Morgunblaðið - 16.08.2001, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
fæddist í Þórðarkoti
í Selvogi 3. sept
1914. Hún lést 2.
mars síðastliðinn á
öldrunardeild Land-
spítalans. Foreldrar
hennar voru Helga
Erlendsdóttir, f.
29.11. 1879, d. 29.4.
1952, og Guðmundur
Halldórsson, f 8.1.
1884, d 13.2. 1967.
Bróðir Sigríðar var
Halldór, f. 14.11.
1912, d. 24.11. 1993.
Sigríður var ógift en sonur henn-
ar er Guðmundur Sigurðsson,
fyrrv. skrifstofustjóri Meitilsins
hf. í Þorlákshöfn, f. 8.1. 1944.
Kona hans er Hafdís Hafsteins-
dóttir sjúkraliði og gengu þau í
hjónaband 5.7. 1969. Dætur
þeirra eru: 1) Helga Sigurósk, f.
27.12. 1971, maki
hennar er Júlíus Jón
Þorsteinsson, f.
14.10. 1969, og dótt-
ir Elva Karen, f.
27.12. 1997. 2) Hall-
dóra Björk, f. 23.4.
1981, maki hennar
er Brynjar Einir
Einarsson, f. 6.2.
1975, og dóttir Þór-
ey Katla, f. 17.7.
2000. 3) Sigrún Elva,
f. 9.4. 1983, nemi við
Fjölbrautaskólann
við Ármúla. Faðir
Guðmundar var Sig-
urður Pétursson, f. 22.7.1919, d
11.6. 1952. Foreldrar hans voru
Pétur Sigurðsson tónskáld, f.
14.4. 1899, d. 25.8. 1931, og kona
hans Kristjana Sigfúsdóttir, f.
28.6. 1907, d. 28.9. 1955
Útför Sigríðar fór fram frá Ás-
kirkju 12. mars.
Þegar mamma var á milli tvítugs
og þrítugs fór hún til Hafnarfjarðar
og var þá hjá konu sem hét Anna og
mamma talaði alltaf um Önnu saum.
Í framhaldi af því var hún í vistum
sem kaupakona á Eyrarbakka og í
Reykjavík og rétti alltaf fram hjálp-
arhönd ef með þurfti. Mikið talaði
hún um Kiddu og John, en hún var
bæði hjá þeim er þau bjuggu á
Hverfisgötunni og síðar eftir að
John heitinn lést, heimsótti hún
Kiddu í Hraunbæinn. Já, hún talaði
alltaf svo hlýlega um hann Birgi sinn
sem var sonur Kiddu en einnig um
Röggu og Sigurjón litla.
Þegar mamma var að nálgast þrí-
tugt kynntist hún Sigurði Péturs-
syni, föður mínum. Þau felldu saman
hugi en áttu stutt kynni og í kjölfarið
fæddist ég. Pabbi var mikill berkla-
sjúklingur. Hann lést árið 1952 þeg-
ar ég var átta ára að aldri. Alveg frá
fæðingu minni ól mamma önn fyrir
mér og vildi ekki hafa það öðruvísi.
Þótt hún ynni myrkranna á milli eft-
ir að hún hóf störf í matstofu Meit-
ilsins í Þorlákshöfn upp úr 1950,
fann maður ávallt hlýjuna og um-
hyggjuna sem skein úr andliti henn-
ar. Eftir tíu ára starf í matstofunni
hóf hún störf í frystihúsinu í sama
fyrirtæki. Þar vann hún óslitið til
1981.
Fyrsta barn okkar fæddist árið
1971 mömmu til mikillar ánægju.
Það varð okkur Hafdísi minnisstætt,
þegar við fjögur vorum á leiðinni
heim af fæðingardeildinni að
mamma stakk upp á því að dóttir
okkar yrði skírð Helga í höfuðið á
móður hennar. Þegar Halldóra
Björk, annað barn okkar Hafdísar,
fæddist gætti mamma hennar hálfan
daginn meðan ég og Hafdís unnum
úti. Okkar þriðja dóttir, Sigrún
Elva, var skírð í höfuðið á Sigurði
föður mínum. Mamma unni stúlkun-
um okkar þremur mikið og þær
veittu henni ómælda ánægju. Árið
1987 hóf Helga, dóttir okkar, fram-
haldsnám í Reykjavík og dvaldi hún
þá hjá ömmu sinni. Einnig dvöldu
tvær yngri dætur okkar, Sigrún og
Halldóra, mikið hjá ömmu sinni yfir
sumartímann og eiga þær margar
og skemmtilegar minningar frá
þeim tíma. Mamma kallaði Sigrúnu
Sillu sína og hún hélt svo sannarlega
upp á hana því hún var svo lífleg og
kát stúlka. Það sést líka í dag hvað
mamma hefur látið gott af sér leiða
og gefið dætrum okkar mikið og gott
veganesti út í lífið. Það sem stendur
hæst upp úr við þessi kaflaskipti í lífi
okkar er hversu trúuð hún var og er
um leið stuðningur við okkur sem
syrgjum þessa elskulegu konu.
