Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 39
uðust var sumarverkum ekki lokið
fyrr en þau höfðu farið austur á Hér-
að með tjaldvagninn og dvalið
nokkra daga á Skipalæk. Þau óku þá
gjarnan um Fljótsdalshéraðið og
niður á firði og þá sérstaklega til
Seyðisfjarðar. Þegar þessum verk-
um var lokið mátti fara heim og
njóta sumarsins í Reykjavík eða
Þjórsárdalnum. Þorsteinn kom upp
litlu veiðihúsi í Þjórsárdal ásamt
þremur félögum sínum. Smám sam-
an eignaðist hann húsið og alltaf var
leitað í litla húsið þó að veiðin hafi
verið tekin yfir af öðrum. Fyrir um
tólf árum byrjaði Þorsteinn að
rækta tré við húsið og þar er nú un-
aðsreitur. Elstu barnabörnin fengu
oft að fara með afa og ömmu í Þjórs-
árdalinn. Einhvers staðar er til
mynd af Þorsteini yngri þar sem
hann er að starfa að vegagerð með
afa sínum í brekkunni fyrir ofan litla
húsið og þar er búið að setja upp
skilti sem á stendur „Þorsteins-
brekka“. Það var alltaf eitthvað
skemmtilegt á seyði hjá afa og
ömmu í Þjórsárdalnum þegar farið
var þangað.
Þorsteinn sýndi börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum sér-
staka umhyggjusemi. Þegar við
hjónin komum frá námi til Íslands í
lok árs 1973 hafði Þorsteinn fest
kaup á íbúð fyrir okkar hönd. Hann
sagði að nú væru verðbólgutímar og
hver vikan gæti skipt máli. Þetta
framtak Þorsteins mun án efa hafa
treyst fjárhag okkar verulega. En
Þorsteinn lét ekki þar við sitja. Í
kjallaranum í Barmahlíðinni þar
sem við höfðum fyrst aðsetur beið
forláta rúm handa litla nafna hans
sem þá var 14 mánaða.
Þegar ég hitti Þorstein fyrir um
36 árum sá ég strax að þar fór glæsi-
legur og höfðinglegur maður. Auð-
séð var að hann hafði alist upp á
menningarheimili og kurteisari
mann hef ég ekki hitt um ævina. Þau
hjónin áttu það einnig sameiginlegt
að vera umtalsgóð og aldrei heyrði
ég þau hallmæla nokkrum manni.
Eftir að Guðrún veiktist sýndi
Þorsteinn henni einstaka umhyggju-
semi og vildi allt fyrir hana gera. Ég
efa ekki að þetta síðasta ár síðan
Guðrún lést hefur verið honum mjög
erfitt. Heilsunni hrakaði og svo fór
að hann gat ekki lengur búið einn.
Hann fékk að lokum skjól á deild L-4
Landakoti. Dauðastríðið var stutt og
mig langar til þess að trúa því að
Þorsteinn hafi ekki kvalist. En Þor-
steinn hélt reisn sinni til hins síðasta
og var alltaf sami kurteisi heiðurs-
maðurinn. Mig langar til þess að
þakka honum fyrir 36 ára samfylgd.
Að lokum vil ég fyrir hönd fjölskyld-
unnar þakka starfsfólki deildar L-4
á Landakoti fyrir einstaka um-
hyggju sem þau sýndu Þorsteini.
Sigrún Helgadóttir.
Hann afi minn var jólabarn. Hann
átti afmæli 24. desember og þegar
ég var barn vorkenndi ég honum heil
ósköp að vera fæddur á þessum degi.
Hugsa sér, bæði jól og afmæli og
hann fékk næstum enga pakka! Við
hin nutum góðs af þessum sérkenni-
lega afmælisdegi því amma eldaði
rjúpur ofan í börn og barnabörn.
Jólin voru stórfjölskylduhátíð hjá
okkur þar sem afi og amma í Barmó
voru í aðalhlutverki. Þau voru líka
ekkert að vesenast í að þvo upp eftir
matinn heldur undum við okkur
beint í pakkana og það kunnu barna-
börnin vel að meta. Afi og amma
áttu veiðihús í Þjórsárdal og þangað
fengum við krakkarnir oft að fara.
Mér er minnisstætt þegar ég fékk að
fara í heila viku til þeirra ásamt vin-
konu minni. Þessi ferð var ógleym-
anleg og tölum við vinkonurnar um
hana enn þann dag í dag. Á seinni
árum byrjuðu þau hjónin að planta
trjám við veiðihúsið og þegar ég
lagði leið mína þangað nú í júlímán-
uði var komin mikil rækt þar sem
áður sást ekkert nema melar og
geldingahnappar.
