Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 39

Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 39 Það duldist aldrei neinum hver var á ferðinni, þegar Eyjólfur K. Sigurjónsson gekk í hús. Sterkur persónuleiki, raddstyrkur og út- geislun frá traustum og einörðum manni fyllti hvert herbergi. Þegar hann talaði var hlustað og ráð hans þóttu jafnan góð og til þess líkleg að leiða til farsælla lausna. Það var hverjum manni dýrmæt reynsla að fá að starfa með Eyjólfi og njóta þekkingar hans í heimi fjármála og við hverskonar rekstur. Eyjólfur K. Sigurjónsson kom mjög við sögu þegar leysa þurfti fjármálaþrautir Alþýðuflokksins og Alþýðublaðsins. Það var ekki heigl- um hent að takast á við þann vanda, sem oft blasti við í starfi fjárvana stjórnmálaflokks. Eyjólfi tókst ósjaldan með snaggaralegum við- brögðum og ráðum, sem aðrir komu ekki auga á, að koma óreiðuskuld- um í sómasamlegt horf og afla fjár- muna meðal flokksmanna og forða flokki og blaði frá alvarlegum greiðsluvanda og gjaldþroti. Það var gagnlegur skóli að starfa með Eyjólfi K. að þessum verkefn- um. Öll hans framganga einkennd- ist af mikilli reynslu og þekkingu og gegnheilli virðingu fyrir lögum og reglum. Ekki þykir mér ólíklegt að hann hafi haft að leiðarljósi, að orð skuli standa. – Hann lagði fram mikla vinnu til að Alþýðuflokkurinn, verkfæri jafnaðarmanna til að vinna þjóð sinni gagn, gæti starfað sæmi- lega skammlaust í peningalegum þrengingum. Jafnaðarstefnan var honum mikils virði og hann var tilbúinn að leggja mikið af mörkum svo áhrif hennar gætu orðið sem mest. Eyjólfur K. Sigurjónsson var ein- staklega notalegur maður í allri við- kynningu og líf hans mótaðist af stefnufestu og sterkum vilja til að rétta hlut þeirra, sem ekki höfðu afl eða getu til að sækja hlut sinn á nægtaborð samfélagsins. Hann var heiðursmaður í hvívetna og á þakkir skyldar fyrir þau verk, sem hann innti af hendi fyrir þjóð sína. – Eyj- ólf kveð ég með miklum virktum og þakka honum samfylgdina. Samúð- arkveðjur sendi ég öllu hans fólki og bið Guð að blessa minningu hans. Árni Gunnarsson. Kveðja frá Félagi löggiltra endurskoðenda Eyjólfur K. Sigurjónsson var einn af frumkvöðlum í stétt lög- giltra endurskoðenda á Íslandi. Þegar hann fékk löggildingu til end- urskoðunarstarfa á árinu 1949 höfðu einungis 16 einstaklingar hlotið slík réttindi hér á landi á und- an honum. Þá þegar hafði Eyjólfur starfað við endurskoðunarstörf frá árinu 1943 eða frá nítján ára aldri. Eftir að hann hlaut löggildingu fór hann til náms og starfa við fag sitt erlendis sem var mun óalgengara á þeim árum en í seinni tíð. Við heim- komu stofnaði Eyjólfur til eigin reksturs, fyrst í félagi við kollega sinn, Ragnar Á. Magnússon, en síð- an í eigin nafni allt þar til heilsan brást honum. Á árinu 1999 náðu fjórir endur- skoðendur þeim áfanga að eiga 50 ára afmæli löggildingar til endur- skoðunarstarfa. Af því tilefni var þeim afhent gjöf frá FLE. Þar sem Eyjólfur hafði ekki heilsu til að vera við þá athöfn heimsótti ég hann á Sunnuhlíð. Fór ekki á milli mála að heilsubresturinn var honum þung- bær, sem eðlilegt er, en hugsunin var skýr. Vakti hann meðal annars máls á hagsmunamálum eldri end- urskoðenda sem vilja halda við lög- gildingu sinni en eiga kannski erfitt með að uppfylla þær kröfur sem settar hafa verið á stétt okkar á ýmsum sviðum. Eyjólfur tók virkan þátt í félagsmálum og fékk FLE að njóta þess áhuga hans. Hann sat í stjórn félagsins frá 1956 til 1957, frá 1975 til 1976. Formaður félagsins var hann kosinn á árinu 1985 og gegndi því embætti í tvö ár. Fyrir hönd Félags löggiltra end- urskoðenda færi ég frú Unni og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Símon Á. Gunnarsson. Þegar fregnir bárust um andlát Veru Maack sóttu að ýmsar minn- ingar sem tengjast henni, föður hennar, eiginmanni og heimili þeirra í Austur-Skálanesi á Vopnafirði. Ekki var það ætlunin að rita minn- ingargrein um Veru enda er ástæða til að ætla hún hefði kært sig lítt um slík skrif. En svo áleitin hafa reynst þessi minningabrot að það