Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 47

Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 47 DAGBÓK ókhalds- námskeið Örfá sæti laus á 120 stunda morgun- eða kvöldnámskeið sem hefjast 3. og 4 sept. í Kópavogi og 18. sept. á Selfossi.. B K la p p a ð & k lá rt / ij Verslunarreikningur (24 stundir) Tvíhliða bókhald (36 stundir) Tölvubókhald (42 stundir) Launabókhald (12 stundir) Vsk. uppgjör og undir-búningur ársreiknings (6 stundir) Helstu námsgreinar n t v . is nt v. is n tv .i s Upplýsingar og innritun: NTV Hafnarfirði - 555 4980 NTV Kópavogi - 544 4500 NTV Selfossi - 482 3937 Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 ATH! Nýr opnunartími mán.-fös. kl. 12-18 lau. kl. 10-16 FIMMTUDAGSTILBOÐ Dömuskór Teg.: Eur 4835 Stærðir: 36-41 Litur: Svartur Verð áður 6.995 Verð nú 4.995 Herraskór Teg.: Eur S15 Stærðir: 41-46 Litur: Svartur Verð áður 4.995 Verð nú 3.995 HAUSTVÖRUR Í FLASH Peysur 20% afsláttur Nýir litir - ný snið Bolir 990 - Gallapils 3.490 Laugavegi 54, sími 552 5201 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér til undrunar verður nýr kunningi til þess að breyta skoðunum þínum. Þessum breytingum fylgja allskonar vandamál sem þú þarft að sigrast á. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert óhræddur að takast á við ný verkefni og beitir allri þinni hugkvæmni og þreki til þess að sigrast á þeim. Þetta er stór hluti vinsælda þinna á vinnustað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert þeim hæfileikum gæddur að geta stundum litið veröldina með augum barns- ins. Þetta er dýrmætur eigin- leiki sem þú skalt halda í hvað sem hver segir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fjölskyldusamkomur og vinnustaðateiti eru sitthvað og þótt oft sé gaman í þeim síð- arnefndu áttu að láta fjöl- skylduna ganga fyrir öllu öðru utan vinnutíma þíns. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að fara í gegnum samband þitt við vini þína og vandamenn. Sinntu þeim sem þú vilt halda en vertu óhrædd- ur við að skera á önnur sem þér finnst lítið til koma. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér lætur best að fara hægt yfir en nú þarftu að haska þér ef þú ætlar ekki að missa af gullnum tækifærum til þess að skapa þér öruggari framtíð. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt að geta glaðst yfir vel- gengni annarra. Enginn bíður af því meiri hnekki en þú sjálf- ur ef þú reynir að olnboga þig áfram á annarra kostnað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu varlega í fjármálum núna og hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir pening- um. Mundu að þótt auðvelt sé að taka lán er erfiði að standa í skilum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver ráðgáta heldur fyrir þér vöku en lausnarinnar er að leita þar sem síst skyldi. Gefðu þér tíma til að finna hana svo þú fáir frið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samstarfsmenn þínir bíða eft- ir því að einhver taki af skarið svo þú skalt bara stíga fram og taka að þér leiðtogahlut- verkið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að venja þig af sjálfs- elskunni því hún skemmir svo fyrir þér og gerir þig óvinsæl- an. Þennan löst verður þú að rífa upp með rótum í fari þínu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um fram- haldið. Oft er það svo að bestu lausnirnar bíða þar sem síst skyldi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbarn dagsins: Þú ert meira gefinn fyrir einfaldleika en fánýtt glys og þess vegna sækja vinir þínir til þín holl ráð. MEYJA LJÓÐABROT HALLGRÍMSKIRKJA Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir og horfði dulráðum augum á reislur og kvarða: 51 x 19 + 18 ÷ 102, þá útkomu læt ég mig raunar lítils varða. Ef turninn er lóðréttur hallast kórinn til hægri. Mín hugmynd er sú, að hver trappa sé annarri lægri. Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! Steinn Steinarr. Árnað heilla 85 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 23. ágúst, verður 85 ára Elías Svavar Jónsson frá Drangs- nesi, til heimilis að Hrafn- istu, Reykjavík. Elías tekur á móti ættingjum og vinum sunnudaginn 2. september nk. frá kl. 15 í SEM-salnum, Sléttuvegi 3, Reykjavík. 50 ÁRA. Í dag, fimmtu-daginn 23. ágúst, verður fimmtugur Ágúst Þór Ormsson, fram- kvæmdastjóri Nýju bíla- smiðjunnar hf., Brekku- tanga 15, Mosfellsbæ. Eig- inkona hans er Ingibjörg Kristinsdóttir. Ágúst dvelst á hálendi Íslands í dag. STAÐAN kom upp á Inline Czechia Cup mótinu í skákhátíðinni í Olomouc er lauk fyrir skömmu. Stefán Kristjánsson (2380) hafði hvítt gegn Artur Pieniacek (2403). 17. Dxc8! Staða svarts er gjörtöpuð eftir þetta en svartur þráaðist lengi við áður en hann við- urkenndi ósigur. 17...b5 18. Rf5 De6 19. Dxe6 fxe6 20. Re7+ Kf7 21. Rb6 Ha7 22. Rc6 Rxc6 23. Hxc6 Hb7 24. O-O Hd8 25. Hfc1 Hd6 26. Rc8 Hxc6 27. Hxc6 Hc7 28. Hxc7+ Bxc7 29. Ra7 e5 30. Rc6 Ke6 31. Bg4+ Kf6 32. f4 d4 33. exd4 exf4 34. d5+ Kg5 35. Bc8 Bb6+ 36. Bd4 Bxd4+ 37. Rxd4 Kf6 38. Bxa6 og svartur gafst loks- ins upp. Stefán stóð sig vel á mótinu. Bæði vann hann það ásamt því að tryggja sér áfanga að alþjóð- legum meistara- titli. Lokastaða þess varð þessi: 1.-2. Stefán Krist- jánsson (2380) og Marcin Szymanski (2362) 8 vinninga af 11 mögulegum. 3.-4. Boris Maryasin (2394) og Artur Pieniazek (2403) 7 ½ v. 5. Sergey Kasparov (2494) 6 v. 6.-7. Sergey Kim (2219) og Josef Obsivac (2361) 5½ v. 8. Martin Tupy 4½ v. 9. Páll Agnar Þórarinsson (2149) 4 v. 10.-11. Petr Plasgura (2243) og Peter Husted (2176) 3½ v. 12. Vera Med- unova (2225) 2½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SUÐUR spilar sjö hjörtu. Eins og svo oft, eru það sagn- ir sem marka leiðina í úr- spilinu: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁK62 ♥ 1076 ♦ ÁK10 ♣ Á32 Vestur Austur ♠ D9 ♠ G853 ♥ 3 ♥ 42 ♦ DG987 ♦ 6543 ♣ KG764 ♣ D95 Suður ♠ 1074 ♥ ÁKDG985 ♦ 2 ♣ 108 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 2 grönd * Dobl 3 tíglar 4 hjörtu Pass 7 hjörtu Allir pass * Láglitirnir, minnst 5-5 skipting. Vestur hóf leikinn með tíguldrottningu. Tólf slagir blasa við og sá þrettándi er orðinn mjög líklegur eftir sagnir og útspil. Í rauninni nægir sagnhafa að taka eitt tromp og leggja síðan upp! AV munu vafalaust heimta útskýringu og þá fær suður tækifæri til að sóla sig. Skýr- ing hans verður á þessa leið: Vestur á minnst tíu spil í lág- litunum og þegar hann fylgir lit í trompi getur hann ekki átt nema tvílit í spaða. Aust- ur er því einn um að valda spaðann. Vestur hlýtur að eiga tígulgosa eftir útspilið og verður að verja þann lit. Þriðja litinn – laufið – valda AV sameiginlega, en þetta eru skilyrðin fyrir tvöfalda þvingun. Sagnhafi tekur há- mennina í spaða og tígli og öll trompin: Norður ♠ -- ♥ -- ♦ 10 ♣ Á3 Vestur Austur ♠ -- ♠ G ♥ -- ♥ -- ♦ G ♦ -- ♣ KG ♣ D9 Suður ♠ 10 ♥ 5 ♦ -- ♣ 10 Í síðasta hjartað verður vestur að henda laufi og þá fer tígultían úr borði. Austur þvingast síðan í svörtu litun- um. Þetta var úrspilið, en hug- um að sögnum. Tvílita inn- ákomur eru tvíeggjað sverð, því það er vont að lenda í vörn þegar sagnhafi „sér“ allar hendur. En stundum virka þær vel og það væri ósanngjart að gagnrýna vestur fyrir baráttugleðina, enda utan hættu. Langstökk norðurs í sjö hjörtu virkar nokkuð glannalegt, en hann treysti því að suður ætti fyrir sínum sögnum. Sem er mikið álitamál. En það er austur sem á verstu sögnina við borðið – þrjá tígla. Vissulega er tígullinn lengri en laufið, en austur gat búist við því að lenda í vörn og hefði átt að nota tækifærið til að benda á útspil. Það eina sem hann á er laufdrottningin og hann gat vísað félaga sínum á þann lit með því að segja þrjú lauf. Útspil í laufi brýtur upp samganginn fyrir þving- unina. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta Morgunblaðið/Þorkell Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 7.450 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Lára Rut Jó- hannsdóttir og Ásdís Sveinsdóttir. Ég er búinn að smíða bóka- hillu. Hvar er bókin okkar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.