Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 34
UMRÆÐAN
34 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
U
mræðan sem varð í
liðinni viku í fram-
haldi verslunar-
mannahelgar-
innar, og snerist
að talsverðu leyti um ofbeldis-
og kynferðisglæpi sem framdir
voru og sumir hafa viljað tengja
við síaukinn aðgang barna og
unglinga að grófu ofbeldis- og
klámefni, virðist ætla að renna
út í hinn hefðbundna sand. Þó
eru forvitnilegar tengingar milli
þess sem hæst hefur borið í
dægurfréttum hér heima und-
anfarna viku. Fyrst var það al-
menn hneykslan yfir atburðum
verslunarmannahelgarinnar og
þá auðvitað sérstaklega hvernig
Eldborgarhá-
tíðin fór
fram. Síðan
hefur riðið yf-
ir önnur
hneyksl-
unarbylgja
vegna þess að hægt var að kom-
ast inn á barnaklámsíðu um
heimasíðu klámblaðsins Bleiks
og blás. Kom það virkilega ein-
hverjum verulega á óvart? Ef
einhvers staðar er hægt að finna
klámefni – löglegt eða ólöglegt –
er líklegasta slóðin um hlaðið á
klámblaði. Það segir sig næstum
sjálft. En veit fólk almennt
hvers konar klám er átt við
þegar talað er um gróft klám-
efni? Ekki ólöglegt klámefni –
heldur „bara“ gróft. Í Noregi
var gerð könnun á sl. ári á veg-
um SINTEF (Rannsóknar-
stofnun iðnaðarins í Noregi) og
norska ríkislögregluskólans sem
bar yfirskriftina „Ofbeldisfullt
klám á Netinu“. Það kemur í
sjálfu sér ekki á óvart að á Net-
inu skuli vera hægt að finna
klámefni ef leitað er eftir því en
það kemur á óvart hversu auð-
velt er að finna það og ekki síð-
ur kemur á óvart hversu langt
mörkin hafa færst til í því sem
skilgreint er sem gróft klám.
Stjórnendur norsku rannsókn-
arinnar skiptu því klámefni sem
þeir rannsökuðu í nokkra efn-
isflokka og tiltóku að þeir væru
vissulega misjafnlega vinsælir
en þetta væru engu að síður
þeir klámefnisflokkar sem til
boða stæðu á Netinu. Nú er það
vissulega svo að margar af þeim
heimasíðum klámefnis sem
standa til boða á Netinu gera
kröfu til notandans um áskrift;
hann verður að veita persónu-
legar upplýsingar og greiða fyr-
ir aðganginn með kreditkorti
eða einhverju öðru viðurkenndu
greiðsluformi. En til þess að
hvetja notendur til að gerast
áskrifendur eru alls kyns
„ókeypis“ sýnishorn í boði og
það er gjarnan það efni sem
börnin og unglingarnir skoða.
Að því ónefndu auðvitað að víða
er hægt að nálgast klámefni á
Netinu eftir öðrum leiðum án
þess að borga sérstaklega fyrir
aðgang að því.
Til að ekki fari neitt á milli
mála hvað átt er við þegar talað
er um gróft klám er einfaldast
að lýsa þeirri flokkun sem
norska rannsóknin lagði til
grundvallar. Flokkunin byggist
á mati á myndefni, ljósmyndum
eða myndbandsbútum.
Misþyrmingar á kynfærum.
Hnefa, verkfærum, flöskum,
töngum o.fl. er troðið upp í leg-
göng eða endaþarm. Sýnt í nær-
myndum.
Bandingjar – pyntingar.
Kvenmaður er bundinn upp eða
festur á einhvers konar tækja-
búnað, s.s. fallaxir, handjárn og/
eða fótajárn. Járnprjónum er
stungið í kynfæri, nef, handleggi
eða fætur. Kefluð, bundin og
pyntingar. Svipbrigði sýna ótta
og skelfingu. Nánast alltaf er
það nakin kona sem er pyntuð
en böðullinn er karlmaður, fá-
klæddur með hettu á höfðinu. Í
mörgum tilfellum er mikil
áhersla lögð á að láta líta svo út
sem aðstæður séu „raunveruleg-
ar“, þ.e. hafi raunverulega
gerst.
