Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FRAMHALDI af opinberri um- fjöllun um fjárhagslega umsýslu Árna Johnsen, þáverandi alþingis- manns og formanns byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, ákvað Rík- isendurskoðun hinn 16. júlí s.l. að taka til athugunar fjárreiður bygg- ingarnefndarinnar. Einnig var ákveðið að kanna ýmsa aðra fjár- hagslega umsýslu Árna Johnsens vegna annarra viðfangsefna sem honum hafa verið falin á vegum rík- isins. Rétt er að geta þess í þessu sambandi að stofnuninni barst bréf, dags. 16. júlí 2001, frá forseta Al- þingis þar sem hann framsendi bréf Gísla Einarssonar alþingismanns þar sem óskað er eftir því að gerð verði bókhalds- og stjórnsýsluút- tekt á fjárveitingu til Þjóðleikhúss- ins, nýframkvæmda og viðhalds. Enn fremur vísast til bréfs for- sætisráðherra, dags. 20. júlí s.l., til Ríkisendurskoðunar þar sem hann ítrekar áður framkomið álit sitt að vegna eðlis málsins sé nauðsynlegt að kanna önnur umsýslustörf þing- mannsins en þau er snúa að bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins. Athugun Ríkisendurskoðunar nær til fjárreiðna vegna eftirtalinna viðfangsefna: Byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins árin 1996 til 2001 Byggingar stafkirkju í Vest- mannaeyjum Byggingar kirkju Þjóðhildar og bæjar Eiríks rauða á Grænlandi Jafnframt var kannað hvort Árni Johnsen hafi haft með fjárráð að gera á vegum Vestnorræna ráðsins og Grænlandssjóðs, ráðstöfun til- tekinna framlaga á fjárlögum árið 2001 til verkefna, sem Árni hefur lagt lið, og loks var erlendur ferða- kostnaður Árna á vegum ýmissa að- ila hjá hinu opinbera á árunum 1998 til 2001 kannaður. Við framkvæmd verksins þurfti stofnunin að afla upplýsinga frá fjölmörgum aðilum, þ.á m. starfs- mönnum Þjóðleikhússins, Fram- kvæmdasýslu ríkisins, Verktakafyr- irtækinu Ístaki hf., starfsmönnum menntamálaráðuneytis og forsætis- ráðuneytis, tæknideild Vestmanna- eyjakaupstaðar auk Árna Johnsen sjálfum. Stofnunin þakkar öllum þessum aðilum fyrir veitta aðstoð og góða samvinnu. Ríkisendurskoðun hefur nú lokið athugun sinni á framangreindum viðfangsefnum. Í greinargerð þess- ari er gerð grein fyrir niðurstöðum stofnunarinnar vegna einstakra þátta. Ríkisendurskoðun hefur af- hent embættum ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra greinargerð þessa ásamt gögnum til frekari at- hugunar. Niðurstöður athugunar á fjárreiðum byggingarnefndar Þjóðleikhússins Verkefni byggingarnefndar Þjóð- leikhússins, sem hér er til skoðunar, snýr að ráðstöfun framlaga End- urbótasjóðs menningarstofnana til endurbóta og meiriháttar viðhalds í Þjóðleikhúsinu á árunum 1996 til 2001. Í nefndinni sátu upphaflega Árni Johnsen, Stefán Baldursson og Steindór Guðmundsson en sá síðast nefndi hætti störfum í nefndinni 1999. Á nefndu árabili hefur Endur- bótasjóður veitt alls 146 milljónum króna til þessa verkefnis. Heildar- kostnaður vegna framkvæmdanna nam hins vegar 115 milljónum króna. Mismunur að fjárhæð 30 milljónir króna skiptist að jöfnu milli þess að greiða upp skuld í upp- hafi tímabilsins og ónotaða fjár- heimild í lok þess. Af heildarkostn- aði hefur tæplega 2/3 framlaganna runnið til verkefna, sem