Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ EYJÓLFUR K. Sigur- jónsson, löggiltur end- urskoðandi, Sunnu- braut 21, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 14. ágúst, 76 ára að aldri. Eyjólfur fæddist í Vestmannaeyjum 23. ágúst 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurjón Þorvald- ur Árnason, prestur í Vestmannaeyjum og Hallgrímskirkju, og Þórunn Kolbeins Eyjólfsdóttir hús- móðir. Eyjólfur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1943 og prófi sem löggiltur endurskoðandi frá Há- skóla Íslands 1949. Auk þess var hann við framhaldsnám í endurskoðun í Bandaríkjunum árið 1949–50. Eyjólfur var endurskoðandi hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar árin 1943–49, starfsmaður í endurskoðunardeild Sameinuðu þjóðanna í New York 1951–52 og rak síðan Endurskoðunarskrifstofu Eyj- ólfs K. Sigurjónssonar frá 1953. Árin 1956–57 og 1975–76 var Eyjólfur í stjórn Félags löggiltra endurskoðenda, og for- maður þess félags 1985– 87. Hann var umdæmis- stjóri Lions á Íslandi ár- ið 1965–66, í ritstjórn Lionsfrétta 1963–66, formaður framkvæmda- nefndar byggingaáætl- unar 1969–78 og for- maður stjórnar Verka- mannabústaða í Reykja- vík 1971–81. Eyjólfur var stjórnarformaður Alþýðublaðsins 1974–75, í stjórn Al- þýðublaðsins 1988–90 og gjaldkeri Al- þýðuflokksins sama tíma. Hann var fulltrúi ríkisstjórnarinnar á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1975, sat í bankaráði Landsbanka Ís- lands 1986–93 og gegndi formennsku þar 1990–93. Hann var og formaður eftirlaunasjóðs Landsbanka og Seðla- banka 1991–93. Eyjólfur átti sæti í efnahagsnefnd á vegum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1988. Hann var einn þriggja stofnenda Stöðvar 2, sem stofnuð var 1986. Eyjólfur hlaut heiðursmerki og við- urkenningu frá alþjóðastjórn Lions árin 1986 og 1990 og var gerður að ævifélaga í Association of Former International Civil Servants United Nations í New York árið 1986. Eyjólfur kvæntist Unni Friðþjófs- dóttur 9. júní 1951. Foreldrar hennar voru Friðþjófur Ó. Jóhannesson, út- gerðarmaður og forstjóri á Vatneyri við Patreksfjörð, og Jóhanna M.C. Jó- hannesson, húsmóðir frá Flensborg í Þýskalandi. Eyjólfur og Unnur eign- uðust fjögur börn og eru barnabörnin nú orðin tíu talsins og eitt barna- barnabarn hefur litið dagsins ljós. Andlát EYJÓLFUR K. SIGURJÓNSSON Á ÞRIÐJUDAG var undirrituð vilja- yfirlýsing iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyta ríkisstjórnar Kaliforníu og ís- lenska ríkisins um samstarf á sviði orkumála með sérstöku tilliti til vist- vænna orkugjafa. Í yfirlýsingunni segir að tilgangurinn sé að koma á gagnkvæmum tengslum ráðuneyta landanna með það fyrir augum að efla og taka þátt í þróun umhverfisvænna orkugjafa um alla Kaliforníu og auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, skrif- aði undir yfirlýsinguna fyrir hönd ís- lenskra stjórnvalda og fyrir hönd Kaliforníu skrifaði Lon S. Hatamiya, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ríkis- ins, en Michael Flores, utanríkisráð- herra Kaliforníu, vottaði. Gagnkvæmur ávinningur Lon S. Hatamiya sagði við undirrit- unina að samstarfið gerði Kaliforníu kleift að nýta sér þekkingu Íslendinga á sviði vistvænna orkugjafa. „Við verðum þannig enn í fremstu röð við þróun valkosta í orkumálum og sýn- um í verki hvernig staðið er að skuld- bindingum ríkisins varðandi hrein- leika bæði andrúmslofts og vatns,“ sagði hann. „Markmiðið er að flytja íslenska þekkingu varðandi nýtingu jarðhita út til Kaliforníu sem mjög þarf á henni að halda núna,“ sagði Þorgeir og vísar þar til vandkvæða ytra við að uppfylla orkuþörf ríkisins. Hann taldi víst að íslensk fyrirtæki með reynslu af jarðhitanýtingu gætu fyrir tilstuðl- an samkomulagsins frekar haslað sér völl í Bandaríkjunum. „Auðvitað er erfitt að segja til um hvað verður en ríkisstjórnir Kaliforníu og Íslands eru að skapa ákveðin skilyrði sem fyrir- tæki á markaði geta nýtt sér til að flytja út sína þekkingu,“ áréttaði hann. Mikill áhugi ytra Hörður Már Kristjánsson er fram- kvæmdastjóri Enex sem er sameign- arfyrirtæki í eigu íslenskra fyrir- tækja og stofnana á sviði orkumála. Hann segir að nýverið