Morgunblaðið - 16.08.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 16.08.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isIpswich vill fá Eggert til reynslu / B1 Íslendingar og Pólverjar skildu með skiptan hlut / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli hefur hert eftirlit með inn- flutningi á ostum til landsins, en bannað er að flytja inn osta sem gerðir eru úr ógerilsneyddri mjólk. Að sögn Einars Birgis Ey- mundssonar, tollvarðar hjá toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli, jókst eftirlit með innflutningi ost- anna eftir að gin- og klaufaveiki- faraldurinn kom upp í Evrópu síð- astliðið vor. Einar segir að nokkuð sé um að fólk grípi með sér tvö, þrjú ost- stykki þegar komið er til landsins, hver einstaklingur sé yfirleitt ekki með mikið magn með sér en margt smátt geri eitt stórt. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi gert þó nokkurt magn osta upptækt á und- anförnum mánuðum. Ostar úr ógeril- sneyddri mjólk gerð- ir upptækir MAÐUR, sem slasaðist í bílveltu í Kelduhverfi í fyrradag, lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær- morgun. Maðurinn var farþegi í bif- reið á vesturleið, frá Kópaskeri í átt að Húsavík, þegar slysið átti sér stað. Hann hét Kjartan Jónsson og var 84 ára, bóndi á Brekku í Núpa- sveit í Öxarfjarðarhreppi. Lést eftir bílveltu FJÖGURRA ára gamall ís- lenskur drengur lést er hann varð fyrir bifreið í Gautaborg rétt eftir hádegi á mánudag. Hann lést samstundis. Dreng- urinn hét Breki Eiríksson og var fæddur 5. febrúar 1997. Hann hafði verið búsettur í Gautaborg um tveggja ára skeið. Íslenskur drengur lést í Gautaborg ♦ ♦ ♦ RÍKISSTJÓRNIN hefur beint því til ráðuneytanna að yfirfara út- gjalda- og fjárfestingaráætlanir sín- ar með tilliti til þess að draga úr út- gjöldum vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í tekjum ríkissjóðs í ár vegna minnkandi veltu í þjóðfélag- inu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að gengið hefði verið frá öllum helstu atriðum fjárlagagerðarinnar í apríl síðastliðnum en nú væri unnið að því að endurmeta stöðuna í ljósi efnahagsþróunarinnar frá því í vor. Staðan væri verri en hún hefði verið vegna minni veltu í þjóðfélaginu og minni tekna af veltusköttum af þeim sökum. Þetta hefði komið fram í mánaðarlegum uppgjörum ríkis- sjóðs að undanförnu. Út af fyrir sig væru þetta bara jákvæð teikn um það að þjóðarbúskapurinn leitaði jafnvægis, innflutningur drægist saman og viðskiptahallinn minnk- aði. Hins vegar væri einnig um að ræða aukningu á útgjaldahliðinni sem hefði ekki að öllu leyti verið fyr- irséð í vor en þar væri t.a.m. um að ræða nýja löggjöf, áhrif kjarasamn- inga og gengisbreytinga á ýmsa þætti ríkisrekstrarins. Það væri hefðbundið að leggja síðustu hönd á fjárlagagerðina á þessum árstíma og vonandi yrði hægt að leggja loka- hönd á þessa hluti á næstu vikum. „Vegna þessa hefur ríkisstjórnin ákveðið að fela ráðuneytunum að koma fram með ákveðnar sparnað- arhugmyndir bæði í rekstri og fjár- festingum,“ sagði Geir enn fremur. Hann sagði að þrátt fyrir þessa sveiflu í þjóðarbúskapnum nú, sem alltaf mætti búast við, stæði ríkis- sjóður mjög vel og væri vel í stakk búinn til þess að mæta henni og það væri grundvallarbreyting frá því sem verið hefði. Geir sagði aðspurður að enn væru í skoðun tillögur um breytingar á skattalögum en niðurstaða lægi ekki fyrir í þeim efnum. Þar væri meðal annars um að ræða viðmið- anir vegna hátekjuskatts, eigna- skatta og ekki síst tekjuskatta fyr- irtækja. Hann benti jafnframt á að nú þeg- ar hefðu verið teknar ákvarðanir um skattalækkanir sem að hluta til ættu eftir að koma til framkvæmda. Þannig væri til dæmis háttað um millifærslu persónuafsláttar milli hjóna sem hækkaði í 90% í ár og færi í 100% á næstu tveimur árum auk þess sem ákveðið hefði verið í tengslum við endurskoðun kjara- samninga í vetur að lækka tekju- skattshlutfallið um 0,33% á næsta ári. Ráðuneytunum falið að leggja fram sparnaðartillögur SÓLVEIG Pétursdóttir, dómsmála- ráðherra, situr í dag og á morgun fund með dómsmálaráðherrum Norðurlanda á Álandseyjum en ráð- herrarnir munu ræða um afbrot barna og ungmenna, skilvirkni dóm- stóla og sameiginlegar aðgerðir gegn verslun með konur í samvinnu við baltnesku löndin. Einnig verður fjallað um óeirðirn- ar sem brutust út í Gautaborg þegar leiðtogar Evrópusambandsins komu þar nýlega saman og leiðir til að taka á slíkum atburðum. Að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, munu Svíar miðla af reynslu sinni frá Gautaborg og lýsa því til hvaða aðgerða þeir hyggist grípa í kjölfarið. Ræða aðgerðir gegn óeirðum og verslun með konur LÖGREGLAN í Borgarnesi telur aðkallandi að koma upp einhvers konar æfingaakstursbraut fyrir er- lenda ferðamenn, áður en þeir leigja bíl og halda út á þjóðvegi landsins. Ungt þýskt par velti bílaleigubíl sem það var á rétt norðan við Hestháls á Borgarfjarðarbraut um klukkan hálfníu í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi slapp parið ómeitt en bílaleigu- bíllinn, einn svokallaðra smájeppa, er töluvert skemmdur. Alltof algengt að ferðamenn velti bílum í lausamöl Þá valt bíll í Jökuldal um hádeg- isbilið í gær. Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði voru fjórir í bílnum, ung erlend kona og þrjú börn hennar og sluppu þau öll ómeidd. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er mikið skemmd- ur. Lögreglan í Borgarnesi segir það alltof algengt að ferðamenn velti bíl- um sínum í lausamöl og bendir á að oftast séu útlendingar ekki vanir hinum íslensku akstursskilyrðum. Hún segir að hægt væri að sameina æfingabraut fyrir ferðamenn og unga ökumenn, þar sem yrði að finna ýmis erfið akstursskilyrði, eins og til dæmis lausamöl og hálku. „Þetta eru aðstæður sem útlendingar eru óvan- ir og þekkja ekki. Það skapast ekki nein reynsla fyrr en þeir lenda í þessu og þá er það of seint. Það hef- ur verið í bígerð að setja upp svona æfingaakstursbraut og ég veit ekki betur en ein slík sé í undirbúningi fyrir unga ökumenn og jafnvel eldri sem vilja æfa sig í hálku og öðru. En hugmyndin er að útlendingum yrði beint inn á brautina líka,“ segir Theodór Þórðarson, varðstjóri í Borgarnesi. Þær upplýsingar fengust hjá Öku- kennarafélagi Íslands að staðið hafi til að koma upp svona braut í mörg ár en loksins virðist málið í höfn, þar sem samningar hafi verið gerðir meðal annars við Reykjavíkurborg um land fyrir slíkt svæði. Svæðið yrði þá ætlað fyrir unga ökumenn og alla þá sem telja sig þurfa á æfingu að halda. Sérstök hálkubraut yrði á staðnum og malarvegur. Vantar æfingabraut fyrir akstur í lausamöl og hálku HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra kom í gær til Kosovo en til- gangur ferðarinnar er að hitta að máli ýmsa ráðamenn alþjóðastofn- ana og eiga fund með Íslendingum sem starfa að friðargæslu og upp- byggingu í héraðinu. Í för með Hall- dóri eru Stefán Skjaldarson, skrif- stofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands hjá Atl- antshafsbandalaginu (NATO), og Auðunn Atlason, sem fer með mál- efni íslensku friðargæslunnar. Halldór heimsótti í gær höfuð- stöðvar Evrópusambandsins í Kos- ovo og hitti síðan að máli Thorstein Skiaker, yfirmann KFOR-fjöl- þjóðahersins sem lýtur yfirstjórn NATO. Um fjörutíu þúsund her- menn vinna undir stjórn KFOR að því að tryggja öryggi íbúa í Kosovo. Halldór átti síðan kvöldverð með þeim Íslendingum sem búsettir eru í Kosovo. Nú eru alls sautján Íslend- ingar í Kosovo en þar af starfa sjö þeirra á vegum utanríkisráðuneyt- isins hjá ýmsum alþjóðastofnunum. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði viljað koma til Kosovo til þess að átta sig betur á hvernig standa mætti að málum þar í framtíðinni. „Hér er veruleg starf- semi sem Íslendingar koma að, og það er okkar ætlan að auka þessa starfsemi. Það er afskaplega mik- ilvægt að þar takist vel til.“ Halldór sagði þetta heppilegan tíma til að heimsækja Kosovo. Verið væri að ganga frá friðarsamkomulagi í Makedóníu en það hefði mikil áhrif á gang mála í Kosovo. „Mér hefur þess vegna fundist sem ég skynjaði stöðu mála á þessu svæði betur en áður eftir þær samræður sem ég hef átt í dag.“ Sagði Halldór að erfitt væri að sjá hver framvindan yrði á þessu svæði. Hitt væri hins vegar ljóst að grundvöllur bjartrar framtíðar væri sá að friður væri tryggður. Halldór sagði afskaplega gaman að hitta Íslendingana sem starfa í Kosovo. „Ég hef orðið þess áskynja í dag að störf þeirra eru mikils metin. Okkar fólk hefur komið sér af- skaplega vel hér og það yljar alltaf hjarta landans að vita af því að okk- ar fólk stendur sig vel á erlendri grundu.“ Halldór mun í dag hitta að máli Hans Hækkerup, æðsta yfirmann Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, en SÞ hafa farið með stjórn mála í Kosovo síðan stríðinu í Júgóslavíu lauk sumarið 1999 og heimsækja höfuðstöðvar ÖSE. Utanríkisráðherra ræddi við Íslend- inga í Kosovo Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra heimsótti Kosovo í gær og ræddi við Íslendinga sem þar eru við störf en þar er meðal annarra Kristín Ástgeirsdóttir, starfsmaður UNIFEM, sem er fremst á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.