skilgreina má sem endurbætur og meiriháttar viðhald. Þriðjunginn er nærtækara að skilgreina sem rekstrarviðhald en sá kostnaður er að mati Rík- isendurskoðunar hluti af hinum hefðbundna rekstrarkostnaði Þjóð- leikhússins en ekki byggingar- nefndar Þjóðleikhússins. Öll bókhaldsgögn voru könnuð með það í huga að staðreyna að þau aðföng og vörur, sem bókuð eru sem kostnaður við verkið, sé að finna á kostnaðarstað, þ.e. Þjóðleik- húsinu, og að sú vinna, sem gjald- færð hefur verið á verkið, hafi verið innt þar af hendi. Við þá athugun var m.a. rætt við þjóðleikhússtjóra, fjármálastjóra leikhússins og nokkra aðra starfsmenn, sem höfðu komið að þessum málum. Bókhald og fjárvarsla vegna starfsemi byggingarnefndar er í umsjón Framkvæmdasýslu ríkisins. Niðurstaða athugunarinnar er eftirfarandi: Árni Johnsen, fyrrum alþingis- maður, hefur viðurkennt að 9 reikn- ingar, sem greiddir voru af framlagi til endurbóta á Þjóðleikhúsinu til- heyri honum persónulega. Alls er um að ræða 1.852 þúsund krónur. Þessa fjárhæð hefur Árni Johnsen endurgreitt ríkisféhirði þann 13. ágúst 2001. Þá hefur Árni staðfest að í hans vörslu séu nánar tilteknir hlutir sem greiddir voru af framlagi til endurbóta að fjárhæð 217 þús- und krónur. Í vörslu opinberra aðila eru nán- ar tilteknir þrír hlutir sem reikn- ingar bárust byggingarnefnd Þjóð- leikhússins, sem tengjast fyrr- verandi alþingismanni, en eru ekki greiddir, samtals að fjárhæð 464 þúsund krónur. Til viðbótar eru tveir reikningar sem voru endur- greiddir að fjárhæð 318 þúsund krónur. Þessu til viðbótar hefur að mati stofnunarinnar ekki fengist full- nægjandi skýring á 6 reikningum að fjárhæð 650 þúsund krónur. Niðurstöður athugunar á fjár- reiðum vegna byggingar staf- kirkju í Vestmannaeyjum Norsk stjórnvöld ákváðu í tilefni af 1000 ára afmæli Kristnitöku á Ís- landi að gefa íslensku þjóðinni staf- kirkju og var henni valinn staður í Vestmannaeyjum. Með bréfi for- sætisráðuneytisins 8. mars 1999 var skipuð nefnd til að hafa stjórn og yfirumsjón með framkvæmdum og öðru er laut að móttöku gjafarinnar. Árni Johnsen, þáverandi alþingis- maður, var skipaður formaður nefndarinnar. Í nefndu bréfi kemur fram að kostnaðaráætlun hljóði upp á 38 milljónir króna og skyldi verkið miðast við þá fjárhæð. Heildar- kostnaður nemur hins vegar um 57 milljónum króna. Athugun á starfsemi byggingar- nefndar stafkirkjunnar náði til ár- anna 1999 og 2000. Öll bókhalds- gögn voru könnuð með það í huga að staðreyna að þau aðföng og vörur sem bókuð eru sem kostnaður við verkið, sé að finna á kostnaðar- stað, þ.e. kirkjunni og tengdum mannvirkjum, og að sú vinna, sem gjaldfærð hefur verið á verkið, hafi verið innt þar af hendi. Við þá at- hugun var m.a. rætt við starfsmenn forsætisráðuneytis og tækni- og umhverfissviðs hjá Vestmannaeyja- bæ. Þá skoðuðu starfsmenn Ríkis- endurskoðunar vettvang. Enn frem- ur fól stofnunin sérfræðingum á sviði byggingarframkvæmda að taka út og meta tiltekna verkþætti. Bókhald og fjárvarsla vegna starfsemi byggingarnefndar staf- kirkju var í umsjón starfsmanna forsætisráðuneytis og nutu þeir að- stoðar ríkisbókhalds og ríkisféhirðis í því tilefni. Niðurstaða athugunarinnar er eftirfarandi: Að mati