Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 31
verði upp í stuttri afmæliskveðju. Skáld
þarf maðurinn að vera með þeim næm-
eika og innsæi sem því fylgir, bragurinn
þarf að leika í höndum hans með sínu tón-
vísa hljómfalli sem í senn sameinar
áherslur meiningar og rytma, íslensku
þarf hann að kunna betur en aðrir menn
svo að orðvísi og orðfimi njóti sín, ekki
sakar heldur að hafa veður af öðrum
tungumálum (þó að Helgi þykist reyndar
ekkert tungumál kunna), hann þarf að
hafa tilfinningu fyrir hreyfiafli sviðsins og
þeim galdri þegar tilsvar kveikir annað
tilsvar og hann þarf að kunna að móta
réttilega skaphöfn persónanna með orða-
vali sínu. Og um fram allt þarf hann að
hafa elsku á góðum skáldskap. Og vænt-
anlega hestaheilsu – vera andlegur fjör-
foli fram á tíræðisaldur!
Ég hef stundum verið að velta því fyrir
mér, hvernig svona ævintýri hefst. Helgi
sagði mér reyndar nýlega frá því, að hann
og Lárus Pálsson hefðu í lok fjórða ára-
tugarins lagt leið sína saman til Hels-
ngjaeyrar til að sjá John Gielgud túlka
Hamlet á Krónborg. Hvort sem þetta var
kveikjan eða ekki, þá hefur Lárus ekki
verið búinn að gleyma þessu, þegar hann
sneri sér til Helga og sagði sig vanta þýð-
ngu á Sem yður þóknast – fyrstu Shake-
spearesýningu Þjóðleikhússins okkar
1952.
Helgi Hálfdanarson er þannig skaptur
að honum leiðist hrós og tilstand um sína
persónu. En þar sem hann er í krafti lífs-
verks síns orðinn þjóðareign – hvort sem
honum líkar betur eða verr – þá vona ég
að hann fyrirgefi að á það sé minnst með
ómældu þakklæti þó í stuttu máli sé á
þessum merkisdegi.
Sveinn Einarsson.
t
ns fari í
sem hann
leggur til
ði lengdur
kólanum á
ru í vinnu.
nn t.d. ver-
eggur All-
t árið um
nnarar fái
ári hverju.
arar sem
lens voru
m að lokn-
hugmyndir
ekki við á
kki happa-
hóparnir á
ngu skóla-
Aðspurður
a því að
ekki við
hér. Hann sagðist telja að íslenskir
unglingar væru að engu frábrugðn-
ir öðrum unglingum og að með
þessum hætti mætti koma í veg
fyrir ýmis vandamál sem koma upp
þegar unglingar ganga sjálfala
nokkra klukkutíma á hverjum degi,
eins og nú er.
Háskólapróf við 16 ára aldur
Með lengingu kennsluársins og
skóladagsins, og með því að skipu-
leggja námið betur telur Allen að
nemendur ættu að geta lokið há-
skólanámi á BA eða BS-stigi strax
við 16 ára aldur. Í dag ljúka banda-
rískir unglingar slíku prófi að jafn-
aði 22 ára gamlir. „Þetta er einnig
mjög róttæk tillaga fyrir Bandarík-
in. Kynþroskinn hefur færst neðar
og neðar síðustu aldir, en eins og
menntakerfið er skipulagt í dag er
farið með unglinga eins og börn.
Þau sitja og eru mötuð af fróðleik
en taka ekki virkan þátt í kennsl-
unni og bera ekki nægilega ábyrgð
á eigin lífi,“ segir Allen. Aðspurður
um hvort 13 ára unglingar séu
nógu þroskaðir til að velja sér
starfsvettvang segir Allen að talið
sé að árið 2015 muni helmingur
fólks sinna störfum sem ekki eru til
í dag. Þetta eru ýmis störf sem
tengjast tölvum, mannlegum sam-
skiptum og upplýsingafræði. „Með
þetta í huga tel ég að almenn
grunnmenntun muni nýtast vel þar
sem lögð er áhersla á gagnrýna
hugsun, lausn vandamála, stjórnun
og slík fög. Ég tel að nemandinn
eigi ekki að velja sér sérsvið fyrr en
að lokinni samfélagsþjónustu sem
hann ætti að sinna á aldrinum 16-
18 ára,“ segir Allen. Unglingarnir
myndu sinna ýmsum störfum í
þágu samfélagsins og kynnast
þannig vinnumarkaðinum af eigin
raun, mismunandi starfsgreinum,
eigin áhugasviðum og hæfileikum.
