Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
GRUNNSKÓLAR Akureyrar verða
settir mánudaginn 27. ágúst nk., eða
viku fyrr en venjulega. Tæplega 2.500
nemendur mun þá setjast á skóla-
bekk, eða heldur fleiri en á síðasta ári.
Að sögn Herdísar Gunnlaugsdótt-
ur, fulltrúa á skóladeild, hefur gengið
vel að ráða kennara til starfa.
Herdís sagði að búið væri að manna
allar kennarastöður í grunnskólum
bæjarins og aðeins væri óráðið í stöð-
ur námsráðgjafa í tveimur skólum.
Skólastarfið mun jafnframt standa
lengur fram á vorið en skólaslit verða
þann 7. júní á næsta ári.
Skólastarf í grunn-
skólum að hefjast
Vel hefur
gengið að
ráða kennara
AKUREYRARBÆR hefur fest
kaup á Varpholti, húsnæði Rík-
isútvarpsins í Hörgárbyggð,
fyrir Bröttuhlíðarskóla. Húsið
er um 470 fermetrar að stærð á
tveimur hæðum og er kaupverð-
ið 13,5 milljónir króna.
Að sögn Guðríðar Friðriks-
dóttur framkvæmdastjóra Fast-
eigna Akureyrarbæjar þarf ekki
að gera miklar breytingar á hús-
næðinu fyrir starfsemi skólans
og er stefnt að því að skólastarf
hefjist þar nú í haust. Akureyr-
arbær hefur þegar sent sveitar-
stjórn Hörgárbyggðar erindi
þar sem óskað er eftir leyfi fyrir
starfsemi skólans í húsnæðinu.
Bröttuhlíðarskóli er lítill sér-
skóli fyrir börn á grunnskóla-
aldri með aðlögunarvanda og
eru nemendur rúmlega 10. Skól-
inn hefur fram að þessu verið
rekinn í íbúðarhúsnæði við sam-
nefnda götu á Akureyri.
Áður hafði Akureyrarbær
gert tilboð upp á um 20 milljónir
króna í einbýlishús við Beyki-
lund 10, undir starfsemi skólans.
Á fundi bæjarráðs í síðustu viku
var samþykkt að fela forstöðu-
manni Fasteigna Akureyrar-
bæjar að afturkalla tilboð bæj-
arins í fasteignina. Var það gert
með vísan til þeirra at-
hugasemda sem fram voru
komnar við grenndarkynningu á
breyttri nýtingu fasteignarinnar
við Beykilund.
Bröttu-
hlíðar-
skóli í
Varpholt
SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG
Akureyrar (Sjóak) heldur
tveggja daga sjóstanga-
veiðimót á morgun, föstudag,
og laugardag. Mótið er átt-
unda og það síðasta á Ís-
landsmótinu í sjóstangaveiði
á þessu ári. Mótið hefst form-
lega í kvöld, fimmtudags-
kvöld, á Hótel KEA kl. 20.30.
Þar verða mótsgögn afhent,
jafnframt því sem fram fer
kynning á mótinu og skráning
í makaferð.
Keppni hefst svo snemma í
fyrramálið en róið verður frá
Dalvík kl. 6 og veitt til kl. 14.
Eftir veiði verður bryggju-
knall, boðið upp á kakó og
kræsingar. Sama fyrirkomu-
lag verður á laugardag og ró-
ið frá Dalvík kl. 6 og veitt til
kl. 14.
Á laugardagskvöld verður
lokahóf á Hótel KEA þar sem
verðlaun verða afhent fyrir
árangur á Íslandsmótinu.
Sjóstangaveiðifélag Akur-
eyrar var stofnað árið 1963
og í dag eru félagar alls 110
sem gerir það að fjölmenn-
asta sjóstangaveiðifélaginu á
landinu en þau eru átta.
Félögin hafa leyfi sjávarút-
vegsráðuneytisins fyrir 8
tveggja daga mótum, sem eru
opin mót, ásamt því að leyfa
hverju félagi fyrir sig að
halda eins dags innanfélags-
mót ár hvert.
Núverandi formaður fé-
lagsins er Pétur Sigurðsson
sem jafnframt er núverandi
Íslandsmeistari.
