Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LJÓSMYNDUN er smám sam-
an að öðlast sess hér á landi sem
listmiðill þótt við séum töluvert á
eftir öðrum vestrænum þjóðum í
mati okkar á verðleikum hennar.
Einhvern veginn hefur farið svo
fyrir íslenskri ljósmyndun að
henni hefur verið haldið utan og
ofan við öll myndlistargildi í lok-
uðum heimi út af fyrir sig.
Hólfun er svo sem ekkert nýtt
fyrirbæri í íslenskri myndlist. Hún
hefur verið regla fremur en hitt.
Formræn sótthreinsun hverrar
greinar fyrir sig – eins konar
geymsla í formalíni – virðist skipta
okkur meira máli en skapandi
sambræðsla. Þetta hefur leitt til
þeirrar leiðinlegu skipunar mála
að allt verður að vera fyrirsjáan-
legt. Það er auðvelt að ímynda sér
hvað þetta þýðir fyrir hugmynda-
flugið.
Íslensk ljósmyndun hefur verið
þjökuð af þessari innikróun, en
ýmislegt bendir til að jákvæðra
breytinga sé að vænta. Eitt dæmið
er sýning Ólafar Bjarkar Braga-
dóttur hjá Íslensk grafík. Þessi
franskmenntaða listakona virðist
býsna laus við þá heftandi virðingu
fyrir miðlinum sem stíflar sköp-
unargleðina. Verið getur að það sé
vegna þess að hún fæst jafnframt
við ýmsar aðrar greinar innan
myndlistarinnar, svo sem málara-
list. Ekkert virðist eins blóðauk-
andi og haftalosandi nú á tímum
en það að stunda nógu margar
aukabúgreinar.
Litmyndir Ólafar Bjarkar eru
allar teknar á flóamarkaði í Mont-
pellier, í Suður-Frakklandi, þar
sem borðin skarta hvers kyns
varningi. Myndirnar eru allar
teknar beint yfir viðfangsefninu –
samkvæmt fuglsflugi, eins og það
er kallað á frönsku – þannig að
varningurinn glatar vissum raun-
veruleikasvip, og myndar í staðinn
ryþmískt mynstur yfir allan flöt-
inn, ekki ósvipað kyrralífsskreyt-
ingum á síðrómverskum mósaík-
veggjum og gólfum; veisluborðum
í málverkum Pierre heitins Bonn-
ard; ellegar hlutafjölfeldisskápum
franska nýrealistans Armans. Það
er alltaf eitthvað traustvekjandi
við list sem skírskotar til svo
margra ólíkra tíma, fornra sem
nýrra, en að auki er mikil og rík
Miðjarðarhafsgleði, og litagleði, í
ljósmyndum Ólafar Bjarkar.
Hlutirnir ofan frá
MYNDLIST
Í s l e n s k g r a f í k ,
H a f n a r h ú s i n u
Sýningunni er lokið.
LJÓSMYNDIR
ÓLÖF BJÖRK BRAGA-
DÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson
FORSETA Íslands Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, Birni Bjarnasyni
menntamálaráðherra og Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra voru afhent
fyrstu eintök bókarinnar Fóst-
bræðralag, saga Karlakórsins
Fóstbræðra í hófi sem fór fram
á Hótel Borg í tilefni af út-
komu bókarinnar.
Söguna hefir Páll Ásgeir Ás-
geirsson skráð og lýsir sögu
Fóstbræðra, allt frá því að kór-
inn varð til innan raða KFUM,
og hét þá Karlakór KFUM, og
til þessa árs. Í bókinni er lýst
þeim aðstæðum sem tónlistar-
iðkun var búin hér á landi á
fyrri hluta síðustu aldar og er
verðug heimild um framgang
tónlistar á Íslandi á 20. öldinni.
Útgefandi er Karlakórinn
Fóstbræður. Bókin er prýdd
fjölda mynda, auk félagatals
yfir alla sem sungið hafa með
Karlakórnum Fóstbræðrum frá
upphafi.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Björn Bjarnason, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ólafur Ragnar
Grímsson kynna sér nýútkomið Fóstbræðralag.
Fóstbræðralag í 90 ár
SKAFTFELL á Seyðisfirði hýsir
þessa dagana sýningu þriggja
finnskra listamanna og hentar sýn-
ingaraðstaða þessa vinalega menn-
ingarhúss Seyðfirðinga vel undir sýn-
ingu á borð við þessa. Verk þeirra
Pauls Osipows, Philips von Knorr-
ings og Pamelu Brandt eru fjöl-
breytileg á að líta, en málverkið er
miðill þeirra Osipows og Brandt á
meðan von Knorring býður sýning-
argestum upp á innsetningu er sýnd
var í SÚM-sal Nýlistasafnsins nú
fyrr í sumar.
