Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 18
NEYTENDUR 18 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍTIÐ heilbrigðiseftirlit er haft með kjöti af villtum fugli svo sem gæs, rjúpu, önd og svartfugli sem veiddur er hérlendis og seldur í verslunum; ólíkt öðru kjöti. Villtir fuglar eru hins vegar oft mengaðir af salmonellu og kamfýlóbakter, að sögn Rögnvalds Ingólfssonar, sviðsstjóra matvæla- sviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur og því er rík ástæða að hans mati og Yfirdýralæknisembættisins til að herða eftirlit með sölu á villibráð af þessu tagi. Auk sýkingarhættu hafa verið brögð að því að villibráð, eins og gæsir og rjúpur sem keyptar eru, hafi tvífrosið í verslunum. Fuglarnir eru yfirleitt keyptir beint af veiðimönnum, óverkaðir en sumar verslanir kaupa þá hamfletta og verkaða. Heilbrigðiseftirlit á hverjum stað hefur eftirlit með vörum sem seldar eru í verslunum. Rögnvaldur Ingólfs- son, sviðstjóri matvælasviðs hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur, segir eft- irlit með villibráð í verslunum það sama og með öðrum vörum. „Villi- bráð eins og eggjum og fuglum er hægt að dreifa óhindrað þó að stærri dýr þurfi að fara í gegnum sláturhús. Hvað hreinlæti varðar er skilyrði að hafa þessa vöru innpakkaða og að- skilda öðrum vörum, hún má ekki menga út frá sér. Villtir fuglar geta að sjálfsögðu verið mengaðir af salm- onellu, kamfýlóbakter og öðru slíku en eftirlit okkar miðar að því að gæta þess að varan sé rétt meðhöndluð. Það er ekki skoðað reglubundið hvort varan er smituð af kamfýlóbakter eða öðru, en vitað er að villtir fuglar eru oft smitaðir,“ segir Rögnvaldur. Sýnataka úr villibráð í verslunum er ekki framkvæmd oft. „Við fylgjum sýnatökuáætlun í kjötborðum versl- ana, en þetta eru dýrar rannsóknir og því ekki framkvæmdar oft. Kann- anir á villibráð hafa ekki verið gerðar undanfarin ár og ástandið því lítið þekkt.“ Rögnvaldur bendir ennfremur á að meðhöndlun vörunnar skipti öllu máli. Komið er í veg fyrir krossmeng- un með því að meðhöndla ekki mat- væli, sem hugsanlega eru sýkt, með sömu áhöldum og matvæli, sem ekki eru elduð á sama hátt, til dæmis ann- að kjöt eða grænmeti. Ennfremur að gæta þess að varan sé gegnsoðin eða steikt. Sætir ekki sama eftirliti og annað kjöt „Ef um alifugla er að ræða, gæsir, endur og annað, verður að slátra þeim í sláturhúsi eins og öðrum skepnum“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. „Hreindýr á einnig að fara með í sláturhús til stimplunar og skoðunar. Villtir fuglar sem seldir eru í búðum fara hins vegar ekki í gegnum sláturhús. Það hefur verið hefðin að það megi setja þá frosna beint í búðir.“ En hvers vegna sætir þetta kjöt ekki sama eftirliti og annað kjöt? „Það eru minni líkur til að þetta sé mengað af örverum en það sem er al- ið á bæjum. Þetta hefur verið viðmið- unarreglan hingað til. Hvað gæði kjötsins varðar er það alltaf meiri áhætta að kaupa þetta kjöt heldur en það sem slátrað er í sláturhúsum. Yf- irdýralæknisembættið hefur ekki eft- irlit með þessari vöru þar sem okkar eftirlit einskorðast við sláturhús.