Á aldrinum 18-21 árs ætti nemand-
inn síðan að ljúka starfsnámi, eða
akademísku námi í einhverju sem
vekur áhuga hans. Að því loknu
færi nemandinn út á vinnumark-
aðinn eða héldi áfram í námi. Eftir
að námi lýkur telur hann að allir, í
öllum starfsgreinum ættu að fara í
endurmenntun í 2-6 vikur á ári
hverju.
Fjölbreyttari skóladag
Allen telur að skóladagurinn eigi
að vera fjölbreyttari en nú er.
Nemandinn eigi að fara í leikfimi,
göngutúra, spila á hljóðfæri,
stunda leiklist eða aðrar listgreinar
og gera ýmislegt annað en að sitja
á skólabekk og stara á kennaratöfl-
una. Það sé nauðsynlegt á löngum
skóladegi að hafa mikla fjölbreytni.
Hann bendir á að hægt sé að læra á
ýmsan hátt, ekki einungis í
kennslustofu fyrir framan kennar-
ann.
Allen hefur skrifað bók um
menntamál í samvinnu við gaman-
leikarann Bill Cosby. Bókinn ber
titilinn „The 100 billion dollar chall-
enge“, eða Hundrað milljarða dala
áskorunin. Allen segir að í bókinni
hafi þeir Cosby bent á 18 mismun-
andi atriði sem myndu bæta
menntakerfið og ættu að kosta um
hundrað milljarði dala í fram-
kvæmd. Hann segir að kennarar
vinni nú þegar meira en 50 tíma á
viku og að leggja þurfi aukna fjár-
muni í menntakerfið til að bæta
það. Kennarar geti ekki einir borið
ábyrgðina á menntakerfinu. Þeir
þurfi að fá hærri laun fyrir vinnu
sína. Einnig segir hann að betur
þurfi að skipuleggja starf kennar-
anna. Kennarar eigi t.d. ekki að
gera eitthvað sem vélar geta gert,
eins og að fara yfir próf. Skipu-
leggja verði námið þannig að bestu
kennararnir sem starfa við hvern
skóla hafi áhrif á sem flesta nem-
endur. Hægt væri að hafa fleiri
nemendur í hverjum bekk þegar
verið er að halda fyrirlestra, hjálpa
við heimavinnu eða eitthvað slíkt.
Nýjar kennsluaðferðir
Allen sagði of algengt að kenn-
arar alhæfðu í kennslu sinni, segðu
að svona eða hinsegin eigi hlutirnir
að vera. Kennarar eiga, að hans
mati, að leggja meiri áherslu á að
þeirra leið til að gera einhvern
ákveðinn hlut er ein aðferð af
mörgum og ekki endilega sú eina
rétta. Mikilvægt væri að reyna að
kenna börnum að setja það sem
þau vita í samhengi og kenna þeim
að nýta sér kunnáttu sína. Mikið af
kennslu eins og hún fer fram í dag
er tekin úr samhengi og auðveldar
það börnum ekki að muna það sem
þeim er kennt, að sögn Allens.
Sem dæmi um hversu úreldar
kennsluaðferðir nútímans eru
bendir Allen á hvernig nemendur
eru prófaðir. Hann segir að ákveðin
hefð hafi skapast í því hvernig eink-
unnir eru gefnar fyrir námsárang-
ur og bendir hann á að ekki sé
hægt að læra að hjóla án þess að
detta. Því telur hann þá áherslu
sem notuð er í skólum víða, að börn
eigi að læra það sem verið er að
kenna þeim í fyrstu tilraun, und-
arlega. Hann spyr t.d. hvers vegna
miðannapróf séu látin gilda að
hluta til einkunnar, þegar mestu
máli skipti hvað nemandinn hafi
lært í lok skólaársins. Einnig er
hann á móti því að einkunn nem-
enda í lestri t.d. eða stærðfræði sé
lækkuð vegna hegðunarvandamála
barnsins.