varð nið- urstaðan að það væri ekki ótilhlýði- legt finna nokkrum þeirra farveg með hefðbundnum hætti. Vera var á ungum aldri, tæpra tveggja ára, þegar móðir hennar lést af barnsförum. Einar faðir hennar kvæntist ekki aftur en annaðist upp- eldi dóttur sinnar með aðstoð ráðs- konu. Einar Maack hafði flust ungur til Vopnafjarðar og var hann þá í þjónustu verslunarfyrirtækisins Ör- ums og Wulfs. Þegar Kaupfélag Vopnfirðinga tók við verslunar- rekstri í byggðarlaginu gekk hann í þjónustu þess. Því fyrirtæki þjónaði hann síðan langa tíð af trúmennsku og heiðarleika. Málefni verslunar- innar voru honum hugleikin alla ævi. Hann hafði litla trú á opinberri forsjá og höftum í atvinnulífi. Hann hafði líka lifað aðra tíma þegar frelsi til verslunar og atvinnureksturs var meira en síðar varð. Þetta skilst bet- ur núna þegar losað hefur verið um síðustu leifar trosnaðra kreppuhafta. VERA MAACK ✝ Vera Maackfæddist á Vopna- firði 13. desember 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 21. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Einar Maack verslunar- maður, f. 10. nóvem- ber 1878, d. 19. mars 1969, og Ólöf Magn- úsdóttir frá Borgum í Þistilfirði, f. 9. júlí 1881, d. 19. október 1913. Eiginmaður Veru var Jón Guð- mundsson frá Krossavík í Vopna- firði, f. 13. nóvember 1903, d. 7. desember 1973. Þau hjón eignuð- ust tvær dætur, Borghildi, f. 4. maí 1943, og Ólöfu Guðrúnu, f. 1. apríl 1945. Barnabörn Veru eru sex talsins og langömmubörnin þrjú. Útför Veru fór fram frá Bú- staðakirkju 29. júní. Landsmálin, einkum sjálfstæði þjóðarinnar og ábyrgð einstaklinga á sjálfum sér og frelsi til orðs og æðis voru honum mikið hjartans mál. Hann skipaði sér snemma í þá einörðu sveit fólks, kvenna og karla, um land allt sem hefur gert Sjálfstæðis- flokkinn að því afli sem hann hefur lengst af verið í íslensku stjórn- málalífi. Þetta þótti mörgum nokkuð sér- kennileg afstaða hjá starfsmanni kaupfélags. Vera dóttir Einars var löngum sama sinnis og faðir hennar í afstöðu til landsmála en ekki er þó laust við að nokkrir brestir hafi verið komnir í flokkstrú hennar undir það síðasta. Einar var forsjáll búmaður og út- sjónarsamur og hann hafði marga útvegu til þess að tryggja heimili sínu aðföng. Hann var verklaginn og iðjusamur, smiður góður og smíðaði ýmislegt innanstokks og utan, t.d. báta og húsgögn. Þeir sem muna heimili Einars Maacks í Skálanesi hafa lokið upp einum munni um það, þar hafi verið búsældarlegt og að Einar hafi búið einkar vel. Einar var nýtinn og sparsamur en þó ósínkur og var alla tíð hjálpsamur þeim sem minna máttu sín. En það var ætíð ófrávíkjanleg regla hans að hægri höndin ætti ekki að vita hvað sú vinstri gjörði. Vera naut góðs atlætis og um- hyggju í föðurgarði. Hún lauk námi í Alþýðuskólanum á Eiðum. Í huga Veru var bjart yfir minningunni um dvölina á Eiðum. Síðar hélt hún til Danmerkur og stundaði þar nám um eins árs skeið í húsmæðraskóla í Sor- ey á Sjálandi. Utanlandsdvölin var Veru jafnan minnisstæð svo lær- dómsrík sem hún var. Vera sótti þá heim föðursystur sína sem bjó í Flensborg í Þýskalandi en hafði farið frá Íslandi alfarin, þá 18 ára gömul, til ömmu sinnar. Heimkomin settist Vera svo að í Skálanesi og annaðist heimili föður síns. Vera giftist Jóni Guðmundssyni frá Krossavík í Vopnafirði. Jón var fríðleiksmaður, dugmikill vinnufor- kur og rammur að afli líkt og faðir hans mun hafa verið. Hann var ljúfur á manninn og sá ekki sólina fyrir konu sinni. Miklir kærleikar voru með þeim hjónum. Einnig fór jafnan vel á með þeim tengdafeðgum Einari og Jóni. Jóni var margt til lista lagt. Um skeið var t.d. orgel á heimili þeirra hjóna í Skálanesi. Jón hafði yndi af að leika á þetta orgel sálma og vin- sæl lög og söng hann þá gjarnan textana um leið og hann lék á org- elið. Vera var einnig söngvís og á sín- um yngri árum mun hún hafa sungið í kirkjukór Vopnafjarðarkirkju. Svo hafa kunnugir sagt frá að tónskáldið Ingi T. Lárusson sem lést á Vopna- firði hafi óskað þess að Vera syngi einsöng við kistulagningu sína. Einnig mun hún á yngri