Það sem er mér kannski efst í
huga er hversu órjúfanleg heild afi
og amma voru. Það var því mikill
missir fyrir hann þegar amma dó
fyrir ári. Ég veit að hún var alltaf of-
arlega í huga hans og hann valdi sér
einmitt sama dánardag og hún. Viku
áður en hann dó kom ég ásamt móð-
ur minni og Hrefnu Kristínu dóttur
minni að heimsækja afa. Við sátum
úti í góða veðrinu, hlustuðum á
harmonikkutónlist og afi var hinn
hressasti, hló og gantaðist. Mömmu
varð að orði að við hefðum átt að
taka myndavél með þar sem hér
væru saman komnir fjórir ættliðir.
Afi gerði lítið úr því og sagði að við
mundum nú hittast aftur. Því miður
verður aldrei af því. Hrefna litla fær
aldrei að kynnast langafa sínum.
Myndavélin var samt óþörf því ég
geymi þessa mynd í huganum og
gæti þess að hún dofni ekki. Nú er
afi kominn til ömmu og ég veit að
þau horfa til okkar, styðja okkur á
erfiðum stundum og samgleðjast á
gleðistundum. Ég þakka fyrir að
hafa verið svo lánsöm að vera barna-
barn ykkar.
Guðrún Sesselja.
Í dag er kvaddur Þorsteinn Arn-
alds frændi minn. Hann var yngstur
þeirra ágætisbræðra, sona Matthild-
ar föðursystur minnar og Ara Arn-
alds sýslumanns.
Þar sem Þorsteinn var rúmum 11
árum eldri en ég, höfðum við lítið
saman að sælda á æskuárum mínum,
nema helst þegar hann gekk í að
skipuleggja hjá mér námið. Mínar
fjarvistir hafa svo sett takmörk á
frekari kynni og samgang okkar.
Hinsvegar hafði faðir minn þeim
mun meira af honum að segja, því
þeir voru ætíð perluvinir og t.d. golf-
félagar fram á síðasta dag, en sú al-
úð, sem Þorsteinn sýndi honum og
einnig systur minni, sannaði einmitt
hversu drenglyndi var ríkur þáttur í
skapgerð hans.
Því er þakklæti ríkt í minningu
minni og systkina minna um Þor-
stein Arnalds og þar ætla ég að faðir
okkar væri á sama máli.
Ragnar Gunnarsson Kvaran.
Látinn er föðurbróðir minn, Þor-
steinn Arnalds, eftir glímu við erf-
iðan sjúkdóm. Stutt var á milli Þor-
steins og Guðrúnar, konu hans, sem
lést fyrir réttu ári.
Þorsteinn og Guðrún komu oft við
á heimili foreldra minna, Sigurðar
og Ásdísar, þar sem bræðurnir
skiptust gjarnan á sögum við mikla
kátínu viðstaddra. Þeir höfðu báðir
einstaka frásagnarhæfileika og
næmt auga fyrir skoplegum hliðum
lífsins, og þeir kunnu þá list að
krydda frásögnina hæfilegum ýkj-
um; góð saga var ekki látin gjalda
sannleikans. Þeir áttu það til að
glettast hvor við annan, en allt var
það þó græskulaust gaman. Oft var
glatt á hjalla í sumarbústaðnum
austur við Álftavatn, þar sem Einar
frændi og Laufey áttu einnig bústað.
Náin vinátta tengdi bræðurna þrjá
og fjölskyldur þeirra og samgangur
var mikill.
Þorsteinn og Guðrún, eða Steini
og Göja eins og þau voru alltaf köll-
uð, voru einstaklega samhent hjón.
Þau áttu sér myndarlegt heimili við
Barmahlíðina og þangað var ávallt
gott að koma. Minningin um Steina
og Göju er sterkur þáttur æsku-
minninganna. Hallgrímur, sonur
þeirra Þorsteins og Guðrúnar, og ég,
erum á svipuðu reki og við dvöldum
oft saman, sérstaklega á sumrin.
