Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 15 MÁLARAMEISTARINN Skútuvogi 6 • sími 568 9045 Erum fluttir í Skútuvog 6 ALLT að 650 manns stunda fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri í vetur, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Á síðustu önn voru rúmlega 570 nemendur við fjarnám í VMA. Fjarkennsla hófst í VMA á vor- önn 1994 en þá voru 17 nemendur í tveimur áföngum í ensku. Nemend- um hefur fjölgað jafnt og þétt frá þeim tíma en Haukur Ágústsson kennslustjóri fjarkennslunnar telur að senn fari að nást jafnvægi í nem- endafjölda. Haukur sagði að um 90 kennarar kæmu að fjarkennslunni með einum eða öðrum hætti en kenndir eru um 170 áfangar. 200 manna framhalds- skóli rekinn á Netinu Að venju eru flestir nemendur fjarkennslunnar innlendir en einnig erlendir og frá öllum heimsálfum nema Ástralíu en enn hefur ekki verið skráður nemandi úr þeirri heimsálfu við skólann. Að þessu sinni er í fyrsta skipti skráður nemendi frá Kína í fjar- kennslu skólans en einnig frá Japan, Afríku, Ameríkuríkjum og Evrópu. Kennsla í fjarkennslu og dagskóla VMA hefst í næstu viku. Nemendur í dagskóla verða um 1.030 í upphafi haustannar. Á heimasíðu VMA kem- ur fram að reiknað sé með um þremur fjarnámsnemendum á hvern dagskólanema og því megi segja að fjarnámið sé á við 200 manna framhaldsskóla sem rekinn er á Netinu. Aldrei fleiri nemendur í fjarnámi í VMA HVÍ eru næturnar nafnlausar? er yfirskrift ljóðakvölds sem haldið verður í Deiglunni í Kaupvangs- stræti á föstudagskvöld, 24. ágúst. Ljóðakvöldið er haldið til minning- ar um Sigurbjörn Kristinsson, höf- und frá Halakoti, og er í umsjá Sig- urðar Heiðars Jónssonar. Dag- skráin hefst kl. 20.30. Flutt verða ljóð fjölmargra skálda, bæði innlendra og er- lendra, en lesarar eru Pétur Gunn- arsson rithöfundur, dr. Sigurður Ingólfsson, Jóhann Freyr Sigur- bjarnarson, Jóhannes Kristvin Kristinsson, Hildur Friðriksdóttir, Þröstur Ásmundsson og Sigurður Heiðar Jónsson. Tónlist flytja Rósa Kristín Baldursdóttir, Dario Vagliengo, Kristján Pétur Sigurðs- son, Garðar Már Birgisson, Birgir Karlsson og Hjálmar Brynjólfsson. Ljóðakvöld í Deiglunni Hví eru næturnar nafnlausar? LISTASUMRI á Akureyri fer senn að ljúka, en enn eru eftir nokkrir áhugaverðir dagskrárliðir. Stefán Ingólfsson og Paul Weeden leika á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 21.30. Blönduð bókmenntadagskrá verður í Deiglunni föstudagskvöld- ið 24. ágúst. Þórey Eyþórsdóttir hefur leið- sögn um sýningu sína í Deiglunni á laugardag kl. 14. Leikhópur ungmennafélags Efl- ingar í S-Þingeyjarsýslu verður með dagskrá úr verkum Shake- spears í Deiglunni á laugardag, 25. ágúst. Sögukvöldvaka verður í Minja- safninu kl. 22 til 24 á laugardags- kvöld. Fjöldi sýninga er opin í Gilinu. Rannveig Helgadóttir sýnir í Ket- ilhúsinu og þar stendur einnig yfir sýning Tuma Magnússonar og Ráðhildar Ingadóttur. Þórey Ey- þórsdóttir sýnir í Deiglunni, Hrefna Harðardóttir í Samlaginu, Per Kyrkeby í Listasafninu, Aaron Mitchell á Kaffi Karólínu, Gústaf Bollason í Kompunni, Helgi Þor- gils Friðjónsson á Karólínu Rest- aurant og Aðalsteinn Svanur sýnir á Karólínu. Dagskrá Listasumars BLÓMABÚÐIN Býflugan og blóm- ið flytur í nýtt og stærra húsnæði í dag, fimmtudag, en það er við Gler- árgötu 36 á Akureyri. Í kjölfar þess að verslunin flyst nú í rúmbetra húsnæði verður vörum frá Broste Copenhagen gefið gott pláss í versluninni jafnframt því sem rými fyrir blóm og „nýantik“-hús- gögn eykst verulega. Kaffihorn verður tekið í notkun þar sem viðskiptavinum býðst að gæða sér á ítölsku kaffi sér að kostn- aðarlausu. Blómaskreytingafólk Bý- flugunnar og blómsins verður til þjónustu reiðubúið frá kl. 10 til 21 alla daga svo og á öðrum tímum ef þörf er á. Býflugan og blómið flytja ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.