“ Sigurður Örn Hansson aðstoðaryf- irdýralæknir tekur undir orð Hall- dórs og bætir við að það sé sjálfsagt að skoða hvort ekki þurfi að gera frekari kröfur til þessarar vöru. „Upplýsingar um ástand þessara fugla liggja ekki fyrir og áður en hægt er að skoða málið þurfa að fara fram rannsóknir á því. Það er orðið tímabært að kanna þetta og þar ætti Hollustuvernd ríkisins, hugsanlega í samstarfi við Yfirdýralæknisemb- ættið og Heilbrigðiseftirlitið, að koma að málinu. Í framhaldi af því er hægt að taka afstöðu til breytinga á kröfum til þessarar vöru.“ Full þörf á að auka eftirlit Sjöfn Sigurgísladóttir, forstöðu- maður matvælasviðs Hollustuvernd- ar ríkisins, segir fulla þörf á að auka eftirlit með matvælum. „Þetta eftirlit er á mörgum höndum og því flókið. Í dag er að mínu mati ekki nóg um sýnatöku í verslunum almennt og æskilegt að það verði aukið. Heil- brigðiseftirlitið tekur töluvert af sýn- um en það má auka sýnatöku og mæl- ingar almennt ef við ætlum að vera sambærileg við hin Norðurlöndin. Ég sé fyrir mér að við stefnum að því að taka meira af sýnum í framtíðinni og þá verður það metið hverju sinni hvaða flokkar verða skoðaðir eftir að- stæðum hverju sinni.“ Vökvi lekur úr við tvífrystingu Fyrir utan sýkingarhættu sem fylgir því að kaupa óskoðað kjöt hafa einnig verið brögð að því að villibráð eins og gæsir og rjúpur sem keyptar eru í búðum hafi tvífrosið. Setja þá veiðimennirnir fuglana í frysti þegar heim er komið og selja svo í verslanir. Þá ná fuglarnir af og til að þiðna eitt- hvað meðan þeim er komið í versl- anir. Endurfrysting hefur þau áhrif á kjöt að það lekur úr því nokkur vökvi og kjötið verður því þurrara, að sögn Guðjóns Þorkelssonar matvælafræð- ings hjá Rannsóknarstofu fiskiðnað- arins. Fuglar sem ná að þiðna á leið í verslanir ættu ekki að verða verri að öðru leyti, enda yfirleitt ennþá í hamnum. Það sem hefur einnig vald- ið áhyggjum hvað varðar endurfryst- ingu á fiski er að þá geti örverur vax- ið þegar fiskurinn þiðnar á milli frystinga. Til að það gerist þarf varan að vera við nokkuð hátt hitastig í ein- hvern tíma áður en hún er fryst aftur, sem vonandi á sér ekki stað með villi- bráð. Lítið heilbrigðiseftirlit er haft með kjöti af villtum fuglum í verslunum hérlendis Mögulega mengað af salm- onellu og kamfýlóbakter Rjúpur eru seldar í verslunum án eftirlits. Morgunblaðið/RAX Tímabært er að skoða ástand fugla sem seldir eru í verslunum sem villibráð, að mati aðstoðaryfirdýralæknis. Í NÝJU eintaki af Skotvís, tíma- riti Skotveiðifélags Íslands, kem- ur fram að félagsmenn almennt eru fylgjandi því að bann verði lagt við sölu á villibráð í versl- unum. Framkvæmd var könnun meðal félagsmanna þar sem þessi afstaða kom í ljós. Spurt var til hvaða aðgerða ætti að grípa til að vernda rjúpuna. Vildu um 73% veiðimanna banna sölu á bráðinni en um 23% vildi fremur stytta veiðitímabilið. Í sama hefti Skotvís er grein eftir dr. Arnór Þóri Sigfússon þar sem hann ræðir um leiðir til verndar grágæsastofninum. Þar bendir hann á að einungis um 10% veiðimanna veiði nógu mikið til að selja og að þessir fáu veiði- menn veiði meira en helming grá- gæsanna. Víða í heiminum, til dæmis í Bandaríkjunum og Bretlandi, hefur sala á villibráð í verslunum verið bönnuð. Að því er fram kemur í Skotvís hefur sú aðferð reynst vel til að takmarka veiðar, mun betur en að stytta veiðitíma- bilið. Veiðimenn hlynntir banni á sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.