Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HESTARNIR þrír sem hér sjást
spókuðu sig á dögunum við fjallið
Horn í Hornafirði þegar fréttarit-
ari Morgunblaðsins átti þar leið
hjá. Á því augnabliki sem myndin
var tekin voru hestarnir örlítið
annars hugar en hvað það er sem
fangaði athygli þeirra skal ósagt
látið.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Veðurblíðu notið í Hornafirði
Skólar sameinaðir í Árborg?
Hagkvæmur
kostur
VERIÐ er að skoðahugsanlega sam-einingu grunnskól-
anna á Selfossi um þessar
mundir. Þorlákur Helga-
son, fræðslustjóri Árborg-
ar, hefur lagt greinargerð
um þetta efni fyrir bæjaryf-
irvöld. Hann var spurður
hver væri niðurstaða at-
hugana hans um þetta efni.
„Niðurstaðan er annars
vegar að ég tel að það megi
lækka rekstrarkostnað um
25 milljónir króna á ári og
hins vegar að það gæti
styrkt skólastarf að sam-
eina skólana.“
– Hvað eru skólarnir
margir sem til greina kem-
ur að sameina?
„Núna eru tveir grunn-
skólar á Selfossi og fyrir-
hugað er að reisa nýjan skóla í Suð-
urbyggð á Selfossi.“
– Er tillaga þín að sameina alla
þessa þrjá skóla?
„Nei, í fyrstu þá tvo sem þegar
eru starfandi. Þeir yrðu saman-
lagðir mjög fjölmennir en hins ber
að gæta að hluti nemenda sem eru
að hefja skólagöngu núna mun
flytjast í Suðurbyggðarskólann
þegar hann hefur starfsemi. Síðan
munu bætast við í þann skóla æ
fleiri nemendur þar til hann verður
fullskipaður.“
– Hvers vegna koma þetta til
umræðu?
„Kennaraháskóli Íslands hafði
unnið fyrir okkur skýrslu um hag-
kvæmni Surðurbyggðarskóla. Þar
er lagt til að skólarnir tveir sem
fyrir eru verði sameinaðir. Síðan
gerði Sigurður Helgason stjórn-
sýsluráðgjafi úttekt á skipulagi og
stjórnun á fræðslu- og menningar-
sviði og ýmsu í hans rökum erum
við að byggja á núna.“
– Hvers vegna verða sameinaðir
skólar að þínu mati faglega sterk-
ari skóli?
„Ég tel að það sem þurfi að gera
og er í anda nýrra kjarasamninga
sé að laða fram þá krafta sem finn-
ast í hverjum og einum kennara og
fela þeim meiri ábyrgð. Það þarf að
styrkja almennt stjórnun og það
þarf að byggja meira á sjálfstæði
nemendanna og ábyrgð heimil-
anna.“
– Hvað áttu við með þessu?
„Ég sé fyrir mér að nemendur
yrðu ekki lengur njörvaðir niður
fast í bekkjardeildir heldur tæki
hópur kennara ábyrgð á ákveðnum
fjölda nemenda, t.d. úr sama ár-
gangi, og þá væru þeir ýmist að
vinna einir og sér eða í mismunandi
hópum – eftir getu og áhuga. Samt
ætti hver einstaklingur að eiga sína
heimahöfn.“
– En yrði aukin ábyrgð kennara
þá til þess að ábyrgð skólastjóra
yrði minni?
„Einmitt ekki – en ábyrgð hans
yrði fólgin meira í því að vera frum-
kvöðull í skólastarfi, ögra í skóla-
stefnu og mynda farvegi fyrir þá
strauma sem búa í hverjum kenn-
ara, hverjum nemanda og hverju
heimili.“
– Hvernig sparast
þessar 25 milljónir
króna?
„Sparnaðurinn felst
m.a. í stjórnunarþætt-
inum. Skólar eru alls staðar að efla
stjórnun og það þarf að efla hana.