Osipow sem er þeirra félaga þekkt-
astur, en verk hans hafa m.a. verið
sýnd á Feneyjatvíæringnum, býður
gestum upp á litskrúðugar smá-
myndir. Meirihluti verkanna, sem öll
eru nafn- og númeralaus, myndar röð
skærlitra abstrakt litflata eftir einum
veggja sýningarrýmisins. Misþykk
lög af grænum, rauðum, bláum, brún-
um og fjólubleikum litflötum, þar
sem breið pensilförin eru víða sýni-
leg, veita myndröðinni barnslegt yf-
irbragð. Glaðlegir litfletirnir leitast
ekki við að réttlæta tilveru sína með
tilvitnunum til fígúratífra forma og
myndirnar verða fyrir vikið að sjálf-
stæðum rýmisverkum í stað tákn-
mynda raunveruleikans. Hér er það
áhorfandans að gefa ímyndunarafli
sínu lausan tauminn og einna helst að
hvítur og blár flekkur á grænum
grunni kalli fram í hugann íslenska
sveitasælu.
Nokkuð annar blær er á tveimur
verkum Osipows er hanga saman að-
skilin myndröðinni. Þótt yfirbragð
þessara verka sé ekki síður glaðlegt
er útfærslan nú hins vegar öllu nost-
urslegri. Hröð handbrögð fyrri
myndraðarinnar eru hér víðsfjarri en
léttleiki, glaðværð og kæruleysi, sem
veitir myndunum styrk sinn, þeim
mun meira áberandi.
Verk Pamelu Brandt, sem einnig
hefur valið sér málverkið sem sinn
miðil, eru töluvert ólík og öllu hljóð-
látari en list Osipows. Myndirnar,
sem einnig eru nafnlausar, eru stærri
að ummáli, fígúratívar og ekki jafn
litaglaðar – bláir, bleikir og grænir
litatónar sem jaðra við pastelliti eru
víða ríkjandi – og viðfangsefnið sækir
Brandt til kyrralífsmynda.
Einna sterkust verka hennar eru
tvær samhangandi myndir í hvítum
og brúnum tónum. Hvítur fiskur á
gráum grunni hefur þar létt og fín-
legt yfirbragð á meðan og þverskurð-
ur af ávexti í rauðbrúnum lit nær
fram djúpri og munúðarfullri lita-
notkun. Myndaröð Brandt af könnu
og vatnsglasi er hins vegar öllu lak-
ari, líkt og þar skorti nokkra festu.
Eitt þeirra verka ber þó af öðrum, og
er sú mynd mikið unnin líkt og reynd-
ar flest verka listakonunnar. Hér er
hins vegar dýptin meiri en annars
staðar í myndröðinni, auk þess sem
þverskorinn bakgrunnur veitir verk-
inu aldrað yfirbragð er svartir og blá-
leitir litatónar stuðla enn frekar að.
Það er þó óneitanlega innsetning
Philips von Knorrings sem dregur
aðsér athygli sýningargesta á kostn-
að hinna með hinu ómótstæðilega að-
dráttarafli sjónvarpsskjánna. Verkið,
sem sýnt var í SÚM-sal Nýlistasafns-
ins fyrr í sumar, er hringur af klass-
ískum stöplum sem á hafa verið settir
litlir skjáir er nema umhverfið. Inn-
setningar hafa höfðað töluvert til von
Knorrings í seinni tíð, en hann á heið-
urinn af því að vera einn þeirra er
fyrst kynntu myndbandalistina fyrir
Finnum í upphafi áttunda áratugar-
ins.
Í verki sínu í Skaftfelli nær hann að
sameina nokkuð þessa tvo þætti og er
sjónræn útfærsla innsetningarinnar
sterk. Sjónvarpskáirnir draga að sér
áhorfendur sem ómeðvitað laðast að
skjánum, sem hér gerir þá sjálfa að
viðfangsefninu – sama hvert snúið er
– alls staðar er fyrir skjár sem lætur
sýningargestinn horfast í augu við
sjálfan sig.
Sýning Finnanna í Skaftfelli er vel
útfærð í rými því sem menningarmið-
stöðin hefur upp á að bjóða, en það er
hins vegar miður að skorta skuli sýn-
ingarskrá þar sem gestir geta fræðst
lítillega um listamennina og verk
þeirra. Nöfn þeirra Osipows, Brandt
og von Knorrings eru hvergi sjáanleg
í sýningarrýminu, verkin ómerkt og
heimsóknin í Skaftfell því ekki jafn
fróðleg og ella.
MYNDLIST
M e n n i n g a r m i ð s t ö ð i n
S k a f t f e l l
Sýningin er opin daglega frá kl. 11–
22 og lýkur 31. ágúst.
