Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 6

Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÚIN yfir Norðfjarðará er stór- skemmd og jafnvel talin ónýt og þá fór símastrengur og ljósleiðari sem liggur yfir ána, í sundur svo sambandslaust varð til Neskaup- staðar í hálfa aðra klukkustund í gærmorgun, en þóvar varasam- band á. Tjónið á brúnni hefur ekki verið metið til fjár en hins vegar er talið að tjón á vegum af völdum aurskriðna og flóða sé allt að sex milljónir króna. Sólarhringsúr- koma mældist 132 millimetrar klukkan níu í gærmorgun, mið- vikudagsmorgun, á Desjamýri í Borgarfirði eystri, en meiri úr- koma þar hefur ekki mælst í þrjú ár. Þess má geta að úrkomumet á landsvísu síðan mælingar hófust, var sett 1. október 1979 á Kví- skerjum þegar sólarhringsúrkoma mældist 243 millimetrar. Ýmsar skemmdir, mismiklar, urðu á vegum á Austfjörðum í fyrrinótt. Fimm aurskriður féllu á Hólmháls undir Hólmatindi og var unnið að viðgerðum á veginum í gærmorgun. Ljóst er af ummerkj- um að dæma, að hamfarirnar voru gríðarmiklar, enda féllu stór björg niður snarbrattar hlíðar fjallsins og mynduðu djúpar rásir neðar- lega í hlíðunum. Veginum var lok- að um klukkan 17 á þriðjudag og hann opnaður aftur um áttaleytið í gærmorgun. Skriðurnar ollu smá- skemmdum í vegkantinum og var unnið að því fram eftir morgni að ryðja framburðinum af veginum. Guðmundur Þorsteinsson, flokks- stjóri Vegagerðarinnar, sagði aur- skriður hafa fallið á Hólmháls fyr- ir tveimur árum þótt skriðurnar að þessu sinni hefðu ekki náð eins langt niður að veginum og þá. Vegskemmdir urðu á Helgu- staðavegi, Eskifjarðarströnd og Reyðarfjarðarströnd að Eyri auk Suðurfjarðarvegar í Fáskrúðsfirði og þá urðu talsverðar skemmdir á Dalatangavegi og veginum í Skriðdal. Vegurinn við brúna við Selá í Breiðdal fór í sundur og sömuleiðis í Eyvindarárdal, en þessir vegir voru lokaðir í gær. Norðfjarðará óx gríðarlega í úr- hellinu og stórskemmdi brúna yfir ána. Stöpull seig um 80 sentimetra Að sögn Rögnvaldar Gunnars- sonar, deildarstjóra framkvæmda- deildar Vegagerðarinnar, gróf áin undan tveimur millistöplum brú- arinnar með þeim afleiðingum að millistöpullinn nær Norðfirði seig um allt að 80 cm og hinn stöpullinn aðeins minna. Brúin, sem byggð var um 1950, er steypt bitabrú en ofan á henni eru stálbitar með timburgólfi. Þótt brúin hefði skemmst mikið var unnt að leyfa létta umferð yfir hana og tak- marka heildarþunga bifreiða við þrjú tonn. Lokað var fyrir umferð yfir brúna frá klukkan 20 á þriðju- dagskvöld til klukkan 8.30 í gær- morgun. „Næsta skref hjá okkur er að skoða hvað við getum gert til að koma á þyngri umferð yfir brúna,“ sagði Rögnvaldur. „Þetta er mál sem fer í skoðun nú þegar.“ Rögnvaldur sagði að til stæði að bjóða út byggingu nýrrar brúar yfir Norðfjarðará, en afhenda á útboðsgögn næstkomandi mánu- dag. Nýja brúin á að vera um 30 metrum ofan við núverandi brú. Nýja brúin verður um 36 metra löng en núverandi brú er 48 metra löng. „Áætlað var að nýja brúin yrði tilbúin næsta vor, þótt ekki hafi verið teknar neinar ákvarð- anir þar að lútandi. Það verður skoðað hvort ástæða sé til að flýta þeirri framkvæmd, því það mun kosta okkur eitthvað að halda þun- gaumferðinni yfir gömlu brúna í vetur.“ Að sögn Rögnvaldar á nýja brú- in að vera í einu brúarhafi, þ.e. að engir millistöplar verða í brúnni og mun betur gengið frá end- astöplum hennar í samanburði við gömlu brúna. