Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 51

Morgunblaðið - 14.08.2001, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 51 DAGBÓK Gull er gjöfin Gullsmiðir Tilboð Barnamyndatökur verð frá kr. 5.000 Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. brautir & gluggatjöld Útsala Mikið úrval - Efni - Sængurver - Handklæði - Dúkar - Taukappar o.fl. Verð frá kr. 100 Faxafen 14, sími 525 8200 Ný sending LJÓÐABROT Miðsumar Oft finnst oss vort land eins og helgrinda hjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn. Það agar oss strangt með sín ísköldu él, en á samt til blíðu, það meinar allt vel. Því svartar sem skyggir vor skammdegis neyð, þess skærara brosir vor júnísól heið. Nú skín hún á frónið vort fátækt og kalt, og fegurðar gullblæjum sveipar hún allt. Sjá ljómann um strandir, þar leikur hún sér í ljósinu suðandi bjargfugla her, og æðarfugls móðurkvak ómar í ró við eyjarnar grænar á lognstafa sjó. Nú veit ég, að engu finnst ævi sín löng. því allt fagnar hásumarbirtu með söng frá hafströnd að óbyggðar hrjóstugri slóð þar heiðlóan kveður sín einbúa ljóð. – – – Steingrímur Thorsteinsson SUM spil hafa á sér yfir- bragð einfaldleikans, en eru þó glettilega flókin þegar dýpra er kafað. Slemma suðurs hér að neðan er af þeim toga: Norður ♠ DG10942 ♥ ÁK3 ♦ Á5 ♣ 106 Suður ♠ Á ♥ DG9752 ♦ D3 ♣ Á975 Samningurinn er sex hjörtu og útspilið tígulgosi. Hver er besta leiðin? Prófum fyrst þetta: Tíg- ulás (það er sjálfgefið), spaðaás, hjartadrottning og ás, spaðadrottning og tígli hent heima. Er þetta ekki skothelt ef trompið liggur sæmilega? Norður ♠ DG10942 ♥ ÁK3 ♦ Á5 ♣ 106 Vestur Austur ♠ K876 ♠ 53 ♥ 6 ♥ 1084 ♦ G10876 ♦ K942 ♣ KG2 ♣ D843 Suður ♠ Á ♥ DG9752 ♦ D3 ♣ Á975 Vestur fær á spaðakóng- inn og síðan er hægt að taka síðasta trompið í borði og fríslagina á spaða. Ein- falt spil, ekki satt? Rétt svo langt sem það nær, en hver segir að vest- ur þurfi að taka strax á spaðakóng? Látum hann dúkka. Austur rekur tromp í næsta spaða og þá hrynur spilið. Sagnhafi á svar við þess- ari hættu. Hann geymir hjartatvistinn og spilar fyrsta trompinu á ás blinds. Svo spaðadrottningu og hendir tígli. Vestur dúkkar og austur trompar næsta spaða. En nú yfirtrompar suður, fer inn í borð á hjartakóng, spilar spaða- gosa og hendir tígli. Tromp- þristurinn er svo innkoma á fríspaðana. Þetta blasti ekki við í upphafi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í gær,mánudaginn 13. ágúst, varð Pétur Bjarna- son, til heimilis á Löngu- mýri 34, Akureyri, fimm- tugur. Af því tilefni munu hann og kona hans, Herdís S. Gunnlaugsdóttir, taka á móti vinum og vandamönn- um í veislusal Fiðlarans á Akureyri á fjórðu hæð milli kl. 17 og 19 laugardaginn 18. ágúst nk. Gestum er bent á að lokatónleikar DjangoJazz 2001 verða á Glerártorgi að móttöku lokinni. BRÚÐKAUP. Gefin voru sam- an 28. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Júlía Þorvaldsdóttir og Kjartan Þor- björnsson. Heimili þeirra er í Sóltúni 9, Reykjavík. Þorkell Þorkelsson Árnað heilla Sigurður Daði Sigfússon tók þátt í sumar í þrem lokuðum alþjóðlegum mótum í Ung- verjalandi. Hann stóð sig með mikilli prýði og var í öll- um þrem mótunum hárs- breidd frá því að ná alþjóð- legum áfanga. Á Fyrsta laugardagsmótinu í júlí í Búdapest var hann næst því að takast ætlunarverk sitt en hann naut þá félagsskap- ar Sigurbjörns Björnssonar (2.297). Þeir tóku þó ekki þátt í sama móti þar sem um tvö lokuð mót var að ræða þótt teflt væri á einum stað. Sigurbjörn hafði hvítt í stöð- unni gegn Jero- en Blokhuis (2.341) og þving- aði hann til upp- gjafar eftir 43. h7+! enda verð- ur svartur mát eftir 43. ... Bxh7 44. Df7#. Loka- staðan í flokki Sigurbjörns varð þessi: 1. Lajos Seres (2.427) 9½ vinn- inga af 13 mögu- legum. 