Allen segir að svona megi taka
flestar aðferðir sem notaðar eru í
skólum og gagnrýna þær og finna
nýjar leiðir sem henti betur og séu
líklegri til að gera nemandanum
betur kleift að takast á við lífið.
Íslenskt menntakerfi á heims-
mælikvarða, en úrelt
Hvað íslenska menntakerfið
varðar segir Allen að íslenskir skól-
ar séu á heimsmælikvarða, en að
þeir séu alveg jafn úreldir og aðrir
skólar í heiminum. „Þetta mennta-
kerfi virkar ekki lengur. Við verð-
um að spyrja okkur hvort við ætl-
um að bíða eftir því að það hrynji
saman áður en við hugum að því,
eða hvort við ætlum gera viðeig-
andi ráðstafanir til að koma í veg
fyrir að það gerist,“ segir Allen og
bendir á að fyrsta skrefið sé að
setja aukna fjármuni í málaflokk-
inn.
ufyrirkomulag úrelt
dag og
kring
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Dwight Allen segir íslenska menntakerfið vera úrelt eins og mennta-
kerfi um allan heim og að mikilvægt sé að huga að breytingum.
120 kennarar og skólastjórnendur sátu námskeiðið Lífsleikni á 21.
öldinni sem Íslensku menntasamtökin stóðu fyrir og lauk á föstudag.
ir
bæði
num í
kar
agi
nan.
nging
ndur
MEÐAL framsögumannaá alþjóðlegri ráðstefnusérfræðinga á sviðilungnakrabbameins,
sem fram fór um helgina, var ástr-
alski læknirinn Nigel Gray. Hann
er að sögn kunnugra mjög þekktur í
vísindaheiminum, sérstaklega fyrir
að stuðla að reykingavörnum.
Gray er kominn á eftirlaun en er
þó hvergi nærri hættur að starfa að
tóbaksvörnum og vinnur sex mán-
uði ár hvert hjá Evrópusamtökun-
um gegn krabbameini í Mílanó á
Ítalíu. Hann hefur starfað við tób-
aksvarnir í 30 ár og á þeim tíma
m.a. gegnt formennsku tóbaks-
varnaráðs Ástralíu.
Meðal þess sem vakti sérstaka at-
hygli í fyrirlestri Gray var að ný-
lega hefur komið í ljós, eftir rann-
sóknir og greiningar, að léttar
sígarettur, m.a. „light“ og „mild“,
eru alveg jafnskaðlegar og hefð-
bundnar sígarettur. Vegna þessa
segir hann að notkun orðanna
„light“ og „mild“ um sígarettur
verði bönnuð af Evrópusambandinu
innan árs.
Sett verði mörk á magn
skaðlegra efna í tóbaki
Inntur eftir því hver séu helstu
stefnumálin í dag þegar kemur að
því að minnka tóbaksnotkun í
heiminum segir hann þau vera
margvísleg en nefnir þó sérstak-
lega tvö. „Það er tími til kominn að
setja upp visst hámark á skaðsöm
efni í tóbaki,“ segir Gray og nefnir
að slíkt gildi um útblástur frá bíl-
um sem háður sé ákveðnum tak-
mörkunum. Annað dæmi segir
hann vera að skortur sé á góðri
lyfjameðferð til að sporna við og
berjast gegn tóbaksneyslu fyrir þá
sem eru að reyna að hætta að
reykja.
Hann segir betra fyrir reykinga-
menn að neyta hreins nikótíns í
sígarettum, sem reyndar er ekki
komið á markað, heldur en óhreins
nikótíns sem er í sígarettum í dag.
Ástæða þess er að hreint nikótín
inniheldur minna af krabbameins-
valdandi efnum. Hreint nikótín er
þó til í formi lyfja og sem tyggjó.
