Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EYJÓLFUR K. Sigur-
jónsson, löggiltur end-
urskoðandi, Sunnu-
braut 21, Kópavogi, lést
á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð þriðjudaginn
14. ágúst, 76 ára að
aldri.
Eyjólfur fæddist í
Vestmannaeyjum 23.
ágúst 1924 og ólst þar
upp. Foreldrar hans
voru Sigurjón Þorvald-
ur Árnason, prestur í
Vestmannaeyjum og
Hallgrímskirkju, og
Þórunn Kolbeins Eyjólfsdóttir hús-
móðir.
Eyjólfur lauk verslunarprófi frá
Verslunarskóla Íslands 1943 og prófi
sem löggiltur endurskoðandi frá Há-
skóla Íslands 1949. Auk þess var hann
við framhaldsnám í endurskoðun í
Bandaríkjunum árið 1949–50.
Eyjólfur var endurskoðandi hjá
Endurskoðunarskrifstofu Björns E.
Árnasonar árin 1943–49, starfsmaður
í endurskoðunardeild Sameinuðu
þjóðanna í New York 1951–52 og rak
síðan Endurskoðunarskrifstofu Eyj-
ólfs K. Sigurjónssonar frá 1953.
Árin 1956–57 og
1975–76 var Eyjólfur í
stjórn Félags löggiltra
endurskoðenda, og for-
maður þess félags 1985–
87. Hann var umdæmis-
stjóri Lions á Íslandi ár-
ið 1965–66, í ritstjórn
Lionsfrétta 1963–66,
formaður framkvæmda-
nefndar byggingaáætl-
unar 1969–78 og for-
maður stjórnar Verka-
mannabústaða í Reykja-
vík 1971–81. Eyjólfur
var stjórnarformaður
Alþýðublaðsins 1974–75, í stjórn Al-
þýðublaðsins 1988–90 og gjaldkeri Al-
þýðuflokksins sama tíma. Hann var
fulltrúi ríkisstjórnarinnar á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna árið
1975, sat í bankaráði Landsbanka Ís-
lands 1986–93 og gegndi formennsku
þar 1990–93. Hann var og formaður
eftirlaunasjóðs Landsbanka og Seðla-
banka 1991–93. Eyjólfur átti sæti í
efnahagsnefnd á vegum ríkisstjórnar
Þorsteins Pálssonar 1988. Hann var
einn þriggja stofnenda Stöðvar 2, sem
stofnuð var 1986.
Eyjólfur hlaut heiðursmerki og við-
urkenningu frá alþjóðastjórn Lions
árin 1986 og 1990 og var gerður að
ævifélaga í Association of Former
International Civil Servants United
Nations í New York árið 1986.
Eyjólfur kvæntist Unni Friðþjófs-
dóttur 9. júní 1951. Foreldrar hennar
voru Friðþjófur Ó. Jóhannesson, út-
gerðarmaður og forstjóri á Vatneyri
við Patreksfjörð, og Jóhanna M.C. Jó-
hannesson, húsmóðir frá Flensborg í
Þýskalandi. Eyjólfur og Unnur eign-
uðust fjögur börn og eru barnabörnin
nú orðin tíu talsins og eitt barna-
barnabarn hefur litið dagsins ljós.
Andlát
EYJÓLFUR K.
SIGURJÓNSSON
Á ÞRIÐJUDAG var undirrituð vilja-
yfirlýsing iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neyta ríkisstjórnar Kaliforníu og ís-
lenska ríkisins um samstarf á sviði
orkumála með sérstöku tilliti til vist-
vænna orkugjafa. Í yfirlýsingunni
segir að tilgangurinn sé að koma á
gagnkvæmum tengslum ráðuneyta
landanna með það fyrir augum að efla
og taka þátt í þróun umhverfisvænna
orkugjafa um alla Kaliforníu og auka
framleiðslu endurnýjanlegrar orku.
Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, skrif-
aði undir yfirlýsinguna fyrir hönd ís-
lenskra stjórnvalda og fyrir hönd
Kaliforníu skrifaði Lon S. Hatamiya,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra ríkis-
ins, en Michael Flores, utanríkisráð-
herra Kaliforníu, vottaði.
Gagnkvæmur ávinningur
Lon S. Hatamiya sagði við undirrit-
unina að samstarfið gerði Kaliforníu
kleift að nýta sér þekkingu Íslendinga
á sviði vistvænna orkugjafa. „Við
verðum þannig enn í fremstu röð við
þróun valkosta í orkumálum og sýn-
um í verki hvernig staðið er að skuld-
bindingum ríkisins varðandi hrein-
leika bæði andrúmslofts og vatns,“
sagði hann.
„Markmiðið er að flytja íslenska
þekkingu varðandi nýtingu jarðhita
út til Kaliforníu sem mjög þarf á
henni að halda núna,“ sagði Þorgeir
og vísar þar til vandkvæða ytra við að
uppfylla orkuþörf ríkisins. Hann taldi
víst að íslensk fyrirtæki með reynslu
af jarðhitanýtingu gætu fyrir tilstuðl-
an samkomulagsins frekar haslað sér
völl í Bandaríkjunum. „Auðvitað er
erfitt að segja til um hvað verður en
ríkisstjórnir Kaliforníu og Íslands eru
að skapa ákveðin skilyrði sem fyrir-
tæki á markaði geta nýtt sér til að
flytja út sína þekkingu,“ áréttaði
hann.
Mikill áhugi ytra
Hörður Már Kristjánsson er fram-
kvæmdastjóri Enex sem er sameign-
arfyrirtæki í eigu íslenskra fyrir-
tækja og stofnana á sviði orkumála.