Plastpokar og kæfingar. Hér
eru sýndar ýmsar aðferðir við
að kæfa fólk í samförum eða til
að ná kynferðislegu hámarki af
einhverri gráðu. Kyrkingar með
ýmsum búnaði eru sýndar í
smáatriðum. Nánast alltaf eru
það konur sem verða fyrir of-
beldinu. Hér er einnig lögð mikil
áhersla á „raunveruleikann“.
Nauðgun. Alls kyns útfærslur
á nauðgunum eru sýndar á
klámvefjum Netsins. Lögð er
áhersla á raunveruleika atburð-
arins og í sumum tilfellum eru
sviðsettar nauðganir þar sem
fórnarlambið – nánast alltaf
kona – er myrt í lokin.
Barnaklám. Hér eru allar
hugsanlegar aðfarir sýndar við
kynferðislegt ofbeldi og mis-
notkun á börnum allt að þriggja
ára aldri. Langflestir gerendur
eru karlmenn. Oft eru aðstæður
sviðsettar með þeim hætti að
gerendur eru feður, afar eða
frændur barnanna.
Náriðlar og dýraklám. Auk
þess sem sýndar eru samfarir í
alls kyns stellingum við lík og
dýr af ýmsum tegundum eru
sýndir sundurslitnir líkamar og
líkamspartar sem síðan eru not-
aðir við kynferðislegar athafnir.
Morð og limlestingar. Hér er
sýnt hvernig gerandinn (karl-
inn) myrðir og limlestir fórn-
arlambið (konuna) samtímis því
sem hann kemur fram vilja sín-
um með ýmsum hætti.
Saur og þvag. Hér er saur og
þvag orðið að ómissandi hluta af
kynferðislegri upplifun. Ger-
endur ata sjálfa sig og aðra í
eigin úrgangi með ýmsum hætti.
Varla þarf þessi upptalning að
verða lengri til að lesandinn átti
sig á því að þeir sem alast upp
við nokkuð auðveldan aðgang að
slíku efni fá vafalaust sérkenni-
legar hugmyndir um kynlíf og
kynhlutverk, að ekki sé meira
sagt. Aðeins einn af þeim flokk-
um sem hér eru taldir telst ólög-
legur. Það vekur ýmsar spurn-
ingar um almennt siðferði.
En óneitanlega rifjast upp orð
Stígamótakonunnar sem talaði
um virðingarleysi unglinga nú
til dags fyrir líkamlegum rétti
meðbræðranna og vísaði þar til
hins grófa kláms sem allir hefðu
aðgang að.
Hið löglega
klámefni
Alls kyns útfærslur á nauðgunum
eru sýndar á klámvefjum Netsins.
Lögð er áhersla á raunveruleika
atburðarins og í sumum tilfellum
eru nauðganirnar sviðsettar.
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
HALLDÓR Blöndal,
sá er bréfaði Hæsta-
rétti, sendir mér kveðju
í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag (9. ágúst).
Halldór Blöndal er ís-
lenskumaður allgóður
og skánandi vísnagerð-
armaður (hagyrðingur
væri of mikið sagt) með
aldrinum. Þá ritar hann
yfirleitt áferðarfallega,
en að vísu stirðlega,
texta. Áðurnefnd grein
Halldórs í Morgun-
blaðinu nýtur í litlu
góðs af þessum kostum
hans. Ekki ritar þar
þroskaður og víðsýnn
stjórnmálamaður af umburðarlyndi
fyrir ólíkum sjónarmiðum. Ekki ritar
þar einstaklingur vandur að virðingu
sinni í umgengni við staðreyndir.
Ekki ritar þar glaðbeittur, harðsnú-
inn en sanngjarn andstæðingur í rök-
ræðu. Nei; grein Halldórs Blöndals
um mig og heygarðshornið skortir
allt þetta. Innihald greinarinnar er
sýnu lakara forminu og er þó óskyld-
um hlutum hrúgað saman, vaðið úr
einu í annað og fram og til baka í
tíma. Kemur það ekki tiltakanlega á
óvart því Halldór Blöndal er þekktari
af öðru en skipulegri hugsun og fram-
setningu. Sérstaklega er leitt að
skynja geðvonskuna svo ekki sé sagt
biturðina sem leggur af ritsmíðum
hans eins og ódaun. Þetta framlag
Halldórs Blöndals til stjórnmálaum-
ræðunnar minnir á smjör, sem upp-
haflega var sæmilega strokkað og
hæft til átu, en hefur kasúldnað í
sumarhitum og er nú ekki manni
bjóðandi.
