Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 52

Morgunblaðið - 14.08.2001, Side 52
Riv- ers of No Ret- urn (’54), þar sem hún lék á móti Robert Mitchum undir vök- ulum augum Ottós Preminger, komst Monroe á forsíðurnar er hún giftist hafna- boltaleikaranum og þjóðhetjunni Joe DiMaggio. Heim- sókn hennar á víg- stöðvarn- ar í Kóreustyrjöldinni, stappaði stálinu í landa hennar á blóðvellinum – og komst einnig heldur betur í fréttirnar. Monroe var orðin stjarna og samstundis fór frægðin að taka sinn toll. Hún mætti ekki við tökur á The Girl in Pink Tights, kvikmynda- gerðinni var aflýst. Allt frá árinu 1952 hafði hún fengið orð á sig fyrir óáreiðanleika á tökustað, þar sem hún mætti gjarnan seint og illa. The Girl in Pink Tights var sú fyrsta sem leikkonan sniðgekk með öllu, bar fyrir sig vondu handriti. Fox brást við með því að kyrrsetja hana um sinn en hún bauðst þá til að taka að sér aðalhlutverkið í músikalinu There’s No Business Like Show Business. Tónlistin eftir Irving Berl- in og myndin og Monroe, sem söng nokkur lög með ágætum, nutu mik- illa vinsælda. Toppurinn ... og botninn 1955 var hún komin á toppinn og átti magnaðan leik í mynd Billys Wilder, The Seven Year Itch. Á meðan á tökum stóð, var tekin ein frægasta ljósmynd allrar kvik- myndasögunnar, þar sem Monroe- berst (með mátulegum áhuga), við að halda niðri pilsinu. Sagt er að sú margfræga myndataka hafi riðið hjónabandi þeirra DiMaggios að fullu. Eftir velgengni The Seven Year Itch, lenti Monroe enn eina ferðina uppá kant við Fox, neitaði að taka að sér aðalhlutverið í How To Be Very, MARILYN MONROE EF einhver ein leikkona á skilið að hljóta útnefningu sem kyntákn kvik- myndanna, kemur aðeins ein til greina. Hún er að sjálfsögðu Marilyn Monroe, umtalaðasta goðsögn kvik- myndaheimsins fyrr og síðar. Ofur- stjarna, kynbomba, hvað sem fólk hefur kosið að kalla hana, þá kemst engin með tærnar þar sem Marilyn Monroe hafði hælana. Hún var allt í senn, kynþokkafull og fögur, varn- arlaus, viðkvæm, tælandi og lokk- andi. Hún var draumórar hvers karl- manns holdi klæddir, jafnframt var líf hennar linnulaust sambland mar- traða og drauma, sorgar og gleði, sigra og skipbrota. Hún hefði orðið 75 ára 1. júní sl. ef líf hennar hefði ekki endað á dularfullan og dapur- legan hátt árið 1962. Þá var Marilyn aðeins 36 ára gömul, í blóma lífsins, mundi margur halda. Áhöld eru um það. Vansæl uppvaxtarár Í tilefni þessa merkisafmælis mun Filmundur bjóða upp á sýningar á Some Like it Hot, bestu myndar leikkonunnar, á næstunni. Sýning- arnar sanna einnig ódauðleika henn- ar og eilífar vinsældir og meðvitund um tilvist hennar, þótt hún hafi látist fyrir hartnær 40 árum. Myndin sýn- ir líka, flestum betur, óvefengjan- lega gamanleikhæfileika Monroe, auk þess dásamlega þokka og ómót- stæðilegu útgeislunar, sem jafnan umlukti persónuna einsog töfrahjúp- ur. Kvikmyndavélin elskaði hana, hún hafði allt til að bera annað en gæfuna, sem hún gat aldrei höndlað. Eftir stendur leikur og framkoma í allnokkrum kvikmyndum, fáeinum góðum, þar sem útlit hennar, hæfi- leikar og persónutöfrar skyggja á allt annað. E.k. skoðunarferðir til Undralandsins, sem skilja við áhorf- andann fullan óbætanlegrar tóm- leikakenndar. Líkt og barn sem týn- ir gullunum sínum. Marilyn Monroe fæddist Norma Jean Mortensen, í Los Angeles, þar sem móðir hennar dvaldist langtím- um á stofnunum. Líf stúlkunnar var því tregablandið frá upphafi, uppalin á fjölda upptöku- og fósturheimila. Var nauðgað átta ára gamalli. Giftist Jim nokkrum Dougherty, aðeins 19 ára. Hún fór að vinna hjá flugvéla- verksmiðju um sinn, reyndi sjálfs- víg, skömmu síðar var Dougherty kallaður í herinn. Hún lýsti þá hár sitt og reyndi fyrir sér sem ljós- myndafyrirsæta. 1946, árið sem þau skildu, varð hún skjólstæðingur stórrar og virtrar umboðsskrifstofu og myndir af þessari fótógenísku draumadís fóru að birtast í þekktum blöðum og tímaritum. Milljarðamæringurinn Howard Hughes, þáverandi eigandi RKO, varð fyrstur til að bjóða stúlkunni inn fyrir hlið Hollywood. 