Við getum leyft okkur meira í þeim
efnum í einum skóla en í tveimur
minni. Síðan felst hagræðing í því
að skoða nemendasamfélagið sem
heildstætt, þannig að hagræðingin
kemur líka fram í kennslunni eins
og ég kom inn á áðan – að nem-
endur yrðu ekki alltaf í fimm
bekkjum heldur kannski einum
færri t.d. Þá má nefna hagræðingu
í sambandi við sérkennslu. Það
þarf alltaf að vera að endurskoða
sérkennslumálin, þau eru á sí-
felldri hreyfingu. Þá má nefna
atriði eins og að í einum skóla er
eitt bókasafn, eitt aðalmötuneyti.
Innkaup yrðu hagstæðari fyrir
stærri heild og þannig mætti telja.“
– Myndi kennurum fækka við
sameiningu?
„Já, í mínum tillögum fækkar
kennurum um 5%.“
– Hvernig hefur almenningur á
Selfossi tekið í þessar hugmyndir?
„Þetta er ekki ný hugmynd,
þetta hefur verið í umræðunni í
meira en tvo áratugi en það hafa
ekki komið fram beinar tillögur um
sameiningu skólanna fyrr. Margir
hafa kallað eftir þessu – spurt; af
hverju sameinið þið ekki? En
breytingar eru alltaf erfiðar og ég
legg áherslu á að verði þetta skref
stigið þá yrði að vinna þetta með
skólunum. Breytingin verður að
koma innan frá skólastarfinu. Það
er lag núna við nýja kjarasamn-
inga, það er verið að boða breyttar
áherslur í skólastarfi. Þetta er því í
raun hluti af skólaþróun, skóla-
starfið er alltaf í gerjun. Svona
breytingar verða að vinnast í góðu
samstarfi.“
– Getið þið litið til einhverra fyr-
irmynda ef af þessu verður?
„Ég lít fyrst og
fremst til þess að þess-
ar breytingar flytji
okkur skrefi framar í
skólamálum. Það má
segja að skólar séu
ekki fjöldi nemenda eða kennara.
Skóli verður alltaf sá andi sem þar
ríkir og sá metnaður sem fyrir
hendi er. Þessi atriði vil ég efla.
Hér er mjög gott starfsfólk og mik-
ill áhugi foreldra á skólastarfi. Ég
tel að það sé skynsamlegt að íhuga
þennan kost alvarlega einmitt þeg-
ar nýir kjarasamningar eru að taka
gildi en það gerðist einmitt nú 1.
ágúst sl.“
Þorlákur Helgason
Þorlákur Helgason fæddist 24.
september 1948 í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi 1969 frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
lauk háskólanámi í Svíþjóð í hag-
fræði og félagsfræðum. Hann
starfaði sem ráðgjafi í skóla-
málum í Svíþjóð og sem kennari
við Menntaskólann við Hamra-
hlíð og Fjölbrautaskóla Suður-
lands, þar sem hann var aðstoð-
arskólameistari og skólameistari
eitt ár. Einnig starfaði hann
nokkur ár sem sérfræðingur í
menntamála- og utanríkisráðu-
neytum og við blaðamennsku. Nú
er Þorlákur fræðslustjóri í Ár-
borg. Kona hans er Kristjana
Sigmundsdóttir félagsráðgjafi.
Þau eiga samtals fjögur börn.
Það er lag
núna við nýja
kjarasamninga
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
vestra hefur dæmt ráðningu í stöðu
aðstoðarskólastjóra við Grunnskól-
ann á Blönduósi vorið 1999 ólögmæta
og gert Blönduósbæ að greiða um-
sækjanda sem hafnað var 700 þúsund
krónur í skaða- og miskabætur ásamt
vöxtum.
Kennarasamband Íslands stóð að
baki málsókn vegna ráðningarinnar.
Á heimasíðu Kennarasambandsins
kemur fram að stefnandi, sem er
kona, var kennari við Grunnskólann á
Blönduósi 1991 til 1995 og 1997 til
1999. Hún sótti um starfið ásamt ann-
arri konu og tveimur körlum. Bæj-
arstjórn réð annan karlanna sem
skólastjóri hafði mælt með.
Þegar stefnanda var kunnugt um
afgreiðslu málsins í bæjarstjórn
sagði hún starfi sínu við skólann
lausu og tilgreindi sem ástæðu fyrir
uppsögninni að karlmaður með minni
starfs- og stjórnunarreynslu hefði
verið tekinn fram yfir hana við ráðn-
ingu í stöðu aðstoðarskólastjóra.
