Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 20

Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Víkjandi, verðtryggð skuldabréf Kaupþings hf., 1. flokkur 2001, á Verðbréfaþing Íslands. Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf Kaupþings hf., 1. flokk 2001, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð mánudaginn, 20. ágúst nk. Skuldabréfin greiðast í einu lagi 22. júní 2011, bera 8,00% fasta vexti og eru bundin vísitölu neysluverðs. Krafa skv. skuldbréfi í 1. flokki 2001 víkur fyrir öllum öðrum kröfum á hendur útgefanda og við gjaldþrot eða slit endurgreiðist hún á eftir öllum kröfum öðrum en endurgreiðslu stofnfjár. Skuldabréfin eru innkallanleg frá 22. júní 2006. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni. Ármúla 13A, 108 Reykjavík, sími 515 1500, fax 515 1509 NÝLEGA tók gildi reglugerð varð- andi takmarkanir á sölu á vörum sem í er nikkel svo sem úrum, skartgrip- um og fleiri vörum sem geta komist í beina snertingu við hörund fólks. Þetta er gert vegna ofnæmistilfella sem upp hafa komið og rekja má til notkunar á ýmsum vörum sem inni- halda nikkel. Tíðni sjúkdóma og óþæginda af völdum ofnæmis fer sífellt vaxandi, sérstaklega hjá börnum. Mikið hefur verið sett á markað á undanförnum árum af varningi sem innihélt efni sem talin voru hættulaus en síðar kom í ljós að þau gátu valdið ýmis konar óþægindum. Fjöldi þeirra efna sem talin eru ofnæmisvaldar fer stöð- ugt vaxandi. Nikkel er eitt þeirra efna sem getur valdið ofnæmi og hefur það verið vitað undanfarna áratugi. Nikk- el er helsti ofnæmisvaldurinn í mörg- um Evrópulöndum en málmurinn getur valdið næmi sem varir ævi- langt. Einstaklingar sem eru við- kvæmir af þessum sökum geta fundið til verulegra óþæginda við notkun á beltissylgjum, úrum og skartgripum sem innihalda nikkel. Af þessum sök- um hefur notkun nikkels verið bönn- uð í vissum vörum sem líklegt er að komist í langvarandi snertingu við hörund nema að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum um hlutfall nikkels í málmblöndu og hve auðveldlega nikkel losnar úr málminum. Þetta á jafnt við um hreinan málm, málm- blöndu og húðaðan málm. Bann þetta gildir nú á öllu Evrópska efnahags- svæðinu. Nikkel er algengur málmur í iðnaði og hefur notkun þess aukist stöðugt síðan á 5. áratug síðustu aldar. Um það bil 50% af nikkeli úr málmvinnslu er notað í ryðfrítt stál. Önnur not eru í ýmsar vörur úr málmi, til málmhúð- unar, í rafhlöður, hvata og efnavörur. Ofnæmisáhrifin eru ekki aðeins bundin við nikkel í málmi og hefur komið í ljós að uppleyst nikkel og nikkelsölt eru jafnvel enn áhrifameiri ofnæmisvaldar. Vegna þessa á fólk í þeim atvinnugreinum þar sem unnið er með nikkelmálm og nikkelsölt frekar á hættu að fá ofnæmi en aðrir. Efnasambönd nikkels á borð við nikk- eloxíð og nikkelsúlfíð eru krabba- meinsvaldandi og þeir sem vinna með slík efni eiga það á hættu að fá húð- krabbamein. Það sama gildir um nikkelmálmryk. Ekkert bendir hins vegar til að önnur efnasambönd nikk- els séu krabbameinsvaldandi. Aukin tíðni ofnæmis Fyrstu tilfelli nikkelofnæmis voru greind hjá mönnum sem unnu við nikkelhúðun en síðan hafa tilfellin aukist í hlutfalli við aukna notkun á málminum. Talið er að allt að 10% evrópskra kvenna hafi ofnæmi fyrir nikkeli, sem er sennilega vegna skart- gripanotkunar og 1% karla. Rann- sóknir hafa sýnt að þetta hlutfall fer hækkandi. Í sumum löndum er þetta hlutfall enn hærra og er hlutfallið hærra