Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 29
MIKIÐ hefur verið rætt um
kjarasamninga og samningaviðræð-
ur, en ekki að ástæðulausu. Mörg
stéttarfélög hafa lokið kjarasamn-
ingagerð sinni og er það vel, enda
má búast við að þeir sem nú þegar
hafa samið og samþykkt samn-
ingana séu sáttir. En sjúkraliðar
eru ekki sáttir og hafa ekki hlotið
þá áheyrn sem þeir sjálfir hefðu
kosið en verið gróflega hundsaðir.
Launanefnd ríkisins hefur staðið
sig með eindæmum illa og skömm
frá því að segja að kjarasamningur
sjúkraliða við ríkið hefur verið laus
síðan í október í fyrra og margir
sjúkraliðar að gefast upp á biðinni.
Launanefnd sveitarfélaganna hefur
í engu staðið sig betur svo ekki sé
minnst á fulltrúa séreignarstofnana
og Reykjavíkurborgar en þeir
hreinlega mæta ekki á boðaðan
fund. Fáheyrður dónaskapur.
Kröfur óraunhæfar
Sjúkraliðar eru og verða ein af
undirstöðustéttum heilbrigðisgeir-
ans og fikra sig ávallt meira inn í
félagsgeirann enda menntun okkar
vel til þess fallin. Launakjör stétt-
arinnar hafa ekki endurspeglað
mikilvægi hennar, en farið er fram
á það í yfirstandandi kjarasamn-
ingum að svo verði. Sjúkraliðar
hafa dregist aftur úr þeim stéttum
sem þeir miða sig við en launaskrið
þeirra stétta hefur verið meira en
hjá okkur en eru þó ekki of miklar
og kominn tími til að lagfæringar
eigi sér stað fyrir sjúkraliðastétt-
ina, ef ekki nú þá hvenær? Eru
þessar kröfur sjúkraliða óraunhæf-
ar? Nei segjum við! Byrjunarlaun
sjúkraliða á sjúkrahúsi eru í dag:
kr: 89.173 og tveim launaflokkum
hærri á öldrunarstofnunum.
Sjúkraliðamenntunin tekur 7 annir
í fjölbrautaskóla og verknám 6
mánuði. Hér sjá allir að ekki er allt
sem skyldi, leiðréttingar á launum
sjúkraliða er þörf.
Sjúkraliðastarfið
Engum dylst það sem komið hef-
ur inná sjúkrastofnanir að störf
sjúkraliða eru erfið, bæði andlega
og líkamlega, svo ég minnist nú
ekki á öldrunarstofnanirnar. Sífellt
veikara fólk kemur þar inn og verr
á sig komið líkamlega og þyngir lík-
amleg störf sjúkraliða. Atvinnu-
sjúkdómur sjúkraliða er bilun í
stoðkerfi og það er ekki að ástæðu-
lausu. Það er deginum ljósara að ef
sjúkraliða nyti ekki við yrði þjón-
ustustigið við eldri borgara sam-
félagsins, sem til þessara stofnana
þurfa að leita, ekki það sama.
Launanefnd sveitarfélaganna þorir
ekki að ríða á vaðið og gera vel við
sína sjúkraliða af hræðslu við ríkið.
En það yrði okkur sem störfum hjá
sveitarfélögunum gleðiefni ef launin
yrðu til þess að fjölga sjúkraliðum í
starfi. Ég sé ekkert athugvert við
að sveitarfélögin keppi við ríkið um
jafnmikilvæga stétt og sjúkraliða
og manni sínar stofnanir að mestu
með fagmenntuðu fólki.
Nýliðun
Umönnunar- og hjúkrunarstörf
eiga ekki uppá pallborðið hjá ungu
fólki og þarf að
lyfta Grettistaki
til að breyta við-
horfum þeirra til
þessara starfa.
Margt gott er við
sjúkraliðastarfið
en þeir sem þurfa
að sjá sér og sín-
um farborða hljóta
að vega og meta
hver launakjör
stéttarinnar eru.
Það er jafnmikil
ábyrgð ráðamanna
sem og Sjúkraliða-
félagsins að sjá til
þess að eðlileg ný-
liðun sé innan
stéttarinnar. Sjúkraliðafélagið hef-
ur lagt mikið að mörkum til að
fjölga nýnemum en ekki haft erindi
sem erfiði og nú má líta til
viðsemjenda okkar, þeirra
tími er kominn. Öllum er
það ljóst að uppúr 2010
fjölgar öldruðum til muna
og ekki minnkar þörfin á
dvalar og hjúkrunarrým-
um þegar þannig stendur
á, en stærsta vandamálið
er og verður hvort og þá
hvernig starfsfólk mun
starfa á slíkum heimilum í
framtíðinni. Hvaða metnað
hafa ráðamenn til að halda
úti þeirri þjónustu sem
þeir hyggjast bjóða uppá
eftir um það bil tíu ár. Mér
sýnist allt stefna niður á
við í þeim efnum.
Ósamið við sjúkraliða
Helga Dögg
Sverrisdóttir
Kjarabarátta
Sjúkraliðar eru og verða
ein af undirstöðustétt-
um heilbrigðisgeirans,
segir Helga Dögg
Sverrisdóttir, og fikra
sig ávallt meira inn í
félagsgeirann.
Höfundur er sjúkraliði á Dalbæ
Dalvík
Nærir
og
mýkir
NÆRINGAROLÍA
Mikið úrval af
brjóstahöldurum
verð frá kr. 700
Mömmubrjósta-
haldarar kr. 1900
Úrval af náttfatnaði
fyrir börn og fullorðna
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Tölvur og
vinnuumhverfi
N Á M S A M H L I ‹ A S T A R F I
Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · Fax 581 2420
skoli@raf.is · www.raf.is
Tölvur og vinnuumhverfi 1 er hnitmiðað nám fyrir byrjendur þar sem
farið er vandlega í grunnatriði tölvunotkunar. Lögð er áhersla á að
kynna möguleika forritanna og kenna rétt vinnubrögð. Námið hentar
þeim vel sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og öðlast
hagnýta tölvuþekkingu.
2. H L U T I
• Tölvuvinnsla
• Fingrasetning
• Windows umhverfið
• Word ritvinnslan
• Excel töflureiknirinn
• Internetið
• Tölvupóstur
• Raunhæf verkefni
1. H L U T I
Framhaldsbraut fyrir þá sem hafa lokið við Tölvur og
vinnuumhverfi 1 eða hafa góða grunnþekkingu á
Windows, Word og Excel og vilja bæta við hæfni sína.
Þessi námsbraut hentar þeim vel sem notað hafa tölvur
um lengri eða skemmri tíma en vilja auka við þekkingu
sína og öðlast meira öryggi.
Að námi loknu eiga þátttakendur að vera færir um að
leysa flóknari verkefni með hjálp tölvunnar.
• Word framhald
• Excel framhald
• PowerPoint
• Umbrotsforrit kynnt
Hvort nám fyrir sig er 120 kennslustundir.
Námið tekur 12 vikur.
Kennt er tvisvar sinnum í viku.
• Internetið
• Tölvupóstur
• Samsteypa:
Word/Excel
Nánari upplýsingar í síma 568 5010