Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ U mræða um leikhús á sumarmánuðum hefur sannlega snúist um annað en leikhús. Þó eru orðin sem notuð eru í þessu samhengi hin sömu og um leik- hús væri að ræða. Talað er um harmleik. Talað er um farsa, tal- að er um skrípaleik. Stundum er talað um að brugðið hafi verið upp grímum. Sagt er að menn hafi leikið fleiri en eitt hlutverk í því leikriti sem sett var á svið í kringum hinn mannlega harm- leik sem átti sér stað. Allt eru þetta tilvísanir í leikhús. En hef- ur samt ekkert með leikhús að gera. Leikhúsið verður í slíku samhengi að líkingu fyrir mann- legt atferli sem byggist á svik- um og prettum, óheilindum og undirferli. Hinar sértæku að- stæður þess máls sem hæst bar í sumar og tengsl þess við raunveru- legt leikhús þjóðarinnar buðu auðvitað enn frekar upp á orðaleiki af þessu tagi. Freistandi vissulega. Það er þó umhugsunarefni í stærra sam- hengi hversu berskjaldað leik- húsið er fyrir samlíkingum af þessu tagi þrátt fyrir að þar sé aldrei leikið tveimur skjöldum og óheilindi, svik og prettir eru langt í frá viðfang leikhússins. Menn geta hins vegar beitt leik- húsinu fyrir sig og misnotað að- stöðu sína þar sem annars stað- ar. Það kemur leiklist auðvitað ekkert við. Þó er hún seig þessi hugsun að leikur á leiksviði sé í eðli sínu einhvers konar svik. Vegna þess væntanlega að á bak við persónuna sem leikin er leynist ávallt önnur persóna; leikarinn sjálfur. Þetta er hin al- menna skoðun á inntaki leik- listar. Að leikarinn skapi aðri persónu og á milli hans og áhorfandans gildi óskráður samningur í þá veru að gleyma persónu leikarans meðan á sjón- hverfingunni stendur. Það er svo talinn marktækur mæli- kvarði á list leikarans hversu mjög áhorfandinn gleymir stað- reyndum málsins meðan á sýn- ingunni stendur. Hann vaknar svo upp sem af draumi og segir með aðdáun; „Ég trúði þessu bara alveg.“ Hvort þessi blekkingarleikur er svo tilgangur leiklistarinnar er allt annað mál. Leiklistin snýst nefnilega ekki um blekk- ingu eða tálsýnir. Hún snýst um sannleikann. Það á þó ekki við um alla leiklist. Og komum við þá enn og aftur að því í hvaða tilgangi leikurinn er gerður. Til að sannleikurinn sé viðfang leik- listarinnar þarf einlægni og heiðarleiki að vera meginuppi- staðan í malpoka leikarans – og auðvitað allra annarra sem koma að hinni skapandi vinnu. Oft hefur maður séð leiksýn- ingar þar sem einlægni og heið- arleiki eru víðs fjarri. Ekki endi- lega af ráðnum hug heldur einfaldlega vegna þess hvernig í pottinn er búið. Tilgangur leik- sýningarinnar getur verið slíkur að einlægni og heiðarleiki séu hrein aukaatriði. Tilgangurinn getur verið sá einn að leikhúsinu beri skylda til að sviðsetja leik- sýningu. Eða til hennar sé stofn- að í þeim tilgangi að þeir sem að henni standa vilja hagnast á henni. Stundum er greinilegt að öllum sem í sýningunni taka þátt er enginn greiði gerður með verkinu og þeim er tilgang- urinn með vinnunni algerlega hulinn. Í slíkum sýningum taka tilgerð og sjónhverfingar að sér hlutverkin í stað einlægninnar og heiðarleikans. Þó geta sýn- ingar af þessu tagi verið heið- arlegar á sinn hátt þegar ekki er dregin fjöður yfir tilganginn og allir sem í leikhúsinu eru hafa sameiginlegan skilning á því. Dapurlegast er þegar þátttak- endur í leiknum standa í þeirri trú að einlægni og heiðarleiki ráði ferðinni og standa svo á leiksviðinu umvafðir einhvers konar listrænni lygi sannfærðir um að hún sé jafngildi sannleik- ans. Og sé hún endurtekin nógu