Ríkisendurskoðunar var staðið eðlilega að framkvæmd, eft- irliti, fjárvörslu og bókhaldi vegna þessa verkefnis og eru ekki gerðar athugasemdir við framkvæmd þess. Ríkisendurskoðun vill þó taka fram að í tengslum við tvo verkþætti var ekki fylgt eftir í öllu þeim fyrirmæl- um sem byggingarnefndin hafði sett sér vegna eftirlits. Í umrædd- um tilvikum tók formaður nefnd- arinnar sjálfur beina ákvörðun um framkvæmdir án þess að fylgja ákvörðunum nefndarinnar í því efni. Ríkisendurskoðun skoðaði þessa verkþætti sérstaklega og eru ekki gerðar aðrar athugasemdir við þá. Niðurstöður athugunar á fjárreiðum vegna byggingar Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða á Grænlandi Á árinu 1997 ákvað Vestnorræna ráðið og Grænlenska Landsráðið að setja á fót byggingarnefnd, sem hefði það verkefni að byggja kirkju og bæ í Brattahlíð á Grænlandi. Formaður byggingarnefndar var skipaður Árni Johnsen, þáverandi alþingismaður. Vinna við þetta verkefni hófst á árinu 1999 og lauk í júlímánuði 2000. Heildarkostnaður við verkið var tæplega 80 milljónir króna en lokauppgjör við verktaka hefur ekki farið fram. Athugun á starfsemi byggingar- nefndarinnar og þeirri undirbún- ingsvinnu sem fram fór áður en endanleg ákvörðun var tekin um að hefja verkefnið náði frá árinu 1996 til ársins 2000. Öll bókhaldsgögn voru könnuð með það í huga að staðreyna að þau aðföng og vörur, sem bókuð eru sem kostnaður við verkið, sé að finna á kostnaðarstað, þ.e. í Bröttuhlíð, og að sú vinna, sem gjaldfærð hefur verið á verkið, hafi verið innt þar af hendi. Við þá athugun var m.a. rætt við fyrrver- andi starfsmann Vestnorræna ráðs- ins en það veitti byggingarnefndinni skrifstofuaðstöðu og starfsmenn Ís- taks hf., sem önnuðust smíði húsanna. Fjárvarsla og bókhald vegna starfsemi byggingarnefndarinnar var í umsjón starfsmanna Vestnor- ræna ráðsins og formanns nefnd- arinnar. Niðurstaða athugunarinnar er eftirfarandi: Árni Johnsen, fyrrum alþingis- maður, hefur staðfest að í hans vörslu séu þrír nánar tilgreindir hlutir eða búnaður, sem greiddir voru af byggingarnefnd, samtals að fjárhæð 471 þúsund krónur. Þessu til viðbótar hefur að mati stofnunar- innar ekki fengist fullnægjandi skýring á einum reikningi vegna vinnu við grjóthleðslu að fjárhæð 645 þúsund krónur. Skýring hans á þessu er sú að ákvörðun hafi ekki enn verið tekin um það hvort koma eigi þessum hlutum fyrir í bygging- unum í Brattahlíð. Þegar óskað var eftir bókhalds- gögnum vegna þessa verkefnis kom í ljós að endanleg reikningsskil höfðu ekki verið gerð. Að frátalinni vörslu gagna um ráðstöfun ofan- greindra framlaga eru ekki gerðar athugasemdir um frágang og vörslu bókhaldsgagna. Ríkisendurskoðun vinnur nú að gerð endanlegra reikn- ingsskila vegna þessa verkefnis. Niðurstöður athugunar á fjárreiðum v/ýmissa viðfangs- efna annarra sem tengjast Árna Johnsen Ríkisendurskoðun kannaði um- sýslu Árna Johnsen sem formanns Grænlandssjóðs, umsýslu vegna setu hans í stjórn Vestnorræna ráðsins og umsýslu hans í tengslum við tiltekin framlög á fjárlögum árs- ins 2001 til verkefna utan ríkisgeir- ans. Þá kannaði hún erlendan ferða- kostnað, sem honum var greiddur á árabilinu 1998 til 2001 af ýmsum op- inberum