Morgunblaðið - 16.08.2001, Blaðsíða 39
tegundir í pokunum og smælki af
mörgum stærðum. Stundum vilja
menn veiða kola en henda bolfiski
ef þeir hafa ekki kvóta; eða menn
sækjast eftir bolfiski og henda
kola ásamt öllum smáfiski.
Sóknarmarkstýring og veiðihólf
með sérákvæðum er það sem koma
skal; það er beinlínis skrifað á
vegginn. Íslenska þjóðin og ekki
síst dreifðar byggðir eiga kröfu á
því að hámarksafrakstur náist og
að besta þekking fái notið sín án
þess að þurfa að lifa við sífelldan
yfirgang og upplýsingamengun frá
þeim aðilum, sem hafa fjárfest upp
fyrir haus í dýrum og of mörgum
skipum og sem krefjast þess nú að
fá í sig og á með allar græjurnar,
jafnvel þótt vaða verði yfir holt og
hæðir með öflugan búnaðinn og
þjarma að krókaveiðum, eins og
lambi fátæka mannsins, í nafni
réttlætis og hagræðingar í skjóli
rangupplýstra stjórnmálamanna
eða öflugra „lobbýista“.
Það er bæði skynsamlegt og
réttlátt að krókaveiðar fái forgang
að nálægum miðum og megi afla
stórs hluta af heildinni, en aðeins
reynslan getur leitt í ljós hversu
stór sá hlutur gæti bestur orðið.
Um þessar mundir er hlutur smá-
báta á milli 20 og 30% og líklegt
má telja, að hlutur þeirra geti orð-
ið um helmingur, en önnur veiði-
skip verði að veiða utar í stíl við
aðferðir Færeyinga. Stýringu á
krókaveiðum má augljóslega við-
hafa með fjölda veiðileyfa og
stöðvun veiða ef forsendur breyt-
ast. Veiði á laxi er stjórnað með
sóknarmarki (stangafjöldi), en
hlutur hvers veiðiréttareiganda fer
síðan eftir reynslunni af veiði á
hverju svæði.
Því verður ekki trúað, að ein-
stakir krókaveiðimenn hafi til þess
siðferðilegan eða lagalegan rétt að
taka við úthlutuðum og framselj-
anlegum aflakvótum, sem eru til
tjóns fyrir eftirkomendur. Afla-
markskvóti er aðferð sem hefur
alls staðar brugðist og það er skítt
fyrir Íslendinga að þurfa að hlusta
á siðaboðskap frá Ritt Bjærre-
gaard, ráðherra fiskveiða í Dan-
mörku, og heyra hana lýsa því
hvernig fiskstofnar Norðursjávar
hafa verið eyðilagðir með afla-
markskvótum og nota til þess orð-
bragðið „ógeðsleg sóun“. Það er
líka til að æra óstöðugan að elta
ólar við svokallaða „Gallupkönnun“
þingsins um brottkast fisks, en
flestir sæmilega óglámskyggnir
sjá að skoðanakönnun meðal fiski-
manna er ámóta marktæk um
brottkast og könnun meðal áhafna
á farskipum á hvort þær hafi
smyglað áfengi eða ekki. Formað-
ur „brottkastsnefndarinnar“ telur
að 80% sjómanna kasti ekki fiski!
Slörkuleg sjálfsblekking sem sag-
an mun dæma.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 39