oft verða ýmsir til að trúa henni og hampa henni. Þess háttar leiklist, sem með réttu gæti kall- ast listrænt skrum, ýtir undir hugmyndir okkar um flátt eðli leikhússins og að því sé ekki fullkomlega treystandi til að fara með sannleikann. Kannski þykir einhverjum sem ástæðulaust sé að taka leik- listina svona hátíðlega. Hennar hlutverk sé fyrst og fremst að hafa ofan af fyrir fólki í frítíma þess og ef góð lygasaga er betri skemmtun en þurrpumpulegur sannleikur kjósum við lygasög- una. Litfagurt skilerí er þægi- legra fyrir augað en hvass myndrænn skilningur sem trufl- ar sjón og hugsun í hvert sinn sem hann ber fyrir augu. Hversu hátíðlega á að taka list- irnar yfirleitt? Hvaða tilgangi þjóna þær í okkar samfélagi sem er orðið svo lagskipt, bæði þversum og langsum, að til að stytta okkur leiðina að listrænni upplifun verður lægsti samnefn- arinn yfirleitt ofan á. Þörfin til að halda í hið þekkta og við- urkennda er orðin að stefnu- markandi viðmiðun þannig að þegar vikið er út af þeirri braut íhaldsseminnar er ávallt ræki- lega undirstrikað hversu djarft tiltækið er svo enginn velkist í vafa um að upplifunina sem í vændum sé skuli taka með fyr- irvara. Frumleikinn sem enda- laust er hamrað á er orðinn að staðgengli þeirrar sjálfsögðu ný- sköpunar sem á sér stað á hverj- um tíma. Við horfum til baka með nokkrum trega og fyrir- gefum þeim sem standa í ný- sköpuninni barnaskapinn og tökum þá fullkomlega í sátt þeg- ar þeir hafa staðfest getu sína með því að semja, mála eða skapa á annan hátt í anda hins liðna. Frelsið til að leita sann- leikans í listsköpun í samtím- anum fæst ekki nema með sjálf- viljugri afplánun í viðjum fortíðarinnar. Listamennirnir eru nánast tilneyddir til að ljúga sig upp á ákveðinn stall til að fá leyfi til að segja satt. Annars er ekki tekið mark á sannleiks- boðun þeirra. Hvenær rennur hin gullvæga stund sannleikans upp í lífi hvers og eins? Og hvernig vitum við svo fyrir víst að þeir eru hættir að ljúga og byrjaðir að segja satt? Stund sannleikans Frelsið til að leita sannleikans í list- sköpun í samtímanum fæst ekki nema með sjálfviljugri afplánun í viðjum fortíðarinnar. VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið hefur mótað skoðanir lands- manna að verulegu leyti í tæp 90 ár. Áhrif ritstjórnar þess eru mikil og ábyrgð henn- ar á framvindu ýmissa mála eftir því. Yfirleitt virðist hún haga skrif- um sínum í samræmi við hina miklu ábyrgð sem blaðið ber í þjóðfélaginu. En stundum skellir hún skollaeyrum við stað- reyndum og skrifin verða eins og öfug- mæli við annars við- tekin sjónarmið blaðs- ins. Reykjavíkurbréf Morgunblaðs- ins sunnudaginn 19. ágúst er dæmi um slík öfugmæli. Morgunblaðið hefur lagt sig fram um að stuðla að forvörnum til að bæta heilsu þjóðarinnar. Þó er á þessu undantekning. Ritstjórninni hefur gengið illa að skilja samhengið milli aðgengis vímuefna, sérstaklega áfengis, og misnotkunar. Þrátt fyrir það rak marga í rogastans er þeir lásu þetta makalausa Reykjavíkur- bréf, sem er til þess fallið að grafa undan stefnu í vímuvörnum. Var þó nóg að gert áður með því að stuðla að síaukinni áfengisneyslu undir yf- irskyni frelsis og betri ,,vín(vímu) menningar“, sbr. stuðning blaðsins við bjórinn, og einkavæðingu áfeng- isinnflutnings. Sala áfengis frá útkomu Morgunblaðsins Sala og neysla áfengis hefur stór- aukist eftir að farið var að slaka á áfengisbanninu 1917. Á mynd 1 má sjá hvernig salan hefur breyst á síð- ustu öld. Fyrstu ár aldarinnar er öll áfengissala tekin