Athyglisvert er að Halldór Blöndal
kýs að undirrita grein sína með
starfsheitinu forseti Al-
þingis. Í krafti þess
embættis skirrist hann
ekki við að persónugera
svo mjög sem raun ber
vitni jafnt gömul sem
ný deilumál. Vera kann
að forseti Alþingis,
Halldór Blöndal, hagi
svo til vitandi sig hvort
sem er trausti rúinn í
því embætti. Ég mun
ekki oftar greiða þeim
færibandsstjóra fram-
kvæmdarvaldsins, sem
birtist mér síðastliðinn
vetur á forsetastóli í Al-
þingi, atkvæði mitt í
forsetakjöri. Þá yfirsjón
verð ég hins vegar að játa að hafa
gert hingað til.
Ryðbrandar Blöndals
Ekki verða að þessu sinni eltar ólar
við fjölmarga útúrsnúninga og rang-
færslur Halldórs í minn garð eða
Vinstrihreyfingarinnar- græns fram-
boðs í áðurnefndri blaðagrein. Hér
skulu aðeins nefnd nokkur dæmi um
lágkúruna megi það verða mönnum
til viðvörunar að taka ekki mark á
skrifum hans.
1. „Hann (undirritaður) var á móti
frjálsum gjaldeyrisviðskiptum“
fullyrðir Halldór í grein sinni. Eng-
inn rökstuðningur fylgir, engar
heimildir eru tilgreindar. Ekki
man ég hvort ég hef alltaf stutt ein-
stök skref til breytinga á reglum
um gjaldeyrisviðskipti en nefna má
að stjórnarandstaðan, og undirrit-
aður þar með talinn sem nefndar-
maður í efnahags- og viðskipta-
nefnd, lagðist ekki gegn
breytingum til rýmkunar sem
gerðar voru á lögum um skipan
gjaldeyris- og viðskiptamála á 114.
löggjafarþingi 1992. Hitt þykist ég
og muna að hafa setið í einmitt
þeirri ríkisstjórn á árunum 1988-
1991 sem losaði, einkum 1990, um
ýmis gjaldeyrishöft sem fyrri rík-
isstjórnir, með aðild Sjálfstæðis-
flokksins og stuðningi Halldórs
Blöndals, höfðu látið óhreyfð. Þessi
fullyrðing Halldórs er órökstudd,
út í loftið, röng.
2. Halldór reynir að gera sér mikinn
mat úr því að ég tali um nauðsyn
þess að fullvissa Austfirðinga um
að þótt ekkert verði úr byggingu
álvers og stórvirkjana þá verði þeir
ekki skildir eftir á köldum klaka.
Öllum má ljóst vera að ég er að vísa
til væntinga stuðningsmanna ál-
versins. Ég hef margsinnis varað
við þeirri hættulegu framsetningu
mála að ekkert nema þessar til-
teknu stóriðjuframkvæmdir geti
orðið byggð á Austfjörðum til
bjargar. Þá nauðhyggjustefnu hef
ég kallað „álver eða dauði“. Allir
Úldið smjör
Halldórs Blöndals
Steingrímur J.
Sigfússon
Stjórnmál
Ofangreindir og aðrir
ryðbrandar Halldórs
Blöndals bíta lítt, segir
Steingrímur J.
Sigfússon, þegar til
málefnalegra skoðana-
skipta um umhverfis-
vernd og stóriðju- og
virkjanamál kemur.
NÚ Á tímum er oft
mikið talað um ímynd
Íslands. Sú ímynd fel-
ur í sér marga drætti.
Hversu skýrir þeir eru
hver um sig fer að
verulegu leyti eftir því
hversu skýra við drög-
um þá sjálf; hverja
áherslu við viljum sjálf
leggja á hvern um sig.