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Þorsteinsson flokksstjóri í ökkladjúpri leðjunni eftir hamfarirnar í Hólmatindi í fyrrinótt. Brúin yfir Norðfjarðará stórskemmd Mesta tjónið í úrhellinu sem gekk yfir Austfirði á þriðjudag felst í skemmdum á brúnni yfir Norðfjarðará og veginum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Þorkell Þorkels- son kynntu sér skemmdirnar í gær. Ljóst er að brúin yfir Norðfjarðará þarf mikilla lagfæringa við eftir skemmdir af völdum flóðanna. Sérfræðingar frá Vegagerðinni voru á vettvangi í gærmorgun til að meta aðstæður. Símastrengurinn fór í sundur og var hann lagfærður í gærmorgun. SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir samræmda slysaskrán- ingu hér á landi að fara í gang og gerir ráð fyrir að hún verði kynnt almenn- ingi í næsta mánuði. Landlæknisemb- ættið og slysavarnaráð hafa smíðað gagnabanka sem nefndur hefur verið Slysaskrá Íslands og í hann eiga að skrá upplýsingar allir sem höndla með upplýsingar um slys, t.d. sjúkra- hús, heilsugæslustöðvar, trygginga- félög, lögregla og fleiri. Slysaskráin verður nokkuð umfangsmikil því áætlað er að um 50 til 60 þúsund slys verði hér ár hvert og má því gera ráð fyrir að skráningar verði um 100 þús- und árlega, eða um 300 á dag. Fyrstu skráningar í næstu viku Hildur Björk Sigbjörnsdóttir stýrir verkefninu hjá Landlæknisembætt- inu og staðfesti að nú færi í hönd þriggja mánaða tilraunatímabil Slysaskrár Íslands. „Við erum í start- holunum og fyrstu skráningar hefjast í næstu viku þegar við förum að prufa kerfið. Það verður kynning á þessu upp úr miðjum september en við för- um aðeins af stað áður en blásið verð- ur í lúðrana,“ sagði hún. „Fyrst í stað koma að verkefninu slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi, lögreglan í Reykjavík, Vinnueftirlitið og Trygg- ingamiðstöðin. Svo er markmiðið að koma á skráningu hjá smærri sjúkra- stofnunum út um land og eins hjá lög- reglu og fleiri tryggingafélögum,“ sagði Hildur og bætti við að skráin yrði vistuð hjá Landlæknisembættinu en skráning færi fram um Netið með vefskoðara og lykilorð þyrfti til að tengjast kerfinu. Hún segir jafnframt gert ráð fyrir að þeir sem skrái upp- lýsingar haldi áfram sín eigin gagna- söfn eins og gert hefur verið til þessa. Öll slys fái sérstakt númer Hildur Björk segir að Slysaskrá Ís- lands sé ætlað að innihalda upplýs- ingar um öll slys með meiðslum sem og upplýsingar um eignatjón í um- ferðaróhöppum. „En í raun fara ein- ungis lágmarksupplýsingar í slysa- skrána. Allir atburðir verða auðkenndir með sérstöku atburðar- númeri og tilvik sem tengjast um- ræddum atburði fá sama auðkennið. Þetta númer verður síðan það sama í Slysaskrá Íslands og öðrum gagna- grunnum en það auðveldar alla eft- irvinnslu og úrvinnslu,“ sagði Hildur og bætt við að þá væru einnig frekari möguleikar á ítarlegum rannsóknum og tölfræðilegri úrvinnslu. Í máli Hildar kom fram að fyllsta öryggis verði gætt við meðferð upp- lýsinganna sem í skrána fara og náið samráð hafi verið haft við tölvunefnd og síðar Persónuvernd við þróun skrárinnar. Slysaskrá Íslands að fara í gang Allt að 100 þúsund skráning- ar á ári ♦ ♦ ♦ ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins er boðið upp á nýtt áskrifendatilboð þar sem hægt er að velja um viku- ferðir til Portúgals, annaðhvort með Úrvali-Útsýn eða Plús-ferðum. Ferðirnar sem áskrifendur geta valið um eru farnar 4., 11. og 18. september. Verð er frá 46.133 kr. til 53.127 kr. á mann, eftir gististað og fjölda í ferðinni. Innifalið í tilboðun- um er flug, flugvallarskattar, gisting í viku, akstur til og frá flugvelli er- lendis og íslensk fararstjórn. Tilboð- in gilda eingöngu fyrir áskrifendur Morgunblaðsins og er sætafjöldi takmarkaður. Þeir áskrifendur sem hafa hug á að nýta sér tilboðin geta haft samband við söluskrifstofu Úr- vals-Útsýnar. Ferðatilboð til áskrifenda Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.