verið
hans meginkennsluefni í skól-
anum undanfarin ár.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Eiríkur Hreinn Helgason, yfirlögregluþjónn við Lögregluskóla ríkisins
við umferðargæslu á Vesturlandsvegi.
Yfirlög-
regluþjónn
í umferðar-
eftirlit
DANSKIR sprengjusérfræðingar
hófu í gær störf sín við flak olíuskips-
ins El Grillo sem liggur 400 metra
frá landi fyrir utan Seyðisfjörð. Þeir
munu eyða rúmlega viku í að kafa
niður að flakinu og leita að sprengj-
um sem kynnu enn að leynast þar.
Eins og áður hefur komið fram var
það norska fyrirtækið Riise Und-
erwater Engineering sem átti
lægsta tilboðið í losun olíu af El
Grillo. Norðmennirnir munu hefjast
handa um næstu mánaðamót og er
áætlað að verkið í heild taki rúmlega
mánuð.
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar, Ólafur
Sigurðsson, segir að það sé einungis
verið að gæta fyllsta öryggis með
sprengjuleitinni. „Þeir byrjuðu að
leita í morgun en það er mjög ólík-
legt að þeir finni nokkuð því að Atl-
antshafsbandalagið hefur látið leita
nokkuð rækilega a.m.k. tvisvar áð-
ur.“
Aðspurður um magn olíunnar í
skipinu segir Ólafur að það sé ekki
hægt að segja það með vissu en það
hafi verið gert ráð fyrir 2000 tonnum
í útboðinu. „Það getur verið allt að
3500 tonn þar sem enginn veit með
vissu hversu mikil olía hefur lekið út
í umhverfið. Miðað við þær upplýs-
ingar um að skipið hafi verið fullt
þegar það sökk má gera ráð fyrir því
að a.m.k. 2000 tonn séu eftir. Það
verður spennandi að sjá hvað þetta
er mikið magn þegar byrjað verður
að dæla úr tönkunum.“
Olían verður sett á tanka sem búið
er að útbúa en gera má ráð fyrir því
að olían verði síðan seld.
Landhelgisgæslan hefur sent út
tilkynningu til sjófarenda um að 250
metra radíus í kringum flakið sé
bannsvæði og verður varðskip stað-
sett þar þann tíma sem sprengjuleit-
in fer fram.
Undirbúningur fyrir hreinsun úr El Grillo hafinn
Sérfræðingar leita að
sprengjum í flakinu
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoðaði olíumengun frá El Grillo
á Seyðisfirði í fylgd fulltrúa bæjaryfirvalda. Í framhaldi af því var
ákveðið að ráðast í hreinsun olíu úr flakinu.
EINS og fram kom í Morgunblaðinu
á sunnudaginn hefur Skipulagsstofn-
un hafið mat á umhverfisáhrifum
vegna jarðganga og vegagerðar á
norðanverðum Tröllaskaga.
Um er að ræða tvær leiðir annars
vegar Héðinsfjarðarleið og hins vegar
Fljótaleið. Ekki hefur verið endan-
lega ákveðið hvor leiðin verður valin.
Á Héðinsfjarðarleið er gert ráð fyr-
ir jarðgöngum milli Siglufjarðar og
Héðinsfjarðar og öðrum göngum milli
Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Miðað
við Héðinsfjarðarleið er vegalengdin
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar 15,2
km. Þar af verða jarðgöngin 10,56
km.
Á Fljótaleið er gert ráð fyrir göng-
um milli Siglufjarðar og Fljóta og síð-
an milli Fljóta og Ólafsfjarðar. Miðað
við Fljótaleið er leiðin milli Siglu-
fjarðar og Ólafsfjarðar 31,5 km. Ný-
bygging yrði um 27 km löng. Þar af
verða jarðgöng 12,4 km.
!"
#$
%
&
Tvær leiðir um
Tröllaskaga
LÍNA.NET hefur sótt um leyfi til
að nýta tíðnisvið Gagnaveitunnar í
kjölfar þess að úrskurðarnefnd fjar-
skipta- og póstmála staðfesti
ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn-
unar þess efnis að fyrirtækið hefði
ekki formlega heimild til að nýta
sér tíðnisvið Gagnaveitunnar eftir
sameiningu fyrirtækjanna. Eiríkur
Bragason, framkvæmdastjóri Línu-
.Nets, sagði að Lína.Net væri með
umfangsmikið fjarskiptaleyfi og
málið snerist einungis um ákveðna
tíðniúthlutun sem þeir gerðu ráð
fyrir að þeir mundu fá, þar sem
búnaður þeirra væri stilltur inn á
þessa tíðni.
„Lína.Net er í dag með mjög al-
mennt og umfangsmikið fjarskipta-
leyfi. Það sem Gagnaveitan var með
var ákveðið leyfi til að vinna á
ákveðinni tíðni líka og við gerum
ráð fyrir að við fáum það leyfi í lok-
in,“ sagði Eiríkur. Aðspurður hvort
ákvörðun hefði verið tekin um að
fara ekki dómstólaleiðina í þessum
efnum, sagði Eiríkur að málið yrði
skoðað aftur þegar lögfræðingur
þeirra hefði farið yfir það á nýjan
leik
Gagnaveitan komst í eigu Línu-
.Nets snemma á síðasta ári þegar
Íslandssími keypti 12,3% hlut í fyr-
irtækinu fyrir öll hlutabréf Gagna-
veitunnar. Aðspurður hvort þáttur í
verðmati á Gagnaveitunni hefði ver-
ið handhöfn á þessu tíðnisviði, sagði
Eríkur það ekki vera beinlínis. Hins
vegar segði sig sjálft að Lína.Net
hefði verið að kaupa þarna búnað
og gert hefði verið ráð fyrir því að
leyfi fylgdi til að reka búnaðinn.
Lína.Net og tíðnisvið Gagnaveitunnar
Sótt hefur verið
um nýtt leyfi