Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 36

Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                             !   "  #    "    $%&' ( )(*+,& - ,.' )/ 01234(&( *45 (6. 6 )/ 7(&25.( +(6,.5 *45& 65./ 01234(& 65./ 7 ,6*.'& 6./(&( 8((. *.65&(&( 5&( . )(*+,269:&,, ;65& 199 .     "         "                     HAUSTIÐ 1994 byrjaði ég að fara í hvalaskoðunarferðir frá Keflavík og stundaði þær næstu 5 sumur og hef fylgst vel með þeim til þessa. Fyrst var aðsóknin æði dræm, en hún hefir vaxið með ólíkindum. Í þessar ferðir koma ferðamenn frá öllum heimshornum og nokkuð er um að Íslendingar komi, mest með erlendum gestum sínum. Ekki er mikið um að ferðamenn komi til landsins gagngert til þess að fara í hvalaskoðun, en þessar ferðir auka fjölbreytnina og stuðla því óbeint að fjölgun ferðamanna. Oft hefi ég heyrt því haldið fram að hvalaskoðun og hvalveiðar geti ekki farið saman, að við verðum að velja annað hvort og þá er gjarnan vitnað til mikilla tekna af hvala- skoðun, en lítið gert úr ábata af hvalveiðum. Þessi umræða hefir aukist, væntanlega í tengslum við aðalfund alþjóðahvalveiðiráðsins, sem lauk nýlega með sömu háðung og áður. Þar ræður lið sem virðist halda að hamborgarar og kjúkl- ingabitar vaxi á trjánum og vill helst hafa hvali fyrir einskonar gæludýr. Í Morgunblaðinu hinn 29. júlí er grein um þessi mál, rætt er við Ás- björn Björgvinsson, forstöðumann Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. Ásbjörn segir að ferðamönnum í hvalaskoðun hafi fjölgað úr 25.000 1999 í 44.000 árið 2000, það er vel sé svo. Ennfremur er haft eftir Ás- birni „að ætla megi að beinar tekjur ferðaþjónustunnar af hvala- skoðunarferðum hafi numið allt að 660 miljónum króna á liðnu ári, en tekjurnar skiptast á milli fyrir- tækja eins og flugfélaga, rútu- fyrirtækja, bílaleiga, hótela, gistiheimila, veitingahúsa, hvala- skoðunarfyrirtækja og annarra fyrirtækja, sem með einum eða öðr- um hætti komi beint að þjónustu við þessa ferðamenn“. Loks er svo sagt að áætla megi að heildarvelta vegna hvalaskoðun- arferða nemi um 1,1 milljarði króna, vonandi er að einhver hafi haft tekjuafgang af hvalaskoðunar- útgerðinni. Í sömu grein er rætt við Jón Gunnarsson, formann Sjávarnytja. Eftir honum er haft að hvalveiðar myndu geta gefið af sér tvo millj- arða króna á ári og veita um 200 manns atvinnu. Ekki kemur fram við hvað mikla veiði hann miðar. Í sumar hafa farið fram viðamikl- ar talningar á hvölum við Ísland, niðurstöður þeirra eru ekki vænt- anlegar fyrr en í árslok. Árið 1999 var gerð sérstök úttekt á ástandi langreyðar í N-Atlants- hafi á vegum vísindanefndar NAMMCO, niðurstaðan varð sú að leyfa ætti veiðar á 200 langreyðum næstu 10 árin. Hver fullorðin lang- reyður vegur 50 til 100 tonn. Ætla mætti að afurðir af 200 dýrum skil- uðu um 4 miljörðum króna, að áliti þeirra sem best til þekkja. Nýjustu talningar á hrefnu munu vera frá 1995. NAMMCO fjallaði um hrefnustofninn 1997 og komst að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt varfærnustu forsendum væru hæfi- legar veiðar á hrefnu við Ísland 250 dýr á ári næstu árin. Hvert dýr veg- ur 8 til 10 tonn. Verðmæti þeirra hefi ég ekki kannað, en kjötið af henni mun vera verðmeira en af langreyði. Ekkert finn ég um úttekt á sand- reyðarstofninum við Ísland, en á meðan hvalveiðar voru stundaðar hér eftir stríð voru veidd um 40 dýr af þeirri teg- und á ári og stofninn virtist þola það vel. Fullorðin sandreyður veg- ur 25 til 30 tonn, kjötið af henni mun ekki síður verðmætt en af langreyði. Það er því alveg á hreinu að hvalaskoðun kemst ekkert nálægt hvalveiðum hvað varðar verðmæta- sköpun, en hvort tveggja er vel hægt að stunda án þess að hitt skaðist af. Hvalveiðar trufla ekki hvalaskoðun Hvalaskoðun er stunduð frá Norðurlandi, aðallega Húsavík, og byggist þar að mestu á hrefnu en eitthvað er um höfrunga og stærri hvali. Engin ástæða er til þess að fara að veiða hrefnu eða aðra hvali á því svæði, enda var það lítið eða ekkert gert, meðan hvalir voru veiddir hér við land á árunum 1948 til 1985. Í hvalaskoðun frá SV-horninu og Faxaflóa eru höfrungar uppistaðan í því sem sést, nokkuð er um hrefnu og sjáist stærri hvalir er það helst hnúfu- bakur, hann hefir ekki verið veiddur hér við land síðan 1960, að minnsta kosti. Höfrungar hafa aldrei verið veiddir hér við land. Hvalveiðar voru stund- aðar djúpt út af SV-landi og Faxaflóa, mikið lengra frá landi en farið er í hvalaskoðun og svo yrði enn ef þær hæfust. Hrefna var mest veidd við norðanverðan Breiðafjörð og út af Vestfjörðum. Frá Ólafsvík er farið í hvalaskoðunarferðir og sóst eftir að sjá stóra hvali, þær ferðir eru lengri en yfirleitt hentar fólki óvönu sjó. Til öryggis mætti afmarka svæði fyrir veiðar á hrefnu og tryggja þar með að hvalaskoðunarmenn yrðu örugglega ekki truflaðir. Þess má svo minnast að Hval- stöðin í Hvalfirði var með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna meðan hún starfaði og yrði það vafalaust aftur. Aðstöðuna mætti stórbæta, þar mætti bjóða upp á grillað hval- kjöt og að sjálfsögðu „hvalaham- borgara“ á hóflegu verði. Á að gefa hvölum eftir sjávaraflann? Við höfum flest heyrt um ofbeit á afréttum, sífellt gera menn sér bet- ur grein fyrir því að um hafið í kringum landið gilda að mestu Hvalveiðar hindra ekki hvalaskoðun Ólafur Björnsson Fiskivernd Fullvíst má telja, segir Ólafur Björnsson, að aukning hvala við landið eigi drjúgan þátt í því að stofnum nytjafiska hrakar með hverju árinu.    

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.