Hann segir að nýverið hafi komist
meiri hreyfing á fyrirhugað samstarf,
meðal annars hafi fulltrúi Kaliforníu-
ríkis sótt landið heim fyrir þremur
vikum til að kynna sér jarðorkunýt-
ingu hér. „Samstarfssamningurinn er
í raun lokapunkturinn á verkefni sem
Arnar Bjarnason í SPRON og Þor-
steinn Ingi Sigfússon hjá Nýorku
komu af stað í febrúar á þessu ári,“
sagði hann.
Hörður segir fjölda fyrirtækja hafa
haft við sig samband eftir kynningu
hans á íslenskri jarðorku og nýtingu
hennar á mánudag. „Sérstaklegar
sýndu menn áhuga á samstarfi á sviði
rannsókna og jarðborana og jafn-
framt varðandi samvinnu við bygg-
ingu og rekstur gufuorkuveitu,“ sagði
hann og áréttaði að með samkomu-
laginu fengju íslensk fyrirtæki gæða-
stimpil frá Kaliforníuríki sem þau
gætu svo hagnýtt sér. „Í Kaliforníu er
ótrúlegt afl í iðrum jarðar en þeir hafa
einblínt eingöngu á rafmagnsfram-
leiðslu og fjölnýta ekki orkuna eins og
við gerum,“ sagði Hörður.
Samstarf á sviði orkumála milli Íslands og Kaliforníu
Þekking á jarðhita
flutt til Kaliforníu
RÁÐUNEYTISSTJÓRAR mennta-
málaráðuneyta á Norðurlöndunum
hittast á fundi á hverju ári og að
þessu sinni er fundarstaðurinn
Vestmannaeyjar. Í hádegisverðar-
hléi í gær var þeim boðið út í Klauf
þar sem ungmenni voru að sleppa
lundapysjum sem hafði verið bjarg-
að í fyrrakvöld. Ráðuneytisstjór-
arnir tóku þátt í pysjusleppingunni
enda gjörningurinn á vissan hátt
skyldur embættisverkum þeirra
sem m.a. felast í því að koma ungu
fólki á legg og til mennta.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Norrænir ráðuneytisstjórar í Vestmannaeyjum.
Ráðuneytis-
stjórarnir
í pysjunni
ÓLAFUR G. Einarsson, fyrrverandi
forseti Alþingis og núverandi for-
maður bankaráðs Seðlabanka Ís-
lands, var sæmdur hinni konunglegu
norsku heiðursorðu í norska sendi-
ráðinu í gærkvöld. Haraldur Nor-
egskonungur útnefndi Ólaf til stór-
riddara með stjörnu hinnar
konunglegu norsku heiðursorðu
(„den kongelige norske fortjensord-
en“) vegna hins framúrskarandi
framlags hans um langa tíð til að
bæta og þróa samstarf Íslands og
Noregs, einkum á menningarsvið-
inu. Sendiherra Noregs á Íslandi,
Kjell H. Halvorsen, afhenti Ólafi
heiðursmerkið í aðsetri sínu.
Meðal þeirra sem viðstaddir voru
athöfnina voru Halldór Blöndal, for-
seti Alþingis, Hjálmar Jónsson,
dómkirkjuprestur og fyrrverandi al-
þingismaður, og Håkon Randal,
fyrrverandi varaforseti norska Stór-
þingsins og fylkismaður.
Morgunblaðið/Billi
Kjell H. Halvorsen sendiherra afhenti Ólafi G. Einarssyni orðuna.
Ólafur G. Einars-
son sæmdur stór-
riddaraorðu
ÍSLENDINGAR urðu sigursælir í
keppni í fjór- og fimmgangi á
heimsmeistaramóti íslenska hests-
ins í Stadl Paura í Austurríki í gær.
Í forkeppni í fjórgangi vermdu
Styrmir Árnason á Farsæli frá Arn-
arhóli og Hlynur Arnarson á Braga
frá Allenbach tvö efstu sætin.
Styrmir fékk 7,53 stig en Hlynur
7,37. Í þriðja sæti varð Jolly
Schrenk, Þýskalandi, á Laxnesi frá
Störtal með 7,30 stig, fjórða varð
Saskia Heumann, Þýskalandi, á Þyt
frá Krossum með 7,23 stig og
fimmta Irene Reber frá Þýskalandi
á Kappa frá Álftagerði með 6,97
stig. Þessi fimm komast í A-úrslit,
sem keppt verður í á sunnudag.
Þeir, sem voru í 6.–10. sæti keppa í
B-úrslitum og sigurvegarinn í þeim
kemst í A-úrslit, svo að þar verða
samtals sex keppendur.
Í forkeppni fimmgangs varð
Vignir Jónasson á Klakki frá Bú-
landi efstur með einkunnina 7,57,
sem er hæsta einkunn sem gefin
hefur verið í fimmgangi á heims-
meistaramóti. Samantha Leidesdorf
frá Danmörku varð önnur á Depli
frá Votmúla með 7,13 stig, Magnús
Skúlason, Svíþjóð, á Dug frá Minni-
Borg var með 6,93 stig í þriðja sæti
og í fjórða sæti lenti Elke Schafer
frá Austurríki á Blæ frá Minni-
Borg með 6,90 stig. Fimmta og
sjötta sætinu deildu Thomas Haag
frá Sviss á Frama frá Svanavatni og
Ralf Wohlaib, Þýskalandi, á Nælu
frá Skarði með 6,73 stig.
Fimm efstu fara í A-úrslit en sex
næstu í B-úrslit.
Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Austurríki
Íslendingar efstir
í fjór- og fimmgangi
Stjörnur dagsins eru tvímæla-
laust Vignir Jónasson og Klakk-
ur frá Búlandi sem hafa tekið
stefnuna á sigur í fimmgangi.