Kærar eru minningarnar úr Þjórs-
árdalnum, þar sem þau hjónin áttu
yndislegt lítið sumarhús, ofan
byggðra bóla fyrir tíma stórvirkj-
ana. Þar var ég iðulega hjá þeim
Steina og Göju við veiðiskap og úti-
vist. Þau hjónin höfðu einstakt lag á
okkur strákunum og efldu með okk-
ur áhuga á náttúru landsins sem við
enn búum að. Ekki eru síður kærar
minningar frá löngum fjölskyldu-
ferðalögum víðsvegar um Suður-
land, þar sem saga landsins var vak-
in til lífs og náttúran var krufin. Þau
hjónin höfðu yndi af útivist og ferða-
lögum og ferðuðust mikið. Kannski
var grunnur að áhuga Þorsteins á
landinu lagður í þingaferðum með
föður hans, Ara Arnalds, sem var
sýslumaður og bæjarfógeti á Seyð-
isfirði. Þorsteinn dvaldi langdvölum
þar og á Héraði í æsku og Austur-
land var honum afar kært.
Árið 1961 var Þorsteini falið að
stjórna einu stærsta fyrirtæki lands-
ins, Bæjarútgerð Reykjavíkur, eftir
að hafa starfað ötullega að uppbygg-
inu fyrirtækisins allt frá stofnun
þess 1946. Við bræður nutum góðs af
og þrír okkar gerðust togarahásetar
á sumrin á menntaskólaárunum og
kynntust því vel hverrar virðingar
og trausts Þorsteinn naut meðal
samstarfsmanna.
Þorsteinn var hávaxinn maður og
glæsilegur að vallarsýn. Hann var
fjölmenntaður og skarpgáfaður og
átti auðvelt með að greina kjarna
hvers máls. Stórlyndur var hann
nokkuð, en jafnframt afar hrein-
skiptinn og lífsglaður húmoristi.
Hann var gæddur þeirri ljúfmann-
legu og yfirlætislausu reisn sem
einkennir marga mikilhæfa menn.
Þorsteinn Arnalds var drengskapar-
maður. Blessuð sé minning hans og
Guðrúnar konu hans.
Ég sendi fjölskyldunni einlægar
samúðarkveðjur.
Ólafur Arnalds.
Góður vinur minn, Þorsteinn Arn-
alds, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, er lát-
inn. Mig langar að minnast hans með
fáeinum orðum á kveðjustund.
Ég kynntist Þorsteini er við hóf-
um nám í fyrsta bekk við Mennta-
skólann í Reykjavík haustið 1931 og
vorum við bekkjarfélagar í sex ár.
Hann bjó þá með móður sinni og
bræðrum á efstu hæð hússins að
Túngötu 5 í Reykjavík.
Þorsteinn var nokkru eldri en ég,
um það bil þremur árum. Við urðum
fljótlega mestu mátar og lásum
gjarnan saman fyrir skólann. Ég
kunni afskaplega vel að meta mann-
kosti hans og er mér efst í huga hóg-
værð hans og trygglyndi sem ein-
kenndi allt hans fas.
Í hópnum sem hóf nám við
Menntaskólann í Reykjavík haustið
1931 var meðal nemenda Guðrún
dóttir Hallgríms Tulinius. Þau Þor-
steinn felldu hugi saman og opin-
beruðu trúlofun sína sama árið og
við urðum stúdentar.
Þau stofnuðu svo heimili í Reykja-
vík að loknu námi í Danmörku og við
tókum upp þráðinn er við Lillý kom-
um heim frá Bandaríkjunum í stríðs-
lok. Alla tíð var samgangur með okk-
ur mikill og við skiptumst á
afmælisgjöfum á hverju ári; ég fór
með gjöf á Þorláksmessu og Þor-
steinn kom til mín á nýársdag.
Þau Þorsteinn og Göja, en svo var
Guðrún ætíð kölluð, deildu með okk-
ur áhuga á bridgeíþróttinni og áttum
við Lillý fjöldamargar gleðistundir
með þeim hjónum við spilamennsku.
Einnig lékum við Þorsteinn golf
saman um tíma og fórum við öll sam-
an til Bournemouth fyrir nokkrum
árum þar sem vinahópurinn átti
saman góðar stundir.
Þegar ég lít yfir farinn veg minn-
ist ég Þorsteins með hlýju fyrir vin-
áttu hans og trygglyndi í hartnær
sjötíu ár.
Farðu vel, kæri vinur.
Þórhallur Ásgeirsson.
Vinur minn og bekkjarbróðir,
Þorsteinn Arnalds, lést á Landa-
kotsspítala 1. ágúst sl. Við vorum 54
sem lukum stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1937, en stöðugt fækkar í hópnum og
á einu ári hafa nú sex látist.
Við Steini kynntumst í 1. bekk
MR haustið 1931 og vorum bekkj-
arsystkini í sex ár. Það var ekki
hægt annað en þykja vænt um
Steina, því hann var slíkt ljúfmenni
og alltaf glaður og kátur. Okkur varð
strax vel til vina og sú vinátta varð
enn dýpri og stóð alla ævi, þar sem
hann kvæntist bestu vinkonu minni
og bekkjarsystur okkar beggja,
henni Göju.