aðilum. Niðurstaða þessara athugana er eftirfarandi: Athugun Ríkisendurskoðunar gefur ekki tilefni til athugasemda. Skipan og verklag bygging- arnefndar Þjóðleikhússins Í ársbyrjun 1989 skipaði mennta- málaráðherra sérstaka fimm manna byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Nefndin átti að vera ráðgefandi um endurreisn Þjóðleikhússbyggingar- innar, undirbúa eða skipuleggja til- tekna þætti hennar og hafa umsjón með henni. Formaður byggingar- nefndarinnar var skipaður Skúli Guðmundson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. Árni Johnsen, þáverandi alþingismaður, var skipaður vara- formaður. Árni tók við formennsku í nefndinni á árinu 1990. Nefnd þessi hafði yfirumsjón með um- fangsmiklum breytingum á suður- álmu leikhússins, einkum áhorf- endasal og öðrum gestasvæðum Þjóðleikhússins og Þjóðleikhúss- kjallarans, sem stóðu yfir á árunum 1989 til 1991. Á vegum nefndarinn- ar starfaði sérstakur verkefnis- stjóri. Með bréfi, dags. 13. desem- ber 1995, til nefndarmanna í byggingarnefnd Þjóðleikhúss, til- kynnti menntamálaráðuneytið að það hygðist leysa nefndarmenn frá störfum fyrir lok ársins þar sem fyrir dyrum stæði að endurskipu- leggja nefndina. Með bréfi, dags. 1. febrúar 1996, var nefndin leyst upp. Hinn 13. febrúar 1996 skipaði síð- an menntamálaráðherra þá Árna Johnsen, þáverandi alþingismann, Stefán Baldursson, þjóðleikhús- stjóra, og Steindór Guðmundsson, þáverandi forstöðumann Fram- kvæmdasýslu ríkisins, í nefnd, sem fjalla skyldi um endurbætur og uppbyggingu Þjóðleikhússins. Árni Johnsen var skipaður formaður nefndarinnar. Í skipunarbréfinu segir svo orðrétt um hlutverk nefndarinnar: „Hlutverk nefndar- innar verður meðal annars að skipuleggja framhald þess upp- byggingarstarfs sem staðið hefur um skeið, gera áætlanir um kostn- að og tillögur um leiðir og verk- lag.“ Loks er í skipunarbréfinu mælt svo fyrir að þóknun fyrir nefndarstörfin verði greidd að feng- inni umsögn Þóknananefndar rík- isins. Þess skal getið að er Steindór Guðmundsson lét af störfum for- stöðumanns Framkvæmdasýslu rík- isins á árinu 1999 lét hann einnig af störfum í byggingarnefndinni. Menntamálaráðherra taldi ekki ástæðu til að skipa nýjan nefnd- armann, enda verkefni nefndarinn- ar ekki það umfangsmikil að þörf væri á slíku að hans mati. Verklag byggingarnefndar Af ýmsum gögnum má ráða að nefndin hafi haldið fjölmarga fundi. Ekkert liggur á hinn bóginn fyrir um fundi þessa því til þeirra var jafnan boðað með óformlegum hætti og engar fundargerðir voru haldn- ar. Því verður hvorki ráðið af fyr- irliggjandi gögnum hvað á dagskrá fundanna var, hverjir sátu þá né hvað ákveðið var á þeim eða gert að öðru leyti. Engu að síður má ætla af bréfi Árna Johnsen, formanns nefndarinnar til menntamálaráðu- neytisins, í tengslum við þóknana- Greinargerð vegna athugunar á opinberum fjárreiðum Árna Johnsen Í gær gerði Ríkisendurskoðun opinbera greinargerð um athugun stofnunarinnar á opinberum fjárreiðum Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns. Greinargerðin er hér birt í heild. Morgunblaðið/Billi Greinargerðin snertir m.a. störf byggingarnefndar Þjóðleikhússins. SJÁ SÍÐU 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.