árum hafa tekið þátt í starfi leikfélags á Vopna- firði og enn eru á lífi aldraðir Vopn- firðingar sem hafa látið mikið af leik- listarhæfileikum hennar. Sjálf nefndi hún aldrei einu orði störf sín á þessu sviði. Aðspurð á efri árum vildi hún ekkert um þau tala og taldi að þau hefðu komið til af því að ekki hefðu aðrir verið fáanlegir til þess að taka þau verk að sér sem hún gekk í. Líklega eru fáar eða engar heimildir til um mannlíf og menningu fólks á þessum slóðum þegar samgöngur voru erfiðari en núna er og menn urðu að búa meira að sínu fyrir daga þeirra afþreyingarmiðla og tækja sem nú á dögum geta stytt mönnum stundir. Þau ungu hjónin tóku við búsforráðum í Skálanesi en Einar Maack var jafnan í heimili hjá þeim. Þau reistu nýtt og vandað steinhús í félagi við Einar steinsnar frá gamal íbúðarhúsinu. Gamla Skálanes, sem kallað var í daglegu tali, var fallegt og stílhreint timburhús sem hafði upphaflega verið reist einhvern tíma fyrir aldamótin 1900. Gamla Skála- neshúsið mun síðar hafa hlotið þau örlög að grotna niður og sagt er að það hafi verið haft í áramótabrennu að lokum. En þá voru Jón og Vera flutt frá Vopnafirði. Heimili Veru og Jóns var mikill rausnargarður enda voru bæði hjón- in forsjál og vinnusöm. Vera var ein- staklega vel verki farin. Hún vandaði sig við öll störf og leysti öll verk, stór og smá vel og óaðfinnanlega af hend. Allt lék bókstaflega í höndum henn- ar hvað sem hún tók sér fyrir hend- ur. Heimili hennar og heimilishættir var mótað af fágun, hirðusemi og sið- prýði. Hversdagslega var Vera við- mótsþýð og létt í lund og jafnan fljót að koma auga á skoplegar hliðar mála þegar svo bar til. Hún var í góðu sambandi við nágranna sína og sveitunga og var jafnan öguð og háttvís í umgengni. Hún var orðvör og umtalsfróm og vildi ekki líða illt umtal eða fleipur í sínum húsum hver sem í hlut átti. Vera og Jón eignuðust tvær dæt- ur, Borghildi og Ólöfu Guðrúnu, sem báðar lifa foreldra sína. Á heimilinu í Skálanesi var stund- um margt um manninn og ýmsir áttu þar athvarf og skjól um lengri eða skemmri tíma og þar þótti jafnan gott að koma. Árið 1961 brugðu þau hjónin búi og fluttust til Reykjavíkur. Og fylgdi Einar Maack með þeim við þau vista- skipti. Ástæða búferlaflutninganna mun einkum hafa verið sú að Jón átti við heilsukvilla að stríða og þau vildu vera í nálægð við dætur sínar sem þá höfðu hleypt heimdraganum og hald- ið til höfuðborgarinnar til náms og starfa. Líklega hafa umskiptin ekki verið létt að öllu leyti. Víst er um það að hugur Jóns Guðmundssonar var alla tíð við átthagana fyrir austan þó svo að hann yndi hag sínum allvel syðra. Efri árin urðu Veru að ýmsu leyti örðug. Fráfall eiginmanns hennar 1973 varð henni þungbært þó svo að það væri fjarri skapgerð hennar að bera sorgir sínar á torg. Ýmislegt fleira bar einnig þar til. Vera varð fyrir alvarlegu umferðarslysi árið 1976 og beið þess aldrei bætur fylli- lega. Lengi hélt hún þó sálarkröftum óskertum og gat stytt sér stundir við handavinnu eða þá spil og annað tómstundagaman. Síðustu æviárin hélt hún heimili með dóttur sinni Borghildi en á síðasta skeiði ævinnar bjó hún á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ og síðar í Skjóli og naut þar góðrar umönnunar. Það er líklegt að Vera hafi verið sátt við að kveðja þennan heim en jafnframt þakklát fyrir að hafa feng- ið að lifa þann lærdómstíma sem löng ævi jafnan er. Jón E. Böðvarsson. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina 9   0   #  :        * , *      $ *      !'  && 2+ 6 9@ % !9!*!  # 6*  %(     3   .#>  *% $      ,    #    #  (   #% $"  5  !' $ .#(   %%$ %%%$ # ;  + +': @&&+ ;, )        "  '                    !   <         "  '  2#:4>   5 &;##*  %%$  #%$ #%%%$ -   0   , * 0  :      :        !'    !  ! " &.   8#$ E *! "  # * :     2 6   "3 )3>   6    ,%;  ' $"   % $#.     )3> 3  #8 # #* 9   0   , * 0   :      :             '     '  *   * "  @&&+ 2 *3,$    "%   0        '      $   -* #    *   : +#% $#   '    3   %(    #,  %%$#%%%$

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.