Morgunblaðið - 16.08.2001, Page 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LAUGAVEGI, S: 511 1717
ÚTSÖLULOK
ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR
eva
LAUGAVEGI 91 (2. HÆÐ)
s. 562 0625
GERARD DAREL - DKNY - NICOLE FARHI - JOSEPH - PAUL ET JOE - TARA JARMON - CUSTO
verðdæmi:
Dömur: frá:
Bolir 500.-
Buxur 1990.-
Gallabuxur 2990.-
Kjólar 2900.-
Herrar: frá:
Bolir 990.-
Buxur 3500.-
Jakkaföt 9900.-
Skyrtur 1900.-
Skór: frá:
Hælaskór 1990.-
Götuskór 2990.-
Leðurstígvél 5990.-
LAUGAVEGI
Diesel
Calvin Klein jeans
Kookai
Tark
Imitz
Laura Aime
French
connection
Matinique
Mao
All saints
Morgan
4 you
Parks
Free
Billi bi
Vagabond
Zinda
The Seller
ÚTSÖLULOK
Allt að 70% afsláttur
um helgina
nýtt kortatímabil
nýtt kortatímabil
nýjar
haustvörur
nýjar
haustvörur
um helgina
NÚ ER „eighties“-hátíð Fil-mundar um garð gengin, enhann hefur þó ekki alveg
sagt skilið við níunda áratuginn, en
fimmtudaginn 16. ágúst verða dekkri
hliðar þessa tíma til umfjöllunar. Þá
sýnir Filmundur hina umdeildu
spennumynd Cruising, frá 1980, sem
er leikstýrt af
William Friedkin,
en hann er þekkt-
astur fyrir The
French Connec-
tion og The Exorc-
ist. Með aðalhlut-
verk fara Al
Pacino, Paul Sorv-
ino og Karen All-
en.
Fjöldamorð-
ingja leitað
Sögusvið Cruis-
ing eru S/M klúbb-
ar og barir sam-
kynhneigðra
karlmanna í New
York undir lok átt-
unda áratugarins.
Rannsóknarlög-
reglumaðurinn
Steve Burns fær
það verkefni að
hafa uppi á fjöldamorðingja sem
pikkar menn upp á umræddum bör-
um og tekur þá síðan af lífi á afar
hrottafenginn hátt. Steve á von á
stöðuhækkun ef hann stendur sig vel
í þessu verkefni, sem hann var valinn
í vegna þess hversu líkur hann er
fórnarlömbum morðingjans. Hann
fer á milli bara og klúbba í von um
vísbendingar og smám saman aðlag-
ast hann andrúmsloftinu á börunum.
Heimilislífið er ekki sem skyldi og
Steve finnur fyrir áhuga á leikskáld-
inu Ted, samkynhneigðum nágranna
sínum. Ekki verður uppljóstrað
frekar um atburðarásina hér, en
ljóst er að Steve er engan veginn
samur í lok myndarinnar.
Cruising vakti mikil viðbrögð og
deilur á sínum tíma, bæði fyrir op-
inskáar tökur af ofbeldi, sem og birt-
ingamyndir samkynhneigðar í
myndinni. Reynt var að stöðva tökur
og mörg kvikmyndahús neituðu að
taka myndina til sýninga. Samkyn-
hneigðir voru hræddir um, að efn-
istök myndarinnar ættu eftir að
sverta og skrumskæla samkyn-
hneigð í augum almennings. Ótti
þeirra var að mörgu leyti skiljanleg-
ur, S/M menningin var engan veginn
jafnáberandi og útbreidd og hún er í
dag. Einnig voru erfiðir tímar þar
sem Reagan var nýsestur á forseta-
stól og eins og kunnugt er boðaði
hann afar einstrengingslega fjöl-
skyldustefnu, sem gerði samkyn-
hneigðum, sem og öðrum hópum á
jaðrinum, erfitt fyrir.
Breytt viðhorf
Viðhorf margra í hópi samkyn-
hneigðra í garð Cruising hafa breyst
mikið og má segja að myndin hafi
verið tekin í sátt. Margir hafa til
dæmis túlkað
myndina sem
ádeilu á ofbeldi
lögreglunnar
gagnvart sam-
kynhneigðum og
einnig má benda
á að S/M menn-
ingin er ekki
jafnneðanjarðar og áður og eru
menn á borð við listamanninn Ro-
bert Mapplethorpe, sem var áber-
andi á þessu sviði og túlkaði and-
rúmsloft þessarar menningar í
verkum sínum, nú taldir með merki-
legri listamönnum þessara tíma.
Það má að vissu marki segja að
það hafi verið nokkuð frumlegt hjá
Friedkin að nota þennan samfélags-
kima sem sögusvið fyrir Hollywood-
mynd, en það má geta þess að hann
notaði ekki atvinnuleikara í atriðun-
um sem tekin voru upp á klúbbunum
og börunum, heldur eiginlega við-
skiptavini staðanna. Þó verður ým-
islegt í túlkun hans á þessu sögusviði
sem hann velur sér að teljast afar
hæpið, það virðist til dæmis fremur
einfeldningslegt í ljósi þess tíma sem
liðinn er, að skilgreina morð sem
rökrétta afleiðingu S/M menningar-
innar. Að þessu leyti er Cruising
barn síns tíma. En hún er forvitnileg
fyrir margra hluta sakir og Al Pac-
ino svíkur engan fremur en fyrri
daginn.
Cruising verður sýnd fimmtudag-
inn 16. ágúst kl. 22:30 í Háskólabíói
og endursýnd mánudagskvöldið 20.
ágúst á sama tíma.
Af tæknilegum ástæðum hefur
ekki verið hægt að skrá sig í Fil-
mund á heimasíðu klúbbsins undan-
farið, og er þeim sem vilja fá frétta-
bréf Filmundar bent á að senda línu
á filmundur@haskolabio.is.
Samkynhneigð
undir smásjána
Pacino í hlutverki sínu í Cruising.
Filmundur sýnir Cruising