20th Cent- ury Fox hafði betur og fyrr en varði var Marilyn komin á launaskrá fyr- irtækisins, með 125 dali á viku. Leið- ir Monroe og kvikmyndaversins lágu æ síðan saman, í blíðu og stríðu. Lít- ið kom út úr samningum fyrstu árin og MM söðlaði yfir til Columbia árið 1948. Þar tók ekki betra við, eitt hlutverk í smámynd. Fyrsta umtals- verða tækifærið fékk hún síðan hjá John Huston í The Asphalt Jungle (‘50). Það var ekki stórt en sýndi að stúlkan gat leikið og áhugi Fox vaknaði aftur. Darryl F. Zanuck, æðsti maður kvikmyndaversins, réð hana í lítið en bitastætt hlutverk í klassíkinni All About Eve (‘50), en hugkvæmdist næstu árin ekkert betra henni til handa en hlutverk heimsku ljóskunnar. Nektarmyndir og smáhlutverk Monroe var lánuð til RKO, að leika á móti Barböru Stanwyck í Clash By Night (‘52). Þar kom hún fram fáklædd í atriðum sem vöktu mikla athygli á hinni limafögru leik- konu og urðu til þess að nektarmyndir sem teknar voru af henni nokkrum árum áður, komust í umferð. Nú varð Monroe í fyrsta sinn á hvers manns vörum og Zanuck setti hana umsvifalaust í eitt aðalhlutverk Don’t Bother to Knock, hraðsoðinn- ar spennumyndar, og síðan tóku við hlutverk í fleiri minniháttar mynd- um. Kvikmyndahúsagestir vildu greinilega meira af þessari kyn- þokkafullu smástjörnu og Zanuck fór að gera sér grein fyrir að hann lúrði á gullmola. Nýtti sér kynþokka hennar til hins ítrasta í stórmynd- inni Niagara (‘53), þar sem Monroe lék lostafulla kvensnift, á móti Jos- eph Cotton. Léttur gamanleikur virtist þó henta betur hinni rísandi stjörnu, líkt og kom ljóslega fram í Gentlemen Prefer Blondes (’53), dans- og söngvamynd Howards Hawks, og enn frekar, síðar á sama ári, í How to Marry a Millionaire. Báðar urðu myndirnar feikivinsæl- ar, Marilyn Monroe var komin í tölu gyðjanna á hvíta tjaldinu. Eftir að hafa fengið ágæta dóma fyrir leik í aðalhlutverki vestrans Very Popular. Hélt þess í stað til New York, í læri við hið fræga Act- or’s Studio Lees Strasberg og hugð- ist þar með fría sig endanlega af heimsku blondínunni. Í New York kynntist hún næsta eiginmanni sínum, leikritaskáldinu Arthur Miller. Samtímis versnaði sam- komulagið á milli stjörnunn- ar og Fox, sem var þó blíðkað með því að leik- konan skrifaði undir nýjan sjö ára samn- ing, sem hækk- aði launin í 100 þúsund dali fyrir hverja mynd og bætti við þátttöku í leikstjóravali. Í kjölfar- ið fylgdi einn besti leikur stjörnunnar á ferlinum, í kvik- myndagerð Joshua Logans á Broadway verkinu Bus Stop (’56). Hún var einnig framúrskarandi á móti sjálfum Laurence Olivier í The Price and the Showgirl (’57). Tveim- ur árum síðar átti Monroe stórleik í mynd Wilders, Some Like It Hot, sem varð hennar vinsælasta mynd. Engu að síður var líf hennar þá kom- ið í vonda flækju, sjálfseyðingarhvöt, þunglyndi, eiturlyfjaneysla og drykkja, farin að setja stórt strik í lífsmunstrið. Hjónaband hennar og Millers stóð höllum fæti, Yves Mont- and, mótleikari hennar í Let’s Make Love (’60), gerði því sem næst út af við það. Nú átti Monroe eftir að leika í að- eins einni mynd, The Misfits (’62), sem Miller skrifaði með hina van- sælu og brothættu eiginkonu sína í huga. Kvikmyndatakan var einn sí- felldur árekstur leikkonunnar og leikstjórans, John Huston, og mót- leikaranna Clark Gable og Montgomery Clift. Monroe var rekin eftir mánaðar vinnu við Something Got to Give, sem George Cukor náði aldrei að ljúka. Monroe var orðin gjörsamlega ósamvinnufær sökum þunglyndis og lyfjaneyslu. Aðeins tveim mánuðum síðar var hún látin. Allar götur síðan hafa mýmargar kenningar verið á lofti um aldurtil- ann. Margir sagnfræðingar vilja meina að Kennedy-ættin hafi átt sök á dauða álfakroppsins fagra, en þeir naglarnir, John F., og handbendi hans og bróðir, Robert Kennedy, áttu báðir í „óheppilegu“ ástarsam- bandi við hina ógleymanlegu en óhamingjusömu Marilyn Monroe. Ekkert hefur verið sannað, og nú 40 árum síðar, eru staðreyndir og skáldskapur runnin saman í eitt. Við fáum líklega aldrei að vita hina réttu dauðaorsök glæsilegustu þokkagyðju kvikmyndanna. Sem fékk svo sjaldan að njóta sín, einmitt vegna tvíbents kynþokkans. En goð- sögnin lifir til eilífðarnóns. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Marilyn Monroe, að ljúka tök- um á myndinni The Misfits (’61). FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ mynd sem segir frá hinni frá- skildu Monroe, vini hennar Gable, sem hún heldur með út í eyði- mörkina að fanga villta hesta, og kúreka, sem Montgomery Clift leikur, er slæst í för með þeim. Arthur Miller skrifaði handritið með hina ógæfusömu eiginkonu sína í huga, hvorugu bregst boga- listin. BUS STOP (1956) Kyntáknið sannaði hér, svo ekki varð um að villast, að hún bjó einnig yfir ágætum gaman- leikhæfileikum í hlutverki heldur hæfileikalítils skemmtikrafts á skemmtistað. Þangað flækist sveitapiltur (Don Murray), í kaupstaðarferð. Vill giftast henni og ekkert múður! Saklaust gaman, byggt á sam- nefndu leikriti eftir William Inge, og er tvímælalaust ein besta mynd Monroe, sem á myndina með húð og hári. Glæðir hana lostafullu sakleysi. Norma Jean, sem síðar kall- aði sig Marilyn Monroe. Hin fræga mynd af Monroe, tekin úr myndinni The Seven Year Itch (’55). HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 530 30 30   Í HLAÐVARPANUM Mið. 15. ágúst kl. 20.30 Tónleikar Heavy Metal Beefolk Fim. 16. ágúst kl. 21.00 Tónleikar: Lög úr söngleikjum Sigrún Eyrún              WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR Fö 17. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Su 19. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Laugardaginn 25. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 1. september kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið   SOME LIKE IT HOT (1959) Eitt af meistaraverkum gam- anmyndanna gerist á bann- árunum vestra. Tveir atvinnu- lausir tónlistarmenn (Tony Curtis og Jack Lemmon) verða óvart vitni að morði og fá Mafíuna á hælana. Dulbúast sem meðlimir í kvennahljómsveit þar sem Mari- lyn Monroe er aðalsöngkonan. Ekki eitt, dautt augnablik. Wilder og Diamond dæla frá sér hverri drepfyndinni uppákomunni á fæt- ur annarri sem þremenningarnir túlka ógleymanlega. Og morð- hundarnir jafnan vokandi í seil- ingarfæri. Joe E. Brown er einnig óborganlegur sem náungi sem verður ástfanginn af Lemmon – á kvenklæðunum. THE MISFITS (1961) Fræg í kvikmyndasögunni fyrir að vera síðasta mynd aðalleik- aranna tveggja, Clark Gable og Marilyn Monroe. Nútíma kúreka- STEFNUMÓT Undirtóna verður haldið í kvöld á Gauki á Stöng, líkt og fyrri þriðjudagskvöld. Það er að þessu sinni í höndum hljómsveitanna Spontanious Human Combustion, Future Fix og Dr. Spock að skemmta gestum með tónlist sinni. Rokkhljómsveitina Spont- anious Human Combustion skipa reyndir menn úr tónlist- argeiranum. Ekkert hefur þó verið gefið út eftir þá félaga og verður því forvitnilegt að fylgj- ast með þeim. Future Fix komu fyrst fram á Eldborgarhátíðinni nýafstöðnu. Þeir spila að eigin sögn hart til- raunakennt rokk. Dr. Spock skipa þeir Franz, Finni, Addi og Arnar Orri. Að sögn Franz eru þeir félagar ekki alveg óvanir því að spila saman. „Við höfum haldið tvenna tón- leika en þeir hafa verið með fjögurra ára millibili,“ segir Franz. „Meirihluti hljómsveitarinnar er nefnilega búsettur erlendis.“ Franz lýsir tónlist Dr. Spock sem „blöndu af brjáluðu rokki, fönki, smá djassi og bara geð- veiki.“ Hann sagði þá félaga vera á leið í hljóðver vegna fjölda áskorana og að von væri á út- gefnu efni frá Dr. Spock í fram- tíðinni. Dr. Spock hafa meðferðis sér- stakan gest í kvöld og er það enginn annar en Óttar Proppé. Húsið opnar klukkan 21. Að- gangseyrir er 500 krónur og þurfa gestir að hafa náð 18 vetra aldri. Stefnumót Undirtóna halda ótrauð áfram Dr. Spock og leyni- gesturinn Dr. Spock. Frá vinstri: Franz, Finni og Arnar Orri. Á myndina vantar Adda. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.