meðal þeirra einstaklinga sem bera skartgripi sem festir eru í gegn- um göt í eyru eða aðra líkamsparta. Fleiri ofnæmistilfelli eru skráð af völdum nikkelsúlfats en nokkru öðru efni í sænsku atvinnulífi. Slík efni valda bæði ofnæmi í húð og í önd- unarfærum eftir því hvort um hefur verið að ræða snertingu eða innönd- un. Hætta er á að fólk fái astma við mikla innöndun. Mjög algengt er að einstaklingar með nikkelofnæmi þjáist af exemi á höndum sem í mörgum tilfellum er erfitt að lækna og geta sum tilfelli verið það slæm að um örorku er að ræða. Í Danmörku eru greiðslur ör- orkubóta vegna húðsjúkdóma af völd- um nikkelofnæmis algengari en vegna nokkurra annarra húðsjúk- dóma. Aukning ofnæmistilfella er greinilegust í yngri aldurshópum. Hafi maður ofnæmi fyrir málminum geta ýmsir málmhlutir valdið exemi þótt snertingin vari aðeins í stuttan tíma (mynt, lyklar, hurðarhúnar og ýmis verkfæri og áhöld). Mesta hætt- an stafar af götum í eyrum og öðrum líkamshlutum sem í er stungið pinn- um og hringjum sem innihalda nikkel. Í mörgum tilfellum eru þessir hlutir kallaðir öðrum nöfnum en nikkel, t.d. gull eða stál en innihalda engu að síð- ur nógu mikið af nikkeli til að valda ofnæmi. Nikkel úr fæðu veldur ekki ofnæmi Nikkel er að finna í mörgum mat- vælum en yfirleitt í það litlu magni að það veldur ekki óþægindum hjá hinn almenna neytanda en hjá þeim sem þjást af nikkelofnæmi getur ofnæmið versnað. Upptaka nikkels í melting- arvegi er hæg en er nokkru meiri úr vatni en úr mat. Nikkel úr fæðu veld- ur ekki ofnæmi en getur kallað fram ofnæmisviðbrögð og getur matarkúr sem samanstendur af mat með litlu nikkelinnihaldi minnkað ofnæmis- áhrifin. Það hefur reynst vandkvæðum bundið að finna prófunaraðferðir til að meta nikkelinnihald vöru og hraða losunar nikkels úr vörum, og var sú aðferð sem mest var notuð ekki talin gefa áreiðanlegar niðurstöður. Evr- ópska staðlaráðið hefur nú samþykkt þrjár mælingaaðferðir og eru niður- stöður þeirra viðurkenndar á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Framleiðendum og innflytjendum verður hér eftir óheimilt að markaðs- setja vörur úr málmi sem innihalda nikkel, ef hætta er á að nikkel losni úr málminum og geti þannig valdið of- næmi. Hollustuvernd ríkisins beinir þeim tilmælum til framleiðenda, inn- flytjenda og söluaðila að þeir fjarlægi slíkar vörur úr verslunum sem fyrst. Vörur með nikk- eli af markaði Nikkel er helsti ofnæmisvaldurinn í mörgum Evrópulöndum, segir Haukur Rúnar Magnússon, en málmurinn getur valdið næmi sem varir ævilangt. Höfundur starfar á eiturefnasviði hjá Hollustuvernd ríkisins. Í KÖNNUN norska heilbrigðiseft- irlitsins á hitastigi kæliborða í 140 matvöruverslunum í Ósló kom í ljós að í 94 tilvikum var það of hátt, segir í frétt á netútgáfu Aftenposten. Hámarkshitastig á kælivörum eins og kjöti, áleggi, fiski og mjólkurvörum eru 4°C, en ef vörurnar eru geymdar við hærra hitastig ná gerlar að fjölga sér og þá er ekki hægt að treysta merkingum um geymsluþol. Í einni af hverri þremur búðum var hitastig 7-12°C en í ellefu búðum var það yfir 12°C og lét eftirlitið loka þeim kælum umsvifalaust. Hitastig í kæliborðum hér á landi var síðast kannað fyrir þremur árum, að sögn Rögnvalds Ingólfssonar, sviðsstjóra mat- vælasviðs hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þá kom í ljós að hitastig var í 50% tilvika 4°C eða lægra og í 74% tilvika 6°C eða lægra, „Við vitum að ástandið hefur batnað mikið síðan þá, verslanir hafa margar hverjar tekið í notkun sjálfvirkan búnað sem vaktar hitastigið í kælunum.