Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 33 ALLT fram yfir miðja síðustu öld hef- ur það verið keppikefli þeirra, sem ritað hafa um þjóðfræði, upp- runa og sögu Íslend- inga, að afneita tengslunum við vík- inga. Hamrað hefur verið á því að þjóðin væri komin af stór- bændum norskum, en einnig hersum og öðr- um stórhöfðingjum. Víkingar voru heiðnir og siðlausir ribbaldar sem enginn taldi sér til tekna að vera tengdur blóðböndum. Með síðari tíma rannsóknum hefur svo komið í ljós að menning víkinga var á hærra stigi en áður var talið og sköruðu þeir fram úr venjuleg- um Norðurlandabúa í vopnabúnaði, verkkunnáttu og lagaþekkingu. Bæði heima fyrir og á Bretlands- eyjum gerðust þeir yfirstétt og eft- irsóttir málaliðar. Normannar komu úr Vestur- Noregi og settust að í Norður- Frakklandi í byrjun tíundu aldar á landnámstíma Íslands. Í Nor- manna sögum eru þeir sagðir komnir af Gotum, germanskri þjóðflutningaþjóð sem kom mikið við sögu Rómverja. Landnemar Ís- lands, þeir sem ekki komu frá vík- ingabyggðum vestanhafs, komu frá sama hluta Noregs og töluðu sömu tungu og Normannar. Normönnum og Íslendingum var snemma það sameiginlegt að hafa vandaða lög- gjöf og almenna lagakunnáttu. Herúlar komu upphaflega frá Danmörku og settust að við Svartahaf í upphafi okkar tímatals. Þeir gerðust miklir sjóvíkingar. Miklar víkingaferðir fóru þeir með Gotum og rændu allt til Grikk- lands. Þeir voru því af mörgum lagðir að jöfnu við Gota. Sagn- fræðilegar heimildir eru til um að Herúlar hafi fyrir víkingaöld á Norðurlöndum snúið til Danmerk- ur, síðan hafi leiðin legið til Sví- þjóðar og þaðan allt til Vestur- Noregs, þar sem í framhaldinu varð mikil búháttabreyting og vík- ingaskip fyrir landi. Frá Vestur- Noregi lá leið víkinga til Bret- landseyja. Ísland var numið úr víkinga- byggðum vestan hafs og frá Vestur-Noregi af mönnum sem sigldu hingað á víkingaskip- um og hafa þeir einir Norðurlandaþjóða varðveitt sagnir frá tíma Herúla og Gota í Mið-Evrópu. Engir áttu langskip og knerri nema víkingar. Víkingaskipið var stöðutákn víkinga og kostaði stórfé. Líklegt er að lágmarksáhöfn hraustra víkinga á hverju skipi hafi verið 20 menn. Þá var ein- ungis eftir pláss fyrir nokkrar konur og búfé. Víkinga- skip voru þannig aldrei farþega- skip og því voru aldrei tök á því að flytja fólk í stórum stíl yfir hafið, eins og var unnt er Ameríka var numin. Allir landnámsmenn Ís- lands verða því að teljast víkingar, enda verið meira og minna í víking, hvort sem um kaupmennsku eða hernað var að ræða. Öll rök liggja til þess að telja víkingaskipið merkasta sögulega tákn um upphaf búsetu norrænna manna hér. Þrátt fyrir að grundvöllur land- námsins hafi verið víkingaskipið er ekkert slíkt nú til hér á landi. Vík- ingaskipið Íslendingur, sem smíðað er af Gunnari Marel skipasmið og skipstjóra, er nákvæm eftirmynd af Gaukstaðaskipinu, en það er ekki lengur hér eftir að því var siglt í mikla frægðarför vestur um haf í fyrra. Hvorki ríki, sveitar- félög eða íslenskir fjármálamenn virðast hafa sinnu eða vilja til að endurheimta skipið þótt það hafi stórkostlegt gildi fyrir land og þjóð og örugglega meira en margt sem peningar eru nú lagðir í að geyma og varðveita. Máttur minn er enginn í þessu máli, ég er aðeins ein rödd. Þó vil ég koma þeirri áskorun á framfæri til einhvers, að skipið verði keypt hingað til lands. Byggt verði yfir það hús fyrir ofan verbúðarbryggj- una, þannig að draga megi það á flot á hátíðisdögum. Veggir þessa húss verði prýddir myndum úr vesturför Gunnars Marels annars vegar og hins vegar með mynd- rænum heimildum um landnáms- ferð Karlsefnis og Guðrúnar og annarra vesturfara víkinga eins og Leifs Eiríkssonar. Seldur verði að- gangur að þessu safni yfir sum- artímann. Ég bendi á að um 25.000 manns koma að landi á sumri hverju úr skemmtiferðaskipum á hafnarbakkann í nágrenninu og er líklegt að einhverjir af þeim líti inn, auk annarra ferðamanna er- lendra sem innlendra. Ekki er útilokað að þetta fyr- irtæki gæti borið sig með tímanum og er það þá viðbót við minjagildið. Íslending heim Ólafur Sigurgeirsson Víkingaskipið Hvorki ríki, sveitarfé- lög eða íslenskir fjár- málamenn virðast hafa sinnu eða vilja til að endurheimta skipið, segir Ólafur Sigur- geirsson, þótt það hafi stórkostlegt gildi fyrir land og þjóð. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Teppasala - Teppasala Mikið úrval - Gott verð Dalvegi 16c, jarðhæð, Kópavogi gsm 861 4883 Opið fimmtudag og föstudag kl. 17–21 Opið laugardag kl. 13–19 RAÐGREIÐSLUR v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Kringlunni, sími 588 1680 tískuverslun Ný sending af stretch- gallabuxum Opið í Kringlunni í kvöld til kl. 21.00 VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS, Ofanleiti 1, 103 Rvík, sími 5900 600, verslo@verslo.is Verzlunarskóli Íslands verður settur föstudaginn 24. ágúst kl. 10.00 í hátíðarsal skólans. ÍÞRÓTTIR Mýkir og róar RAKAKREM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.