Morgunblaðið - 16.08.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 16.08.2001, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 49 ÍSLENSKIR skákmenn hafa náð fjórum áföngum að alþjóðlegum meistaratitlum á undanförnum tveim- ur mánuðum. Enn fleiri áfangar voru innan seilingar þó þeir rynnu íslensku skákmönnunum úr greipum á loka- sprettinum. Langt er síðan titiláfang- ar hafa streymt inn með þessum hætti. Þessi tíðindi, auk vaxandi þátt- töku íslenskra skákmanna í mótum erlendis, gera það að verkum að sum- ir eru farnir að velta fyrir sér hvort nýtt „skákvor“ sé gengið í garð. Óhik- að er hægt að segja að íslenskt skáklíf hafi blómstrað undanfarna mánuði, en framtíðin mun skera úr um það hvort vorið sé svo öflugt að sumar fylgi í kjölfarið. Þessi frammistaða hefur orðið til þess, að skákáhuga- menn hafa rifjað upp blómaskeið okk- ar Íslendinga í skákinni þegar lands- liðið barðist um efstu sætin á Ólympíuskákmótum og við gátum tví- mælalaust flokkast með stórveldum skákheimsins. Nýja kynslóðin í skáklífi okkar sýn- ir vaxandi metnað og sjálfstraust í kjölfar velgengninnar og Bragi Þor- finnsson hefur skrifað athyglisvert bréf á Skákhornið þar sem þetta kem- ur skýrt fram. Þar segir þessi efnilegi skákmaður m.a.: „Ég á mér þann draum að sjá Ísland í toppbaráttunni á Ólympíumótinu. Sjá Ísland meðal fimm efstu þjóða því að þar eigum við að vera. Hér er mikil skákhefð og vilj- inn til að ná langt er nú til staðar. Nú þarf að hamra járnið meðan það er heitt.“ Bragi gerir sér grein fyrir að lykillinn að árangri í skák er stanslaus vinna og að þjálfunin þarf að vera góð, víðtæk og ná m.a. til sálfræðilegra og líkamlegra þátta. Einnig þarf að skil- greina vörður á þessari leið og Bragi telur að ef rétt verði haldið á spilun- um þá geti Íslendingar eignast 3-4 stórmeistara innan þriggja ára. Þegar svona skýrt er kveðið að orði af einum okkar efnilegasta skák- manni er tímabært að skoða hvað þurfi að gera til að þessi markmið ná- ist. Ekki er að efa að hin vaska stjórn Skáksambandsins mun svara þessu kalli hinnar nýju kynslóðar og fara yf- ir þetta umfangsmikla mál í smáat- riðum. Hér verður hins vegar fjallað um eitt af því fyrsta sem þarf að huga að, en það er fjölgun alþjóðlegra meistara. Hinu má þó ekki gleyma, að þar er einungis um að ræða einn af fjölmörgum þáttum sem þarf að sinna til að halda úti öflugu skáklífi hér á landi. Í meðfylgjandi töflu má sjá lista yfir þá skákmenn sem hafa orðið al- þjóðlegir skákmeistarar, en níu þeirra eru nú stórmeistarar. Jafn- framt sést hvaða ár þeir urðu alþjóð- legir meistarar og stórmeistarar, þeir sem þeim titli náðu. Fjöldi AM-titla eftir áratugum er sem hér segir: 1951-1960: 1 1961-1970: 2 1971-1980: 4 1981-1990: 5 1991-2000: 4 Það er verðugt markmið að stefna að því að slá fyrri met í fjölda alþjóð- legra meistara á þessum áratug svo um munar og ná á fyrri hluta hans jafnmörgum alþjóðlegum meisturum og mest hefur áður verið á heilum áratug, þ.e. fimm. Miðað við þann efnivið sem við eigum núna ætti það að vera raunhæft markmið. Þeir Bragi Þorfinnsson, Stefán Kristjáns- son og Arnar Gunnarsson hafa alla burði til að verða alþjóðlegir meist- arar innan skamms tíma og aðrir eru skammt undan eins og sást í sumar. Áratugurinn sem er að hefjast telst þó ekki merkilegur nema takist síðan að ná viðlíka árangri á seinni hluta hans og 10 alþjóðlegir meistarar líti dagsins ljós fyrir lok áratugarins. Þar höfum við reyndar ýmsa skákmenn sem gætu bæst í hóp alþjóðlegra meistara og nægir þar að nefna þá Dag Arngrímsson og Guðmund Kjartansson. Til samanburðar má geta þess að á besta tíu ára tímabilinu hingað til, þ.e. 1978-1987, urðu 8 Ís- lendingar alþjóðlegir meistarar. Mið- að við vaxandi vinsældir skákarinnar og þar af leiðandi harðnandi baráttu á alþjóðlegum skákmótum er óhugs- andi að það dugi Íslendingum að eign- ast færri en 10 alþjóðlega meistara á þessum áratug ef stefnt er að svip- uðum árangri og best gerðist áður. Það sem er erfiðast í