hafi komist meiri hreyfing á fyrirhugað samstarf, meðal annars hafi fulltrúi Kaliforníu- ríkis sótt landið heim fyrir þremur vikum til að kynna sér jarðorkunýt- ingu hér. „Samstarfssamningurinn er í raun lokapunkturinn á verkefni sem Arnar Bjarnason í SPRON og Þor- steinn Ingi Sigfússon hjá Nýorku komu af stað í febrúar á þessu ári,“ sagði hann. Hörður segir fjölda fyrirtækja hafa haft við sig samband eftir kynningu hans á íslenskri jarðorku og nýtingu hennar á mánudag. „Sérstaklegar sýndu menn áhuga á samstarfi á sviði rannsókna og jarðborana og jafn- framt varðandi samvinnu við bygg- ingu og rekstur gufuorkuveitu,“ sagði hann og áréttaði að með samkomu- laginu fengju íslensk fyrirtæki gæða- stimpil frá Kaliforníuríki sem þau gætu svo hagnýtt sér. „Í Kaliforníu er ótrúlegt afl í iðrum jarðar en þeir hafa einblínt eingöngu á rafmagnsfram- leiðslu og fjölnýta ekki orkuna eins og við gerum,“ sagði Hörður. Samstarf á sviði orkumála milli Íslands og Kaliforníu Þekking á jarðhita flutt til Kaliforníu RÁÐUNEYTISSTJÓRAR mennta- málaráðuneyta á Norðurlöndunum hittast á fundi á hverju ári og að þessu sinni er fundarstaðurinn Vestmannaeyjar. Í hádegisverðar- hléi í gær var þeim boðið út í Klauf þar sem ungmenni voru að sleppa lundapysjum sem hafði verið bjarg- að í fyrrakvöld. Ráðuneytisstjór- arnir tóku þátt í pysjusleppingunni enda gjörningurinn á vissan hátt skyldur embættisverkum þeirra sem m.a. felast í því að koma ungu fólki á legg og til mennta. Morgunblaðið/Sigurgeir Norrænir ráðuneytisstjórar í Vestmannaeyjum. Ráðuneytis- stjórarnir í pysjunni ÓLAFUR G. Einarsson, fyrrverandi forseti Alþingis og núverandi for- maður bankaráðs Seðlabanka Ís- lands, var sæmdur hinni konunglegu norsku heiðursorðu í norska sendi- ráðinu í gærkvöld. Haraldur Nor- egskonungur útnefndi Ólaf til stór- riddara með stjörnu hinnar konunglegu norsku heiðursorðu („den kongelige norske fortjensord- en“) vegna hins framúrskarandi framlags hans um langa tíð til að bæta og þróa samstarf Íslands og Noregs, einkum á menningarsvið- inu. Sendiherra Noregs á Íslandi, Kjell H. Halvorsen, afhenti Ólafi heiðursmerkið í aðsetri sínu. Meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina voru Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur og fyrrverandi al- þingismaður, og Håkon Randal, fyrrverandi varaforseti norska Stór- þingsins og fylkismaður. Morgunblaðið/Billi Kjell H. Halvorsen sendiherra afhenti Ólafi G. Einarssyni orðuna. Ólafur G. Einars- son sæmdur stór- riddaraorðu ÍSLENDINGAR urðu sigursælir í keppni í fjór- og fimmgangi á heimsmeistaramóti íslenska hests- ins í Stadl Paura í Austurríki í gær. Í forkeppni í fjórgangi vermdu Styrmir Árnason á Farsæli frá Arn- arhóli og Hlynur Arnarson á Braga frá Allenbach tvö efstu sætin. Styrmir fékk 7,53 stig en Hlynur 7,37. Í þriðja sæti varð Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Laxnesi frá Störtal með 7,30 stig, fjórða varð Saskia Heumann, Þýskalandi, á Þyt frá Krossum með 7,23 stig og fimmta Irene Reber frá Þýskalandi á Kappa frá Álftagerði með 6,97 stig. Þessi fimm komast í A-úrslit, sem keppt verður í á sunnudag. Þeir, sem voru í 6.–10. sæti keppa í B-úrslitum og sigurvegarinn í þeim kemst í A-úrslit, svo að þar verða samtals sex keppendur. Í forkeppni fimmgangs varð Vignir Jónasson á Klakki frá Bú- landi efstur með einkunnina 7,57, sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í fimmgangi á heims- meistaramóti. Samantha Leidesdorf frá Danmörku varð önnur á Depli frá Votmúla með 7,13 stig, Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Dug frá Minni- Borg var með 6,93 stig í þriðja sæti og í fjórða sæti lenti Elke Schafer frá Austurríki á Blæ frá Minni- Borg með 6,90 stig. Fimmta og sjötta sætinu deildu Thomas Haag frá Sviss á Frama frá Svanavatni og Ralf Wohlaib, Þýskalandi, á Nælu frá Skarði með 6,73 stig. Fimm efstu fara í A-úrslit en sex næstu í B-úrslit. Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Austurríki Íslendingar efstir í fjór- og fimmgangi Stjörnur dagsins eru tvímæla- laust Vignir Jónasson og Klakk- ur frá Búlandi sem hafa tekið stefnuna á sigur í fimmgangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.