Morgunblaðið - 16.08.2001, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 57
Hláturinn lengir lífið.
VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri...
aftur!
l i l i lí i .
! i i l i...
!
Myndin sem manar þig í bíó
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Dýrvitlaus og drepfyndinn
Með Rob Schneider úr Deuce Bigalow: Male Gigolo i i l : l i l
EÓT Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6.
Strik.is
Sýnd kl. 8 og 10.
ATH. myndin er sýnd
óklippt. B. i. 16.
( )
Stærsta grínmynd allra tíma!
Frábær hasar og grínmynd sem fór beint á
toppinn í Bandaríkjunum
Síð
ust
u s
ýni
nga
r
Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800
EINA BÍÓIÐ MEÐ
THX DIGITAL Í
ÖLLUM SÖLUM
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Varaðu hvað þú gerir í tölvunni þinni!
Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. B.i.16 ára Vit nr. 257.
Sýnd kl., 4, 6, 8 og 10.
Enskt tal. Vit nr. 244
Kvikmyndir.com
strik.is
DV
KISS OF THE DRAGON
ÚR SMIÐJU
LUC BESSON
SV MBL
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit nr. 261.
JET LI BRIDGET FONDA
Sýnd kl. 5.50. Vit 255.
Snorrabraut 37, sími 551 1384
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
ÓHT Rás2
RadioX
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16 ára. Vit 247.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit nr. 261.
Varaðu hvað þú gerir í tölvunni þinni!
www.sambioin.is
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i.16 ára Vit nr. 257.
Hörkutólið Jet-Li (Lethal Weapon 4, Romeo must Die)
í sínu besta formi til þessa í spennutrylli eftir handriti
Luc Besson
KISS OF THE DRAGON
ÚR SMIÐJU
LUC BESSON
JET LI BRIDGET FONDA
Hraðlestrarnámskeið
Lestur er undirstaða alls náms og mjög mikilvægur við flest störf.
Því hraðar sem þú lest, þeim mun meiri verða afköstin. Er ekki
kominn tími til að þú aukir afköstin? Lestrarhraði þátttakenda
fjórfaldast að jafnaði á námskeiðunum. Við ábyrgjumst að þú
nærð árangri. Næsta námskeið hefst 22. ágúst.
Skráðu þig strax í síma 565-9500
HRAÐLESTRARSKÓLINN
w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s
ÞAÐ er löngu sannað að það þarf
gríðarlega hæfileika til, ætli menn
sér að búa til þunna, innantóma en
grípandi tónlist en sú iðja hefur frá
fornu fari verið eðlilegur hluti þeirr-
ar sköpunar sem fram fer innan
dægurtónlistar. Snobbhænsnum og
grunnhyggnu fólki hættir til að blása
á þess háttar aðfarir og álíta tónlist-
ina drasl en vonandi er slíkur barna-
skapur á undanhaldi því þessi góða
og gilda listræna nálgun hefur fylgt
mannskepnunni allt síðan hún tók að
humma með sér ein-
faldar barna-
gælur.
Birtingarform þessarar speki er
margs konar í dægurtónlistinni en
ein algerasta stefnan er hiklaust
tyggjókúlurokkið sem hófst í enda
sjöunda áratugarins (Monkees, The
Lemon Pipers, The Partridge Fam-
ily, Ohio Express). Fyrst til að blása
upp kúluna áhrifaríku var þó hin af-
káralega nefnda The 1910 Fruitgum
Company en fyrir stuttu kom út
safnplata með þessari holu en ynd-
islegu sveit.
Sveitin var sett saman af upptöku-
stjórunum Jerry Kasenetz og Jeff
Katz og sló fyrsta lagið, „Simon
Says“, óforvarandis í gegn árið 1968.
Sjálf tónlistin byggist upp á tilvís-
unum í einfalt griparokk bílskúrs-
rokksbylgjunnar (e. garage rock),
skreytt barnalegu orgelpípi og enda-
lausum „la-la-la-la“ viðlögum. Text-
arnir haglega samsettar en heila-
lausar vangaveltur um ástir
unglinganna þar sem mikið er rætt
um sælgæti; brjóstsykur og skyld
sætindi. Skothelt, nema hvað!
Þar sem sveitin var fyrst og
fremst hljóðverstæki og smella-
smiðja rann mikið af tónlistarmönn-
um inn og út úr henni. Hverjir voru í
henni var minnsta áhyggjuefnið hjá
„sköpurunum“. Tyggjóblaðran
sprakk loks eftir tveggja ára tilvist
og 6 breiðskífur – hvorki meira né
minna.
Verksmiðjuframleiddum ofurgríp-
andi lagstúfum hélt þó áfram að
rigna statt og stöðugt niður á popp-
unnendur, og gerir enn. Gæðin þó
vissulega æði misjöfn; enda þrífast
bæði snilldartaktar og ömurlegheit
innan þessarar listsköpunar sem
annarrar. Popp er ekkert popp, svo
mikið er víst!
FORVITNILEG
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
The 1910 Fruitgum Company
LJÚFIR TÓNAR úr þekktum söng-
leikjum munu hljóma í Kaffileikhús-
inu í kvöld en þar stígur á svið söng-
konan Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir.
