Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 37

Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 37
sömu lögmál og afréttirnar, „beit- ina“ verður að takmarka á hafi sem og á landi. Tólf hvalategundir eru taldar vera hér við land, fæðuþörf þeirra er talin vera um 6 miljónir tonna á ári, samsetningin er nokkuð í óvissu, til þess að kanna það þarf miklar rannsóknir sem vart verða gerðar nema með nokkrum veiðum á helstu tegundum, umfram þær arðbærustu, sem sjálfsagt er að hefja veiðar á hið fyrsta. Af fiski er talið að hvalir éti að minnsta kosti 1,5 milljónir tonna, hrefnan er talin skæðust í þorsk- inum, hnúfubakur í síld og loðnu. Báðum þessum tegundum fjölgar mikið. Þá eru það 2,5 milljónir tonna af krabbadýrum og smokk- fiski sem hvalir gleypa í sig. Þetta er aðalfæða ungfisksins, vafalaust slæðist mikið af honum með. Dæmi eru um tugþúsundir hrognkelsa- seiða í maga einnar langreyðar. Fullvíst má telja að aukning hvala við landið eigi drjúan þátt í því að stofnum nytjafiska hrakar með hverju árinu. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld dregið lappirnar við að koma í framkvæmd samþykkt Alþingis um að hefja beri hval- veiðar hið fyrsta. Hræðsla við grænfriðunga og annað veruleika- firrt lið lengir aðeins í snörunni. Kröfur um að friða þorskinn og fleiri tegundir fyrir hvalina eru þegar farnar að heyrast. Það verð- ur því æ ljósara að hvalveiðar eru orðnar okkar landhelgismál. Höfundur er útgerðarmaður í Keflavík. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 37 skór í miklu úrvali Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin                                 mbl.isFRÉTTIR Gullsmiðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.