Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 26
ERLENT
26 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
- heilshugar um þinn hag
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík
Sími 533 4300
Fax 568 4094
Til sölu eða leigu - Smiðjuvegur 6
1369 fermetrar í vel hirtu húsi og á áberandi stað á hornlóð.
Innkeyrsludyr og mikil bílastæði. Húsnæðið er glæsilegt og ný-
innréttað. Möguleiki að skipta því upp í allt að fjóra hluta.
Upplýsingar gefa Jens í síma 895 8248 & Agnar í síma 896 5048
einnig viðstaddur athöfnina, tók und-
ir orð Koizumis og sagðist iðrast
verka Japana í stríðinu.
Mótmæli í Kína og Suður-Kóreu
Uppnámið, sem heimsókn Koizum-
is að minnismerki Japana um fallna
hermenn sl. mánudag olli, kastaði þó
óneitanlega skugga á athöfnina en í
augum margra er minnismerkið
táknrænt fyrir japanska hernaðar-
stefnu. Sérstaklega vegna þess að ár-
ið 1978 grófu Japanir upp líkamsleif-
ar hermanna sem teknir voru af lífi
fyrir stríðsglæpi og fluttu á hinn
helga stað. Talið er ólíklegt að um-
mæli Koizumis geti lægt reiðiöldurn-
ar sem risið hafa upp meðal ná-
grannaþjóðanna vegna heimsóknar
hans.
Kínverskir stúdentar efndu í gær
til mótmæla víðs vegar í Kína vegna
heimsóknar Koizumis og í Peking
brenndu stúdentarnir japanska þjóð-
JUNICHIRO Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, lét í gær í ljós iðrun
vegna grimmdarverka Japana í síð-
ari heimsstyrj-
öldinni. Þessu
lýsti ráðherrann
yfir við athöfn
sem haldin var af
því tilefni að í
gær voru 56 ár
liðin frá því að
Japanir gáfust
upp í síðari
heimsstyrjöld-
inni. „Þjóð okkar
hefur valdið
mörgum þjóðum verulegum sárs-
auka og tjóni, sérstaklega nágrönn-
um okkar í Asíu,“ sagði Koizumi í
opnunarræðu við athöfnina. Þá bætti
hann við að Japanir gættu bætt fyrir
þetta með því að hlúa að friði og hag-
sæld á þessu svæði.
Akihito Japanskeisari, sem var
fánann framan við sendiráð Japans.
Líta stúdentarnir á heimsókn jap-
anska forsætisráðherrans sl. mánu-
dag sem móðgun við Kína og aðrar
þjóðir sem þurftu að þola hervald
Japana í síðari heimsstyrjöldinni.
Í miðborg Seoul í Suður-Kóreu
mótmæltu einnig hundruðir manna í
gær. Nokkrar aldraðar konur sem
lifðu af kynlífsþrælkun Japana í síð-
ari heimsstyrjöldinni tóku þar þátt í
mótmælunum.
Þúsundir Japana heiðruðu
minningu látinna hermanna
Þúsundir manna heimsóttu minn-
ismerkið í gær í tilefni af afmælinu.
Fólkið vottaði helgistaðnum og fölln-
um hermönnum virðingu sína með
því að klappa saman höndum og lúta
höfði í bæn. Fyrrverandi hermaður,
Yano, sem heimsótti minnismerkið
klæddur einkennisbúningi, sagði að
japanskir hermenn í síðari heims-
styrjöldinni hefðu ekki haft neitt val
og hafi orðið að verja landið sitt.
„Gildi þess tíma voru önnur en í dag,
það sem við gerðum var einungis
vegna löngunar til að tileinka líf okk-
ar því að verja föðurlandið,“ sagði
hann. Meðal þeirra sem heimsóttu
minnismerkið í gær var fyrrverandi
forsætisráðherra landsins, Ryutaro
Hashimoto.
Fjöldi ráðherra í ríkisstjórn Jap-
ans hefur lýst því yfir að þeir muni
ekki fara að minnismerkinu, þar á
meðal utanríkisráðherrann, Makiko
Tanaka.
Koizumi lýsti því yfir í gær að hann
hafi ekki ætlað að skaða samskipti
Japan við önnur ríki með heimsókn
sinni sl. mánudag. Þá sagðist hann
vilja funda með Kim Dae-jung, for-
seta Suður-Kóreu, til að bæta sam-
skipti ríkjanna en Kim sagðist í gær
hafa áhyggjur af spennu í samskipt-
um ríkjanna.