saman en eftir 1920 má sjá breytingarnar eftir teg- undum. Á fyrstu árum Morgun- blaðsins meðan bannið var enn í fullu gildi minnkaði salan, en jókst um leið og slakað var á því, fyrst 1922 og aftur 1935. Frá þeim tíma hefur salan aukist jafnt og þétt, en verðlag haldist nokkuð stöðugt mið- að við tímakaup verkamanna. Þó ber að geta þess að verð á bjór og létt- um vínum hefur lækkað hlutfalls- lega en verð á brenndum drykkjum hækkað á síðari árum. (Sjá töflu 1) Síðustu 30 ár hefur heildarsala áfengis að mestu fylgt kaupmætti ráðstöfunartekna nema árin 1989– 1991, eftir að sala á sterkum bjór var leyfð, fór hún fram úr því sem búast mátti við miðað við kaupmátt. Eftir að einkaleyfi Áfengisverslunar ríkisins til innflutnings áfengis var afnumið árið 1995 hefur salan aftur aukist meira en svarar kaupmætti ráðstöfunartekna. Hún er nú orðin 10% meiri en hún var mest fyrst eft- ir að bjórinn var leyfður og 15% meiri en búast hefði mátt við miðað við kaupmátt. Þessi aukning í áfeng- issölu sýnir kraft og brögð einka- framtaksins við markaðssetninguna. Misnotkun hefur stóraukist með aukinni heildarnotkun Líkur unglinga á öðrum tug ald- arinnar til að verða áfengismisnotk- un að bráð einhvern tíma á ævinni voru miklu minni heldur en unglinga á síðustu tug- um aldarinnar. Líkur pilta fyrir áfengissýki hafa rúm- lega tvöfaldast úr 10% í 22% og líkur stúlkna hafa tífaldast úr 1% í tæplega 10%. En það eru ekki bara líkur á áfengissýki sem hafa stóraukist með aukinni heildarnotkun heldur hafa ýmis önnur áfeng- istengd vandamál, slys, aðrir sjúkdómar og af- brot aukist. Og í kjölfar áfengisneyslunnar hefur komið mik- ið aukin notkun annarra vímuefna þannig að verulegur hluti þeirra sem leita meðferðar núna er í bland- aðri misnotkun vímuefna. (Sjá töflu 2) Áfengis- og vímuvarnir Alltof mörgum yfirsést að vímu- varnir þurfa að byrja með áfeng- isvörnum. Virkasta leiðin til að koma í veg fyrir misnotkun vímu- efna er að draga úr framboði þeirra og eftirspurn. Slíkt verður ekki gert nema með ákveðinni vímuvarna- stefnu sem byggir á því að orð og at- hafnir stjórnvalda og þeirra, sem hafa mikil áhrif á skoðanamótun, t.d. Morgunblaðsins, gefi skýr skilaboð um að notkun vímuefna, þar með talið áfengi að sjálfsögðu, sé óæski- leg og skaðleg heilsu fólks. Markmið og leiðir í forvarnastarfi gagnvart öðrum vímuefnum en áfengi eru sæmilega skýr. Tvískinn- ungi gagnvart áfengi verður að linna og tala verður um það sem vímuefni. Þess vegna ber að takmarka að- gengi að áfengi eins og öðrum vímu- efnum. Það verður m.a. gert með því að viðhalda ríkiseinkasölunni og háu verði. Einnig er nauðsynlegt að hefta einkagróða af innflutningi, sölu og framleiðslu áfengis. Öll fræðsla og umræða um vímuvarnir verður að miða að því að auka skiln- ing fólks á nauðsyn þessara tak- markana svo að dragi úr skað- seminni fyrir einstaklingana og þjóðfélagið í heild. Ábyrgð Morg- unblaðsins er mikil í þessu sam- bandi. Vímuvarnastefna sem ekki leggur aðaláherslu á að draga úr eða koma í veg fyrir notkun algengasta vímu- efnisins, áfengis, er dæmd til að mis- takast. Tómas Helgason Vímuefnavarnir Ritstjórn Morgunblaðs- ins, segir Tómas Helga- son, hefur gengið illa að skilja samhengið milli aðgengis vímuefna, sérstaklega áfengis, og misnotkunar. Höfundur er prófessor, dr. med. Áhrif og ábyrgð Morgunblaðsins Tafla 1 Tafla 2 Sandalar í miklu úrvali á allan aldur Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680 NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.