PAUL OSIPOW, PHILIP
VON KNORRING
OG PAMELA BRANDT
ÁN
ORÐA
Anna Sigríður Einarsdótt ir
Morgunblaðið/Anna Sigríður
Glaðlegt og kæruleysislegt yfirbragð einkennir þessi verk finnska
listamannsins Paul Osipow.
KLAIS-orgelið í Hallgríms-
kirkju hefur ávallt sama aðdrátt-
araflið og sl. sunnudag, hlýddu
kirkjugestir á orgelleikara frá
Tékklandi, Petr Rajnoha, leika
orgelverk frá tímum barokkmanna
til nútímans. Tónleikarnir hófust á
Ciaccona í f-moll, eftir Johann
Pachelbel (1653–1706) en hann var
meðal helstu meistara orgelsins á
undan Bach. Sjakkonan í f-moll er
einstaklega fögur tónsmíð og
byggist á hljómum með f-es-des-c
tónferli í bassanum sem hljóma-
grunn og að því leyti til, hvað
snertir vinnuaðferð, mætti kalla
verkið „passacalíu“. Hvað sem
þessu líður var þetta fallega verk
mjög vel flutt og raddskipan þess
fínlega mótuð.
Annað verkið á efnisskránni var
tokkata (snertla) og fúga í F-dúr
BWV 540 eftir J.S. Bach og er
tokkatan eitt af leiktækniverkum
meistarans þar sem hann spinnur
fyrri hluta tokkötuna yfir orgel-
punkt á f og eftir dúndrandi ped-
alsóló yfir c og síðan aftur ped-
alsóló. Þá tekur við glæsilegur
leikur með fallandi og hækkandi
sekvensa. Pedaltónninn var helst
til of sterkur og dró því slikju fyrir
hljómborðssnertluna. Eftir þessa
löngu og rismiklu snertlu kom
fúga þar sem mikið er unnið með
biðtóna sem oft gátu verið
skemmtilega útfærðir af meistar-
anum. Þrátt fyrir of mikinn styrk
á orgelpunktinum var flutningur-
inn rismikill og fúgan glæsilega út-
færð.
Til að hvíla eyru hlustenda lék
Rajnoha sætt pastorale eftir Jan
Kritel Kuchar (1751–1829) en eftir
þessa sveitakyrrð var það Max
Reger, sem átti orðið, og þar fór
maður sem aldeilis kunni á orgel,
óhófsmaður í tónum en einmitt
þessi eiginleiki hans birtist í mat-
græðgi sem talin er ástæðan fyrir
hjartaáfalli er leiddi hann til
dauða. Þetta yfirþyrmandi orgel-
verk var sérlega glæsilega flutt og
ekki oft sem slíkur leikur er fram-
inn á orgel en sem „manualsnill-
ingur“, bæði á orgel og píanó, er
Reger skipað til sætis með Busoni.
Báðir ætluðu sér stóran hlut og er
sagt að Reger hafi ofgert öllu sem
hann kom nálægt og fyrir bragðið
sé hann nær óþekktur nema fyrir
orgelverk sín. Hvað sem þessu líð-
ur var leikur Rajnoha hreint ótrú-
lega glæsilegur.
Lokaverkið var yndisleg jóla-
hugleiðing eftir Marcel Dupré, Til-
brigði yfir gamalt stef (gamlan
vin), op. 20, þar sem leikið er með
margvísleg registur Klais-orgels-
ins og var leikur Rajnoha á köflum
sérlega fíngerður. Ljóst er að
þessi ungi orgelleikari ræður þeg-
ar yfir víðfeðmu sviði í túlkun og
tækni svo sem heyra mátti í
sjakkonu Pachelbels og jólahug-
leiðingunum eftir Dupré þar sem
fínleikinn kom mjög skýrt fram og
þá hin stórbrotnari tilþrifin sem
bæði voru ríkjandi í tokkötu Bachs
og náðu hápunkti í tröllslegum
tóntiltektum hjá Reger, bæði í
hinni yfirþyrmandi fantasíu og í
fúgunum, sérstaklega þeirri seinni
og þá ekki síður í samskipan
beggja fúgustefjanna í tignarlegu
niðurlagi þessa stórbrotna verks
sem á sér samstöðu með því sem
stærst gerist í gerð yfirþyrmandi
og stórra hljómsveitarverka. Inni
á milli þessara stóru verka var
pastoralið eftir Kuchar eins og sól-
skinsblettur í garði ilms og feg-
urðar.
Í garði ilms
og fegurðar
TÓNLIST
H a l l g r í m s k i r k j a
Petr Rajnoha frá Tékklandi flutti
verk eftir Pachelbel, J.S. Bach,
Kuchar, Reger og Dupré.
Sunnudagurinn 12. ágúst 2001.
ORGELLEIKUR
Jón Ásgeirsson