Morgunblaðið - 23.08.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 23.08.2001, Síða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 19 NOKKUR heilræði um meðferð á grænmeti sem nota á í ferskt salat. – Þvoið hendur ávallt vandlega áður en farið er að vinna með mat- væli. – Veljið hráefni sem ekki er farið að skemmast. – Hreinsið skemmdir frá og skolið allt grænmeti vandlega. – Notið sérstakt skurðarbretti fyrir grænmeti og tryggið að öll áhöld sem notuð eru séu hrein. – Skorið grænmeti á að geyma í lokuðu íláti við 0-4°C en það hefur takmarkað geymsluþol. Heilræði við salat- gerð FÁTT bragðast betur en nýupptek- ið grænmeti úr garðinum en um þessar mundir eru eflaust margir að gæða sér á uppskeru sumarsins. Þegar geyma á grænmeti er ým- islegt sem hafa ber í huga til að gæðin haldist sem lengst. Yfirleitt er best að geyma græn- meti óþvegið því við þvott tapast ákveðin vörn sem grænmetið hefur frá náttúrunnar hendi. Raki sem verður eftir á grænmetinu við þvott örvar auk þess vöxt ýmissa skemmdarörvera og styttir þannig geymsluþolið, að sögn Helgu Guð- rúnar Bjarnadóttur, matvælafræð- ings hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur. „Fyrir neyslu skal svo þvo allt grænmeti. Kartöflur og aðra rótarávexti á að bursta upp úr köldu eða ylvolgu vatni með sér- stökum grænmetisbursta.“ Hún segir að hafa beri í huga að allt grænmeti hafi verið í snertingu við mold og beri því með sér jarðvegs- gerla sem geta valdið usla í eldhús- inu. Kuldinn hægir á þroskun og skemmdum Heppilegustu geymsluskilyrði fyrir grænmeti eru mismunandi eft- ir tegundum en flestallt grænmeti geymist þó best á köldum stað, að sögn Helgu. Hún bendir á að vatns- mikið grænmeti, eins og agúrkur og tómata, eigi að geyma við 8-13° en að rótarávextir, eins og kartöflur og gulrætur, geymist best við 3-6° á dimmum og loftgóðum stað sem er hæfilega rakur. „Kuldinn hægir á þroskun og skemmdum og rakinn dregur úr útgufun vatns. Ekki er gott að geyma mikið af kartöflum lengi í venjulegum kæliskáp því þar loftar ekki nógu vel um þær.“ Hún segir ekki gott að geyma tómata með öðru grænmeti. „Þeir gefa frá sér efni sem flýtir fyrir þroskun annars grænmetis og ávaxta en flest annað grænmeti má geyma saman,“ segir Helga. Hún bætir við að grænmeti, eins og t.d. gulrófur, gulrætur, hvítkál og rad- ísur, sé best að geyma í grænmet- isskúffunni í ísskápnum en forðast að geyma í plastpoka því loft þurfi að leika um það. „Hins vegar á að geyma grænmeti, eins og grænkál, spínat, grænt salat og kryddjurtir, í lokuðum plastpokum og passa að þeir verði ekki fyrir hnjaski en slíkt grænmeti er viðkvæmt og hefur stutt geymsluþol.“ Hún segir að skorið grænmeti eigi einnig að geyma í lokuðum plastpokum en það hafi líka stutt geymsluþol meðal annars vegna aukins yfirborðs sem loft og örverur komast að. Helga bendir á að ef geyma eigi grænmeti til lengri tíma geti verið gott að frysta það „Allt grænmeti nema blaðlauk, graslauk, papriku og steinselju þarf að forsjóða áður en það er fryst. Við forsuðuna eyði- leggjast ensím sem annars valda skemmdum á grænmetinu þrátt fyrir frostið.“ Hún segir mikilvægt er að suðutíminn sé réttur svo að forsuðan hafi tilætluð áhrif. „Suðu- tíminn er yfirleitt 1-8 mínútur, allt eftir því hvaða grænmetistegund er um að ræða.“ Geymsluskilyrði græn- metis eru mismunandi eftir tegundum Morgunblaðið/Þorkell Betra er að geyma grænmeti óþvegið því þannig er geymsluþolið meira. TENGLAR ..................................................... Helga bendir á að nánari upplýsingar sé m.a. að finna í bókinni Við mat- reiðum grænmeti, eftir Önnu Gísla- dóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur, og á vefsíðunni www.bondi.is. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía textil.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.