Hann segir hreint nikótín ekki
vera eins áhrifaríkt í dag og
óhreint vegna þess að lyf sem inni-
haldi nikótín hafi ekki sömu áhrif
og sígaretturnar og uppfylli þar
með ekki þörf reykingamannanna.
Hann segir lungun móttaka nikó-
tín betur þegar því er andað inn
heldur en þegar lyfja er neitt.
Gray kveðst vilja láta lyfjaiðn-
aðinn taka við markaðssetningu á
nikótíni almennt.
„Þar með er hún
komin í hendur á að-
ilum sem fara eftir
reglum um það
hvernig framleiðsla á
lyfjum og öðrum efn-
um á að vera úr garði
gerð,“ segir hann og
bætir við að það sé
áhættunnar virði að
fólk verði háð hreinu
nikótíni frekar en
óhreinu nikótíni.
Hann segir flókna
ástæðu vera fyrir því
að hreint nikótín sé
ekki enn komið á
markað. Hann segir lyfjaiðnaðinn
ekki vera áhugasaman um það
vegna allra hættulegu efnanna
enda markmið starfsmanna lyfja-
iðnaðarins að hjálpa fólki, ekki að
eitra fyrir því. Þá sé lyfjaiðnaður-
inn undir ströngu eftirliti og geti
því ekki framleitt ávanabindandi
efni að vild. Gray segir framtíðina
eiga eftir að leiða í ljós hvort takist
að sannfæra ríkisstjórnir um mik-
ilvægi þessa. Hann kveðst þó sann-
færður um að þessi leið sé góð.
Staðdeyfingarlyf
í sígarettum
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hafa tóbaksfyrirtæki lengi
falið fyrir fólki hvað raunverulega
er í sígarettureyknum en í
sígarettum er tóbak sem verður
skaðlegt þegar það brennur. Hann
segir tóbaksfyrirtækin reyna að
gera sígaretturnar aðlaðandi með
því að bæta í þær ýmsum lyktar-
efnum, sykri og kaffi svo eitthvað
sé nefnt. Hann kveðst líka vita
dæmi þess að sett hafi
verið staðdeyfingarlyf
í sígaretturnar en það
segir hann tóbaks-
framleiðendurna gera
til að eyða þeim ert-
ingi í hálsi sem mynd-
ast við reykingar.
Þá segir hann fram-
leiðendurna komast
upp með að hafa mis-
munandi mikið magn
af eiturefnum í
sígarettunum eftir
löndum. Aðspurður
hvort þetta sé leyfi-
legt segir hann að
tóbaksfyrirtækin geti
gert allt sem þeim sýnist. „Það er
einmitt þetta sem ég er á móti, það
þarf að stjórna aðgerðum tóbaks-
framleiðenda. Það þarf að setja
þeim fastari skorður,“ og bætir við
að það sé hægt að gera m.a. með
því að setja lög um hámark skað-
legra efna í tóbaki. Hann segir tób-
aksfyrirtækin hafa í allt of langan
tíma fengið að valsa laus og það
einkennilegasta er að ekki sé meira
gert af því að gagnrýna þau.
Gray hyggst halda ótrauður
áfram tóbaksvarnarbaráttu og að-
spurður um boðskap hans til ís-
lenskra barna sem erfa munu land-
ið segir hann einfaldlega: „Ekki
byrja, nikótín er ávanabindandi.
Aðeins nokkrir pakkar geta leitt til
ávana.“ Hann bætir við að einungis
10 til 15% þeirra sem fái lungna-
krabbamein í heiminum læknast,
85 til 90% deyja. Hann getur þess
þó að líkur á bata aukist talsvert
með nýrri tækni.
Bann við notkun orðasam-
bandsins léttar sígarettur
Nigel Gray
hronni@mbl.is
Nigel Gray segir að innan árs banni ESB
notkun á orðasambandinu léttar sígar-
ettur á umbúðum vegna þess að þær séu
jafnskaðlegar og hefðbundnar sígarettur.
Hrönn Indriðadóttir ræddi við Gray.