Þau opinberuðu trúlofun sína þeg-
ar við útskrifuðumst sem stúdentar
1937 en gengu samt ekki í hjóna-
band fyrr en 1942. Þá var ekki al-
mennt til siðs að fólk færi að búa
meðan það var í námi og áður en það
gæti séð fyrir heimili.
Steini var mikið glæsimenni og
reglulegur „sjarmör“, sem heillaði
jafnt ungar konur sem aldnar. Ég
man að móðursystir mín, þá um sjö-
tugt, hafði hitt Steina í Kaupmanna-
höfn á námsárum hans. Hún átti
varla orð til að lýsa hrifningu sinni á
Þorsteini, hvað hann hefði verið
skemmtilegur og umfram allt kurt-
eis og tillitssamur.
Göja og Steini voru alltaf jafn ást-
fangin og sérstaklega samhent. Þess
vegna er það einkar táknrænt, að
þau dóu bæði 1. ágúst með aðeins
eins árs millibili og voru bæði kistu-
lögð, fyrir einskæra tilviljun, á brúð-
kaupsdegi þeirra, 8. ágúst. Þau
höfðu mjög svipuð áhugamál, ferð-
uðust mikið, fyrst aðallega um Ís-
land, og kynntu sér vel þá staði, sem
þau heimsóttu. Má segja að þau hafi
þekkt hvern krók og kima.
Ásamt nokkrum vinum sínum
höfðu þau komið upp litlu veiðihúsi í
Þjórsárdal og þar dvöldu þau oft á
sumrin. Var mjög skemmtilegt að
heimsækja þau þar. Seinna meir
fóru þau oft til útlanda og þar gilti
sama reglan að þau kynntu sér alla
staðhætti. Á tímabili áttu þau hús á
Spáni.
Steini var mjög fær bridsspilari
og var árum saman í spilaklúbbi með
vinum sínum. Göja hafði aftur á móti
minni áhuga á spilamennsku og þá
hringdi hún oft í mig og bað mig að
koma í heimsókn og röbbuðum við
þá saman langt fram eftir kvöldi.
Göja veiktist fyrir nokkrum árum
af Alzheimersjúkdómi og var þá
aðdáunarvert hve Steini annaðist
hana af mikilli nærgætni. Hann
missti mikið, þegar Göja lést fyrir
ári eftir 58 ára hjónaband. Það var
eins og hann festi hvergi yndi.
Steini var kominn á Hrafnistu eft-
ir áramótin og ætlaði ég svo sann-
arlega að heimsækja hann þar, en þá
veiktist ég sjálf og var á 5. mánuð á
sjúkrahúsi, síðast á Landakoti. Þá
var það í blíðskaparveðri að starfs-
fólkið hélt okkur sjúklingum sum-
arfagnað úti í garði og þar hitti ég
Steina. Við vorum þá bæði búin að
vera á Landakoti í nokkurn tíma,
bara sitt á hvorri hæð, án þess að
vita hvort af öðru. Urðu þar fagn-
aðarfundir og Steini elskulegur eins
og alltaf. Hann var ánægður á
Landakoti, sagði starfsfólkið allt
yndislegt, sem ég hafði líka sann-
reynt.
Mikið var ég þakklát fyrir að hafa
hitt Steina og geta heimsótt hann
áður en ég fór heim nokkrum dögum
síðar. Tæpri viku seinna var hann
látinn.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra samstúdenta okkar frá 1937, að
við söknum Steina og Göju mjög
mikið og sendum fjölskyldu þeirra
innilegar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning þessara elskulegu hjóna.
Margrét Thoroddsen.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 39
*
- ?+D
@? 5+
+)
# %
%
%
.
(()
/ # %
!
0-
%
? ! # &&
/ 0" &!""
5;
5 !
($ " !*
"
E 5
@E
%"&6#" -
- 9
(7
1 ,
2*
#
%
3)
'))
' &" &!""
F-&&
&" &&
. $ " '
?$4 &" &&
G
$ &!""
% 4 *
)5(
32
+) %# !6
#6$ &6 '" %
&' &"".-&' " HH
(7
*
1 ,
2*
#
% ,
&
)()
"- !, %,-
) %*(&"$; && *
* ?()2
- ,
3
'
"% ' (&"$; &!""
2&$ " &
2&2&&&
$ " 62&&& *