Koizumi lét í ljós iðrun
vegna verka Japana
Tókíó. AP.
Junichiro
Koizumi
Ríflega hálf öld frá því Japanir lýstu sig sigraða í síðari heimsstyrjöldinni
FYRRVERANDI yfirmaður í
her Bosníu-Serba, sem grun-
aður er um stríðsglæpi í
Bosníustríðinu, gaf sig fram í
búðum friðargæsluliðs Atl-
antshafsbandalagsins nærri
Banja Luka í gær.
Dragan Jokic er eftirlýstur
af stríðsglæpadómstóli Sam-
einuðu þjóðanna í Haag og
verður fluttur þangað. Hann
var yfirmaður herdeildar í
austurhluta Bosníu, sem talin
er hafa átt þátt í fjöldamorð-
unum í Srebrenica árið 1995,
einhverjum mestu voðaverk-
um Bosníustríðsins.
Ritstjóri tek-
inn höndum
RITSTJÓRI eina óháða dag-
blaðsins í Zimbabwe var
handtekinn í fyrrinótt.
Lögreglumenn sóttu Geoff
Nyarota, sem ritstýrir dag-
blaðinu Daily News, á heimili
hans í höfuðborginni Harare
og fluttu hann í höfuðstöðvar
lögreglunnar. AFP-fréttastof-
an hafði eftir aðstoðarrit-
stjóranum, Bill Saidi, að
handtakan tengdist sennilega
umfjöllun blaðsins um grip-
deildir á búgörðum hvítra
manna undanfarna daga. Í
frétt Daily News á þriðjudag
var gefið í skyn að lögreglan
hefði átt þátt í gripdeildun-
um.
Bush fær
lága einkunn
MEIRIHLUTI Evrópubúa
gefur
George W.
Bush,
Banda-
ríkjafor-
seta, lélega
einkunn
fyrir stefnu
hans í ut-
anríkismál-
um. Að-
spurðir
sögðu lang-
flestir að ákvarðanataka for-
setans í utanríkismálum
byggðist oftar en ekki á hags-
munum Bandaríkjanna. Þetta
kom fram í nýrri skoðana-
könnun sem gerð var í fjórum
Evrópulöndum.
Bush fékk mun lægri ein-
kunn en Bill Clinton, fyrrver-
andi Bandaríkjaforseti, í sam-
bærilegri könnun sem gerð
var í forsetatíð hans.
Hvetja til
friðar
BISKUPAR í Angóla hafa
hvatt Jonas Savimbi, leiðtoga
UNITA-skæruliðahreyfingar-
innar, til að lýsa tafarlaust yf-
ir vopnahléi, eftir mannskæð-
ar árásir undanfarið.
Fyrir tæpri viku féllu 252
manns og 165 særðust í fyr-
irsát skæruliða fyrir farþega-
lest í norðurhluta landsins.
Sprengja feykti lestinni af
sporinu og skæruliðar eru
sagðir hafa skotið á farþeg-
ana er þeir reyndu að forða
sér úr flakinu. UNITA-
skæruliðahreyfingin hóf upp-
reisn í Angóla árið 1975.
STUTT
Bosníu-
Serbi
gefur sig
fram
George W.
Bush
ÍSRAELSKIR leyniþjónustumenn
sátu fyrir einum af leiðtogum rót-
tækra Palestínumanna í Hebron í
gær og myrtu hann í miklu byssu-
kúlnaregni. Héldu Ísraelar þar með
áfram þeirri stefnu sinni, sem hefur
verið harkalega gagnrýnd um víða
veröld, að „taka úr umferð“ menn
sem þeir telja sérstaklega ógna ör-
yggi Ísraelsríkis.
Þá gerðist það enn fremur í gær
að ísraelskt herlið hernam land-
svæði við bæinn Beit Jalla á yf-
irráðasvæði Palestínumanna á Vest-
urbakkanum en þar hefur oft komið
til vopnaðra átaka milli ísraelskra
hermanna og vopnaðra Palestínu-
manna. Ísraelsher lét þó vera að
ráðast inn á stærra svæði.