Sigríður er útskrifuð af söng-
leikjabraut úr Guildford School of
Acting í Englandi og starfaði á síð-
asta ári hjá Leikfélagi Akureyrar
þar þem hún fór með hlutverk lag-
lausrar stelpu í Balli í Gúttó.
„Mig langaði að halda tónleika til
að sýna hvað ég hef verið að gera,“
segir Sigríður þegar hún er spurð
um tilefni tónleikanna.
Sigríður ætlar að syngja lög úr
söngleikjunum Annie, Galdrakarl-
inum í Oz, Showboat og Cabaret, svo
fáir einir séu nefndir.
Eftirlætis söngleikir Sigríðar eru
Into The Woods og Annie, en þann
síðarnefnda hefur hún haldið upp á
síðan hún var lítil.
Aðspurð segir Sigríður söngleik-
ina þó ekki endilega vera það sem
heilli hana mest við leiklistina þótt
þeir hafi gert það fyrst.
Sigríður er nú við söngnám í tón-
listarskóla FÍH.
„Ég er skráð á klassíska braut en
ég fæ samt svolítið að ráða hvað ég
syng,“ segir Sigríður.
„Kannski eru svona 60 prósent af
því sem ég syng söngleikir og djass.
Klassíkina tek ég svo með til að
halda mér við og æfa tæknina.“
Með Sigríði í kvöld leikur píanó-
leikarinn Agnar Már Magnússon.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og
er miðaverð 1.000 krónur.
Söngleikjalög í Kaffileikhúsinu
Morgunblaðið/Billi
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur fyrir gesti Kaffileikhússins í kvöld.
birta@mbl.is
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur við undirleik
HINN umdeildi leiksjóri Apaplánet-
unnar, Tim Burton, sagði nýlega í
viðtali við netblaðið Empire Online
að hann hefði engan áhuga á því að
gera framhaldsmynd endurgerðar-
innar sem slegið hefur í gegn í kvik-
myndahúsum vestra.
„Ég velti því fyrir mér í fyrstu,“
viðurkenndi leikstjórinn þó. „En sú
hugmynd að ryðjast út í einhverja
slíka framkvæmd núna fær mig til að
vilja frekar stökkva út um gluggann.
Ég sver það!“
Endir nýju myndarinnar er ekk-
ert síður átakanlegri en þeirrar upp-
runalegu, og kemur flestum í opna
skjöldu. Þó eru myndirnar afar ólík-
ar hvað söguþráð varðar því ekki er
verið að apa eftir þeirri gömlu. Menn
eru því auðvitað mishrifnir. Þegar
Burton var svo spurður að því hver
merking hins ævintýralega endis
væri var hann í engu skapi til þess að
aðstoða þá bíógesti sem hafa gengið
út úr bíóhúsinu að mynd lokinni,
klórandi sér í höfðinu og nagandi
neglurnar.
„Nei, ég ætla ekkert að vera að
skýra endinn út fyrir ykkur,“ svaraði
hann stríðnislega. „Ég vil það ekki af
því að ein ástæðan fyrir því að ég er
svona hrifinn af þessari sögu er sú að
hún hefur svona „farðu í rassgat“
endi. Þetta meina ég ekki á neikvæð-
an hátt. Þannig að það er grundvall-
aratriði fyrir mig að gefa ykkur ekki
nein svör. Ég hef alltaf fyrirlitið bók-
stafstúlkun þjóðfélagsins, þessa
endalausu fylgispekt. Þú uppgötvar
það fljótlega á lífsleiðinni að þetta er
allt bölvuð vitleysa. Ég meina, hvað
er fylgispekt? Hún gerir bara lítið úr
fólki og flokkar það niður, og ég þoli
það ekki. Sem sagt, mér finnst gam-
an að rugla fólk í ríminu.“
Þótt undarlegt megi virðast var
það ekki auðvelt verk fyrir Burton
að gera myndina, sérstaklega í ljósi
þess að hann er haldinn ofsahræðslu
við apa.
„Þetta eru verstu skepnur á jörð-
inni,“ fullyrðir Burton. „Ef þú rann-
sakar prímata og menningu þeirra
þá kemstu m.a. að því að á meðal
þeirra eru fjöldamorðingjar. Við er-
um látin trúa því frá unga aldri að
þeir séu afar líkir mönnum og svo
eru þeir alltaf gerðir svo sætir. En
það er bara útlitið. Þeir eru gífurlega
sterkir og stundum sturlast þeir og
ráðast á þig. Einn daginn var einn
þeirra að reyna að fá mig til samræð-
is við sig, en þann næsta þá gerði
hann ekkert nema hrækja á mig og
kasta í mig skít.“
Að lokum kom fram að Burton
hefur ekki ákveðið ennþá hvaða
verkefni hann tekur að sér næst,
hann sagðist þó hafa áhuga á því að
gera eitthvað minna áberandi.
Tim Burton tjáir sig um Apaplánetuna
Hefur ekki áhuga
á framhaldsmynd