Konan taldi ráðninguna ólögmæta
og hélt því fram að jafnréttislög
hefðu verið brotin. Hún hefði meiri
menntun og starfsreynslu en um-
sækjandinn sem ráðinn var og gerði
hún þær dómkröfur að ráðningin yrði
dæmd ólögmæt og Blönduósbæ gert
að greiða henni skaða- og miskabæt-
ur að fjárhæð tæplega 13 milljónir
króna auk vaxta.
Dómurinn kemst að þeirri niður-
stöðu að hvað menntun snerti hafi
stefnandi verulegt forskot fram yfir
þann sem ráðinn var. Engra utanað-
komandi umsagna hafi verið aflað um
þá sem sóttu um starfið. Með þessu
hafi Blönduósbær brugðist rann-
sóknarskyldu sinni og verði hann að
bera hallann af því við úrlausn máls-
ins.
Jafnréttislög brotin
Þá komst dómurinn að þeirri nið-
urstöðu að skýra beri jafnréttislög á
þann hátt að konu skuli veita starf ef
hún er að minnsta kosti jafnt að því
komin, að því er varðar menntun og
annað sem máli skiptir, og karlmaður
sem við hana keppir ef á starfssviðinu
eru fáar konur. Með ráðningunni hafi
Blönduósbær því brotið gegn þágild-
andi jafnréttislögum og sé ráðningin
því ólögmæt.
Í niðurstöðum dómsins segir að
stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni
við að framhjá henni var gengið við
ráðningu í stöðuna. Þykja skaðabæt-
ur hennar hæfilega ákveðnar 450.000
krónur auk þess sem miskabætur
þykja hæfilega ákveðnar 250 þúsund
krónur. Með hliðsjón af niðurstöðu
málsins þykir rétt að stefndi greiði
stefnanda 400.000 krónur í máls-
kostnað.
Ráðning aðstoðarskóla-
stjóra dæmd ólögmæt
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall-
ist á fyrirhugaða vegagerð á Vest-
fjarðavegi, 23 km kafla á Barðaströnd
milli Eyrar og Vattarness í Reykhóla-
hreppi, eins og henni er lýst í mats-
skýrslu Vegagerðarinnar sem er
framkvæmdaraðili. Kærufrestur á
úrskurðinn er til 19. september.
Markmið framkvæmdarinnar er að
endurbæta Vestfjarðaveg þannig að
hann uppfylli kröfur um umferðar-
öryggi og bættar samgöngur. Stefnt
er að því að framkvæmdir hefjist í
haust og að þeim ljúki eftir tvö ár.
Skipulagsstofnun telur að umhverfis-
áhrif fyrirhugaðrar vegalagningar
lúti einkum að áberandi skeringum
Kollafjarðarmegin í Klettshálsi og
nýlagningu vegar gegnum birkikjarr
neðan Eyvindargötu í Skálmardal.
Segir í niðurstöðum stofnunarinnar
að óhjákvæmilegt virðist að skeringar
austan í Klettshálsi verði alláberandi,
að minnsta kosti fyrstu árin eftir
framkvæmdir og ljóst sé að efnistaka
á ofanverðum Klettshálsi muni valda
töluverðu raski. Lítill gróður sé þó á
efnistökusvæðunum samkvæmt
gögnum Vegagerðarinnar. Mælist
stofnunin til þess að birkikjarri verði
sáð eða plantað í núverandi vegstæði í
stað þess sem raskast neðan Eyvind-
argötu við Skálmardal.
Vegagerðin hefur lagt fram upplýs-
ingar um tilhögun mótvægisaðgerða
og vöktunar sem miða að því að draga
úr óæskilegum áhrifum framkvæmd-
arinnar á dýralíf, gróður, fornminjar
og landslag. Niðurstaða Skipulags-
stofnunar um að fallast á fram-
kvæmdirnar byggist á því að fram-
fylgt verði tilhögun um framkvæmdir
og mótvægisaðgerðir sem Vegagerð-
in hefur lagt til.
Fallist á vegagerð
á Vestfjarðavegi