“ Slíkar kannanir eru ekki gerðar reglulega en hann segir fulla þörf á að huga að þessum málum hér og hitastigið verði væntanlega kannað hér á næstu misserum. Morgunblaðið/Kristinn Geymsluþol minnkar ef hitastig í kæliborðum er of hátt. Kannanir ekki gerðar hér reglulega Hár hiti í kæliborðum norskra verslana VERÐHÆKKANIR á lambakjöti af nýslátruðu eru fyrirsjáanlegar í haust og er áhrifa jafnvel þegar farið að gæta, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hækkanirnar eru á bilinu 6–7% víðast hvar, um 7% hjá SS og segir Steinþór skýringuna vera verð- hækkanir til bænda. „Bændur fá verðbreytingu einu sinni á ári, í fyrra var hún um 5% en er hærri nú meðal annars þar sem verðbólg- an hefur aukist og því meira um kostnaðarhækkanir en ella.“ Jón Helgi Björnsson, fram- kvæmdastjóri, Norðlenska mat- borðsins, tekur í sama streng, kjöt frá þeim mun hækka um 7% í haust þar sem afurðaverð til bænda hef- ur hækkað, en auk þess hefur framleiðslan verið léleg í greininni. Um 6% hækkun til neytenda er fyrirsjáanleg í haust hjá Kaup- félagi Skagfirðinga, að sögn Ágústs Andréssonar sláturhús- stjóra. „Helst þyrfti að hækka verð um 8–9% þar sem rekstrarkostn- aður hefur mikið hækkað, en hækkun til bænda var um 5% hjá okkur í ár.“ Sigurður Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri hjá Sölufélagi Aust- ur-Húnvetninga, segir hækkanir vera að meðaltali um um 6–7% hjá þeim þar sem verð til bænda hefur hækkað, en einnig laun og rekstr- arvörur, sér í lagi umbúðaverð. Um 7% hækkun á lambakjöti Verð á lambakjöti í verslunum mun líklega hækka í haust. Reyktur lax og silungur Er óhætt að grafa eða reykja ferskan lax og silung eða á að frysta hann áður? Það fer eftir því hvort um er að ræða eldisfisk eða villtan fisk, að sögn Gísla Jónssonar dýralæknis hjá embætti yfirdýralæknis á Keldum. „Eldisfiskinn er óþarfi að frysta en í meltingarvegi hjá villt- um fisktegundum, eins og til dæm- is silungi, laxi og þorski getur anisakis spólorminn verið að finna. Hann getur valdið sjúkdómnum anisakinosis hjá fólki en algengt einkenni hans eru miklir maga- verkir. Yfirleitt nægir að fjarlægja innyflin til að losna við orminn en lirfur hans geta þó í einhverjum tilvikum borist út í vöðvana sem við borðum. Þær drepast við frost og því er mjög góð regla að frysta villtan fisk áður en hann er settur í reyk eða grafinn.“ Hann segir tilfelli sjúkdómsins algengust í Japan þar sem mikið er borðað af hráum fiski en þau séu mjög fátíð á Norðurlöndum og hafi helst komið upp þegar fólk hefur verið að borða hráan þorsk. Spurt og svarað um neytendamál Morgunblaðið/Arnaldur NÝ verslun með vörur úr Freemans-pöntunarlistanum var í vikunni opnuð í Bæjar- hrauni 14 í Hafnarfirði. Free- mansverslun var í mörg ár starf- rækt í sama húsi en henni var lokað fyrir þremur árum, að sögn Önnu Báru Teitsdóttur markaðsstjóra. „Í apríl ákváð- um við síðan að opna verslunina á nýjan leik og höfum verið að vinna við húsnæðið síðan. Við höfum fært okkur um set og verslunin er nú baka til í húsinu sem hún var áður í.“ Freemans-pöntunarlistann má nálgast í versluninni og í bókaverslunum og kostar hann 400 krónur, en einnig er hægt að panta vörur úr listanum á heimasíðunni www.freemans.is. Verslun í Bæjar- hrauni Morgunblaðið/Golli Á myndinni er Anna Bára Teitsdóttir, markaðsstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.