markmiðun- um sem Bragi Þorfinnsson setur fram er að ná 3-4 stórmeisturum innan þriggja ára. Það er þó alls ekki ómögulegt, en til þess að svo geti orð- ið þurfa allir að leggjast á eitt og vinna saman að þessu markmiði: Skáksambandið, taflfélögin, Skák- skólinn og síðast en ekki síst skák- mennirnir sjálfir. Öflugur stuðningur atvinnulífs og stjórnvalda væri að sjálfsögðu einnig ómetanlegur. Borgarskákmótið á morgun Borgarskákmótið 2001 fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 17. ágúst og hefst kl. 15:00. Fyrsta mótið var haldið á 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar 18. ágúst 1986 og hefur verið haldið árlega síðan og oftast í Ráðhúsinu. Mótið hefur ávallt verið mjög fjölmennt og meðal þátttakenda eru jafnt áhugamenn sem sterkustu skákmenn þjóðarinnar. Ókeypis að- gangur og eru skákmenn hvattir til að skrá sig sem fyrst. Sigurvegari í fyrra var Helgi Ólafs- son sem tefldi fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkur, en allir keppendur draga fyrirtæki sem þeir tefla fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjórinn í Reykjavík, leikur fyrsta leik mótsins, en það eru Taflfélag Reykja- víkur og Taflfélagið Hellir sem standa að mótshaldinu í sameiningu. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi með sjö mínútna umhugsunartíma. Verðlaun: 1. 12.000, 2. 7.000, 3. 5.000 krónur. Hægt er að skrá sig símleiðis í 861 9416 (Gunnar) og 896 3969 (Ríkharður) eða í tölvupósti (hellir@simnet.is). Hægt verður að fylgjast með skráningu í mótið á vef- síðu mótsins, simnet.is/hellir/borg- ar2001.htm. Helgarskákmót í Blöndu um helgina Helgarskákmót verður haldið í Blönduvirkjun helgina 18.-19. ágúst 2001. Mótshaldari er Landsvirkjun í samvinnu við Skáksamband Íslands. Mótið er fjórða mótið af fimm í Helg- armótasyrpu SÍ. Tefldar eru 9 um- ferðir, atskák eftir Monrad/Sviss- neska-kerfinu. Heildarverðlaun nema kr. 160.000 auk aukaverðlauna. Arnar E. Gunnarsson er efstur í Helgar- mótasyrpunni eftir fjögur mót. Dag- skrá mótsins: 18.8. kl. 14-18 1.- 4. umf. 19.8. kl. 10-12 5.- 6. umf. 19.8. kl. 13-16 7.- 9. umf. Verðlaun: 1. kr. 80.000, 2. kr. 50.000, 3. kr. 30.000 + aukaverðlaun. Þátttökugjald sextán ára og eldri: kr. 1.500, fimmtán ára og yngri: kr. 700. Frítt er fyrir stórmeistara og al- þjóðlega meistara í kappskák. Matur, kaffi og meðlæti frítt fyrir keppendur. Fríar rútuferðir verða frá Reykjavík og Akureyri Skrifstofa Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, 108 Reykjavík tekur við skráningum á mótið. Skrifstofan er opin kl. 10-13 alla virka daga, sími: 568 9141, fax: 568 9116, netfang: siks@itn.is Nauðsynlegt getur reynst að tak- marka fjölda þátttakenda í mótinu. Skákmenn eru því hvattir til að skrá sig strax. SKÁK Í s l a n d 2001 SKÁK AM-ÁFANGAR Uppsveifla í íslensku skáklífi Daði Örn Jónsson Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 23. ágúst, í 2 vikur. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 49.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 23. ágúst, 2 vikur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 59.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 23. ágúst, 2 vikur. Síðustu sætin Stökktu til Costa del Sol 23. ágúst í 2 vikur frá kr. 49.985 Upplýsingar og innritun á www.ntv.is í símum 544 4500 og 555 4980 og Myndvinnsla í Photoshop Teikning í Freehand Umbrot í QuarkXpress Samskipti við prentsmiðjur og fjölmiðla Meðferð leturgerða Meðhöndlun lita Lokaverkefni Kennd er gerð og uppsetning auglýsinga, blaða og bæklinga. Vinnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að fullunnu verki. Námið er 156 kennslustundir. Örfá sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 3.sept. og síðdegisnámskeið sem byrjar 11. sept. Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Atækni Helstu námsgreinar uglýsinga- Örfá sætilaus n t v .i s nt v. is n tv .i s Mörkinni 3, sími 588 5484. Lokað í dag Útsalan hefst á morgun kl. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.