Einn drátturinn í
ímynd Íslands – og
ekki hinn veigaminnsti
nú á tímum – er þessi:
Ísland. Land hinnar
hreinu orku. Landið
sem nýtir hreinar,
endurnýjanlegar og
mengunarlausar orkulindir, að
heita má lausar við gróðurhúsaloft-
tegundir, í ríkari mæli en nokkurt
annað iðnríki í heiminum. Rúmlega
74% orkunotkunar innanlands og á
fiskimiðunum umhverfis landið
komu frá slíkum orkulindum árið
2000. Markmið Evrópusambands-
ins fyrir árið 2010 er að þá verði
hlutur slíkra orkulinda hjá þeim
kominn í 12%. Núverandi hlutdeild
þeirra er milli 5 og 6%.
Er þetta ekki ímynd sem við eig-
um að kynna rækilega og leggja
áherslu á? Bæði rammasamningur
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar, sem Kyoto-bókunin er
gerð við, og Bruntlandsskýrsla SÞ
um framtíð okkar allra leggja höf-
uðáherslu á nýtingu slíkra orku-
linda.
Já! Vel á minnst! Kyoto-bókunin
og losun á CO2. Á einum stað í
nýrri úrskurðar-
skýrslu Skipulags-
stofnunar um mat á
umhverfisáhrifum
Kárahnjúkavirkjunar
setur sérfræðingur frá
Landvernd, í athuga-
semd frá henni, fram
sviðsmynd af losun á
CO2 frá uppistöðulón-
um virkjunarinnar.
Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að saman-
lögð losun á fimm
fyrstu árum hennar,
þar með talin losun
vegna sjálfra virkjun-
arframkvæmdanna,
geti numið 430.000
tonnum af CO2, að meðtöldu CO2-
ígildi annarra gróðurhúsaloftteg-
unda frá lónunum, svo sem metans.
Það telur hann að sé álíka mikil los-
un og búast megi við frá lónunum
næstu 150–200 árin þar á eftir.
Samanlagt þannig 860.000 tonn á
næstu 155–205 árum.
Við skulum í bili láta vera að
gagnrýna þessar tölur en taka þær
góðar og gildar. Við dreifum þess-
ari losun á 100 ár eins og venjan er
að gera þegar losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá uppistöðulónum
vatnsaflsstöðva er borin saman við
losun frá eldsneytisstöðvum. Þetta
þýðir 8.600 tonn af CO2 á ári að
meðaltali, eða 1,76 grömm á hverja
kWh sem virkjunin framleiðir, sem
svarar til 0,2% af losun kolakyntrar
rafstöðvar.
Er að undra þótt bæði Brundt-
landsskýrslan og rammasamning-
urinn leggi áherslu á orkulindir á
borð við Kárahnjúkavirkjun?
Skipulagsstofnun leggst gegn
Kárahnjúkavirkjun. Við skulum –
einnig í bili – segja að það leiði til
þess að virkjunin verði ekki gerð.
Ekkert verði af álveri í Reyðarfirði
og Norsk Hydro leiti annað eftir
orku. Til dæmis til Kína, Indlands
eða Suður-Afríku, sem öll eiga
gnægð af mjög ódýrum kolum.
Ekkert þessara landa hefur skuld-
bundið sig samkvæmt Kyoto-bók-
uninni til að draga úr losun sinni.
Við skulum reikna með að Reyð-
arfjarðarálverið verði í staðinn reist
í einhverju þeirra og fái rafmagn
frá heldur nýtískulegri kolastöð en
gengur og gerist í þessum löndum
nú. Slík stöð myndi losa árlega 4,27
milljónir tonna af CO2, nærfellt
500-falda losunina frá lónum Kára-
hnjúkavirkunar og 125% af allri los-
un Íslendinga 1999 innanlands og á
fiskimiðunum.
Er það í anda rammasamningsins
og Bruntlandsskýrslunnar að Ís-
lendingar sendi álverið til þessara
landa með því að hafna Kára-
hnjúkavirkjun? Bæta þeir ímynd
sína meðal þjóða heims með því?
Eða er álverið betur komið í landi
hinnar hreinu orku?
Land hinnar
hreinu orku
Jakob
Björnsson
Virkjanir
Einn drátturinn í
ímynd Íslands, segir
Jakob Björnsson, og
ekki hinn veigaminnsti
nú á tímum – er þessi:
Ísland. Land hinnar
hreinu orku.
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.