Heita hefnd innan
tveggja sólarhringa
Mikill fjöldi Palestínumanna
fylgdi hinum 25 ára gamla Emad
Abu Sneineh, manninum sem myrt-
ur var í gærmorgun, til grafar í
Hebron í gær. Abu Sneineh var
meðal forystumanna skæruliða-
hópsins Tanzim, sem á aðild að
Fatah-hreyfingu Yassers Arafats,
og að sögn Palestínumanna tók
hann oft þátt í vopnuðum átökum
við Ísraela. Hétu félagar Abu
Sneineh við útförina því að hans
yrði hefnt „innan tveggja sólar-
hringa“. Nabil Amar, ráðherra í
ríkisstjórn Palestínumanna, for-
dæmdi morðið í gær. Hann sagði
það merki um áframhaldandi „rík-
isrekin hryðjuverk“ Ísraelsstjórnar.
Morðin orðin fleiri en 50
Stjórnvöld í Ísrael vildu hvorki
staðfesta né neita því að þau stæðu
á bak við morðið en Raanan Gissin,
háttsettur ráðgjafi Ariels Sharons
forsætisráðherra, lét hafa eftir sér
að Abu Sneineh hefði haft „mikið
blóð á höndum sér“.
Á vegum Ísraelsstjórnar hafa yf-
ir 50 manns, flestir meintir palest-
ínskir öfgamenn verið drepnir í
markvissum tilræðum frá því nýj-
asta átakabylgjan í Mið-Austur-
löndum hófst í september í fyrra.
Talsmenn Ísraelsstjórnar hafa
ítrekað sagt að til þess að hindra
árásir á ísraelska borgara sé það
oft eina leiðin að drepa hina meintu
öfgamenn. Hefur þessi stefna Ísr-
aela verið harðlega gagnrýnd, bæði
af forystumönnum Palestínumanna
og ríkisstjórnum margra landa, þar
á meðal Bandaríkjanna, dyggasta
bandamanni Ísraels. Aðgerðir Ísr-
aela undanfarna daga hafa aukið
enn á gagnrýni alþjóðasamfélags-
ins.
Meintur öfga-
maður myrtur
Hebron. AP.
Ísraelar halda áfram að „taka menn
úr umferð“ í markvissum tilræðum
UNGVERJAR halda nú upp á þús-
und ára afmæli kristnitöku í land-
inu. Svo vill til að1000 ár eru einnig
liðin frá því að páfi og keisari við-
urkenndu tilvist ungverska ríkisins
og er því um sérstaklega merk
tímamót að ræða.
Hér bera hallarverðir kórónu
Heilags Stefáns, sem var konungur
frá árinu 1000 til 1038, frá þinghús-
inu í Búdapest snemma í gærmorg-
un. Kórónan var þá flutt að dóm-
kirkjunni í Esztergom, 40 km ofar
við Dóná. Þar fór í gær, á Himna-
fararmessu Maríu meyjar, fram há-
tíðarguðsþjónusta sem markaði há-
mark kristitökuhátíðar Ungverja í
ár. Stefán konungur lýsti á þessum
degi fyrir 1000 árum Maríu mey
verndardýrling Ungverjalands.
Kristnitökuhátíð
í Ungverjalandi
AP
ÚTGEFENDUR Svenska dag-
bladet, eins stærsta dagblaðs Sví-
þjóðar, tilkynntu í gær að 55
starfsmönnum hefði verið sagt upp
en það eru um 12% af mannafla
blaðsins.
Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir
að samdráttur í auglýsingatekjum
sé helsta ástæða uppsagnanna en
þær bitna helst á ritstjórn blaðsins
og netúgáfu. Vonast útgefendurnir
til að spara 55 milljónir sænskra
króna (um 530 milljónir ísl. kr.)
með aðhaldsaðgerðum en auk upp-
sagnanna verður gripið til þess
ráðs að hætta prentun sérútgáfu
blaðsins í Umeå.
Svenska dagbladet er rúmlega
aldargamalt en tap hefur verið á
útgáfunni undanfarin ár. Fram-
kvæmdastjórinn Gunnar Ström-
blad segir að fyrri aðhaldsaðgerðir
hafi skilað árangri en að efnahags-
lægð í landinu hafi komið í veg
fyrir að reksturinn kæmist á rétt-
an kjöl.
Uppsagnir hjá
Svenska dagbladet
Stokkhólmur. AP.