Að lokum langar mig að tala um
þau sérstöku nánu tengsl sem
mynduðust á milli Hafdísar eigin-
konu minnar og mömmu, þessar síð-
ustu stundir hennar í þessu lífi. En
frá árinu 1997 bjó mamma hjá okkur
í Engjaseli 79. Þegar heilsa hennar
fór að bresta annaðist Hafdís
mömmu og passaði upp á að hún
tæki lyfin og hlúði að henni að öðru
leyti. Í framhaldi af því eyddu þær
miklum tíma saman ásamt dætrum
okkar. Eftir að mamma lagðist inn á
sjúkradeildina var Hafdís sú sem
hún treysti alfarið á í einu og öllu.
Alltaf um leið og ég heilsaðið henni
án Hafdísar spurði hún hvar Hafdís
væri.
Að leiðarlokum þökkuðum við þér
órofa tryggð og alla leiðsögn sem þú
veittir okkur öllum. Biðjum við al-
góðan guð að blessa þig um alla ei-
lífð. Blessuð sé minning þín.
Guðmundur, Hafdís,
Sigrún, Halldóra,
Brynjar og Þórey Katla.
Elsku amma mín. Mig langar að
minnast þín með nokkrum orðum.
Það er svo ótalmargt sem kemur
upp í hugann þegar maður hugsar til
baka og það er erfitt að rifja allar
minningarnar upp án þess að fella
tár. Þú bjóst hjá okkur í Þorlákshöfn
á mínum bernskuárum og ólst mig
upp ásamt foreldrum mínum. Þú
fluttir til Reykjavíkur 1982 í íbúðina
þína á Kleppsveginum þar sem þú
áttir þínar bestu stundir. Þú fórst
allra þinna ferða í strætó og vildir
helst ekki ferðast með fólksbíl. Þú
vildir vera sjálfs þín herra og oftar
en ekki sá ég þig labba heim úr
strætó eða búðinni með burðapoka
og varstu nú oft fegin þegar ég
keyrði upp að þér og bauð þér far
heim, þótt stutt væri. Þessi átta ár
sem ég bjó hjá þér á Kleppsveginum
líða mér seint úr minni. Við áttum
góðar stundir saman og þú stjanaðir
við mig eins og þú gast. Þú varst
alltaf með góðan mat á hverjum degi
og alltaf varstu með graut á eftir eða
eitthvað annað gott. Þú sást sko um
að hafa mig pattaralega. Svo voru
það kleinurnar sem þú bakaðir! Þær
voru ljúffengar eins og allt annað
sem þú gerðir. Svo spiluðum við
mikið og þá sérstaklega Marías. Ég
fékk tækifæri til að spila við þig í síð-
asta skipti sem ég sá þig en það var í
janúar. Þú varst mjög þreytt en
samt vildirðu spila og það vottaði
fyrir gleðisvip. Mér fannst erfitt að
vera svona langt frá þér þennan
tíma sem þú varst á spítalanum og
geta ekki komið að heimsækja þig.
Ég talaði við þig í síma viku áður en
þú fékkst hvíldina og ég spurði þig
hvernig þér liði. Þú sagðir að þér
myndi líða betur ef þú fengir að fara
og viku síðar fékkstu hina langþráðu
hvíld.
Elsku amma mín. Það er mér erf-
itt að hugsa um hve sárt þér þótti að
yfirgefa fallegu íbúðina þína á
Kleppsveginum, en heilsa þín var
farin að bresta. Eitt af því sem færði
þér mikla gleði var langömmubarnið
þitt, hún Elva Karen, sem fæddist í
sama mánuði og þú fluttir til for-
eldra minna í Engjasel 79. Þið áttuð
margar góðar stundir saman og þú
kenndir henni á spilin. Hún naut
þess að vera ein með þér í herberg-
inu þínu og þótt þú værir mjög slöpp
vildirðu samt alltaf leyfa henni að
vera. Henni þótt mjög tómlegt að
koma að herberginu þínu tómu eftir
að þú fórst á spítalann, en þú fórst
þangað 24. ágúst og áttir ekki aft-
urkvæmt heim.
Elsku amma mín. Ég sakna þín
mikið og ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig. Ég vil
kveðja þig elsku amma mín með
þessum orðum sem þú kenndir mér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín sonardóttir,
Helga.
SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
3
%
%
<<+) <2=
+)
(7 " 9I
7 &
J
!
&
!
7*
)**
/
$
5!
$&
3 6$4 &&
<:&.$:-&&
/
! !""
$ = .$:-&&
- ! 2&$4 &!""
4&".$:-&&
< ! A0"&!""
6$4 .$:-&&
'% &!""
4 *
"
%
% ) *6 +) 7 @-
&" KI
#7$ '7
(
!
! '
-
..*
!(*
"%: &&
' ! !&!""
"%: !&&
! &!""
!
* - !&& *
"
/<)<
7@. "E8
#7$ '7
!
+
%
!
'
-
*.*
/ !
$
!
A:&!""
> -&&
3 ' )4%-&!""
& 7 )&7 &&
- -&&
,2&"
7 !""
,/ 0"-&!""
/ B " +A
4 *
%
%
++F
=< ==?/=+
+) 'L"" 7
<4 77I
(@
!
8
! '
-
..*
+ '&&
- !*
&&
< %#( &!""
(&"$: +*
&&
2&".!* &!""
$4
&&
6$4 &!""
< %#
&!""
&&
4 *
%
=?=2*
=6
: "& "8M
#7$ '7
!
! 8
#!
(
)
% $ &!""
2&
&&
& )&7 % &!""
$4
!""
% $4 &&
(&"'
!""
6
&&
<$ 2 !""
&
,)&7
&!""
6&& *