2. Shuai Wang (2.320) 8½ v. 3. Florian Grafl (2.317) 8 v. 4.–5. Pal Petran (2.388) og Jeroen Blokhuis (2.341) 7½ v. 6.–7. Anita Gara og Sand- or Farago 6½ v. 8. Sigur- björn Björnsson (2.297) 6 v. 9.–10. Rangel Fernandez (2.217) og Yu Minguyan (2.277) 5 v. 11. Robert Sinn (2.140) 4½ v. 12. Nicholas Maloney (2.208) 4 v. 13. Chris Desmaris (2.180) 3 v. 14. Ticia Gara ½ v. (2.381) SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert sannfærandi og sjálf- stæður, en eigingirni þín getur stundum gengið of langt og fælt frá. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú verður að hafa augun opin og fylgjast með nýjungum á þínu sviði því að öðrum kosti áttu á hættu að dragast aftur úr og þá munu menn leita annað en til þín. Naut (20. apríl - 20. maí)  Undirbúðu ákvarðanir þínar vandlega á hvaða sviði sem þær eru og forðastu allar skyndiákvarðanir þótt sumar virðist freistandi í fyrstu sýn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki láta sam- bandið við vini þína rofna enda er tæknin orðin slík að hægt er að hafa samband án mikillar fyrirhafnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er sjálfsagt að lyfta sér upp þegar tilefni er til og þú hefur lagt hart að þér að undanförnu svo það er í góðu lagi að þú gerir þér einhvern dagamun. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt ekki sé ástæða til þess að segja öllum allt er heldur ekki ástæða til þess að þegja þunnu hljóði þegar sam- starfsmenn setjast að spjalli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að forðast það að valda samstarfsmönnum þín- um misskilningi með því að tala tæpitungulaust og leyna í engu skoðunum þínum eða fyrirætlunum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hlutirnir virðast ákaflega já- kvæðir í kringum þig og þú ættir að leita uppi einhvern sem deilir áhugamáli þínu og sjá hvort þið getið ekki átt skap saman. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sýndu mikla varfærni í við- skiptum í dag. Vertu sérstak- lega á verði gegn gylliboðum sem eru í raun og veru of góð til þess að vera sönn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur nóg á þinni könnu og mátt ekki taka að þér fleiri verkefni því þú átt enga möguleika til þess að standa við þau loforð sem mun bara skemma fyrir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að vera við því bú- inn að aðrir uppfylli ekki þær skyldur sem þeir hafa tekist á herðar og að það lendi á þér að koma verkefninu í höfn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Forðastu eins og heitan eld- inn að láta einkamálin hafa áhrif á starf þitt því þetta tvennt á ekki að fara saman. Forðastu fljótfærna vini sem best þú getur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Finnist þér þú innikróaður skaltu taka þér hlé til þess að líta yfir sviðið því það er oft erfitt að sjá heildarmyndina í hita leiksins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Líttu á björtu hliðarnar. Þú verður hvorki atvinnu- laus eða húsnæðislaus næstu 10 árin. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.