Sjóstanga-
veiðimót
í Eyjafirði
LEIÐANGUR breskra og norð-
lenskra björgunarsveitarmanna í
vikunni að flaki bresku sprengju-
flugvélarinnar sem fórst á jökli
milli Öxnadals og Eyjafjarðar fyrir
um 60 árum gekk mjög vel og var
árangursríkur. Með vélinni fórust
fjórir menn.
Tilgangur leiðangursins var að
sækja líkamsleifar mannanna, sem
komið hafa í ljós. Einnig var unnið
við að færa brak vélarinnar af jökl-
inum og á hærra svæði – þar sem
það mun bíða flutnings til byggða.
Hörður Geirsson, safnvörður á
Minjasafninu, sem fann vélina fyrir
tveimur árum, sagði að leiðang-
ursmenn hafi fundið líkamsleifar í
ferð sinni í vikunni. Leiðangurs-
menn voru fluttir til og frá jökl-
inum með þyrlum Gæslunnar og
þyrlu bandríska hersins og höfðu
þeir næturdvöl á fjöllum.
Hörður sagði að m.a. hefði fund-
ist ein vélbyssa til viðbótar við tvær
aðrar byssur sem áður höfðu fund-
ist á slysstaðnum. Hann sagði það
væri mönnum hulin ráðgáta hvers
vegna svo margar vélbyssur hefðu
verið um borð í vélinni.
Björgunarsveitarmenn ganga frá braki vélarinnar við jökulinn.
Árangurs-
ríkur
leiðangur
Ljósmynd/Skúli Árnason
FINNUR Aðalbjörnsson verktaki
frá Laugarholti í Eyjafjarðarsveit og
aðstoðarmenn hans gerðu mikla
frægðarför fram á Garðsárdal sl.
þriðjudag. Þeir félagar fóru þangað
á mjög stórum traktor með vagn og
sóttu flugvélina sem nauðlenti þar
um verslunarmannahelgina. Tveir
menn voru í vélinni þegar hún nauð-
lenti og sakaði þá ekki.
Traktorinn, sem notaður var til
verksins, er með tvöföldum dekkjum
að aftan og sagði Finnur að öðruvísi
hefði hann aldrei komist fram á dal-
inn, því yfir mjög djúp og snarbrött
gil var að fara. Þrátt fyrir erfiðar að-
stæður tókst leiðangurinn mjög vel
og var flugvélin, sem skemmdist
nokkuð við óhappið, flutt í geymslu í
flugskýli á Akureyrarflugvelli.
Rannsókn á orsökum flugslyssins
stendur enn yfir hjá Rannsóknar-
nefnd flugslysa. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins eru vísbend-
ingar um að vélin hafi orðið
bensínlaus.
Flugvélin komin til byggða
Morgunblaðið/Finnur Aðalbjörnsson
Aðstæður við flutning flugvélarinnar til byggða voru mjög erfiðar.
Eyjafjarðarsveit
VERKEFNISHÓPUR vegna fyrir-
hugaðrar byggingar fjölnota íþrótta-
húss á Akureyri hefur óskað eftir
frekari fresti hjá þeim aðilum sem
buðu í framkvæmdina til að taka af-
stöðu til tilboðanna, eða til 11. sept-
ember nk. Ásgeir Magnússon, for-
maður verkefnishópsins, sagði að
leitað hefði verið eftir frekari upplýs-
ingum frá bjóðendum svo hægt væri
að meta tilboðin endanlega. „Við höf-
um ekki getað gert það ennþá, þar
sem við höfum ekki haft nógu góðar
upplýsingar frá öllum bjóðendum
um sundurliðun verksins. Þær tölur
ættu að liggja fyrir í þessari viku og
ég vona því að hægt verði að ljúka
málinu í næstu viku.“
Eins og fram hefur komið sendu
fjögur fyrirtæki samtals átta tilboð í
verkið í alútboði og voru þau mun
hærri en bæjarstjórn hafði sam-
þykkt að leggja í framkvæmdina á
næstu árum.
Bygging fjölnota
íþróttahúss
Mati á tilboð-
um seinkar
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt
♦ ♦ ♦